Alþýðublaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n Stöðugleiki með klofinni þjóð Það er grátlegt til þess að hugsa í hversu litlum tengslum stjórnvöld í þessu landi eru við þjóð sína. Með markvissum aðgerðum er ljóst og leynt unnið að því hörðum höndum að færa þjóðarauðinn á fáar hendur, með því megin markmiði að gera hina ríku ríkari og þá fátæku fátæk- ari. Undanfarið hafa launþegar verið að gera grein fyrir þeim laöfum sem lagðar Vérða fram í komandi kjara- samninguni. Þar eru settar fram kröf- ur um bætt kjör fyrir stóran hóp þjóðfélagsþegna sem nú búa við mjög bág kjör. Fólk með mánaðar- laun undir 60 þúsund krónum berst í bökkum og í reynd er vandséð Pallborð Guðmundur Þ. B. Ólafsson skrifar Ég er nokkuð viss um að liðið í Garðastrætinu léti það ekki viðgangast lengi að launin lækkuðu þar á bæ, sem næmi þvf að eitt núll yrði tekið aftan af launaupphæð- inni. Ætli launin væru þá ekki nokkuð nærri því sem þeir ætla þorra launafólks að iifa af. hvemig þetta fólk fer að því að draga fram lífið og framfleyta sér og sín- um. Maður skyldi ætla að góður skilningur væri á nauðsyn þess að bæta kjör þessara samborgara okkar sem minnst mega sín og kröfur um umtalsverðar launabætur fengu góð- ar undirtektir hjá stjórnvöldum sem og aðilum vinnumarkaðarins. Því miður gefa viðbrögð þessara aðila ekki tilefni til bjartsýni á bætta af- komu þeirra lægst launuðu í kom- andi samningum. Þjóðfélagið fer víst á hliðina og stöðugleikanum verður fómað ef slík mannréttindamál, sem kjarabætur til þeirra verst settu, ná fram að ganga. Ósvífni Forsætisráðherrann okkar, sem tryggði sér og sínum rúmlega 60 þúsund'króna launahækkun á mán- uði, ekki alls ekki fyrir löngu, hélt hjartnæma ræðu á dögunum þar sem hann varaði launþega við því að stefna stöðugleikanum og hag þjóð- arinnar í voða með því að beijast fyr- ir hækkunum launa, sem væm meiri en næmi örfáum prósentum. Þvílík ósvífni. Maðurinn nýbúinn að inn- byrða hækkun á eigin launum þar sem hækkunin ein og sér nam meira en öllum mánaðarlaunum hjá stómm hópi landsmanna. En hvað varðar forsætisráðherra um kjör þeirra sem verst em settir í þjóðfélaginu. Flann, ásamt stjórnarliði sínu, er á góðri leið með að færa allt góðærið og auðlindir þjóðarinnar í hendurnar á örfáum aðilum í þessu þjóðfélagi. Aðilum sem eru með tíföld, tuttug- föld og þaðan af hærri laun en þeir sem þarf að bæta kjörin hjá. Aukinn skilningur Eg hef nefnt það áður og geri það enn, hvort það sé ekki eina ráðið, að laun þeirra sem betur mega sín í þjóðfélaginu, verði lækkuð í það sem öðrum er ætlað að lifa á og kanna svo hvort langur tími líði þar til menn fyndu það út að það færi nú ekki allt á hliðina þó launin yrðu hækkuð umtalsvert. Ég er nokkuð viss um að liðið í Garðastrætinu léti það ekki viðgangast lengi að launin lækkuðu þar á bæ, svo sem næmi því að eitt núll yrði tekið aftan af launa- upphæðinni. Ætli launin væru þá ekki nokkuð nærri því sem þeir ætla þorra launafólks að lifa af. Hugur til samborgarans Alþýðuflokkurinn berst fyrir bætt- um kjömm láglaunafólks. Gísli Ein- arsson, þingmaður flokksins, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp þar sem gert er ráð fyrir að lögbinda lág- markslaun til að losna úr fargi lágra taxtalauna og