Alþýðublaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 1
■ Mikil óvissa um næsta formann Alþýðuflokksins Beðið eftir svari Rannveigar „Hef fengið mikla hvatningu," segir Rannveig, sem ekki mun draga fólk á svari. „Ég hef rætt við stuðningsmenn mína sem ég met mikils og hef fengið mikla hvatningu. Eins hef ég fengið þau viðbrögð að það þurfi að lesa eins vel og unnt er í stöðuna, sem er á margan hátt flókin," sagði Rannveig Guðmundsdóttir í samtali við Alþýðu- blaðið í gær. Mikil óvissa ríkti í gær meðal alþýðuflokksmanna um hvort Rannveig verður þriðji þingmaður flokksins til að gefa kost á sér sem arf- taki Jóns Baldvins Hannibalssonar. Hún kom heim frá Bandarfkjunum á laugardag, og kvaðst hafa ákveðið um helgina að gefa sér örfáa daga til að kanna hvaða straumar væru í gangi í flokknum. Hún myndi hinsvegar ekki draga fólki á svari. Þeir áhrifamenn í Alþýðuflokknum sem Alþýðublaðið ræddi við í gær voru varkárir í yfirlýsingum, enda þykir staðan mjög óljós. „Sighvatur stendur best að vígi, það er engin spuming. Fylgið er hinsvegar mikið á floti og því erfitt að sjá hvað gerist ef Rannveig tekur slaginn," sagði einn af forystumönnum flokksins í gær. Einn af oddvitum flokksins utan höfuðborgarsvæðisins sagði að margir fulltrúar á flokksþinginu ættu eftir að gera upp hug sinn, ekki síst þeir sem kæmu af landsbyggðinni. „Því er ekki að neita að margir hefðu kosið að nota tækifærið og fá meiri mýkt í forystu Alþýðuflokksins. Þá hljóta menn að viðurkenna, að verði kona formaður flokksins verður auðveldara að ná 'samstarfi við Kvennalistann," sagði hann. Flogið hefur fyrir að Guðmundur Ami Stefánsson og Rannveig myndu gera með sér bandalag, til að forða uppgjör sín í milli en þau eru bæði þingmenn flokksins í Reykjanesi. Stuðningsmenn þeirra sem rætt var við í gær kváðust engan pata hafa af slíku samkomulagi. Flestir viðmælendur blaðsins voru sammála um að meirihluti þingfulltrúa ætti eftir að gera upp hug sinn. „Gefi Rannveig kost á sér þarf að meta stöð- una alveg uppá nýtt. Nafn Össurar hefur líka verið nefnt uppá síðkastið, þótt hann hafi nánast útilokað fram- boð,“ sagði alþýðuflokksmaður á höf- uðborgarsvæðinu. Alþýðuflokksmaður á Suðumesjum sagði að margir flokksþingsfulltrúar þaðan kæmust í erfxða stöðu ef Rann- veig gefur kost á sér. Bæði Sighvatur og Guðmundur Ami hafa lagt áherslu á að vinna fylgi á Suðumesjum, enda koma margir fulltrúar þaðan. Viðmæl- andi blaðsins sagði: „Rannveig á auð- vitað hljómgrunn hér, enda þykir mönnum að hún hafi sinnt máleftium Suðumesja með ágætum.“ FLOKKSÞING ■ Flokksþing Alþýðu- flokksins um helgina Jón Viðar kærir Silju fyrir Siðanefnd „No Comment," - segir Jón Við- ar. Silja: „Ég var bara að gera grín en kímnigáfu minni er greinilega mjög ábótavant." „Mér fmnst ferill minn sem blaða- maður ekki hefjast vel satt best að segja,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir um- sjónarmaður menningarefnis DV í samtali við Alþýðublaðið. Jón Viðar Jónsson hefúr kært Silju til Siðanefndar Blaðamannafélags ís- lands vegna klausu sem birtist í DV 21. október en þar segir meðal annars: „Mál manna var að hann hefði ekki þorað að vera innan um svona marga lcikhússtjóra, leikara og leikhúsáhuga- menn. Hvað ætli hann hafi haldið að yrði gert við hann?