Alþýðublaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 m e n n i n c F Arfleifð Asgríms Ásgrímur Jónsson hefur að ósekju mátt þjást fyrir stöðu sína milli Jóns Stefánssonar og Jóhannesar Kjarval í þríeyki frumherjanna sem vanþakk- látasta og þröngsýnasta þjóð veraldar í listrænum efnum útnefndi í öndverðu sem heilaga þrenningu myndlistar sin- nar í anda einhæfrar frummyndar ffá ftalíu þar sem Leonardo trónaði mitt á meðal Michelangelos og Rafaels. Ljóskastarar listasögunnar bregða sjaldnast birtu á fleiri en þtjá í einu því ekki virðist mega ofreyna andann og minnið með of flóknum, sögulegum samböndum. En nú hefur Listasafn íslands ákveðið að efna til yfirlits á safni Ásgríms Jónssonar undir heitinu „Ljósbrigði" og er sýningin til þess fallin að rétta hlut hins elsta meðal þremenninganna, einkum í augum núlifandi kollega hans. Sjálfsagt mun meðfylgjandi sýningarskrá einnig stuðla að réttlátu endurmati á afrekum Ásgríms jafnvönduð að frágangi og rík af Ijósmyndum sem hún er. Vonandi að hún hleypi einnig nýju lífi í gerð slíkra fylgirita því ekki er vanþörf á góðum og gildum sýn- ingaskrám í þeirri eyðimörk upp- lýsingaþurrðar og þekkingarskorts sem hetjar á íslenska myndlist, gamla og nýja. Raunar er „Ljósbrigði" eins heppi- lega útfærð og hugsast getur með tilliti til þess að Asgrímur hefur legið í gröfinni í hartnær fjóra áratugi. Sýningin er hógvær í upplýsingu sinni og blessunarlega laus við allan glamr- andahátt. Það er ekki verið að slá lista- manninum upp eins og nýiri og ferskri uppgötvun, en þess háttar kynningar hafa því miður alltof oft tröllriðið íslandi sem og öðrum Vesturlöndum á undanfömum tveim áratugum í skug- ga taumlausrar gróðahyggju. Til dæmis hafa Cézanne, Titian, Vel- ázquez og Vermeer verið kynntir eins og nýjustu poppstjömur með alls kyns gerviuppgötvunum sem ekki eru í neinu samræmi við þróun lista í samtí- manum. Afleiðingin hefur orðið sú að ungt fólk gerist afhuga myndlist þegar það stendur frammi fyrir því ofmati og oftúlkun sem auglýsingafyrirtækin þyrla upp kringum klassískar risakynningar. Vissulega stórgræða söfnin en þau glata um leið dýrmætu trausti ungdómsins sem telur lista- heiminn fortapaðan í innantómu froðusnakki um löngu liðin afreks- verk. Yfirleitt er slíkt skrum hluti af afturhaldi þar sem reynt er að mikla fyrir okkur byltingar fortíðar í von um Menning & listir Halldór Björn Runólfsson listfræðingur skrifar að nýlegum eða ókomnum list- byltingum verði þar með drepið á dreif eða broddurinn að minnsta kosti tekinn úr þeim. Gott dæmi um þetta var oflofið sem kollega minn Robert Huges, gagnrýnandi Time, hlóð enska málarann Lucian Freud ekki alls fyrir löngu. Huges hikaði ekki við að telja Freud fremsta núlifandi málara heims. Slík yfirlýsing er síst til að auka veg jafnágæts málara og Freuds því enginn heilvita maður trúir á heimsmetagaspur þegar listir eru annars vegar. Sennilega hefur gagnrý- nandinn í klaufaskap sínum viljað auka veg Saatchis, auglýsingastjórans og saftiarans fræga, en fyrir skömmu lá hann undir ámæli fyrir að losa sig við obbann af frábæru, alþjóðlegu list- safni sínu um leið og hann stækkaði þjóðlegu deildina, meðal annars með kaupum á verkum eftir Lucian Freud. Mér kom einmitt í hug ofmat eins ágæts