Alþýðublaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 s a g a n Ein forvitnilegasta bók ársins geymir endurminningar dr. Benjamins H.J. Eiríkssonar sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson skráir. í eftirfarandi kafla segir Benjamín frá klofningi Alþýðuflokksins 1938, Héðni Valdimarssyni og starfsháttum kommúnista. Hann segir mikil mistökforystumanna Alþýðuflokksins að hafa slegið á útrétta sáttahönd Héðins Héðinn - einsog persóna í grískum harmleik ,Hann var skapmikill og kappsamur og átti að sögn sumra til talsverða heift, þótt ég yrði þess aldrei var. Hann var sannur sósíaldemókrat, lýðræðissinnaður sósíalisti, eindreginn jafnaðarmaður." Ég var sósíalisti, Jiótt ég hefði sagt mig úr flokknum. I þessum átökum hafði ég mikið samband við Héðin Valdimarsson, formann Sósíalista- flokksins. Við töluðum saman í síma daglega að kalla, á meðan allt þetta var að gerast. Við móðir mín bjuggum í lítilli leiguíbúð á efri hæð á Berg- þórugötu 9. Hún hélt heimili fyrir mig. Þar var ekki sími, en á neðri hæðinni bjó verkamannafjölskylda, Einar Jóhann Einarsson og Ástríður Guðjónsdóttir ásamt tveimur bömum. Þau höfðu síma frammi á gangi. Ég fékk að nota hann til hinna löngu sam- tala við Héðin. Ég reyndi að stappa í hann stálinu. Það væri fjarstæða fyrir íslenzka sósíalista að skipa sér við hlið nazista, þótt Stah'n hefði gert sátt- mála við Hitler. Héðinn var sein- þreyttur til vandræða. Hann vildi halda flokknum saman í lengstu lög. Hann hafði brennt allar brýr að baki sér í Alþýðuflokknum. Vetrarstríðið Rás heimsviðburðanna hélt áfram. Sovétrikin höfðu lagt undir sig austur- hluta Póllands eftir griðasáttmála Sta- líns við Hitler. Sama daginn og mið- stjóm Sósíalistaflokksins hélt fyrsta fund sinn um það, hvort birta ætti grein mína um ræðu Molotoffs, 28. september 1940, var Joachim von Ribbentrop, utanríkisráðherra Hitlers, staddur í Moskvu til að ganga frá frekari samningum á milli Sovétríkj- anna og Þýzkalands. Hann sótti sýn- ingu á Svanavatninu í Bolshoj-leik- húsinu um kvöldið. Á meðan var Mo- lotoff að tilkynna utanríkisráðherra Eistlands, sem kvaddur hafði verið til Moskvu, um kröfu Sovétríkjanna um herstöðvar í landinu. Hinum tveimur Eystrasaltsríkjunum, Lettlandi og Lit- háen, voru gerðir sömu kostir. Þau urðu öll að beygja sig fýrir ofureflinu. Þetta nægði ekki. I októberbyrjun krafðist Sovétstjómin landa og her- stöðva í Finnlandi. Þegar Finnar urðu ekki við öllum kröfum hennar, réðst Rauði herinn á land þeirra. Hinn 30. nóvember 1939 féllu sovézkar sprengjur á Helsinki. Otto Kuusinen myndaði leppstjórn í Terijoki, sem bað um „aðstoð Sovétríkjanna“. Finn- ar ákváðu að berjast. Vetrarstríðið svonefnda var skollið á. Islenzkir kommúnistar sættu sig við, frekar en fögnuðu, innrás Sovétríkjanna í Finn- land. Héðni nóg boðið Héðni Valdimarssyni var nóg boð- ið. Þetta var honum ekki fjarlægt ágreiningsefni. Hann taldi, að mesta hættan fyrir Norðurlönd væri, að Rússar og Þjóðverjar skiptu þeim á milli sín, Rússar legðu undir sig Finn- land, Þjóðveijar tækju ísland. Hættan var raunveruleg. Héðinn heimtaði, að kallaður yrði saman fundur í mið- stjóm Sósíalistaflokksins 2. desember. Þar lagði hann fram tillögu um að lýsa yfir samúð með finnsku þjóðinni. Sig- fús Sigurhjartarson var genginn í lið með kommúnistunum, sem höfðu tögl og hagldir í flokknum. Hann átti um þessar mundir í miklum