“ Strax næsta dag birtist á menningar- síðunni harðorð athugasemd frá Jóni Viðari sem talar um einstaklega rætoar meiningar í sinn garð og segir það hreina og klára lygi að hann hafi ekki þorað að mæta. ,JÞað er ein meginregla allrar heiðvirðrar blaðamennsku að tala jafnan við málsaðila áður en settar eru fram fullyrðingar um mál, sem þá varðar. Þessa reglu hefur DV nú broúð með afar grófum hætti og fróðlegt verður að fylgjast með „menningar- fréttum" þess, ef þær verða í líkum anda,“ segir Jón Viðar meðal annars í athugasemd sinni. „Ég segi bara No Comment," sagði Jón Viðar þegar Alþýðublaðið hafði samband við hann vegna þessa máls. Hann var spurður hvort harrn hyggðist kæra Silju fyrir meiðyrði? „Annað hvort fer ég í mál eða fer ekki í mál og það er mitt mál. Ég er ekki búinn að kæra,“ sagði Jón Viðar en vildi ekki tjá sig frekar á þessu súgi málsins. „Ég fékk tilkynningu frá Siðanefnd- inni þar sem kæran liggur. Lúðvík Geirsson formaður BI fór fram á bréf frá mér með skýringum á þessu broti mínu og ég á að skila því fyrir vikulok því boðaður er fundur um málið á mánudaginn kernur," segir Silja. Hún segir jafnframt að Jón Viðar hafi kraf- ist þess í bréfi til Jónasar Kristjánsson- ar ritstjóra að blaðið biðji sig afsök- unnar en yfirstjórar hafi ekki sinnt því. „Ég var bara að gera grín en kímnigáfu minni er greinilega mjög ábótavant. Það var íjarri því að ég hugsaði þetta meinfísið. Það virkaði bara fyndið að þessi harði maður skyldi ekki mæta á fundinn," segir Silja. ■ Sameiningarumræðan og Kvennalistinn Ákveðin opnun í gangi - segir Kristín Ástgeirsdóttir. „Sé ekki að þingkonur Kvennalista eigi erindi í þingflokk jafnaðarmanna," segir Ingibjörg Sólrún. „Umræðan um sameiningu á landsvísu hefur alla tíð farið fram innan Kvennalistans. Eftir því sem ég veit best þá hafa kvennalistakonur tekið þátt í fundum og umræðum um þau mál. Þannig hafa þær ekki verið tregar til þátttöku þóú þær hafi kannski ekki fullyrt mikið um málið. Sjálf hef ég sagt að menn ættu að tala minna og vinna því meira í þeim rnálum," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri aðspurð hvort henni þætti tímabært að Kvennalistinn tæki að hyggja að samstarfi á landsvísu með reynslu R-listans í huga. Þórunn Sveinbjamar- dóttir varaþingkona Kvennalistans sagði í samtali við blaðið að niðurstaða landsfundar flokksins, sem haldinn var í Viðey um helgina, hafi verið skýr. „Við ætlum ekki að gefa okkur niður- stöðu sameiningarmálanna heldur kanna vilja okkar og stöðu og meta á hveijum tíma hvemig kvenfrelsismálunum er best borgið í íslenskri pólitík. Umræðu um framtíðina og samein- ingarmálin er engan veginn lokið í Kvennalistanum," sagði Þórunn. „Að mínu mati er ákveðin opnun í gangi innan Kvennalistans," sagði Kristín Astgeirsdóttir þingkona Kvenna- listans. „Þær konur sem sóttu landsfundinn virtust sammála um að ákveðin geijun væri í gangi og að við ættum að vera þátt- takendur í þeirri þróun. Mín niðurstaða af þessum fundi er að ríkari vilji sé til þess en áður að leita nýrra leiða og ná betri ár- angri. Þar er Reykjavíkurlistinn fyrirmyndin." A landsfundin- um kom fram að þingflokkur Kvennalista hefði engan hug á því að sameinast þingflokki jafnaðarmanna. „Við teljum hag okkar engu betur borgið þar,“ sagði Þómnn. Ingibjörg Sólrún segir þessa afstöðu Kvennalistans mjög eðlilega. „Ég sé ekki að þingkonur listans eigi erindi inn í þingflokk jafnaðar- rnanna," sagði Ingibjörg Sólrún. „Það er miklu nær að Kvenna- Ustinn komi að viðræðum ef menn fara að velta fyrir sér kosn- ingabandalagi á landsvísu." Valgerður Bjarnadóttir ávarpar þingið Valgerður Bjarnadóttir verður sérstakur gestur á flokksþingi Al- þýðuflokksins sem fer fram um helgina. Hún flytur ávarp í hádeg- inu á föstudaginn, en flokksþingið fer fram í Perlunni. Síðar um daginn mun Svanfríður Jónasdóttir þingmaður Þjóðvaka og varaformaður þingflokks jafnaðar- manna flytja ávarp. Á Iaugardag stjórnar Einar Karl Haraldsson starfsmaður þingflokks jafnaðar- manna pallborðsumræðum um samstarf á vinstrivæng. Sósan er frábær með öllu grænmeti. Hún er kjörin í samlokur og ómissandi í salatið. Prófaðu þessa! Hún er pottþétt. SSL i* i VOGABÆR 190 Vogar Sími: 424 6525 ’WVbg*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.