frístundamálara á Ásgrími á nýlegri sýningu Listasafns Islands á vatnslitamyndum meistarans. í ein- hverri öfgafullri hrifningarvímu vildi amatörinn endilega láta mig vita að Ásgrímur væri mesti vatnlitamálari sem uppi hefði verið. Þegar ég leyfði mér að draga það í efa hrökk upp úr honum: „Alltaf eruð þið eins þessir listffæðingar!" Hvorki Júlíana Gottskálksdóttir né aðrir aðstandendur sýningarinnar „Ljósbrigði" falla í þann post- módemíska auglýsingapytt að ofgera hinum látna brautryðjanda með því að hlaða of háan stall undir hann. Hins vegar er tínt til nægilega fjölskrúðugt samansafn af verkum til að búa honum verðuga undirstöðu án þess að stórum fullyrðingum sé veifað í upphengi ellegar á prenti. Hversu inngróinn og kauðskur sem sá háttur okkar er að forðast alltaf samantekt um menn og málefni hlýtur það að teljast meira en lítið lán í óláni hve áhorfendum er sýnt mikið traust með því móti. Engir rembihnútar em hnýt- tir og því stendur allt galopið til ályk- tana fyrir gesti sýningarinnar. Slíkur framsetningarmáti er eina haldreipi þjóðar sem sífellt er dæmd til að sauma að sér í menningarlegum efnum. Þó fer ekki hjá því að áherslumar raði sér sjálfar og opni þannig greiða leið að ákveðnum vendipunktum í ferli Ásgríms. Til dæmis má sjá myndröð úr Elliðaárvognum að vetrarlagi frá því um 1930 þar sem dauf skammdegisbirtan fellur á snævi þakið umhverfið. Hinum megin í saln- um andspænis vetrarmyndunum er gjörólík myndröð úr Húsafellsskógi frá fimmta áratugnum. Greinilega var mikið vatn mnnið til sjávar í mynd- rænum efnum á þeim rúmlega einum, til hálfs annars áratugar sem aðskilur myndraðimar. f eldri myndunum ska- ■ Þcitaigt, tólfta Ijóðabók Geirlaugs Magnússon- ar, komin út. „Offramleiðsla samkvæmt lögmál- um markaðarins," segir skáldið Feginn að ahugi á Ijóðum - segir Geirlaugur Magnússon skáld sem er smeykur við áhuga á Ijóðum því fólk gæti allt eins farið að ganga niður Laugaveginn kyrj- andi Ijóð. ,jíg er smeykur við áhuga og er feg- inn að áhugi fyrir ljóðum er lítill. Fjöldaáhugi er ekki takmark. Menn myndu kannski taka upp á því að láta hann í ljós með því að ganga kyijandi er lítill niður Laugaveginn,“ segir Geirlaugur Magnússon skáld en hann hefur nýver- ið sent frá sér ljóðabókina Þrítengt. Hann segir að sér skiljist að þetta sé sú tólfta í röðinni af ljóðabókum sínum. „Samkvæmt lögmálum markaðarins er þetta offramleiðsla.“ En hvemig komu þessi Ijóð í heim- inn? „Þessi ljóð fæddust eins og ljóð fæð- Hverflsgötu 20, gegnt Þjóðleikhúsinu FVPIS i BÍLAHÚSIIJ vfrslunabtimí) laugardóguwi! paði Ásgrímur heilsteyptan flöt með tempraðri áferð og samfelldu litavali. Birtan var honum meira virði en kraftur htarins. f Húsafellsmyndunum gætir hins vegar áhrifa frá abstraktlistinni, en almennt tók litaspjald íslendinga mikinn fjörkipp snemma á fimmta áratugnum eftir drunga kreppuáranna og formmótun varð almennt mun skarpari, óraunsærri, samþjappaðri og stílfærðari en á millistríðsárunum. Áhrifa „kúbísku" kynslóðarinnar, einkum Þorvaldar Skúlasonar og Snorra Arinbjarnar, fór að gæta í verkum Ásgríms svo um munaði. Þó verður trauðla metið hve miklum úrslitum árstíðabrigði og veðurátta réðu um litaval og huglægar áherslur í þessum gjörólíku syrpum Ásgríms. Þannig miðlar sýningin okkur