Alþýðublaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 19. nóvember 1996 174. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Bæjarstjórn ísafjarðar er meinað að auglýsa deiliskipulag eftir að nýleg skýrsla frá Veðurstofu íslands varsend Skipulagsráði ríkisins Mikil vinna í súginn - segir Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri. ,Jv4ikil vinna fer í súginn og það er vissulega leiðinlegt að lenda í þessu en við því er víst ekkert að segja. Við þurfum að skoða okkar hluti enn og aftur frá grunni,“ segir Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri Isaíjarðar í sam- tali við Alþýðublaðið. I nýlegri skýrslu írá Veðurstofu fs- lands er meðal annars gerð úttekt á Seljalandshverfi á ísafirði. Magnús Már Magússon, snjóflóðafræðingur Veðurstofunnar, sagði í samtali við Alþýðublaðið að hér væri ekki um að ræða nýtt hættumat heldur tillögur um hver viðunandi áhætta gæti verið. „Við vorum að gera áhættulínur mið- að við ákveðnar forsendur," ségir; Magnús Már og þar sé um að ræð'a nýtt hverfi þar sem bæjarstjómin vildi byggja- Kristján Þór Júlíusson segir aldrei hafa staðið til að byggja í blóra við allt og alla. „Þannig hefur aldrei verið unnið hér og verður ekki. Við keypt- um land af ríkissjóði í fyrra sem er í botni Skutulsíjarðar. A aðalskipulagi er meðal annars gert ráð fyrir íbúða- byggð og við vomm að vinna deili- skipulag að þessu hverfi. Við unnum það í fullu samráði við Skipulagsráð ríkisins. Þegar okkar vinnu var lokið með arkitekt og öðmm óskuðum við eftir heimild til að auglýsa þetta deili- skipulag okkar. Við vomm að fá bréf frá Skipulaginu núna þar sem okkur er bannað að auglýsa það. Það nær ekk- ert lengra. Við geram ekki nokkum skapaðan hlut,“ segir Kristján Þór. ■ Ólafur Gunnars- son fyrrum fangi er vonlítill um að geta rétt úr kútnum Dæmdur ur það sem eftir er - segir Ólafur sem sér ekki fram á bjarta framtíð. „Ég ætla mér ekki að fara aftur í ræsið en mér er ekki gert það auð- velt,“ segir Ólafur Gunnarsson sem var látinn laus úr fangelsi 16. ágúst. Hann hefur verið kenndur við stóra fíkniefnamálið og er ekki stoltur af því. „Þegar mér var hent út þarna fyrir vestan þá var ég með 2 þúsund kall f vasanum. Hvað í ósköpunum á maður að gera með tvö þúsund kall? Það liðu 17 dagar þar til ég fór að fá bætur þrátt fyrir ítrekaðar fyrir- spurnir," segir Ólafur og telur að þessi aðstaða sín sé ekki til þess fallin að halda honum frá afbrotum. „Mín reynsla er ekki góð. Það er lít- ill sem engin möguleiki fyrir okkur fyrrum fanga að fóta okkur og verða nýtir samfélagsþegnar. Mér er ekki ætlað að njóta sálfræðiþjónustu og hef ekki efni á að leita til læknis. Ég vil gjarnan njóta menntunnar og hef leitað eftir því að fá að sækja nám- skeið á vegum atvinnuleysissjóðs en það er ekki hægt vegna þess að ég er í félagslega kerfinu. Við lúðarnir sem komum úr fangelsi eigum okk- ur vart viðreisnarvon og erum dæmdir til að vera jaðarmenn það sem eftir er,“ segir Ólafur en tekur fram að hann ætli ekki að gefast upp í fyrren í fulla hnefana. „Þessi ágæti fangelsisstjóri er bú- inn að koma því svo fyrir að það er vonlaust fyrir mig að fá atvinnu næstu þrjú árin. A hálfsmánaðar- fresti þarf ég að mæta til fíkniefna- lögreglunnar og gefa nákvæma skýrslu um ferðir mínar. Mér ber að segja frá því hverja ég umgengst og hvað okkur fer á milli. Nú þegar hef ég misst af tveimur atvinnutækifær- um vegna þessa,“ segir Ólafur Gunnarsson. Stöndum vörð um íslenskuna! „Það er hlutverk þessarar þjóðar að vemda, efla og frjóvga hina sígildu íslensku menningararfleifð, og til þess er nokkru fórnandi, því hún gefur oss tilverurétt og tilgang. Án hennar værum vér sjálfir ekki til, ekki sem þjóð, heldur ef til vill 200 þúsund sálir, og á þessu tvennu er mikill munur.“ IKrislján Eldjárnj Apple-umboðið Skipholti 21. 105 Reykjavík, simi: 511 5111 Heimasíöa: http://www.apple.is

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.