Alþýðublaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Leitin að sannleikanum í Bosníu Líkkista með jarðneskum leifum sex vikna gamals múslimabarns sem fannst í fjöldagröf. Þjóðarmorð en engin lík Því er haldið fram að í Srebrenica hafi farið fram mestu hörmungar síðan í seinni heimsstyrjöldinni. En afhverju finnast ekki fleiri lík? Vetur konungur hefur nú hreiðr- að um sig í hlíðunum um- hverfis Srebrenica og neytt leitarmenn Sameinuðu þjóðanna til að leggja ffá sér skóflur og haka og snúa heim. Þegar jörð þiðnar næsta vor munu þeir halda áfram vinnu sinni við að grafa upp lík sem liggja þar í fjöldagröfum og reyna að bera kennsl á múslima sem voru myrtir í júh' 1995, þegar hermenn Bosníu-Serba eru sagðir hafa framið mestu óhæfuverk síðan þriðja ríkið leið undir lok. Al- þjóðanefnd Rauða krossins er með íista yfir meira en 6.600 múslimska karla og konur sem er saknað síðan í blóðbaðinu í Srebrenica. Tölur Bo- sníustjórnar eru talsvert hærri, eða 10.300 manns. Þrátt fyrir níu mánaða vinnu við uppgröft hafa ekki fundist nema 750 lík. Afhverju svona fá? Leiðtogar Bosníu-Serba segja ástæð- una vera þá að tölur yfir fjöldamorðin séu stórlega ýktar. Rannsóknarmenn ffá Sameinuðu þjóðunum segja þetta lygi. Sannanir þykja sýna að Serbar hafi gert illt verra í glæpum sínum gegn mannkyninu með því að reyna að hylja sönnunargögn. Eftirfarandi hefur komið í ljós: Sahani: A þessu svæði, sem er einn- ig kallað Lazete, höfðu leitarmenn bú- ist við að finna 800 lík samkvæmt ffá- sögnum þeirra sem lifðu af og rann- sóknum byggðum á myndum frá gervihnattadiskum. í gröfinni fundust aðeins líkamsleifar 160 manna. Þegar liðsmenn Sameinuðu þjóðanna komu að gröfinni í apríl hafði henni nýlega verið raskað. David Rohde blaðamað- ur, sem vann Pulitzer verðlaunin fyrir að finna gröfina á síðasta ári, sagði að jörðin hafi verið „hörð og flöt“ þegar hann kom fyrst að gröfinni. Þegar hann sneri aftur í apríl á þessu ári var jarðvegurinn allsheijar drullusvað og grassvörðurinn troðinn niður. Nýleg för eftir hjólbarða voru greinileg á svæðinu. Leitarmenn eru sannfærðir um að líkin hafi verið grafin upp og flutt annað. „Við höfum í höndunum marga poka sem innihalda útlimi og aðrar líkamsleifar," segir dr. Richard Kirscnher réttarlæknir sem hefur unn- ið með liðsmönnum S.Þ. „Sú stað- reynd að við höfum fundið líkamsleif- ar sýnir að hér hefur sannleikurinn verið rangfærður." Leynilögreglu- menn frá stríðsglæpadómstólnum telja að líkin hafi verið flutt í jámbrautar- göng skammt frá. Áformað er að rannsaka það næsta vor. Pilica: Drazen Erdemovic, böðull úr sveitum Serba viðurkenndi fyrir al- þjóðadómstólnum í Haag að um það bil 1.200 múslimar hafi látið lífið á þessu svæði 16. júlí 1995. Liðsmenn S.Þ. hafa aðeins fundið 200 lík ásamt hinum ýmsu líkamspörtum. Gervi- hnattamyndir Sameinuðu þjóðanna, teknar 17. júlí sýna mörg lflc á svæð- inu og vinnuvélar að störfum. Vinnu- vélarnar voru aftur á ferð þremur mánuðum síðar. Á sama tíma fundu gervihnettir merki um mannaferðir hjá álverksmiðju sem hafði verið lokað. Fyrrum verkstjóri þar, múslimi sem býr nú í Tuzla, segir að í verksmiðj- unni hafi verið 62 tankar af vítisóda, mjög ætandi efni sem notað er til að vinna ál úr báxít málmgrýti. Haft er eftir Kirschner að þetta magn af vítis- óda gæti verið notað til að leysa upp líkamsleifar. „Það myndi skilja eftir mikla leðju en örugglega leysa upp hár og mjúka llkamsvefi." Nova Kasaba: Talið er að um 600 menn frá Srebrenica, sem voru myrtir aðfaranótt 13. júlí, hafi verið huslaðir í fjórum gröfum á svæðinu. Samkvæmt heimildum hollenskra friðargæsluliða sem voru í nágrenninu um nóttina heyrðust byssuskot, eitt í einu, sam- fellt í tvo klukkutíma. Búið er að grafa upp tvær af þessum fjórum fjöldagröf- um en ekki hafa fundist nema 33 lík. ■ í nýjasta tölublaði Vinnunnareru ógnvekjandi frásagnir af blóðbaðinu í Rúanda. Þær eru birtar hér með góðfúslegu leyfi Vinnunnar Börn sem frömdu morð Börn voru bæði fórnarlömb og þátttakendur og hildarleiknum í Rú- anda þegar um hálf milljón manna var myrt. Ekki einu sinni sjúkleg- asta ímyndunarafl dugir til að sjá fyrir sér hvað gerðist í Rúanda vor- ið og sumarið 1994 en vitað er að þúsundir ungra barna urðu bæði vitni að hryllilegum morðum og tóku þátt í að fremja þau. Ein af spurningunum sem svara þarf eftir blóðbaðið er: Hvað á að gera við börnin sem frömdu morð? í suðurhluta Rúanda eru reknar endurhæfingarbúðir þar sem börn sem tóku þátt í morðum eru vistuð. í búðunum eru 197 