Alþýðublaðið - 14.11.1996, Síða 7
FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
S
viskubrunnurinn
1. Hvar er Vonarskarð?
2. Hvað heitir stærsta tungl
Satúrnusar?
3. Hver var Risto Ryti?
4. Hvað heitir Bono, söngv-
ari írsku hljómsveitarinnar
U2, réttu nafni?
5. Uppúr aldamótum voru
Picasso, Hemingway og
Matisse tíðir gestir hjá
bandarískri skáldkonu sem
þá bjó í París. Hvað hét
hún?
6. Hver samdi bókina Galla-
stríðin?
7. Breska leiksskáldið John
Osborne samdi meðal ann-
ars leikritið Littu reiður um
öxl. Hvaða hópi leikskálda
er hann talinn tilheyra?
8. í fána hvaða lands má
finna hvitan hálfmána og
stjörnu á grænum grunni?
9. Hvaða bandaríski kvik-
myndaleikstjóri gerði mynd-
irnar All that Jazz, Lenny og
Cabaret?
10. Hver er þessi gáfulegi
ungi maður??
•uossQjeAuig uúeiipr '01 'Qssoj qog '6 -ue;s!>jed '8 '0361 Jnddn jpueuojg ? epi^sejmjjai jndpn •cununuuoui nBun 'nQieu 'L ‘Jeses snjinp snleg -g -ujeis apnjpeo -g -uosMen inej
Þ -W6l J9s je !Q6es ‘S! efjeAOp.ííj s?juu.i jppnjs ue ojJlsjejjeA jjye u!>|ijjoaos qja Q'A ipcues •qesjoj jbojs 6o euujj ejjeqo^JSjiæsjoj •£ -uejjj. •£ -s|n>|0ÍS||ejeu6unj. Bo s|n>|o.íeujeA uhiaj ‘L
■ Andri Snær Magnason
sendir frá sér tvær bækur fyrir
þessi jól. Bónusljóð og Engar
smá sögur. Það er ekki hægt
að plata hann í það að tala illa
um nokkurn mann en hann
viðurkennir fúslega að hann
notar væntanlega BA-ritgerð
sem skálkaskjól
Orðaleikja-
skáldið
blómstrar
„Ég er afkastameiri í bókum en blaðsíðum... er viðtalið
byijað?"
Jájá. Þú ert að sendafrá þe'r tvær bœkur fyrir þessi jól:
Smásagnasafiúð Engar smá sögur og Ijóðabókina Bónus-
Ijóð sem seld er í Bónus. Þú veigrar þér ekkert við að
tengja Ijóðin við hörð markaðslögmál ?
„Um leið og ljóðið er komið á einhvem stall byrjar það
að rykfalla."
Og ekki rykfellur vamingurinn hjá Jóhannesi íBónus?
„Nei, það gerir hann víst ekki. Bónusljóðin eru þegar far-
in í einhverjum hundruðum eintaka."
Lœtur Bónusfólkið sérþetta vel líka?
„Ja, það mætir einu sinni í mánuði og kaupir sér ost og
skinku. Þetta em ljóð fyrir ijöldann og bókin fellur vel í
kramið hjá ungu fólki og vinkonum móður minnar.“
Þú kallarþetta andlegt fóður?
„Já, eða ódýran kveðskap. Ekki þó leir.“
Hvað ertu gamall?
„23 og ég held að ég sé sá yngsti sem Mál og menning
hefur gefið út.“
Er þetta ekki óttaleg ormagryfja, Mál og menning?
„Ja, ég er svo nýbyrjaður að ég þekki ekki alla ormana
sem þama eru.“
Ja, það fer það orð af Halldóri Guðmundssyni og kh'-
kunni hans að þetta sé úlfahjörð?
„Eða kannski refir?“
Ertu í sambúð?
„Já. Sú heppna heitir Margrét Sjöfn Torp. Það er fær-
eyskt ættamafn.“
Já, þú hefur brugðið þér til Fœreyja í konuleit?
„Neinei, hún er alíslensk."
Þú ert svoldið fyrir orðaleiki?
,Já, á köflum. 1. apríl marsbúinn er til dæmis ljóð sem
ég samdi í fyrra og er í bókinni. Það er mjög djúpt á því.
Ertu búinn að fatta það?“
Nei?
„Nú, en það er líklega hnitmiðaðasta orðaleikjaljóðið
sem ég hef samið. Titilhnn á smásagnabókinni er þannig til
kominn að fyrsta sagan sem ég samdi hét Engin smá saga.
Mér fannst þetta kannski full grípandi titill einsog saminn
af hörðum markaðsmanni á auglýsingastofu, en hann virð-
ist virka ágætlega. Það eiu ekkert mjög margir orðaleikir í
bókinni heldur meira leikur að setningum. Emm við ennþá
í viðtalinu?"
Jájá.
Andri Snær Magnason: „Þetta eru Ijóð fyrir fjöldann og
bókin fellur vei í kramið hjá ungu fólki og vinkonum
móður minnar."
„í bókinni er ég að leika mér að alþekktum hendingum
og set þær í nýtt samhengi. Einnig goðsögnum og alþekkt-
um minnum sem ég sný á hlið og á hvolf."
Svo ertu íHáskólanum?
„Ég er að klára íslenskuna og er að leita mér að BA- rit-
gerð.“
Vantar þig eitthvað til að skrifa um?
