Alþýðublaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 s k o ð a n i r MÞYDUBUÐIB 21214. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Nýtt landakort íslensk stjómmál hafa síðustu áratugi mjög markast af hörðum deilum um utanríkismál, og þau hafa verið sá ásteytingarsteinn sem öðm fremur hefur komið í veg fyrir samfylkingu vinstri- manna. Margir af eldri kynslóð stjómmálamanna em enn með annan fótinn í skotgröfum kalda stríðsins, þótt heimsmyndin hafi tekið gmndvallarbreytingum. En það er ekki lengur tekist á um aðild Islands að NATO eða þátttöku í vamarsamstarfí vestrænna ríkja: slíkar kappræður heyra til fortíðinni og vekja hvergi áhuga. Hafi til að mynda Alþýðuflokksmenn og Alþýðubandalagsmenn látið afstöðuna til NATÓ vera það ljón á vegi samvinnu, sem ekki varð sigrast á, þá er slíkt nú úr sögunni. Þetta kom glöggt í ljós um helgina þegar ungliðar, bæði óflokksbundnir og úr stjómarandstöðuflokkunum, funduðu á Bif- röst og ákváðu að stofna pólitíska hreyfingu með það að mark- miði að mynda samfylkingu vinstrimanna. Utanríkismálin vom afgreidd á hálftíma, sagði einn fundarmanna, þjóðvakamaðurinn Runólfur Ágústsson. Hugsanleg aðild íslands að Evrópusam- bandinu - hið nýja stórmál sem pólitíkusar gærdagsins nota til að reyna að viðhalda flokkadráttum fortíðar - var leyst á málefna- legan hátt. Runólfur segir ennfremur í samtali við Alþýðublaðið, að ungt fólk Iíti svo á að jafnaðarmenn hafi verið meira eða minna áhrifalausir í íslenskum stjómmálum í áratugi vegna þess að eldri kynslóðin hafi haldið sig ofan í skotgröfunum. Hann klykkir út með þeim skilaboðum að nú sé eldri stjómmálamönn- um í sjálfsvald sett, hvort þeir koma uppúr skotgröfunum eða deyja þar pólitískum ellidauða. Vilhjálmur Vilhjálmsson formaður Stúdentaráðs sat fundinn, og kvað mikla málefnalega samstöðu meðal jafnaðarmanna. Eining hefði ríkt í flestum málum, þótt útfærslur hefðu að einhverju leyti verið mismunandi. Hann sagði líka, og það gefur vissulega góð fyrirheit, að fundarmenn hefðu verið staðráðnir í að láta áherslu- mun ekki koma í veg fyrir sameiginlega niðurstöðu. Róbert Marshall formaður Verðandi, félags ungs Alþýðubandalags og óháðra, gekk svo langt að segja að andinn á fundinum hefði verið svo góður og eindrægnin svo mikil, að sér fyndist sem tímamót væru í aðsigi í sögu vinstri hreyfingar á Islandi. Þetta em vissu- lega stór orð, en í samræmi við yfirlýsingar annarra fundar- manna, sama hver pólitískur bakgmnnur þeirra er. Þóra Amórs- dóttir varaformaður Sambands ungra jafnaðarmanna segir að mesta undmnarefnið sé í raun að raunvemlegt sameiningarferli skuli ekki hafa byijað fyrr. í Alþýðublaðinu í dag er líka rætt við forystumenn flokkanna um framtak ungliðanna, og þeir mega eiga að þeir lesa skriftina á veggnum. Jóhanna Sigurðardóttir segir Ijóst að unga fólkið verði drifkraftur í sameiningarmálum, Sighvatur Björgvinsson lofar framtakið og kveður það í samræmi við þróunina í þessum mál- um, Jóhann Geirdal segir að skref hafi verið stigið í rétta átt og Kristín Ástgeirsdóttir að því fyrr sem umræðunni sé beint í ákveðinn farveg því betra. Þeir ungu stjómmálamenn sem áttu fmmkvæðið að fundinum um helgina, og sýndu ótvírætt að hægt