óskilvirks launakerfis, með það að meginmarkmiði að hækka laun þeirra verst settu. Ríkisstjórnin hefur ótvírætt sýnt hug sinn til þjóðarinnar og afkomu þeirra verst settu. Það verður fróð- legt fyrir láglaunafólk að fylgjast með afgreiðslu á frumvarpinu um lágmarkslaunin, en þar geta aðrir þingmenn sýnt þann hug sem þeir bera til samborgara sinna. Ekkert virðist geta komið í veg fyrir að séra Heimir Steins- son útvarpsstjóri fari aftur á Þingvelli. Hvað sem líður ágæti séra Heimis fá Björn Bjarnason og félagar hans í Sjálfstæðis- flokknum einstætt tækifæri til að hlutast til um yfirstjórn Ríkisút- varpsins með því að planta hon- um á sinn gamla stað. Hvað þeir hugsa sér I því sambandi er ekki vitað enn enda eru þeir ekki ein- ráðir, Framsókn stendur gjarnan vörð um útvarpið. Menntamála- ráðherra lýsti yfir þeim vilja sín- um í útvarpsþættinum Sunnu- dagskaffi á Rás 2 á sunnudaginn að nefnd frá stjórnarflokkunum athugi hvort skipta eigi Ríkisút- varpinu upp í tvö fyrirtæki, út- varp og sjónvarp. Ef sú verður niðurstaðan ertalinn þægilegur biðleikur í þeirri stöðu að skipa Pétur Guðfinnsson fram- kvæmdastjóra Sjónvarps í stöðu útvarpsstjóra því vart gefist tími nú til að leggja niður embættið. Pétur á einungis 2 ár (eftirlaun. Þar með losnar staða fram- kvæmdastjóra Sjónvarpsins sem hlýtur að verða mjög eftir- sótt því ýmsir sjá fyrir sér að Sjónvarpinu verði fyrr breytt í hlutafélag en sjálfu útvarpinu. Þeir sem þykjast sjá enn lengra í þessum efnum sjá fyrir sér nýj- an sameinaðan risa, samruna gamla ríkisútvarpsins og stöðv- ar 3. Þar með yrði komið alvöru mótvægi við Jón Ólafsson á hinum væng einkaljósvakageir- ans. En slíka framkvæmd hrista menn vitaskuld ekki frammúr erminni... Einhver afkastamesti rithöf- undur ársins er án efa Jón Kalman Stefánsson. Hann hefur getið sér orð sem eitt af efnilegustu Ijóðskáldum yngri kynslóðarinnar, en sendir nú frá sér sagnasafn- ið Skurðir í rigningu, sem að sögn kunnugra erfínasti skáldskapur. Þá annast Jón útgáfu á og skrifar inngang að Ijóðum Jóhanns Gunn- ars Sigurðssonar, hins vansæla unga skálds sem dó úr berklum á öndverðri öldinni. Þriðja ritið sem Jón Kalman kemur að er tímarit Bjarts og frú Emelíu með skáld- skap bandaríska drykkjurútsins og utangarðsmannsins Charles Bukowsky. Semsagt þrjú núll fyrir Jóni... Inæstu viku kemur út bók Pálma Jónassonar um Ólaf Ragnar Grímsson, sem hann hefur soðið saman á mettíma. i tilkynningu forlagsins segir að fjallað verði um ætt og uppvöxt Ólafs Ragnars á ísafirði, skóla- göngu í MR og Manchester, og afskipti hans af fjölmiðlum og fræðimennsku. Meginefni bók- arinnar verði þó leið Ólafs til áhrifa í stjórnmálum, úr Fram- sóknarflokknum í gegnum Möðruvallahreyfinguna og Sam- tök frjálslyndra og vinstrimanna yfir í Alþýðu- bandalagið. Þá er aðdraganda kosninganna lýst ítarlega í bókinni. Titill bókarinnar er Hana fhrseti og kápuna, sem er í fánalitunum, prýðir hin opin- bera Ijósmynd af forsetahjónunum. Efalítið munu einhverjir villast á þessari „óopinberu ævisögu" og opin- beru útgáfunni sem Einar Karl Haraldsson og Karl Th. Birg- isson annast i umboði Ólafs Ragnars... h i n u m e g "FarSide" eftir Gary Larson &QA&3V) „Kemosabe!... Kemosabel... Þetta er að byrja! Þetta er að byrja!" f