Alþýðublaðið - 19.11.1996, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 19.11.1996, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 3 ó I i t í k ■ Gallup mælir ánægju með störf ráðherra Sjálfstæðisflokksins Björn Bjarnason orðinn óvin- sælasti ráðherra flokksins I Davíð er eini i ráöherra Sjálf- 1 stæðisflokks- n ins sem meira en helmingur Hl Jéskil er ánægður | með. Ánægja sIIm 21 með störf hans hefur þó aldrei verið minni. Ánægðir með störf Davíðs Oddssonar A B D G V Allir Júní 1995 49,2 69,2 94,1 41,4 32,1 69,6 Október 1995 47,5 68,4 90,2 31,8 31,8 61,3 Apríl 1996 36,1 57,5 89,3 30,5 29,2 60,1 Október 1996 45,6 62,8 85,3 24,6 13,3 54,8 Ánægðir með störf Friðriks Sophussonar A B D G V Allir Júní 1995 55,9 43,3 65,5 18,9 32,0 47,0 Október 1995 31,7 44,6 71,0 19,3 28,6 42,9 Apríl 1996 30,5 35,8 59,5 16,5 9,1 38,7 Október 1996 39,7 46,9 62,5 16,2 7,1 40,2 Ánægðir með störf Þorsteins Pálssonar A B D G V Allir Júní 1995 27,6 61,1 54,7 33,3 39,3 47,1 Október 1995 33,9 69,2 71,1 50,0 33,3 55,6 Apríl 1996 28,8 54,3 57,3 38,8 40,0 48,3 Október 1996 22,2 63,9 59,9 21,0 42,9 43,8 Ánægðir með störf Halldórs A B Blöndals D G V Allir Júní 1995 44,4 63,3 61,5 42,0 40,9 55,0 Október 1995 27,3 67,4 63,9 36,9 31,6 47,2 Apríl 1996 27,5 58,6 53,9 31,9 36,8 45,1 Október 1996 36,4 48,8 59,9 27,4 36,4 43,8 Ánægðir með störf Björns Bjarnasonar A B D G V Allir Júní 1995 45,8 47,1 64,7 48,9 28,6 50,6 Október 1995 35,4 40,5 66,9 26,6 10,5 43,5 Apríl 1996 61,5 45,1 72,8 35,3 36,4 53,0 Október 1996 38,7 48,1 56,3 13,6 30,8 39,1 Dvínandi ánægja með störf allra ráðherra Sjálfstæðis- flokksins, nema Friðriks. Ánægja með Davíð hefur minnkað úr 70 prósentum í 55 á rúmu ári. Ánægja landsmanna með störf ráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur' aldrei verið minni, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups. Mest er óánægjan með Björn Bjarnason menntamálaráðherra, aðeins 39,1 prósent lýsa ánægju með störf hans, en í vor sem leið var Björn næst- vinsælastur. Þá er eftirtektarvert að ánægja með störf Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra fer mjög minnk- andi. Nú lýsa 54,8 prósent ánægju með hann, samanborið við 60,1 prósent í apríl og tæp 70 prósent fyrir rúmu ári. Davíð 15 prósentustig niður Skoðanakönnun Gallups var gerð í kjölfar landsfundar Sjálfstæðis- flokksins, en slíkar samkomur nýt- ast flokkum einatt vel til að auka fylgi sitt. Sú er ekki raunin hjá Sjálfstæðisflokknum. Ánægja með störf Davíðs fer minnkandi meðal Sjálfstæðis- manr.a, þótt enn beri hann höfuð og herðar yfir aðra ráðherra meðal stuðningsmanna flokksins. 85,3 prósent Sjálfstæðismanna lýsa ánægju með störf hans, en hæst komst hann í 94,1 prósent í júní í fyrra. Framsóknarmenn og Alþýðu- flokksmenn eru hinsvegar ánægðari nú en í sumar með störf Davíðs, en hann snarfellur hjá stuðningsmönn- um Alþýðubandalagsins og Kvennalistans. Þótt fylgi við Davíð hafi bersýni- lega minnkað er hann eigi að síður eini ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem meira en helmingur lýsti ánægju með. Þorsteinn vinsælastur hjá Framsókn Ánægja með störf Þorsteins Páls- sonar minnkar verulega, og