Alþýðublaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 s k o d a n i r MfflllBLÍÐU 21215. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Tossabekkur Davíðs Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir mikilli leiksýningu í Laugardalshöll í október, og kallaði landsfund. Davíð Oddsson, sem einmitt hefur getið sér orð fyrir leikritasmíð, skrifaði handritið, leikstýrði og lék aðalhlut- verkið. Fimmtán hundruð landsfundarfulltrúar voru í hlutverki klapp- liðs, og þeir fengu í upphafi nákvæm fyrirmæli um hvaða málefni mætti ræða og hverjar væru hinar kórréttu skoðanir á þeim. En þótt ekkert væri til sparað að gera sjónarspil Sjálfstæðisflokksins sem tilkomumest, dugðu skrautklæðin ekki til að dylja innihaldsleysið. Landsmenn hafa nú fengið tækifæri til að kveða upp sinn leikdóm - og þeir gefa nýjasta leikriti Davíðs ekki margar stjömur. Það er alkunna að sú umfjöllun sem fylgir landssamkomum stjóm- málaflokka eykur yfirleitt fylgi þeirra, sér í lagi ef sæmileg eining og sóknarhugur virðist ríkja meðal flokksmanna. Því hlýtur það að vera forystu Sjálfstæðisflokksins umhugsunarefni að stuðningur við flokkinn minnkaði í kjölfar landsfundarins, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups. Og ekki nóg með það: Anægja kjósenda með störf ráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur ekki í annan tíma verið minni. Gallup spyr að jafnaði tvisvar á ári hvað fólki finnist um frammistöðu einstakra ráðherra. Nú í vikjjnni vom kynntar nýjar tölur, og þar kom sitthvað athyglisvert í ljós. Ánægja með störf forsætisráðherrans fer óð- um minnkandi, og er hann þó sá ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem skásta útkomu fær. 54,8 prósent lýsa ánægju með störf hans, samanbor- ið við tæplega 70 prósent í fyrrasumar. Og þótt Davíð sé ennþá næsta óumdeildur meðal Sjálfstæðismanna hafa vinsældir formannsins minnkað um heil tíu prósentustig á einu ári. Höfuðfjandi hans í flokkn- um, Þorsteinn Pálsson, nýtur þess vafasama en verðskuldaða heiðurs að vera í meiri hávegum hafður meðal Framsóknarmanna en eigin flokks- manna. Það kemur ekki á óvart, enda hefur Þorsteinn þrásinnis sýnt að hann er mesti Framsóknarmaður landsins af gamla skólanum, svo kempur á borð við Pál frá Höllustöðum verða í samanburði næstum ein- sog nútímamenn í pólitík. Sýnu verst er þó útreið Bjöms Bjamasonar. Honum fylgdu góðar ósk- ir og glæstar vonir þegar hann tók við lyklavöldum í menntamálaráðu- neytinu. I vor lýstu þannig ríflega 60 prósent kjósenda Alþýðuflokksins ánægju með störf Bjöms, og í fyrra var helmingur Alþýðubandalags- manna sömu skoðunar. Nú er öldin önnur. Vinsældir Bjöms meðal Al- þýðuflokksmanna hafa minnkað um heil 23 prósentustig á einu misseri, og aðeins 13,6 prósent Alþýðubandalagsmanna lýsa nú ánægju með störf hans. Þá kætir það tæpast geð Bjöms að á sex mánuðum hefur ánægja stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins minnkað úr 73 prósentum í 56. Þess ber að geta að könnunin var gerð áður en menntamálaráðherr- ann lenti í eldlínunni vegna Lánasjóðs xslenskra námsmanna, og því viðbúið að óvinsældir hans hafi enn aukist uppá síðkastið. ■ Arfleifd jafnadarstef nunnar Grein eftir herra Sigurbjörn Einarsscn biskup, sem birtistfyrir réttum fimmtíu árum Maðurinn er dýrmætari en gullið Mér er þetta atvik minnisstætt. Maðurinn gullið - morgungugginn, atvinnulaus púlsmaður með saggaþef- inn úr kjallaraholunni á Grundarstíg innan undir snjáðri olíukápu, marghryggbrotinn vonbiðill lítilla daglauna við uppsprettuauga þjóðarauðsins. Herra Sigurbjöm Einarsson, þáver- andi prestur í Hallgrímssóbi, skipaði 4. sœti á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík fyrir þingkosningarnar 1946. Af því tilefni skrifaði Sigurbjöm eftirfarandi grein í kosningabœkling flokksins, og svaraði spurningunni „Hversvegna kýs ég Alþýðujlokkinn?