i m m á f ö r n u m v e g i Fylgist þú með fréttum af atburðum í Afríku? Örn Þorsteinsson heilari: Já, það geri ég. Mér finnst að Vesturveldin verði að grípa í taumana nú þegar. Guðmundur A. Þorvarðar- son blómaskreytinga- maður: Já, ef að Sameinuðu þjóðirnar ná ekki að afgreiða þetta mál nú þegar eru þær búnar að vera. Guðjón Guðmundsson bankamaður: Það er nú ósköp lítið. Ég hef svo mikið að gera. Jón Páll Björnsson tækni- maður: Já, að einhverju leyti. Það er erfitt að leysa svona mál án þess að það teljist af- skipti af innanríkismálum. Þióðir heims verða ^tð taka hönúum saxnan. Birna Ásgeirsdóttir hár- greiðslunemi: Nei, ég horfi aldrei á fréttir. v i t i m e n n Ég hafði ekki tíma til að fara í stúdíó því að ég var oft í spila- kössum þrjá til fjóra tíma á dag. Rúnar Þór spilafíkill, alkóhólisti og poppari í helgarviðtali DV. Bindið er ekkert annað en ör sem vísar niður. Slaufukarlinn Heiðar Jónsson snyrtir í DV á laugardaginn. Fyrir réttri viku stóð ég og tók í hönd Jóns Ólafssonar og óskaði honum til hamingju með afmæli Skífunnar. Stefán Jón Hafstein velti fyrir sér stöðu sinni í íslensku fjölmiðlaumhverfi í heilsíðu- grein í DT um helgina. Það er augljóst að blaðið hefur verið dregið inn í pólitískan hrá- skinnaleik í Hafnarfirði, sem eng- inn getur fullyrt um á þessari stundu, hvernig er vaxinn. Aumingja Mogginn. Reykjavíkurbréf helgar- innar var lagt undir „Dularfulla Morgun- hlaðsmálið" - hver skrifar og hver skrifar sig fyrir lesendabréfunum? Þar er efinn. Skeggið er snyrtilegt og fer dag- skrárstjóranum vel þegar vetur konungur ber að dyrum. Sigurður er fremur lágvaxinn maður, þrek- inn, stæltur og frísklegur í útliti. Ólafur Ormsson viðtalssérfræðingur Mogg- ans kann að koma lesandanum í rétta stemmningu. í opnuviðtali við Sigurð Val- geirsson á sunnudag. Hann hallaði sér aftur í stól dag- skrárstjóra, spennti greipar, strauk yfir hárið og skeggið og varð svolítið hugsandi á svipinn þegar hann lét hugann líða til skólaáranna. Ólafur aftur um Sigurö. Sigurður Valgeirsson stóð upp úr stól dagskrárstjóra, strauk yfir skeggið, horfði um stund yfir að Esjunni... Ólafur enn. Við viljum ekki láta það henda aftur að fámenn klíka geti haft prestinn okkar í vasanum. íbúi í Langholtssókn hringdi. DV í gær. smáa letrið Bestu verstu kántrílagatitlamir - Do You Love As Good As You Look? - Get Your Tongue Outta My Mouth ’Cause J’m Kissing You Goodbye - Her Teeth Were Stained, But Her Heart Was Pure - How Can I Miss You If You Won’t Go Away? -1 Changed Her Oil, She Changed My Life -1 Don’t Know Whether To Kill Myself Or Go Bowling -1 Flushed You From The Toilets Of My Heart -1 Keep Forgettin’ I Forgot About You -1 Wanna Whip Your Cow -1 Would Have Wrote You A Letter, But I Couldn't Spell Yuck! - I’m Just A Bug On The Windshield Of Life - I’ve Been Flushed From The Bathroom Of YourHeart - I’ve Got The Hungries For Your Love And I’m Waiting In Your Welfare Line - Ifl Can’t Be NumberOne In Your Life, Then Nuntber Two On You - If My Nose Were Full of Nickels, l’d Blow It All On You - If The Phone Ðon't Ring, Baby, You'll Know It’s Me - If You Don’t Leave Me Alone. I’ll Go And Ftnd Someone Else Who Will Af Internetinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.