Alþýðublaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 ■ Fangar á Litla-Hrauni fá vinaheimsóknir frá sjálfboðaliðum á vegum Rauða Krossins Fangar eru afgangshópur - segir Gestur Hrólfsson fangavinur. „Við byrjum á Litla Hrauni og þeg- ar hafa fangar haft samband og lýst yfir áhuga á að fá heimsóknarvin,“ segir Sigrún Ámadóttir framkvæmda- stjóri Rauða Kross íslands í samtali við Alþýðublaðið. Fyrir viku hélt RKÍ námskeið fyrir sjálfboðaliða og er ætlunin að koma á vináttusambandi milli þeirra og fanga. Að sögn Sigrúnar var námskeiðið haldið í náinni samvinnu við Fangels- ismálastofhun. „Við höfum fyrirmynd bæði frá Norðurlöndum og öðrum löndum en þar hefur þetta fyrirkomu- lag gefist vel. Við ætlum okkur að fara hægt og vanda okkur. Það voru 7 þátt- takendur á námskeiðinu, 4 karlar og 3 konur, engir táningar heldur lífsreynt fólk. Þetta verða fyrst og ffemst vina- heimsóknir og ekki er ekki ætlast til þess að þetta fólk leysi einhver vanda- mál eða séu einhverskonar ráðgjafar heldur: venjulegur maður heimsækir venjulegan mann,“ segir Sigrún. Námskeiðið stóð yfir í tvo daga. Tveir fyrirlesarar frá Fangelsismála- stofnun og þrír frá RKI voru með hópnum fyrri daginn en seinni dagur- inn var á Litla Hrauni. Þar var starf- semin kynnt, rætt við fanga, fanga- verði og fangelsisprestinn. „Ef þetta gefst vel verður áframhald á þessu. Gestur Hrólfsson: Sérstök upplifun að þróa vináttusamband, eða kunn- ingsskap, við mann sem ég þekki ekki neitt og á kannski ekki mikið sam- eiginlegt með. Það er verið að tala um vikulegar til hálfsmánaðarlegar heimsóknir. Algjör þagnaskylda ríkir og ýtarlega var farið í slíka þætti. Þessum vinum er ekki ætlað að blanda sér í nein mál fangans utan þessara heimsókna," segir Sig- rún. Gestur Hrólfsson er einn þeirra sem var á námskeiðinu en það var ekki auglýst heldur hafði RKI samband við fólk sem það þekkir til. Gestur, sem er 33 ára, hefur enga reynslu af fangels- um og þekkir enga fanga. „Ég hef áhuga á því að vita meira um fanga og fangelsismál. Ég hef verið að vinna fyrir RKI undanfama mánuði þannig að ég er hálfgerður innanbúðarmaður. Við, þessir heimsóknarvinir, eigum að heimsækja fangana hálfsmánaðarlega og tíminn í hvert sinn ræðst af því hvemig gengur en það er gert ráð fyrir einni klukkustund í hvert skipti. Við vitum ekki mikið um hvað við emm að fara útí,“ segir Gestur og lýsir yfir ánægju með námskeiðið, þar hafi ver- ið góðir fyrirlestrar til dæmis um líðan fanga. „Þetta em oft reiðir menn sem em í fangelsunum og afgangshópur í okkar samfélagi sem við svo múmm inni. Þetta leggst vel í mig en ég geri mér engar væntingar beint. En það getur orðið sérstök upplifun að þróa vináttusamband, eða kunningsskap, við mann sem ég þekki ekki neitt og á kannski ekki mikið sameiginlegt með,“ segir Gestur. Gert er ráð fyrir því að hann eignist aðeins einn vin og er það vegna trúnaðaratriða - að ekki kotni upp ótti við að hann beri á milli eitthvað sem gæti skapað öfund. Gest- ur veit ekki hvenær hann fer í sína fyrstu heimsókn. Aðspurður telur hann fordóma ríkjandi gagnvart föng- um í samfélaginu. „En eitt af því sem kom mér á óvart á námskeiðinu er að það gengur ótrúlega vel að finna vinnu handa föngum eftir afplánun. Það em ýmsar skýringar á því, ein er sú að þeir verða alltaf að mæta og standa sig vel. Fyrrverandi fangar em góðir vinnukraftar," segir Gestur. ■ Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali við Neytendablaðið Forseti leggur áherslurá heil- brigði og hollustu St;e.rkt vín ekki veitt á Bjessa«tö^um og ösku- bakke r- Ökkiííá' b o rð u m. "íífí, ! „Hér á Bessastöðum verður ekki veitt tóbak og öskubakkar Iiggja ekki hér á borðum. Við höfum einnig tekið um það ákvörðun að við munum fyrst og fremst veita óáfenga drykki og létt vín. Við munum ekki bjóða uppá sterka drykki einsog löng- um hefur tíðkast í opinberum veislum,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson forseti í viðtali við Neytendablaðið um heilbrigði og hollustu. Ólafur Ragnar segir að þetta sé ákveðnar vísbendingar um hvaða þætti forsetahjónin vilji halda í heiðri. Hann segir þáttaskil að bjóða ekki sterk vín, en það sé í takt við niðurstöður læknavísinda og þann tíðaranda sem honum finnist mikilvægur. Aðspurður segist forseti ís- lands ætla að beita sér sérstak- lega fyrir auknu heilbrigði og hollustu meðal þjóðarinnar. „Já, ég ætla að reyna það og þess- vegna minntist ég á þennan þátt í ræðu minni við innsetninguna. Það var með ráðnum huga gert að ég setti þennan þátt ofarlega á blað, ekki aðeins vegna þess að ég teldi það mikilvægt fyrir ein- stakiingana, heldur vegna þess að ég.tel það mikilvægan þátt í því heilbrigða samfélagi sem við þurfum í sameiningu að móta. Ég ætla að reyna að sýna fordæmi. Embætti forseta íslands felur í sér ákveðið táknvald um hegðun og lífshætti sem vonandi verða þá til fyrirmyndar,“ segir forset- inn. í viðtalinu kemur fram að Ól- afur Ragnar stundar kappgöngu, skokk og líkamsrækt í 40 til 50 mínútur alla morgna, hvernig sem viðrar. Hann segir þetta dýr- mætustu stundir dagsins, þær geri honum kleift að mæta nýjum degi á skemmtilegan hátt. Síð- degis fer Ólafur Ragnar oft í sund eða líkamsrækt, og þannig kveðst hann safna kröftum til nýrra átaka. Ólafur Ragnar segir forvarn- arstarf í heilbrigðismálum mjög þýðingarmikið. I þessu sambandi nefnir hann meðal annars að sannað sé að æskufólk sem elst upp við íþróttir, útivist og holla lifnaðarhætti verði síður fórnar- lömb vímuefna. Ólafur Ragnar stundar kappgöngu, skokk og líkamsrækt í 40 til 50 mínút- ur alla morgna, hvernig sem viörar. ■ KK og Magnús Eiríks- son í samkrulli Ómissandi féiagar í kvöld verða þeir KK og Magnús Eiríksson með tónleika á Hótel Borg. Þar munu þeir félag- ar flytja lög af nýjum disk sem heitir Ómissandi fólk sem er væntanleg í plötubúðir fyrir jólin. KK og Magnús eru báðir blúsgít- arleikarar og má því búast við blúsuðum töktum en með þeim koma fram Jón bassi Siguðrsson og Stefán Magnússon á trommur. ■ Fyrirlestur á vegum MHÍ Frumkvöðull hugmynda- listarinnar Á morgun mun Lawrence We- iner flytja fyrirlestur um verk sín í Barmahlíð, fyrirlestrarsal Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Viku síðar verður opnuð sýning á verkum hans í sýningar- salnum Önnur hæð við Laugaveg 37. í tilkynningu frá MHI segir að Weiner sé oft nefndur sem einn af frumkvöðlum hugmyndalistar- innar. „Síðan 1968 hefur tungu- málið verið aðalmiðili hans. Lista- maðurinn notar texta sem oftast er málaður beint á vegg. Hann notar texta sem myndlistarmaður en ekki rithöfundur. Hann fæst við hugmyndina um efnið fremur en efhið sjálft. Textarnir eru opn- ir og lýðræðislegir. Áhorfandinn fyllir uppí myndina frá eigin bak- grunni og menningu. ■ Leikfélag Akureyrar Sigrún Ástrós að hætta Sýningum Leikfélags Akureyr- ar fer nú fækkandi á Sigrúnu Ástrósu eftir Willy