breytilegum upplýsingum í sérhveiju viðfangsefni listamannsins. Þjóðsagnaminnin taka auðvitað mikið pláss, bæjamyndir, teikningar, vatnsli- tamyndir og rissbækur, sem og andl- itsmyndirnar, að meðtöldum sjálfs- myndum listamannsins. Allt ber valið vitni opnum hug, þrautseigju í endalausri glímu við túlkun íslenskrar náttúru - í þeim efnum var enga fyrirmynd að hafa þótt sjálfur ætti Ásgrímur eftir að vísa mörgum eftirkomendum veginh -'1 óg endursköpunarmátt. Það er þvf óhætt' að fullyrða að sýning og sýningarskrá skili opinni og ríkulegri mynd áf þes- sum fyrsta, íslenska listmálara sem helgaði sig alfarið köllun sinni. Manneskjan er hluti af umhverfinu án þess er hún engill eða púki og óhugsandi sem slík. Náttúran er ekki hryssingsleg hún er eins og manns- hugurinn, margbreytileg, segir Geirlaugur Magnússon skáld. ast. Af orði eða hugmyndum." Ekki sem óljós mynd eða tilfmning? „Fyrst og fremst af orði. Af orði ertu kominn, að orði muntu verða." Eru þetta myndir úr sálarlífinu ? „Sútin úr sálinni.“ En eru Ijóðin myndlist orðsins? „Orð skapa myndir en þau verða ekki til af fyrirfram hugmyndum eða hugmyndafræði. Franski málarinn Degas hitti einu sinni vin sem var skáld og kvartaði yfir því að honum gengi svo illa að yrkja þótt hann hefði nægar hugmyndir. Þá sagði skáldið við hann: Það eru ekki hugmyndimar sem skipta máli heldur orðin. Orðin eru efniviður- inn og útkoman og myndimar em þær sem birtast af orðunum." Eins og segir í einu Ijóðanna: „Öll orðin sem óðu út í kuldann / neituðu að vejja trefli um hálsinn / fara í ullar- sokka “ - En hvemig rata orðin á blað- ið? „Þetta er innblástur og vinna. Þau detta ekki niður fyrir framan mig eins og steindauðar ijúpur. Ég er sannur ís- lendingur og saífna lengi í sarpinn og vinn í skorpum. Ég vinn ekki eingöngu við þetta og þarf því að finna tíma frá daglegum störfúm og setjast niður. Þá á ég gjaman eitthvað krafl á blaði.“ Hvað verðurþér helst að yrkisejhi? ,J2igum við ekki að segja manneskj- an.“ I hryssingslegu umhverfi sínu? „Manneskjan er hluti af umhverfinu án þess er hún engill eða púki og óhugsandi sem slík. Náttúran er ekki hryssingsleg hún er eins og mannshug- urinn, margbreytileg." Og þú yrkir ekki um engla eða púka? ,J9ei, ekki beinlínis, ég er of ókunn- ugur þeim.“ En þú yrkir mjög hlýlega um geim- veru sem er komin heim að Ui'a dalinn sinn. Ertu kunnugur geitnverum? „Ekki sérstaklega en þetta er ósköp mannleg geimvera sem ég er að yrkja um.“ En svo er líka að finna þýðingar á Pierre Reverdy íbókinni? „Bókin skiptist í þrennt. Annars veg- ar em myndir af því sem fyrir augu ber og innri ljóð. Svo eru þýðingar sem hafa verið til í nokkur ár, sumum þeirra hef ég hnoðað saman upp á nýtt. En að þýða er að svíkja eins og segir. Þýðing- ar verða aldrei nema málamiðlun." Áttu þér eitthvað uppáhalds við- fangsefni? ,Já, mér skilst að ég yrki mikið um fugla. Fuglinn táknar flug og vængi. kannski öfunda ég fuglana á því að geta flogið." Draumvísi í draumi sínum opnar ótölulegar kínverskar öskjur Eina af annarri fagurskreyttar og hjartað slær ótt og títt því óttast að innst í einni leynist ofurlítil vala og innst í völunni örsmátt kom og innst í kominu stækkuð mynd af veröldinni

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.