“ Fyrir allmörgum árum var ég stadd- ur um dagmálabil niðri á uppíyllingu hér í Reykjavík. Nöpur vorgola og krapahreytingur öðru hvom. Ég var að snapa eftir vinnu, nýskriðinn frá próf- borði. Ekki er líklegt að körlunum hafi þótt ég vera bústinn gemlingur, en hins vegar hafði hver nóg með sig, þeir voru allir að bíða þess í svölu morgunsárinu, að þessi vordagur kynni að veita þeim einhvem aðgang að lífæð landsins, Reykjavíkurhöfn, til dryginda búsins í kjallaraíbúðunum og þakherbergjunum víðs vegar um bæ- inn. Eftir alllanga bið og mikið eigur aftur og fram með höfninni var ég staddur í mikilli þröng í grennd kola- hegrans. Þar var verið að skrá menn í uppskipunarvinnu. Á að gizka fimmt- ungur þeirra, sem nærstaddir voru, hrepptu hnossið. Ég lenti auðvitað ut- an við lukkupottinn. Við hlið mína stóð annar vonsvikinn maður, roskinn verkamaður. Hann ijálaði við hnútinn á snærinu, sem hélt að honum tölu- lausri, slitinni olíukápu, fór síðan að beija úr sér hrollinn, og um leið taut- aði hann fyrir munni sér þessar hend- ingar: Hvert hefðarstand er mótuð mynt, en maðurinn gullið, þráttfyrir allt. Mér er þetta atvik minnisstætt. Maðurinn gullið - morgungugginn, atvinnulaus púlsmaður með saggaþef- inn úr kjallaraholunni á Grundarstíg innan undir snjáðri olíukápu, marg- hryggbrotinn vonbiðill lítilla daglauna við uppsprettuauga þjóðarauðsins. Hann var ekki í kröfugöngu, hann var ekki að mæla fyrir minni, máske að- eins að hamla á móti munnherkjum með því að hafa yfir þessar hendingar eða fróa sér á tómlegri stund. En hvort sem það var sjálfrátt eða ósjálfrátt, þá seildist hann djúpt undir yfirborð öm- urlegs hversdagsleika, lýsti hlutdeild sinni í menningararfi, sem er dýrmæt- ari en öll hagkerfi og öll tækni, því án hans verða hagkerfin og tæknin til einskis eða verra en einskis. Maðurinn gullið. Eftir þessari grundvallarreglu þarf skipan mannfé- lagsmálanna að mótast á komandi ár- um. Við eygjum nú þá möguleika, sem mannkynið hefur hingað til að- eins séð í hillingum ævintýra sinna og drauma. Svo er tækninni fyrir að þakka. Fram til þessa hefur skortur stafað af ónógri framleiðslu ltfsnauð- synja. I þjóðfélagi nútímans er þeirri orsök ekki til að dreifa lengur. Skortur stafar þvert á móti nú af offramleiðslu að jafnaði - vegna þess að gullið er rétthærra en maðurinn. Verða mögu- leikar tækninnar aðeins tækifæri fárra manna - örfárra sérstakra útsjónar- og dugnaðarmanna, nokkurra heppinna, eða miður vandaðra einstaklinga - til þess að velta peningum, eða verða þeir tækifæri fjöldans til sæmilegra kjara, til menningarlífs? Ég er ekki flokksbundinn, þótt ég hafi í þetta sinn tekið sæti á lista Al- þýðuflokksins við væntanlegar þing- kosningar. Enginn stjómmálaflokkur er algóður og engum er alls vamað. En reynt hefur Alþýðuflokkurinn að starfa eftir leiðsögn orðanna; Maður- inn gullið. Ég get ekki-annað-en verið þeim flokki þakklátur fyrih-það,'!Seín hann hefur gert lý'rir niéitnirra und félaga míns á‘liafrtárbdjckahíim forðum. Hver maður, sem dærhif óvifi hallt, hlýtur að viðurkenna, að margt væri öðmvísi í félagshyggju og félags- háttum á íslandi, ef áhrifa þess flokks hefði ekki gætt. Fyrir starl' hans hafa mörg mannréttinda- og mannúðar- sjónarmið síazt inn í meðvitund al- mennings og þykja nú flestum jafn- sjálfsögð og þau þóttu fjarstæð fyrir fáeinum áratugum. Ég treysti flokkn- um til þess að halda vel í þessu