Alþýðublaðið - 01.11.1996, Síða 7

Alþýðublaðið - 01.11.1996, Síða 7
FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 s í ð a s i c viskubrunnurinn 1. Hvaða dýr er að finna í merki Sand- gerðis sem er í Mið- neshreppi á vestan- verðu Rosmhvalanesi? 2. Sinfóníuhljómsveit íslands er að æfa Stór- höfðasvítuna eftir tón- skáldið Árna Johnsen um þessar mundir. Hvað heitir fram- kvæmdastjóri SÍ? 3. Hvað heitir nýjasta leikrit Megasar? 4. Hver var Yehudi Menuhin? 5. Essenar eru strang- trúarhópur. Hverrar þjóðar? 6. Flugumýrarbrenna er einn af frægari at- burðum íslandssög- unnar. Hvar er Flugu- mýri? 7. Hver lék Lili Marleen í samnefndri kvikmynd eftir Fassbinder? 8. Hvað hét hljómsveit Franks heitinsZappa? 9. Illdeilur Jónasar frá Hriflu og dr. Helga Tómassonar yfirlæknis á Kleppi um meinta geðveiki þess fyrr- nefnda árið 1930 fengu ákveðna nafngift sem var hver? 10. Hvað heitir þetta fagra fjóð? e,uev\| oi ueqLUoq ejois ’6 uoi;u8au| jo sjaqioyg q ennBAqos euuen ‘L ■0!IMnPuQI8 ! !PJ,JBBe>|s j J8 iJÁLunBnij -g e6u!QÁ0 legauj jndoqjenjj6ueJis rna jeuesss g *9L6L Jnppæj ue^iainiQij ý "-eLuep jssacj eujejp juáj uqao •£ -uossjjaq JiBjjg Jnjipunu ‘Z 'Bunjsou ‘l Edda Þórhannesdóttir er önnum kafin 27 ára gamall starfsmaður Kvikmyndahátíðar, með BA og MA gráðu í bókmenntum og sögu frá Cambrigde, henni finnst Einar Örn alveg frábær orkubolti, er barnlaus en í sambúð Edda blómstrar „Ég var að vinna fyrir finnskan pródúsent í sumar, vant- aði vinnu og sótti um. Ég veit ekki af hverju ég var ráðin. Ég kem í sjálfu sér ekkert nálægt kvikmyndum, ég er lærð í bókmenntum og sögu ffá Cambridge háskóla með BA og MA gráðu.“ Já! Og í hverju ertu sérhœfð? ,,í miðaldabókmenntum og sögu.“ En hvernig tengist finnskur pródúsent því? „Ja, ég hef aðeins verið að vinna fyrir hina og þessa kvikmyndagerðarmenn í stuttan tíma og hann frétti af mér þessi.“ Þá úti t'Finnlandi? „Nei, hann var hér.“ Og þú ert auðvitað á Kvikmyndahátíð öll kvöld? „Já, en því miður hef ég ekki komist á eins margar myndir og ég hefði kosið. Það þarf að sinna svo mörgu, gestum og láta þetta ganga upp.“ Þú ert þá í hlutverki gestgjafans? „Við emm fá og þetta skiptist á okkur öll.“ Þú hefur meðal annarra hitt leikarann Cassel. Hvemig erhann? „Hann er virkilega skemmtilegur karakter og gaman að hitta hann.“ Hyað ertu gömul? „Ég er 27.“ Og með BA- og MA-gráðu ímiðaldabókmenntum? ,Ja, ég var komin með þær 24 ára gömul.“ Hvað, ertu eitthvað undrabam? „Nei, nei, þetta var bara hefðbundið ljögurra ára nám.“ Og úrhvaða menntaskóla kemurðu? „Eg kem úr fjölbrautaskólanum í Ármúla? Og eru framleiddir svona góðir námsmenn þar? „Það virðist vera. Ja, ég veit það ekki en fjölbrautakerfið átti vel við mig og hélt mér vel við efnið." Og svo beint til Cambridge? ,Já, það var ótrúleg lífsreynsla. Mér fannst ég lítt undir það búin að mæta þeim kröfum sem þar vom gerðar. Sam- nemar mínir vom afar sjálfstæðir í hugsun en það er ekki lögð mikil áhersla á það í íslensku skólakerfi." En nú ertu í kvikmyndastússinu. Hverskonar myndir tek- urðu þér úti á vídeóleigu? „Myndaval mitt er mjög fjölbreytilegt, en ég tek þó sjaldan amerískar dellumyndir." Nú hefur þú þurft að lesa hrúgu af þungum bókum t námi, ertu ekki komin með ógeð á fagurbókmenntum? „Ég var nú ekki svo mikið í fagurbókmenntum, námið var sögutengt og miðaðist við miðaldir. Ég skrifaði til dæmis BA- ritgerð um skáldkonu frá 10. öld, Steinunni Refsdóttur sem orti kvæði.“ Þú hefur þá ekki lagst í ísfólkið eftir námið eins og svo margir? „Neinei." Það erfrekar btóið? „Ástæðan fyrir þessu kvikmyndabrölti er áhugi minn á Edda Þórhannesdóttir: heimildamyndum sem er sterkur miðill. Og stejhirðu ífrekara rtám? „Naaa, ég veit ekki alveg hvað ég vil gera við líf mitt. Það hefur verið tilviljunum háð hvað ég hef gert hverju sinni." Hvemig eru heimilisaðstœður hjá þér? „Ég er í sambúð og bamlaus." Já, þú ert í sambúð. Og hvað gerir kallinn ? „Hann er í hönnun og bisness.“ Að hanna bisness? „Nei, hann hannar nú ekki bisness. Hann er í ýmsu eins og ég.