Alþýðublaðið - 14.11.1996, Side 1

Alþýðublaðið - 14.11.1996, Side 1
Fimmtudagur 14. nóvember 1996 Stofnaö 1919 172. tölublað — 77. árgangur ■ Titringur í stjórnarliðinu vegna Lánasjóðs námsmanna Þetta er stórt og alvarlegt mál - segir Hjálmar Árnason þing- maður Framsóknar. „Ráðherr- ann er hlægilegur," segir Þóra Björk Baldursdóttir, nemi með tvö börn á framfæri. Hún fékk 5,5 í einu prófi og sjö í meðal- einkunn, en fær ekki krónu í námslán. Nefnd sem menntamálaráðherra setti á laggirnar um málefni Lána- sjóðs námsmanna hefur ekki kom- ið saman í þrjá mánuði sökum ágreinings stjórnarflokkanna. Framsóknarflokkurinn hafði mán- aðarlegar greiðslur námslána sem eitt af loforðum sínum fyrir síð- ustu kosningar en fulltrúar Sjálf- stæðisflokks hafa verið ófáanlegir til að ræða slíkt. „Ég tel að það séu sterk rök fyrir því að draga úr endurgreiðslubyrði lána,“ segir Björn Bjarnason menntamálaráðherra. „Én ég hef ekki séð nein rök sem hníga að því að það ætti að draga úr kröfum um námsframvindu áður en til út- greiðslu lána kemur.“ „Ég sagði í upphafi, þegar nefndarstörf hófust, að veganesti mitt væri að lækka endurgreiðslu- hlutfall lána og taka upp mánaðar- legar greiðslur," sagði Hjálmar Árnason þingmaður en hann átti sæti í nefndinni. „Ég tel að það sé hægt að finna leið sem báðir aðilar geta sætt sig við, ef vilji er fyrir hendi. Ef hann er ekki til staðar spyrjum við að leikslokum. Þetta er alvarlegt mál, stórt mál og við lögðum þunga áherslu á það. En fæst orð hafa minnsta ábyrgð.“ „Lög og reglur Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna eru svartur blettur á íslenska menntakerfinu og í raun til háborinnar skammar,“ segir Þóra Björk Baldursdóttir hjúkrunarnemi en hún lenti í því að fá 5,5 á prófi í inngangi að hjúkrunarfræði en sjö í meðalein- kunn. Hún fær ekki krónu í náms- lán er með tvö börn á framfæri: „Ráðherrann er hlægilegur. Það er eins og reglur um lánasjóð hafi dottið af himnum ofan og hann geti engin áhrif haft á þau. Hvem- ig á ég að geta framfleytt börnun- um mínum, borgað af þessu banka- láni og um leið haldið áfram í námi?“ Alþýðublaðið fjallar ítarlega um þessi mál á bls. 4 ■ Fleiri íslendingar börðust með nasistum en almennt er talið, segir höfundur nýrrar bókar Byggir meðal annars á ævi Björns Sv. Björnssonar Einar Björgvinsson: íslending- ar í her nasista sem voru og eru áberandi í þjóðlífinu. „Það tóku miklu fleiri íslendingar þátt í stríðinu með Þjóðveijum en al- mennt er talið,“ segir Einar Björgvins- son rithöfundur. Hann hefur sent frá sér bókina fslendingur á vígaslóð í Wajfen-SS, og er kveikja sögunnar í ffásögn Bjöms Sv. Bjömssonar, sonar Sveins Bjömssonar, sem var liðsmað- ur í SS-sveitum nasista. Einar segir að lesendur muni finna margt í bók sinni sem má heimfæra til Björns Sv. Bjömssonar, þó ekki sé um ævisögu hans að ræða, heldur skáldsögu. Einar segir að fjöldi Islendinga og hafi verið í Þýskalandi þegar seinni heimsstyrjöldin hófst árið 1939. „Þessir