Alþýðublaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐK) 3 s k o ð a n i r vörð um Ríkisútvarpið Samþjöppun valds og eignarhalds í fjölmiðlum á íslandi er staðreynd sem vissulega er áhyggjuefni í svo litlu samfélagi. í Ijósi þess verður það æ mikilvægara að hér sé rekið öflugt ríkisútvarp. Stöndum að er athyglisvert að landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti nú á dögunum að afnema ætti skyldu- áskrift að Ríkisútvarpinu, á sama tíma og eignarhald á fjölmiðlum færist á æ færri hendur. Pallborð | •A Ásta R. Jóhannesdóttir skrifar Hagsmunir almennings eða hagsmunir eigenda Sérstaklega er þetta íhugunarefni fyrir almenning í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur undanfarið í kjölfar brottrekstrar fféttastjóra Stöðvar 2 úr starfi. Þar kemur fram að ein af ástæðum fyrir brottrekstrinum telur hún afskipti eigenda fjölmiðilsins af fréttaflutningi fréttastofunnar. Þar voru þær skýringar gefnar að fréttaflutningurinn hefði skaðað aug- lýsingahagsmuni Stöðvar 2 og um leið fjárhagslega hagsmuni eigenda fjölmiðilsins. Fréttastjórinn benti réttifega á það, að fréttastofunni bæri að”yará óiiáð eigendum og hafa hags- múnFálmenriings í.fyrirrúmi. Trú- verð^^ejfei.-'tréj'ts-er-' k<)minn undir því. Fjölmiðlarnir - fjórða valdið Fjölmiðlar hafa upplýsingahlut- verki að gegna gagnvart almenningi og aðhaldshlutverki gagnvart stjórn- völdum. Fái menn á tilfinninguna að einhverjir aðrir hagsmunir ráði ferð- inni í fréttaflutningi missir fréttastof- an trúverðugleikann, verður ómark- tæk og almenningur missir áhuga á að fylgjast rtieð fréttaflutningi hennar. ,, Þa^..px táj^ð.um, fjö 1 ti|ið 1 a sem §pr^al,v^}4 jð! á i ?ftir .löggja’fárváldi, framkvæmdavaldi og dómsvaldi. Það er því full ástæða til að hafa áhyggjur af hvemig eignaraðild á fjöl- miðlum hér á landi er að þróast. Hringamyndun í fjölmiðla- heiminum I einkareknum Ijósvakamiðlum, út- varps- og sjónvarpsrekstri, virðist vera að eiga sér stað hringamyndun. Sömu aðilar eru eigendur að Stöð 2 og Sýn, þeir eiga síðan og reka út- varpsstöðina Bylgjuna. Þeir eiga einn- ig hlut að útgáfufélaginu sem gefur út dagblaðið DV, sem aftur rekur dag- blaðið Dag-Tímann. Þessi aðili hefur mjög sterka og vaxandi stöðu. Fyrsti einkarekni sam- keppnisaðilinn við Stöð 2, Stöð 3, er í eigu hins svokallaða „Kolkrabba" og hefur sá hópur sem kenndur hefur verið við smokkfisk nú komið að þeim rekstri. Það skiptir því afar miklu máli að búa fjölmiðlum, hvort sem um er að ræða dagblöð, útvarps- eða sjónvarpsstöðvar, þannig um- hverfi að samkeppni sé möguleg og til staðar. Mikilvægt hlutverk Ríkisút- varpsins Samþjöppun valds og eignarhalds í fjölmiðlum á Islandi er staðreynd sem vissulega er áhyggjuefni í svo litiu samfélagi. f ljósi þess verður það æ mikilvægara að hér sé rekið öflugt ríkisútvarp, fjölmiðiil í eigu allra landsmanna, sem sé gert það kleift að veita öðrum fjölmiðlum í einkaeign verðuga samkeppni. Alveg eins og Ríkisútvarpinu var nauðsyn að fá samkeppni frá fjöl- miðlum í einkaeign á sínum tíma, þá er einkareknu stöðvunum ekki síður nauðsyn á aðhaldi og samkeppni frá Ríkisútvarpinu. Afkoma og sjálfstæði tryggt Ríkisútvarpinu auðnast aðeins að veita það