“ En hátíðin hefur gengið velfram tilþessa? „Mjög - margir gestir og góð aðsókn." Hvemig finnst þér Einar? (Öm Benediktsson starfsmað- ur Kvikmyndahátíðar). „Einar Örn? Hann er alveg frábær. Hann er rosalega duglegur og algjör orkubolti.“ En Friðrik Þór? „Hann er aðalmaðurinn.“ Er ekki munur að hafa svona heimsfrœgan kvimyndaleik- stjóra þegar kvikmyndahátíð stendurfyrir dyrum? „Það er nú líkast til og margir góðir gestir sem koma hingað gagngert til að hitta hann. Og það er jafnvel búist við en stærri nöfnum að ári. Til dæmis er hugsanlegt að Tarantino komi á næstu hátíð, Sean Penn er einnig inni í myndinni, Altmann sýndi mikinn áhuga og fleiri og fleiri.“ Hver eru helstu áhugamál þín ? „Ég veit það ekki. Ætli ég sé ekki frekar óáhugaverð að því leyti.“ Ferðalög og lestur góðra bóka? , Já, er það ekki þetta klassíska." o r m u r i n n Bókin sem Jón Sæmundur Auðarson er að lesa: „Kærastan fór frá mér þannig að ég tók upp Biblíuna og fletti upp í henni á nokkrum stöðum. Þar las ég nreðal annars eina af dæmisögum Jesú um ræktun víngarðsins. Ég verð að segja eins og er að það litla sem ég hef les- ið í Biblíunni í þessari umferð hefur ekki reynst sérlega miimisstætt. En ég er nú bara rétt að byrja iesturinn. Þegar ég var krakki var ein af nún- um uppáhaldsbókum myndabók frá Fjölva með sögunr úr Biblíunni. Þar átti ég nokkrar uppáhaldshetjur eins og Samson og Daníel sem lenti í ljónagryfjunni. Svo þótti manni sagan af syndaflóðinu æði krassandi, Nói heillaði mikið. Áður en ég greip til Biblíunnar var ég að lesa Grandaveg 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur. Ég las bókina t París á fjórum kvöldum og átti afar erfitt með að láta hana frá mér. Hún er mjög myndræn og ég sá bæði staði og persónur fyrir mér. Afar heillandi bók. ■ Nóbelsverðlaunin Draumórar og auglýsingar. Þegar árið 1924 voru íslendingar farnir að skegg- ræða sín á milli möguleika á að íslenskur rithöfundur fengi Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Einsog fram kemur í þeirri grein sem nú velst til birtingar á síðu 7 var nafn Einars Kvaran nefnt í því samhengi en aðrir sem til greina kom af hálfu akademíunnar sænsku voru jöfrar á borð við Gorki, d’Annunzio, Wells og Hardy. Höfundur sem merkir sér greinar sínar með A setur ofan í við íslendinga, segir Einar Kvaran aldrei hafa komið til greina og einsog í öllum góðum grein- um er samsæri afhjúpað IEn því hefir Einar verið nefndur? Sumpart af fram- hleypni íslendinga, sem ekki geta lifað einn dag svo, að ekki sé um okkur talað. Þeirri flugu var dreift út hér fyrir nokkru, að í bígerð væri, að Einar Hjörleifsson (Kvaran) fengi Nóbels- verðlaunin fyrir bókmentir. Allir, sem með nokkm viti um það hugsuðu, sáu, að slíkt kæmi ekki til nokkurra mála; svo einskorðuð væri bókmentaþýðing Einars Hjörleifssonar við okkur sjálfa, að honum annars ólöstuðum. En á öll- um þeim hér í bæ, sem ekki mega sjá menn, nema þeir reyni að halda hon- um samsæti, eða líknarstarfa án þess að skella upp tómbólu, alt til að lenda í nefnd eða eitthvað þar um bil, var uppi fótur og fit, og einn óframgjam íslenzkur prófessor bauðst til að leggja akademíunni sænsku góð ráð í þeim efnum. Það hefir vitanlega aldrei komið til, að Einar fengi Nóbelsverð- launin. Skeyti frá Stokkhólmi, sem hvergi nefnir Einar, segir að nefndir hafi verið þessir: Spánverjinn Vin- cente Blasco Ibafietz, Englendingamir Hardy, Wells, Galsworthy og Shaw, Þjóðveijamir Thomas Mann og Jacob Wassermann, ítalimir Grazia Deledda og d’Annunzio og Rússinn Maxim Gorki, en næstur þykir Pólverjinn Vladis lau Reymont standa." En því hefir Einar verið nefndur? Sumpart af framhleypni íslendinga, sem ekki geta lifað einn dag svo, að ekki sé um okk- ur talað. Sumpait af því, að áhrifalítið myndablað »Vecke-Joumalen«, sem bókaforlag Bonniers f Stokkhólmi gefur út, fór að ympra á því, en á því stóð aftur svo, að Bonnier var að gefa út þýðingu á sögum Rannveigar eftir Einar. Alt Nóbelsverðlaunabullið var því ekkert annað en auglýsing fyrir sænsku þýðingunni á sögum Rann- veigar. Það var alt og sumt. A. ‘’Hann hefir nú fengið verðlaunin.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.