Alþýðublaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 s k i I a b o ð LANDSPÍTALINN .. .í þágu mannúðar og vísinda... GEÐDEILD Yfirfélagsrádgjafi Staða yfirfélagsráðgjafa við geðdeild Landspítalans er laus til umsóknar frá næstu áramótum. Umsækjandi láti fylgja ítarlegar upplýsingar um menntun, fyrri störf og rannsóknir. Umsóknarfrestur er til 1. desember n.k. Um- sóknir berist til Sigurrósar Sigurðardóttur yfirfélagsráð- gjafa á geðdeild Landspítalans, sem jafnframt veitir upp- lýsingar um starfið. Hjúkrunarfræðingur Staða hjúkrunardeildarstjóra á göngudeild krabba- meinslækninga- og blóðsjúkdóma er laus til umsóknar. Á deildinni er einstaklingum með krabbamein og illkynja blóðsjúkdóma veitt læknis - og hjúkrunarmeðferð. Við- komandi þarf að hafa menntun og reynslu í hjúkrun krabbameinssjúklinga, ennfremur reynslu af stjórnunar- störfum. Þeir sem áhuga hafa eru vinsamlegast beðnir um að leggja inn umsókn á skrifstofu hjúkrunarforstjóra fyrir 15. nóvember n.k. Nánari upplýsingar veita Kristín Sophusdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri og Anna Stef- ánsdóttir hjúkrunarforstjóri í síma 560 1300. KRABBAMEINS- OG LYFLÆKNINGADEILD Hjúkrunarfræðingur Á krabbameins- og lyflækningadeild 11E er laus staða hjúkrunardeildarstjóra. Á deildinni er 21 rúm og þar fer fram hjúkrun sjúklinga með krabbamein og illkynja blóðsjúkdóma. Skipulag hjúkrunar er einstaklingshæfð. Umsækjandi þarf að hafa menntun og/eða reynslu í hjúkrun krabbameinssjúklinga, ennfremur fimm ára reynslu af stjórnunarstörfum. Þeir sem áhuga hafa eru vinsamlega beðnir að leggja inn umsókn á skrifstofu hjúkrunarforstjóra fyrir 15. nóvember n.k. Nánari upplýs- ingar veita Kristín Sophusdóttir hjúkrunarframkvæmda- stjóri og Anna Stefánsdóttir hjúkrunarforstjóri í síma 560 1300. SKURÐDEILD Hjúkrunarfræðingur Staða skurðhjúkrunarfræðings á skurðdeild Landspítala er laus til umsóknar nú þegar. Starfsemi skurðdeildar er ákaflega fjölbreytt, má þar nefna almennar skurðlækn- ingar, æða-, þvagfæra-, lýta- og bæklunarskurðlækning- ar. Landspítali er auk þess miðstöð barnaskurðlækninga og hjartaskurðlækninga á íslandi. Á deildinni vinna skurðhjúkrunarfræðingar á dagvöktum, bundnum kvöld- vöktum auk gæsluvakta. Fyrirhugað er að taka upp teymisvinnu skurðhjúkrunarfræðinga á deildinni þannig að sérhæfing á ákveðnu sérsviði verður í boði. Góð að- lögun eftir þörfum hvers og eins með reyndum skurð- hjúkrunarfræðingi. Möguleikar eru á hlutastarfi eftir að aðlögun lýkur. Nánari upplýsingar veita Svala Jónsdóttir hjúkrunardeildarstjóri í síma 560 1378 og Ásta B. Þor- steinsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 560 1300 eða 560 1366. 9ÚTB0Ð F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir tilboðum í 168,7 m2 viðbyggingu og 160 m2 breyt- ingar á eldra húsnæði Hverfisbækistöðvar gatnamála- stjóra við Stórhöfða. Verkið felst í millibyggingu milli tveggja húsa og breyta geymsluhúsnæði í skrifstofuhús- næði. Verklok eru 25. febrúar 1997. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá þriðjud. 5. nóv. n.k. gegn kr. 10.000,- skilatr. Opnun tilboða: miðvikud. 13. nóvember 1996, kl. 11:00 á sama stað. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVSKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - 101 Reykjavík Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616 Fulltrúaráð fundar Fundur í fulltrúaráði (kjördæmisráði) Alþýðuflokksfélag- anna í Reykjavík verður haldinn í Rúgbrauðsgerðinni Borgartúni 6, næstkomandi miðvikudag, 6. nóv. 1996 kl. 20:30. Fundarefni: Flokksþingið. Lagabreyting. Kosning fulltrúa í flokksstjórn. Önnur mál. Sérstaklega er minnt á að kosning fulltrúa og varafull- trúa á flokksþingið gildir jafnframt fyrir fulltrúaráðið þetta kjörtímabil, sem er næstu tvö árin. Stjórnin. ÚTBOÐ RARIK óskar eftir tilboðum í: RARIK 96008 - Aflspennir, 6,3 MVA, 66 (33)/11kV. Útboðsgögn verða seld á aðalskrifstofu RARIK, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðju- deginum 4. nóvember 1996 og kosta 2.000 kr. hvert eintak. Skila þarf tilboðum á skrifstofu RARIK, Laugavegi 118, Reykjavík, fyrir kl. 14.00 föstudaginn 29. nóv- ember 1996. Tilboðin verða þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska að vera nærstaddir. Vinsamlega hafið tilboðin f lokuðu umslagi, merktu: RARIK 96008. It^RARIK Laugavegi 1181105 Reykjavík Sími 560 5500 I Bréfsími 560 5600 FELAG JARNIÐNAÐARMANNA Félags- og fræðslufundur verður haldinn þriðjudaginn 5. nóvember kl. 20.00 á Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Hvað segir vinnutímatilskipun ESB um: Vinnuverndarmál? Hámark yfirvinnu? Hvíldartíma? Frídaga? Vaktavinnu? Næturvinnu? Hefur tilskipunin áhrif á þína afkomu? Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ, fer yfir málið. Munið félagsskírteinin. Alþýðu- flokks- konur! Landsfundur Sambands al- þýðuflokkskvenna verður haldinn fimmtudaginn 7. nóvember n.k. í Félagsmið- stöð jafnaðarmanna, Hamra- borg 14a, Kópavogi. Fundurinn hefst kl. 17.00. Nánari dagskrá auglýst síðar. Stjórnin. Fundur með eldri borgurum í Hafnarfirði Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, alþingismaður, og Gestur Gestsson, formaður Sambands ungra jafnaðarv borgurum í Hafnaríirði í oni Safnaðarheimili Víðistaða-J’ sóknar miðvikudaginn 6. nóvember kl. 15.30. Á dagskrá: Réttindamál eldri borgara. Jafnaðarmannafélag Hafnarfjarðar. * - s j \JCj i Ul Ungir jafnaðar- menn Norðurlandaráðsþing æsk- unnar verður haldið í Kaup- mannahöfn helgina 8. til 10. nóvember 1996. SUJ á þar tvo fulltrúa og auglýsir hér með eftir áhugasömum ein- staklingum innan raða sam- bandsins sem áhuga kunna að hafa að fara sem fulltrúar okkar á þingið. Tekið er við umsóknum og nánari upp- lýsingar gefnar á skrifstofu SUJ. Framkvæmdastjóri Alþýðu- blaðið á Alnetinu sendið okkur línu alprent@itn.is

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.