aðhald, fái það rekstrarfé í formi afnotagjalda eða á annan hátt. Nefskattur hefur verið nefndur í stað skylduáskriftar og afnotagjalda. Ég hef efasemdir um að nefskattur skili sér til Ríkisútvarpsins sem skyldi. Nefskattar, sem settir hafa verið á, hafa sjaldnast verið afnumdir og tekj- unum, sem komið hafa inn til ríkisins, hefur oftar en ekki verið ráðstafað í annað þegar til íjárlagagerðar kemur. Með afnotagjöldum er sjálfstæði Rík- isútvarpsins betur tryggt og því þann- ig gert betur kleift að sinna sínu margþætta hlutverki. Mikilvægi Rík- isútvarpsins verður æ ljósara þegar mál skipast hjá einkareknu fjölmiðl- unum eins og nú gerist. Höfundur er alþingismaður. Einsog Alþýdublaðiö greindi frá fyrir nokkru eru nýjir ís- lenskir „sitcom" sjónvarpsþættir í vinnslu, það er þættir f líkingu við Rosanne, Já, ráöherra, Fyrir- myndarfaðir og svo framvegis, þættir sem fjalla um sömu per- sónurnar á gamansömum nót- pm. Þeir heita Fornbókabúðin og eru eftir leikarana Jóhann Sig- urðarson, sem jafnframt leik- stýrir og Guðmund Ólafsson en hann fer með eitt aðalhlut- verkið. Búið að taka upp fjóra þætti og eru þeir nú í klippingu. Stöð 2 hyggst sýna fyrsta þáttinn 28. desember en fyrirhugað er að þeir verði alls 12... g meira af sjónvarpsefni. RÚVbetuc fest kaup á nýj- um breskum þáttum sem gerðir eru eftjr handriti Dennis Pott- ers. Nýju þættirnir hefjast 18. nóvomber og heita Karaoke og eru topplejkarar í hlutverkum: Albert Finney, Richard E. Grant, Julie Christie og Saf- fron Burrows toppmódel. Leik- stjóri er Renny Rye sá sami og leikstýrði þáttaröðinni Lipstick on your Collar, rómaðum þátt- um sem sýndir voru (Sjónvarp- inu fyrir tveimur árum. Potter, sem nú er allur, fékk þau tíðindi frá lækni sínum að hann þjáðist af magakrabbameini og í stað þess að fara og njóta í vellysting- um því litla sem eftir var af hans lífi hespaði Potteraf tveimur sjónvarpsseríum: Karaoke og framhaldinu sem heitir Cold Las- arus og gerist uppúr miðri næstu öld... Niðurstöður fjölmiðlakönnun- ar Félagsvísindastofnunnar sem gerð var dagana 8. til 14. október voru að berast hlutað- eigandi í gær. Þetta er doðrantur uppá 100 blaðsíðurog má búast við að fjölmiðlar birti það uppúr henni á næstu dögum sem þeir telja sér til framdráttar. í niður- stöðunum kemur fátt á óvart þegar litið er til sjónvarpsefnis. Fréttir á RÚVtróna á toppnum með meðaláhorf í um 44 pró- sentum. Ellefufréttir eru nokkuð traustar eða með 23 prósent. Nýr þáttur Hemma Gunn fær 38 prósent og Dagsljóser með að meðaltali um 30 prósent. 19:20 á Sföð2kemureinnig vel útúr könnuninni eða með tæp 40 pró- sent... Mikil hreyfing hefur orðið í valdastöðum eftir að Hanna María Pétursdóttir hætti sem þjóðgarðsvörður og prestur á Þingvöllum. Heimir Steinsson sótti um stöðu henn- ar og þykir auðsætt að hann sé þegar búinn að tryggja sér starf- ið með samkomulagi við Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra og Davíð Oddsson forsætisráð- herra. Þá losnar staða útvarps- stjóra og er Markús Örn An- tonsson talinn líklegasturtil að hreppa stöðuna. Markús er starf- andi framkvæmdastjóri Útvarps og segja leikfléttusmiðir að lík- legast sé að Bogi Ágústsson taki við stöðu hans en hann mun vera