Ijárhagserfið- leikum. Líklega hafa kommúnistamir hlaupið undir bagga með honum. Komið hefir í ljós í skjölum frá Moskvu, að þeir nutu mikilla styrkja. Samt hafa ekki birzt nærri því öll skjölin. Það kann líka að hafa setið í Sigfúsi, að nokkurt tal hafði verið um, að hann yrði formaður hins sameinaða flokks haustið 1938, þótt niðurstaðan yrði sú, að Héðinn tæki það að sér. Á miðstjómarfundinum bar Sigfús fram frávísunartillögu við tillögu Héðins. Hún var felld með sex atkvæðum gegn fimm og tillaga Héðins sam- þykkt með sama atkvæðamun. En kommúnistar höfðu meirihluta í flokksstjóminni, sem þessu næst var kölluð saman. Þar var frávísunartil- laga Sigfúsar samþykkt með 18 at- kvæðum gegn 12. Eftir það sögðu Héðinn Valdimarsson, Amór Sigur- jónsson, Þorsteinn Pjetursson og fleiri sig úr flokknum, sex miðstjómarmenn og margir aðrir flokksstjómarmenn. Sósíalistaflokkurinn hafði klofnað. Alþýðuflokkurinn gerir reginskyssu Eðlilegast hefði verið, að Héðinn Valdimarsson og við hinir, sem gátum ekki sætt okkur við afstöðu og starfs- aðferðir kommúnistanna, hefðum gengið í Alþýðuflokkinn. Líklega hef- ir Héðinn viljað það undir niðri. En hann var þykkjuþungur maður og skapstór og hefir ekki viljað fara bón- arveg að fyrri flokksbræðrum sínum, mönnum eins og Stefáni Jóhanni Stef- ánssyni, Guðmundi í. Guðmundssyni, Haraldi Guðmundssyni, Finni Jóns- syni og Emil Jónssyni, en um þau mál veit ég ekkert. Á þessum örlagaríku tímamótum gerðu þeir reginskyssu, að því er mér er sagt. Þeir gerðu sérstaka samþykkt um það, að þeir vildu að vísu þiggja fylgið frá honum, Héðins- mennina, en þeir vildu ekki Héðin sjálfan. Ég held, að Guðmundur í. Guðmundsson hafi ráðið meiru um þetta en formaðurinn, Stefán Jóhann. Síðar kynntist ég Stefáni Jóhanni vel. Hann var prýðismaður, hæglátur, vel skapi farinn, ljúfmannlegur í fram- komu og minnti um það á Ásgeir Ás- geirsson. Sænskir jafnaðarmenn skynsamari Sænskum jafnaðarmönnum fórst Guðmundur í. Guðmundsson. Benjamin kveðst telja að hann hafi ráðið mestu um að forysta Alþýðu- fiokksins hafnaði sáttum við Héðin. ólíkt skynsamlegar en flokksbræðrum þeirra hér á landi. Sænski flokkurinn hafði klofnað skömmu eftir fyrri heimsstyrjöld, stofnaður hafði verið kommúnistaflokkur. Forystumennimir voru Zeth Höglund og Fredrik Ström. Deilur urðu í kommúnistaflokknum 1924-1925, og þeir Höglund og Ström gerðust fráhverfir honum. Höglund kom að máli við sína fýrrverandi sam- heija og bað um að fá að ganga aftur í Jafnaðarmannaflokkinn. „Það kemur ekki til mála,“ sögðu forystumenn jafnaðarmanna. „Hvers vegna má ekki lofa honum að skýra mál sitt á fundi?“ sögðu vinir Höglunds. Hann fékk að koma á fund, hélt þrumandi ræðu. „Hvemig datt okkur í hug að neita að taka við þessum manni?“ sögðu menn sín í milli effir fundinn. Höglund var falin stjóm Stokkhólmsborgar. Fredrik Ström varð ritstjóri málgagns jafnað- armanna, Socialdemokraten. í sænska Jafnaðarmannaflokknum vom menn með fullu pólitísku viti. Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur Einhvem vettvang urðum við rót- tækir jafnaðarmenn að hafa. 28. febrú- ar 1940 héldum við fund í Alþýðuhús- inu við Hverfisgötu. Þar stofnuðum við Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur, en áður hafði starfað félag með þessu nafni. f 2. grein laga félagsins sagði: „Félagið starfar á lýðræðislegum, sósíalistískum grundvelli að hags- muna- og menningarmálum íslenzkrar þjóðar." Héðinn Valdimarsson var kjörinn formaður, en í stjóm með hon- um vom Ólafur H. Einarsson, sem var varaformaður, Petra Pétursdóttir, Am- ór Siguijónsson, Pétur G. Guðmunds- son, Kristófer Grímsson og ég. Við Amór og Pétur skipuðum líka sérstaka fræðslunefnd. Skrifstofa félagsins var í Hafnarstræti 21. Héðinn Valdimars- son réð yfir því húsnæði. Ólafur H. Einarsson var starfsmaður félagsins og ritstjóri Nýs lands, sem Jafnaðar- mannafélagið hóf útgáfu á eftir nokk- urt hlé strax viku síðar, 8. marz. Við gáfum út eitt eða tvö tölublöð af blaði, sem hét Rödd fólksins. Annars var fremur dauflegt yfir starfmu. Sjálfur var ég á Sauðárkróki allt sumarið 1940, eins og ég segi ffá hér á eftir. Héðinn gerir mistök í ársbyrjun 1941 urðu Héðni á af- drifarík mistök. í ársbyrjun 1940 höfðu verkamenn, sem fylgdu Al- þýðuflokknum og Sjálfstæðisflokkn- um að málum, tekið Dagsbrún úr höndum sósíalista, sem stóðu þá höll- um fæti vegna klofningsins í flokkn- um og atburðanna í stríðinu. Formað- ur og framkvæmdastjóri voru úr Al- þýðuflokknum, en flestir aðrir í stjóm frá félagi sjálfstæðisverkamanna, Óðni. Þessum mönnum tókst ekki bet- ur til en svo, að formaður og fram- kvæmdastjóri urðu uppvísir að sjóð- þurrð. Sjálfstæðisverkamennimir tóku þá við stjóm félagsins. Þegar leið að stjómarkjöri í Dagsbrún í janúar 1941, settist Héðinn Valdimarsson að samn- ingaborði við leiðtoga Sjálfstæðis- flokksins. Þeir sömdu um það, að Héðinsmenn og sjálfstæðisverkamenn byðu saman fram lista í Dagsbrún. Héðinn skyldi vera formaður félags- ins, en hvor hópurinn hafa jafnmarga fulltrúa í stjórn og trúnaðarráði, en óháðir oddamenn, sem báðir hópar treystu. 1 stjórnarkjörinu fékk listi Héðins og sjálfstæðisverkamannanna 832 atkvæði, listi Alþýðuflokksins 391 atkvæði og listi kommúnista 488 atkvæði. Sjálfstæðisflokkurinn höfuðóvinurinn Þessi leikur Héðins leit ekki vel út í augum okkar sósíalistanna. Við töld- um Sjálfstæðisflokkinn atvinnurek- endaflokk. Baráttan væri á milli vinnuveitenda og launþega, burgeisa og verkalýðs. Hugtakið sjálfstæðis- verkamaður væri rökleysa: Það væri maður, sem ynni gegn eigin hagsmun- um. Sjálfstæðisflokkurinn sat í stjóm með Framsóknarflokknum og Al- þýðuflokknum. Helzta markmið þeirr- ar stjómar virtist vera, þótti okkur, að halda aftur af kauphækkunum. Ég við- urkenni þó, að Héðinn átti ekki um marga kosti að velja. Alþýðuflokks- menn í fýrrverandi stjóm Dagsbrúnar höfðu orðið sekir um sjóðþurrð. Hann gat ekki starfað með þeim. Kommún- istar í Dagsbrún börðust gegn brezka hemámsliðinu. Sovétríkin og Þýzka- land vom enn bandamenn, griðasátt- málinn enn í gildi. Þetta var Itálfu ári áður en Hitler réðst inn í Rííssland. Tveir skólafélagar mínir frá Akureyri og Moskvu, Eggert Þorbjamarson og Hallgrímur Hallgrímsson, báðir þjálf- aðir í Lenín-skólanum, höfðu samið dreifibréf, þar sem þeir hvöttu brezka hermenn til uppreisnar gegn foringj- um sínum. Slflct var ekkert gamanmál á stríðstímum. Héðinn var eins og við hinir eindreginn andstæðingur Þjóð- verja í stríðinu. Hann vildi frekar vinna með Vesturveldunum. En hefði Héðinn ekki átt að bjóða fram eigin lista? Hvers vegna ekki flokk? Ég þagði um skoðun mína, vildi ekki baka Héðni vandræði. Honum var mikils virði að vera formaður síns gamla félags, Dagsbrúnar. Þetta var honum hjartans mál. Ég var kjörinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.