„Já, framburð á fjórða glasi eða eitthvað í líkingu við
það. Gæti kostað skemmtilega rannsóknarvinnu. En það er
þægilegt að vera að leita sér að BA-verkefni. Þá er enginn
að agnúast útí mann fyrir að vera atvinnulaus eða: Uss, uss,
ekki fá hann til að mála húsið. Hann er að skrifa BA-rit-
gerð.“
Já, það er góð afsökun fyrir þvt' að hanga á börum og
annað slíkt. Þú ert ekkert að íhuga það að fá þér vinnu ?
„Það er nóg að gera þessa dagana og ég er að pikka
áfram."
Ertu byrjaður á ruestu bók?
„Ég er um það bil kominn með hugmyndina en ég veit
ekki hvort það verður Ijóðabók, smásagnasafn eða skáld-
saga.“
Þú ert sem sagt að safna í torp-inn?
, Jájá. Þú ert bara nokkuð góður.“
Sérðu fyrir þér einhver kynslóðaskipti i rithöfundastétt
núna?
, Já, mér finnst vera eitthvað gap alveg lfá því Medúsa-
hópurinn var. Það hefur enginn komið fram lengi lengi.“
Er þetta ekki bara œgishjálmurfyndnu kynslóðarinnar?
„Kannski. En núna eru fyndnu skáldin farin að...
Slappast?
„Nei. Þau eru orðin alvarlegri og hafa fengið litla sam-
keppni á undanfömum árum.“
o r m u r i n n
Baekurnar sem Hallgrímur
Helgason er að lesa:
„Ég er að lesa Satyricon eftir Pe-
tróníus. Þetta er ein mest spenn-
andi saga fornbókmenntanna. Hún
er full af forboðnum ávöxtum og
ákaflega sérkennileg. Hún hefur
verið ólesin upp í hillu árum sam-
an en nú hefur verið bætt úr því.
Önnur bók sem ég er að lesa er
Making the Play sem ætti eigin-
lega að heita Making the Play
Play. Þetta er samtalsbók milli
leikritahöfundar og leikstjóra sem
hafa lengi unnið saman. Ég kann
engin sérstök skil á þeim mönn-
um, en annar þeirra er bandarískur
og hinn breskur. Þeir eru að velta
fyrir sér samskiptum leikstjóra og
leikritahöfunda í leikhúsinu. Þar
kemur margt skemmtilegt fram,
rT' ' 8 1
r^ 1 1
1
r*'~v 1
''A
§§§
rv-\
■
•r> %•'
fe;-
V ■
Sá
fréttaskot úr fortíð
Árið 1935 var Finnbogi Rútur ritstjóri Alþýðu-
blaðsins. Á þeim tíma skutu oft furðufréttir utan
úr hinum stóra heimi upp kollinum á síðum
blaðsins. Hér em dæmi þess
Þriggja ára piltur
með skegg
Frá Ástralíu koma undarlegar
fregnir. - Þriggja ára dreng fór
skyndilega að vaxa skegg. Bamið er
að öllu öðru leyti eins og önnur böm,
en skeggvöxturinn er svo ör, að
drenginn verður að raka einu sinni á
dag. Læknamir standa ráðþrota gagn-
vart þessu fyrirbrigði, sem er ennþá
óskiljanlegra vegna þess, að hárvöxtur
drengsins er að öllu öðm leyti eins og
á öðrum börnum á sama aldri. For-
eldrar bamsins em eins og annað fólk
og bróðir drengsins heíúr frekar h'tinn
skeggvöxt.
Foreldrar bamsins hafa unnið í ull-
arverksmiðju, en em nú að hugsa um
að taka sér ferð á hendur um heiminn
og halda sýningar á undrabaminu.
Varamaður í fangelsi
Frá Strassburg berast þær fregnir,
að atvinnulaus verkamaður ffá Elsass,
Götziger að nafni, hafi fengið kæru
fyrir að hafa setið 5 daga í fangelsi í
stað gistihússeigenda nokkurs. Hann
viðurkendi einnig fyrir dómaranum,
að fyrir einu ári síðan hefði hann líka
setið í fangelsi fyrir gistihússeigend-
meðal annars að leikritahöfundar
segja yfirleitt ekki öðrum leikrita-
höfundum frá sinni reynslu og
leikstjórar ekki öðrum leikstjór-
um. Menn eru að halda sínu fyrir
sig. Það er þessi Iokaði heimur
sem bókin fjallar að stærstum
hluta um.
Og að lokum, mest fyrir forvitnis-
sakir, er ég að glugga í Biblíuna."
ann enda þótt svikin hefðu ekki kom-
ist upp þá. Við bæði þessi tækifæri
hafði það aðeins verið meining hans
að hjálpa veslings gistihússeigendan-
um. Ákærði var sýknaður sakir þess
að ífönsk lög hafa enginn ákvæði um
þess háttar fyrirbrigði.
En gistihússeigandinn varð þegar í
stað að taka út hegningu sína. Yfir-
völdin gera sig ekki ánægð með það,
að glæpamenn hafí varamenn í fang-
elsunum.
Ritstjórn í rúminu
Að öllum líkindum er ekki nema
eitt blað gefið út í heiminum, sem að
öllu leyti er skrifað í rúminu. Nýlega
er byijað að koma út í Ástralíu blað,
sem heitir „Opinions" og eru allir rit-
stjóramir liggjandi. Örkumlamaður frá
stríðsárunum, Louis Anthony að
nafni, sem legið hefur í rúminu í
fjöldamörg ár, stofnaði blaðið og réði
sér meðritstjóra, sem allir eins og
hann, liggja í rúminu og hafa gert það
í mörg ár.