orðinn þreyttur á að stjórna fréttastofu Sjónvarps. Kemur þá loks að enda fléttunnar: Elín Hirst, brottrekinn fréttastjóri Stöðvar 2 sást snæða kvöldverð með Kjartani Gunnarssyni framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins og nánasta ráðgjafa Davíðs Oddssonar á Hótel Sögu í lok síðustu viku. Um hvað ætli þau hafi verið að tala? Hug- myndin er sem sagt sú að Elín sé kandídat Sjálfstæðisflokksins í að taka við starfi Boga... fimm á förnum v e g i Fylgdist þú með landsfundi Kvennalistans? Eydís Leifsdóttir skrif- stofumaður: Nei, ekki neitt. Mér finnst Kvennalistinn vera úreltur. Guðmundur R. Karlsson dómvörður: Voða lítið. Mér finnst óðum vera að íjara und- an þessum konum. Dagmar Jónasdóttir skrif- stofumaður: Nei, ég hef engan áhuga á pólitík. Arnbjörg Gunnarsdóttir verzlunarmaður: Nei, ég sá aðeins um fundinn í fréttum, en ég held að Kvennalistinn sé búinn að vera. íris ívarsdóttir gjaldkeri: Lítillega. Ég er alls ekki hrifin af kynskiptum listum. m e n n Við erum láglaunaland og það er einkum skýringin á því afhverju þessi þjónusta er svona ódýr. Ólafur Einarsson lýtalæknir um ódýrar brjóstastækkanir á íslandi. Hugmyndireru um að bjóða útlendingum í brjóstastækkun- arferðir til íslands. DT á laugardag. Nonni ekki nennir iengur, nægöu honum tólf löng ár. Heim af velli hetjan gengur, hann er móður, ekki sár. Ólafur Stefánsson yrkir um Jón Baldvin. DT. Mörgum nemendum mundi bregða, ef þeir framreiknuðu tíu ára kostnað af einum sígarettu- pakka á dag eða tíu ára kostnað af einum lítra af gosi á dag. Þannig má líka framreikna bjórinn og súkkulaðið, sem margir innbyrða af algeru tillitsleysi við eigin fjárhag. Jónas Kristjánsson leggur landsmönnum lífsreglur í leiðara DV á laugardag. Gamlir stalínistar í Menningar- og friðarsamtökum íslenzkra kvenna senda mér tóninn vegna heidur vinsamlegrar umfjöllunar um Maríu Þorsteinsdóttur í þess- um þáttum fyrir hálfum mánuði. Ekkert af því er svaravert, en rifj- ar upp gamla góða kaldastríð- sæðið. Megi þeim vel farnast þarna f fortíðinni. Matthías Johannessen svarar fyrir sig í helgispjalli á sunnudag. Ekki eitt af mest spennandi um- ræðuefnum sem hugsast getur þetta „Veljum íslenskt". Nánast einsog skyldan að bjóða upp Ijótu stelpunni í bekknum einu sinni á önn eða umbera leiðinlegan frænda af því að það eru jól. Stefán Jón Hafstein í leiöara DT. Hvað þessi vetur ber í skauti sér skal Víkverji ósagt látið. Að hluta til er hann þó leir í hönd- um okkar, sem við mótum sjálf. Veldur hver á heldur. Skáldlegur Víkverji á sunnudag. Guðdómlegt bíó Bíósmekkur páfans í nýjasta tölublaði Kaþólska kirkju- blaðsins er listi yfir nokkrar kvik- myndir um trúmál sem fjölmiðlaráð páfa telur athyglisverðar. Andrei Rublev Andrei Tarkowsky. Mission Roland Joffe. The Passion ofJoan ofArc Carl T. Dreyer. Flowers ofSt. Francis Robcrto Rossellini. The Gospel According to Matthew Pier Paolo Pasolini. Therese Alain Cavalier. Ordet Carl T. Dreyer. The Sacrifice Andrei Tarkowsky. Francis Liliana Cavani. Ben Hur William Wyler. Babette ’s Feast Gabriel Axel. Nazarin Luis Bunuel. Monsieur Vincent Maurice Cloche. A Man for All Seasons Fred Zinnemann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.