er að láta verkin tala, eiga lof skilið. Vera kann að á Bifröst hafi verið lögð fyrstu drög að nýju landakorti íslenskra stjómmála. ■ r / / ■ Avarpforseta Islands, Olafs Ragnars Grímssonar, í hátíðar- kvöldverði Margrétar II Danadrottningar 18. nóvember 1996 Heiðursdrottning okkar íslendinga IHeimsókn okkar og móttökur hér í Danmörku sýna að á það er ekki aðeins arfleifðin heldur líka framtíðin sem skapar okkur íslendingum erindi við Dani. Yðar hátign, Margrét drottning og yðar konunglega tign Hinrik prins. Enn á ný birtist okkur Islendingum hlýhugur yðar og vinátta í okkar garð. Boðskapur yðar um tengsl þjóða okk- ar, samleið danskrar og íslenskrar menningar, er kærkomin staðfesting á framtíðarsýn sem við Islendingar met- um mikils. íslenskt samfélag á djúpar rætur í þeirri umsköpun mannfélags og menningar sem hófst um miðbik síð- ustu aldar. I þeirri sögu okkar Islend- inga á ætt yðar stóran hlut sem enn á ný er þakkaður á þessu hátíðarkvöldi. Forfaðir yðar, Kristján konungur IX, var fyrstur konunga til að stíga fæti á íslenska grund. Þátttaka hans í hátíðarhöldunum 1874 þegar þúsund ár voru frá landnámi íslands skipar heiðursess í íslenskri sögu. Landshöfðinginn fagnaði þá kon- ungi með eftirfarandi orðum sem end- urspegla þá lotningu sem íslendingar hafa jafnan borið til konungsættar Danmerkur: ,Á þúsund ára hátíð vora leggur því tvöfaldan ljóma, bæði af hluttekningu Yðar hátignar í henni og af inni ftjáls- legu stjómarskrá, er Yðar hátign hefxr helgað þetta hátíðarár með, því að þar með er hátíðin orðin eigi aðeins hátíð endurminningarinnar og sögunnar, heldur einnig hátíð gleðinnar og von- arinnar.“ Islensku skáldin mærðu konung líkt og lýst er í fomum sögum. Þjóðskád Islendinga Matthías Jochumsson fagn- aði siglingu konungs yfir hafið og norður í landi var fátækur bóndi, kenndur við bæ sinn Bólu, sem bæði hyllti konung sinn og bað um bót ým- issa mála líkt og íslensk alþýða gerði um aldir. Bólu-Hjálmar, fremsta al- þýðuskáld fslands, letraði í ljóði nafn konungs gylltum stöfum í fjöll og kletta og kvað að aldrei mætti eldur né ís það burtu að má: Lengi lifl konungur vor, letrað se' nafn hans gullnum stöfum á helluberg mín og hamra blá. og himingnæfandi jökultinda, aldrei sem kunni af að nú eldur, frost, vatn né kraftur vinda. Yðarhátign. Ræktarsemi yðar við íbúa harðbýll- ar sögueyju hefur verið þjóð minni dýrmæt. Afi yðar Kristján konungur X setti Alþingi á Þingvöllum 1930 þegar þúsund ár vom ífá því landnámsmenn stofnuðu lögþing í hamraborg hinna fögm valla. Og þér, Margrét Drottning og Hinrik Prins, heiðmðuð hálfrar ald- ar hátíð lýðveldisins á sama stað fyrir tveimur ámm. Sú stund verður okkur öllum ógleymanleg. Við Islendingar emm stolt af því að eiga hlutdeild í nafni yðar. I raun emð þér, Margrét Þórhildur, heiðursdrottn- ing okkar fslendinga og öll hin ís- lenska þjóð tekur undir ósk mína um að tengsl yðar og hinnar konunglegu Ijölskyldu við fsland verði áfram náin og sterk. Samband þjóða okkar er á margan hátt einstakt í veröldinni. Þúsundir fs- lendinga hafa sótt menntun sína til Danmerkur og danska er fyrsta er- lenda málið sem kennt er í íslenskum skólum. Heimkoma handritanna fyrir aldafjórðungi síðan lýsti