Russel. Að- sóknin hefur valdið nokkrum vonbrigðum og einungis eru tvær sýningar eftir. Sunna Borg minn- ist þrjátíu ára leikafmælis síns með þessum einleik og LA hvetur leihústmnendur að láta þessa sýn- ingu ekki framhjá sér fara. ■ Stjórnmálaályktun kjördæmisþings Alþýðuflokksins-Jafnaðarmannaflokks Is- lands- í Norðurlandskjördæmi eystra 26. október 1996 Gerum draum um sameiningu að veruleika Það eru stór tíðindi úr íslenskum stjórnmálaheimi, að Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins síðast liðinn tólf ár, hefur ákveðið að láta af formennsku flokks- ins á komandi flokksþingi og hætta þingsetu að þessu kjörtímabili loknu. Viðbrögð fjölmiðla og manna úr öðr- um flokkum sýna svo ekki verður um villst, að það er ekki eingöngu alþýðu- flokksfólk sem áttar sig á því, að þar er einn mikilhæfasti og litríkasti stjórnmálaleiðtogi þjóðarinnar að ganga af sviði stjómmálanna. Alþýðuflokksfólk á Norðurlandi eystra þakkar Jóni Baldvini fyrir leið- sögn hans og forystu fyrir Alþýðu- flokknum undanfarin ár, og mikilvæg störf í þágu þjóðarinnar allrar. Jafn- framt er honum óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. Ríkisstjóm sú, sem nú situr að völd- um í skjóli mikils þingmeirihluta, er ríkisstjóm afturhalds og doða. Það er einna helst að lífsmark sjáist með henni þegar hún rís upp til að tryggja þrönga sérhagsmuni fárra útvalinna á kostnað almennings, samanber óskammfeilna afbökun hennar á fjár- magnstekjuskattinum, skelegga varð- stöðu um ókeypis einkarétt sægreifa til nýtingar á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar og ekki hvað síst hina undirförulu atlögu, sem gerð var að samningsstöðu verkafólks með ný- gerðum breytingum á vinnulöggjöf- inni. Þegar horft er til núverandi styrk- leikahlutfalla á Alþingi blasir við sá ógnvekjandi möguleiki að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur gætu að óbreyttu haldið hér völdum langt fram á næstu öld. Þá er hætt við því að þjóðarauðurinn haldi áfram að færast í hendur hinna fáu ríku, tekjuskiptingin verði enn ranglátari en nú, velferðar- kerfið verði skorið við trog af mönn- um, sem ekki skilja til hvers það er, lífskjarabilið milli okkar og nágrann- anna verði að hyldýpi og að Island einangrist stöðugt meir í samfélagi þjóðanna. Það sem einkum vekur vonir um að þessi skuggaleg framtíðarsýn verði ekki að ískaldri staðreynd, er að skil- yrði hafa aldrei verið hagstæðari en einmitt nú til þess að gamli draumur- inn um sameiningu jafnaðarmanna í eina öfluga hreyfingu geti orðið að veruleika. Andstæðingar okkar hafa auðvitað uppi háðuleg orð um þennan möguleika. en það dylst ekki að nú er háðið hræðslublandið og það villir engum sýn. Sameiningarferlið er þeg- ar á hröðu skriði, ekki síst meðal unga fólksins, sem einfaldlega krefst þess að jafnaðarmennm fari að vinna sam- an, og sífellt fleiri hrífast með. Mikilvægasta verkefnið sem bíður nýrrar forystu Alþýðuflokksins er að greiða fyrir sitt leyti íyrir því að þessi sterka undiralda nái að lokum að bijótast ifam sem sameinað afl. Þar er þó ekki um neitt áhlaupaverk að ræða eins og sagan og nokkrar misheppnað- ar tilraunir sanna. Vænlegra til árang- urs er að fara að ráðum núverandi borgarstjóra Reykjavíkur, sem sagði meðal annars í ræðu á 80 ára afmæli Alþýðúflokksins: „Hættum að tala um að sameina flokka. Sameinum hugmyndir, at- gervi, fólk. Þá mun hitt koma.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.