munar mestu um breytt viðhorf Alþýðu- bandalagsmanna og Alþýðuflokks- manna. Þá er athyglisvert að Framsókn- armenn lýsa meiri ánægju en Sjálf- stæðismenn með störf sjávarútvegs- ráðherrans, og er hann vinsælli en Davíð Oddsson í þeirra hópi. Þor- steinn hefur sótt mjög í sig veðrið meðal Framsóknarmanna, en í heild hefur ánægja með hann minnkað um fjögur og hálft prósentustig síð- an í sumar. Halldór Blöndal samgönguráð- herra naut til skamms tíma mikillar velþóknunar Framsóknarmanna, meðan Alþýðuflokksmenn voru lítt ánægðir með störf hans. Fyrir réttu ári lýstu kváðust 67,4 prósent Framsóknarmanna ánægð með Haildór en aðeins 27,3 Alþýðu- flokksmanna. Nú er staðan sú að hlutfall Framsóknarmanna sem er ánægt með samgönguráðherrann er komið niður í 48,8 prósent, en 36,4 prósent Alþýðuflokksmanna eru ánægð með ráðherrann. Þá sækir hann nokkuð í sig veðrið hjá Sjálf- stæðismönnum og er ekki lengur óvinsælastur ráðherra meðal flokks- manna. Friörik úr fallsætinu Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra er eini ráðherra Sjálfstæðis- flokksins sem fær ögn betri útkomu nú en síðast, og kemst úr botnsæt- inu. 40,2 prósent lýsa ánægju með störf hans, samanborið við 38,7 prósent í júní. Þetta er í fyrsta sinn á kjörtímabilinu sem Friðrik er ekki sá ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem minnst ánægja er með. Ánægja með störf Friðriks vex meðal kjósenda Alþýðuflokks, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, en aðeins meðal eigin kjósenda er meirihlutinn ánægður með störf ráðherrans. Stjarna Björns hrapar Óhætt er að segja að ánægja með störf Björns Bjarnasonar mennta- málaráðherra hrynji. Mesta athygli vekur að í apríl lýstu tæp 73 pró- sent Sjálfstæðismanna ánægju með störf hans en aðeins 56,3 prósent núna. Alþýðuflokksmenn voru líka ánægðir með Björn í vor en meðal þeirra hefur hlutfall ánægðra lækk- að um heil 23 prósentustig. Þá má Björn muna sinna fífil fegurri með- al Alþýðubandalagsmanna. Fyrir rúmu ári var helmingur þeirra ánægður með störf hans, en aðeins 13,6 prósent nú. MVinsælli en Davíð - hjá Framsókn. Hærra hlutfall Framsóknar- manna en Sjálfstæðis- manna lýsir ánægju með störf Þor- steins. Halldór Blön- dal dalar hjá Framsóknar- mönnum, en sækir í sig veðrið meðal Alþýðuflokks- manna. Ekki lengur óvin- sælastur hjá Sjálfstæðis- mönnum. í fyrsta sinn á kjörtímabilinu er Friðrik ekki sá ráðherra Sjálfstæðis- flokksins sem minnst ánægja er með. Lítil lukka með Björn. í fjórum könnunum á kjörtímabilinu hefur ánægja með störf ein- hvers af ráð- herrum flokks- ins aðeins eínu sinni mælst minni. DHL Hraðflutn ingar hafa fengið nýtt símanúmer Um leið bætum við símaþjónustuna með því að gefa viðskiptavinum kost á að hringja beint í einstakar deildir. .a DHL Þjónustunúmer 535 1 122 Tolladeild 535 1 133 Fjárhagsdeild 535 1 144 Söludeild 535 1 155 Sérþjónusta / frakt 535 1 199 Aðalfax 535 1 1 1 1 Fax tolladeild 535 1131 Fax sérþjónustu 535 1 171 WDRLDWfDCEXPReSS I fiö stöndum við skuldbindingar þínar DHL HRAÐFLUTNINGAR ehf Faxafeni 9 • 108 Reykjavík • Sími 535 1100 * Fax 535 I I I I

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.