einstæðum stórhug Dana og innsiglaði ævarandi vináttu þjóðanna. Sagan er vissulega sameiginleg arf- leifð okkar en við íslendingar höfum líka gengið í smiðju Dana til að leita lausna á margvíslegum vandamálum nútímans. Það er okkur Guðrúnu Katrínu sér- stök ánægja að fá í þessari heimsókn að kynnast árangri Dana við að afla markaða víða um veröld, fræðast um nýjungar í menntun og skólastarfi, sjá áræðni og stórhug í verklegum fram- kvæmdum og skynja þá alvöru og hreinskilni sem setja svip á glímu við eiturlyfjavanda. Heimsókn okkar og móttökur hér í Danmörku sýna að það er ekki aðeins arfleifðin heldur líka framtíðin sem skapar okkur íslendingum erindi við Dani. Hér er ríkur vilji til'að þróa sam- ráð og gagnkvæma lærdórha: Það er gott að eiga yður og danská fræridþjóð að vinum og samfylgdarmönnum inn á nýja öld. Eg flyt yður þakkir og ámaðaróskir og vitna til orða forseta þjóðfundarins er hann mælti til Kristjáns IX á Þing- völlum 1874. Þau orð eru einnig nú ósk okkar íslendinga til yðar: „Vér biðjum inn algóða guð að halda vemdarhendi sinni yfir Yðar há- tign og varðveita Yður gegn öllu and- streymi lífsins. Drottinn blessi Yðar hátign og allt Yðar konunglega hús.“H 9. nóvember c Atburðir dagsins 1594 Hvítá í Ámessýslu þom- aði upp á tveim stöðum í stormi. 1828 Franz Schubert deyr, aðeins 31 árs. 1863 Abra- ham Lincoln flytur Gettysburg- ar-ávarpið. 1875 Eirmynd af Bertel Thorvaldsen, eftir hann sjálfan, afhjúpuð á Austurvelli. 1899 Fríkirkjusöfnuður stofn- aður í Reykjavík. 1920 Rúm- lega hundraðþúsund hvít-rúss- neskir flóttamenn frá Krím koma til Konstantinopei. 1925 Breska þingið samþykkir lög um að dmkknir ökumenn sæli Ijögurra mánaða fangelsi. 1946 Island fékk aðild að Samein- uðu þjóðunum. 1974 Geirfinn- ur Einarsson hvarf í Keflavík. 1988 Christina Onassis deyr: dóttir Aristotle og erfingi skipaflota hans. Afmælisbörn dagsins Karl I 1600, konungur Eng- lands, hálshöggvinn eftir borg- arastyrjöldina. Anton Wal- brook 1900, þýskur leikari. Indira Gandhi 1917, ind- verskur forsætisráðherra. Cal- vin Klein 1942, bandarískur tískuhönnuður. Jodie Foster 1962, bandarísk leikkona og leikstjóri. Annálsbrot dagsins Bróðir skipherrans á Akureyri, Andrés Matzson, sonur kap- teins Matz Matzsonar, skaut af sér sína vinstri hönd fyrir púðri, þar hann vildi stykki af skjóta séra Gunnlaugi í Saurbæ til æru; varð græddur að nokkm af Hannesi Gunnlaugs- syni stúdent og bartskera með nákvæmd. Eyrarannáll 1671. Skór dagsins Sá veit gjörst hvar skóinn kreppir scm hefur hann á fætin- um. Halldór Laxness; salka Valka. Málsháttur dagsins Þegar rignir á prestinn, drýpur á djáknann. Ást dagsins Betra er að misheppnasl með þér, en lánast með öðrum. Jenny de Vries, 1947-1990. Orð dagsins Stóðum tvö ítúni, tók Hlín um mig sínum höndum, hauklegt kvendi, hdrfögr og grét sdran. Úr Víglundarsögu. Skák dagsins Svörtu mennirnir eru klaufa- lega í sveit settir, og það not- færir hugmyndarfkur Bielczyk sér, en hann hefur hvítt og á leik gegn Slabek. Hvítur fléttar nú af stakri snilld. Hvítur leikur og vinnur. 1. Rg6+!! hxg6 2. Bc5+! Bxc5 3. Hhel+ Be6 4. Hxe6 Og svartur gafst loks upp, enda hjálparvana.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.