horfi á komandi árum, að hann vinni ötult vakningarstarf til þess að efla félags- lega ábyrgðarvitund og farsælt skipu- lagsstarf, sem miði að því að rótfesta það í félagsháttum íslendinga, að maðurinn er dýrmætari en gullið. c a g a t a 1 2 0 nóvember Vitanlega munu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins reyna að bera sig mannalega, þrátt fyrir falleinkunn kjósenda, og munu eflaust halda því fram að þeir séu ómaklega dæmdir vegna umdeildra aðgerða. En þótt landsmenn séu sumpart að dæma ráðherra Sjálfstæðisflokksins af verk- um þeirra, þá eru þeir þó miklu fremur að lýsa óánægju með aðgerða- leysið og lognmolluna sem einkennir ráðherralið flokksins. Sjálfstæðis- menn hafa að mestu látið Framsókn bera hita og þunga af óvinsælum aðgerðum, en þakka sér góðæri og ýmis jákvæð teikn í efnahagslífinu. Á sama tíma hefur Davíð Oddsson loks tekið af skarið í pólitískum grundvallaratriðum, svo Sjálfstæðisflokkurinn er í nálega öllum málum fulltrúi fortíðarinnar. Flokkur Davíðs hefur þannig leyst Framsókn af hólmi sem höfuðból afturhaldsins í íslenskum stjómmálum. Nú er svo komið að bæði þeir sem aðhyllast frjálslynda umbótastefnu og sígilda jafnaðarstefnu líta á Sjálfstæðisflokkinn sem höfuðandstæð- ing, enda hefur Morgunblaðið ekki aðra sálufélaga fyrir Davíð en gömlu þjóðemissósíalistana í Alþýðubandalaginu. Þar finna Davíð og hinir tossamir loksins einhverja sem em álíka mikið á móti framtíðinni og þeir em sjálfir. ■ Atburðir dagsins 1763 Hóladómkirkja, sú sem enn stendur, var vígð. 1772 Snjóflóð féll á tvo bæi á Látra- strönd við Eyjafjörð. Fjórir fór- ust. Manni var bjargað úr flóð- inu tíu dögum eftir það féll. 1805 Ópera Beethovens, Fi- delio, frumflutt í Vínarborg. 1818 Simon Bólívar lýsir yfir sjálfstæði Venesúela frá Spáni. 1925 Mussolini bannar starf- semi frímúrara og annarra leynisamlaka. 1945 Réttarhöld hefjast í Númberg í Þýskalandi yfir foringjum nasista. 1959 Viðreisnarstjórnin, samstjórn Alþýðuflokksins og Sjálfstæð- isfiokksins, tók við völdum. Hún sat í 11 ár og 236 daga. 1979 Sir Anthony Blunt, um- sjónarmaður með listaverkum Bretadrottningar, sviptur ridd- aratign eftir að hafa játað njósnir fyrir Sovétmenn. Afmæiisbörn dagsins Gene Tiemey 1920, bandarísk leikkona. Nadinc Gordimer 1923, suður-afrísk skáldkona, hlaut Nóbelsverðlaun 1991. Robert F. Kennedy 1925, bandarískur stjómmálamaður. Annáisbrot dagsins Á því ári varð úti Hamraenda- Jón sýslumaður á Fróðárheiði um miðgóuleyti, var með fiska- lest og fannst eigi aptur. Var mælt, að fjandinn hefði sótt eign sína. Lézt og maður, sem með honum var, hver strax fannst, er afiétti hríðinni. Er mælt, að Jón hafi hrapað fyrir Knararhamra þar á heiðinni. Mælifellsannáll 1705. Röksemd dagsins Dauð kona bítur ekki. Gray lávaröur að krefjast aftöku Maríu Skotadrottningar. Málsháttur dagsins Hinn seinasti er lausakonunni hinn elskasti. Frelsi dagsins Þú getur haft mig fyrir því, að frelsi er meira vert en lofthæðin í bænum. Bjartur í sjálfstaaSu fólki eftir Hall- dór Laxness. Orð dagsins Mig við breyta munuð þið, mín sú rœtist vonin, einsog forðum faðirinn við fortapaða soninn. Sigvaldi Jónsson Skagfirðinga- skáld; Konur. Skák dagsins Finnskinn Westerinen er lík- lega einhver minnsti stórmeist- ari heims, en strangur í fasi ein- sog gamall bamaskólakennari. Árangur hans er upp og ofan, og kannski aðallega ofan, en stundum nær hann sér vel á strik. Hann hefur svart og á'leík gegn Fedder. " “T * Svartur leikur og vinnur. 1. ... Dg3! Hvíta staðan er töp- uð. Samanber 2. Hxfl Dh2 mát, eða 2. R6g4 Dh2+! 3. Rxh2 Rg3 mát.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.