börn á aldrinum átta til sextán ára. Umhverfis þær er gaddavír og vopnaðir verðir. Esper- ance Kampire, forstöðukona í Gita- gata búðunum, segir markmiðið vera að fá börnin til að segja sann- leikann um það sem þau gerðu, kenna þeim að breyta viðhorfum sínum og koma þeim aftur inn í samfélagið sem nytsömum þegnum Börnin ganga í skóla og vinna við húsdýrahald og smíðar fyrir utan búðirnar. Eitt af því erfiðasta verð- ur að fá samfélagið í heild til að taka við þeim. Börnin í búðunum eru of ung til að fara fyrir rétt en Kampire segir ekki vafa á að þau tóku þátt í morðunum. „Einkum eldri börnin tóku þátt í fjöldamorðunum. Eg var þarna sjálf. Ef fórnarlamb var leitt fyrir einhvern sem gat ekki myrt var far- ið nteð það til einhvers af ungling- unum, þeir sýndu aldrei neina mis- kunn,“ segir Kampire og bætir við að á meðan margir af hinum full- orðnu myrtu af illsku voru morðin einsog leikur fyrir börnunum. Þau gerðu bara það sem þeim var sagt, vönduðu sig einsog þau gátu og skildu ekki afleiðingarnar. En sum þeirra voru ill. Verkefnið virðist óyfirstíganlegt og enginn veit í raun hvernig því getur lokið. Svo margt annað er of- ar á forgangslistanum í þessu stríðshrjáða landi en að sinna böm- um sem eru sek um morð. „Drengirnir halda enn að þeir eigi í stríði og að þeir eigi sér óvini. Ef þeir fengju fyrirmæli myndu þeir snúa sér að okkur og drepa okkur. Ég sé það í augunum á þeim,“ segir Esperance Kampire. Byggt á grein í Det Fri Aktuelt. Skelfilegar minningar Engar hliðstæður finnast á seinni tímum sem duga til að hjálpa okkur að skilja umfang þeirra átakanlegu atburða sem þessi börn urðu vitni að meðan á fjöldamorðunum stóð. Börnin þurfa ekki aðeins að glíma við skelfilegar minningar sem ryðj- Ekki hefur fengist nein staðfesting á að sannleikurinn sé rangfærður í þessu tilfelli. Hinar grafirnar tvær eru óhreyfðar en virðast ekki vera stærri en þær sem búið er að opna. Leitar- mönnum er hulið afhveiju svona fá lík finnast þama. Karakaj stíflan og Glogova: Þessi tvö órannsökuðu svæði gætu falið lík um þúsund fórnarlamba. Að sögn þeirra sem lifðu af fjöldamorðin á þessum svæðum vom líkin flutt burt á vörubflum. Hinsvegar sáu liðsmenn S.Þ. vinnuvélar að verki við stífluna fáum dögum síðar. Við rannsóknir á jarðveginum hafa fundist leifar af beinum á ýmsum stöðum, sem þykir sýna að raskað hafi verið við gröfun- um. Gervihnattamyndir frá Glogova sýna annan uppgröft, þremur mánuð- um eftir þann fýrri 27. júlí 1995. Talið er að lfldn frá Glogova hafi verið færð á stað sem er rétt sunnan við Srebren- ica, þar sem nú hafa fundist nýjar moldarhrúgur. Leitarmenn snúa aftur til þessara staða þegar vorar. Þeir geta aðeins vonað að stríðsglæpamenn sem búa á svæðinu árið um kring verði ekki fyrri til, og nái að afmá verksummerki. Newsweek/I.Þ. Café Master Þægileg, einföld og ódýr. 3.390 kr. ast inn í daglegt líf þeirra, eyði- leggja einbeitingu þeirra og ræna þau svefni, heldur standa þau líka frammi fyrir því risavaxna verkefni að reyna að skilja þessa óskiljan- legu og óútskýranlegu atburði. Böm sem urðu vitni að því að fjöl- skylda þeirra var höggvin til dauða, heyrðu neyðarópin, upplifðu það að liggja í felum undir líkum annarra og sáu önnur böm og fullorðna sem þau treystu á taka þátt í voðaverk- unum, bera eftir það varanleg ör á sálinni. Lauslega þýtt úr UNICEF-skýrslu sem unnin var eftir viðtöl viö meira en 3000 börn í Rúanda. Systurnar Esperance, 11 ára, og Epiphanie, 12 ára, eru nú í öruggu skjóli í dönsku SOS-barnaþorpi eft- ir að hafa vérið tvær einar á flótta undan morðsveitum. Þær sáu hús sprengd í loft upp og fólk drepið. Þegar fjöldamorðin hófust misstu þær samband við fjölskyldu sína en hafa heyrt að fjölskyldan hafi verið myrt. Þær sluppu lifandi meðal annars af því þær eru stúlk- ur; drengir voru miskunnarlaust drepnir enda álitnir „skæruliðar framtíðarinnar". Þúsundir barna glötuðu tengslum við fjölskyldur sínar og nú stendur fólk í Rúanda frammi fyrir því verkefni að reyna að finna foreldra þeirra og systkini. Mörg þeirra munu þó aldrei sjá ættingja sína aftur enda var um hálf milljón manna drepin í fjölda- morðunum. Café Gourmet HD 5400 Falleg kaffivél sem sýöur vatniö áður en hún hellir upp á. Auðvelt er að færa hana til og hitahellan heldur kaffinu heitu. L 11.560 kr. Café Boma Therm Hellir upp á ilmandi kaffi HD7262 beint í hitabrúsann. m Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 569 1500 Umboðsmenn um land allt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.