menn tóku þátt í stríðinu en það hefur ekki farið hátt. Meira að segja menn vom menn í þýska ríkis- hemum, sem vom og em áberandi í íslensku þjóðlífi." Bjöm Sv. Bjömsson, sem fyrir sjö árum gaf út endurminningar sínar, sagði í samtali við Alþýðublaðið í gær, að hann hefði ekki heyrt af út- komu bókarinnar og að höfundurinn hefði ekki leitað til sín. „Nei, ég hef ekkert heyrt um þetta. Ég er kominn útúr öllu, orðinn 87 ára,“ sagði Bjöm. Einar Björgvinsson segir að gífur- leg heimildavinna liggi að baki bók- inni, og er hann þegar byrjaður á framhaldi sögunnar. Þá koma enn fleiri Islendingar við sögu, segir hann. Sjá viðtal á blaðsíðu 4. Björn Sv. Björnsson með föður sín- um, Sveini forseta, á Bessastöðum árið 1947. Björn, sem á stríðsárun- um var liðsmaður i SS-sveitunum, flutti til Argentínu nokkru eftir að myndin var tekin. „Pólitískt lögheimili Davíðs Odds- sonar er í herbúðum íhaldssamra þjóðernissósíalista. Svo einfalt er það nú.“ - Sjá leiðara. Andri Snær Magnason - Bónus- skáld. Hámenningarvitinn Jakob Bjarnar skrifar um Davíð og Marlon Brando Arabískt—íslenskt kvöld Arabískt - íslenskt kvöld verður lialdið á veitingastaðnum Mar- haba, Rauðarárstig 37, fimmtu- daginn 14. nóvember kl: 18- 21. Matseðill: 15 arabískir réttir frá ýmsum arabalöndum. Skemmti- og menningaratriði: KK leikur og syngur. Ólafur Gunnarsson rithöfundur les úr nýrri bók sinni. Arabiskur magadans og fleira. Verð með mat 1.400 kr. Allir velkomnir. Félagið ísland - Palestína ■ Alþýðuflokkurinn í neti Björns Bjarnasonar Hvað er í poka Alþýðuflokksins? Gagnrýnir umfjöllun fjölmiðla um flokksþing Al- þýðuflokksins og segir þá hafa tekið landsfund Sjálf- stæðisflokksins allt öðrum tökum. „Ljósvakamiðlar hafa tekið flokksþing Alþýðuflokksins öðr- um tökum en landsfund okkar sjálfstæðismanna, þegar stöðugt var verið að leita til annarra flokka manna til að heyra álit þeirra á því, að líklega væri landsfundurinn ekki mjög merki- leg samkoma," segir Björn Bjamason menntamálaráðherra á heimsíðu sinni á Internetinu. Hann segir umfjöllun fjölmiðla um flokksþing Álþýðuflokksins gagnrýnislausa, og segir fram- kvæmd flokksþingsins hafi verið til marks „öryggisleysi Alþýðu- flokksins og tilvistarkreppu." Bjöm rökstyður þessa staðhæf- ingu með svofelldum orðum: „Hann segir Sjálfstæðisflokknum annars vegar stríð á hendur og biðlar svo til atkvæða til vinstri við sig. Hvemig getur þetta skilað þeint árangri að skeipa ímynd flokksins eða styrkja stöðu hans? Raunar held ég, að flokknum hafi enginn greiði verið gerður með því, hvað fjölmiðlamenn hafa tekið hann gagnrýnislausum tökum og elt hann ifekar en staldra við og spyija: Hvað er í poka Alþýðuflokksins? Hvers konar flokkur er hann orðinn eða vill verða?“ „Hvemig getur það skilað árangri að segja Sjálf- stæðisflokknum stríð á hendur, og biðla svo til atkvæða til vinstri við sig," spyr ráðherrann á Netinu. NY VIÐHOBF I C NÝJAR ÞARFIR

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.