Alþýðublaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o d a n Einkunn: Dagur-Tíminn 2,5, DV 3,0, Mogginn 4,5 og Björn Bjarnason? í nýútkomnu tölublaði Tölvu- heims er að tinna pistil eftir Asgeir Friðgeirsson, ritstjóra Iceland Review, sem kannar heimasíður fjölmiðla fyrir tímaritið. í þetta sinn er það heimasíða Dags-Tímans sem fær 2,5 í einkunn af 10 mögulegum. Við skulum skyggnast í þennan heim með Asgeiri: Önnur sjónarmið Netlíf er netvinna Það er ekki til neins að halda úti vef á Netinu ef honum er ekki haldið við. Til hvers er netblað sem kemur á skrifstofu manns á pappír samdægurs en fjórum dögum síðar á háhraðaneti tölvusamskipta? Til hvers er netblað, sem er af meiði þeirrar tækni sem flýta á fyrir manni, ef maður þarf að vaffa inn á allar greinar og lesa langt inn í þær til að komast að því að mað- ur hefur ekki áhuga á umfjöllunarefn- inu? Lifandi vefur er það sem netveijar hafa áhuga á og hann kallar á vinnu. Ef aðstandendur Dags-Tímans eru ekki reiðubúnir til að vinna þá vinnu þá tel ég betra heima setið en af stað farið. Þessi vefur er ókláraður - hann er ekki fokheldur. Vefbyggingin er hins vegar góð og því gæti hann orðið góður. Stóri kosturinn við hann er að hann er ókeypis og því mætti ásaka mig um vanþakklæti. Gagnrýni mín er ekki af þeirri rót runnin. Skoðun mín er sú að þessi vefur sé Degi-Tímanum ekki til framdráttar á meðan hann er eins ólujlkominn og hann er. N{H@&tiér.£húga að-á síðasta ári gaf undirritaður Morgunblaðinu (htt://www.centrum.is/mbl/) 5,5 í ein- kunn og DV (htt://www.skyrr.is/dv/) 4,0. Vegna þess hversu lítið þeir hafa þróast á þeim tíma sem liðinn er lækk- aði ég þau blöð um einn heilan ef ég ætti þess kost að gefa þeim einkunn nú. Símastaurar syngja Fyrst Álþýðublaðið er komið í þennan Net-ham er rétt að kíkja á eina vönduðustu heimasíðuna sem býðst: Heimasíða Björns Bjarna- sonar menntamálaráðherra. Þar eru nýjustu skilaboðin þessi: Eftir mótmælin 15. nóvember sló Morgunblaðið því upp, að barátta námsmanna væri að hefjast. Veit ég ekki, hvað býr þar að baki, því að námsmenn hafa ekki beint öðru en al- mennum áskorunum til mín og kröf- um um auknar fjárveitingar. Eg hef lýst mig fúsan til viðræðna við þá, sótt fund Félags framhaldsskólanema í Hvalfirði 11. október, tekið þátt í sjón- varpsumræðum í Kvennaskólanum fyrir Óið, tekið á móti nemendum frá Laugum og Hötn í Homafirði. Barátta getur vissulega verið markmið í sjálfu sér til að styrkja innviði sína og skapa sér stöðu út á við. Ég átta mig ekki á því, hvort barátta námsmanna er af þessari rót eða hvort þeir em að safna liði til að koma öflugri til viðræðna um ákveðin málefni. I stuttu máli er ég til þess búinn að ræða við námsmenn um sjónarmið þeirra. Ég geri auðvitað alls ekki kröfu um, að þeir samþykki allt, sem ég tel skynsamlegt, og þeir geta ekki ætlast til þess, að ég samþykki allt, sem þeir vilja. Krafan um svonefndar samtíma- greiðslur er til dæmis orðin svo loðin, að erfitt er að átta sig á því, hvað í henni felst. Svavar Gestsson kynnti að minnsta kosti tvær útgáfur hennar í vikunni, eina á Alþingi 12. nóvember og aðra í útvarpsviðræðum við mig á Bylgjunni síðdegis 14. nóvember. Síð- an ragla menn saman námsffamvindu- kröfum skóla og reglum LÍN. Við breytum ekki námskröfum með því að breyta lögunum um LIN. Eins og þeir sjá, sem fylgjast með umræðum um samstarf vinstri flokk- anna, er þar hópur ungs fólks að ræða um nýjar leiðir. Menntamálin era við- fangsefni, sem auðvelt er að sameinast um á pólitískmn vettvangi, sérstaklega ef menn bera ekki mikla ábyrgð. Kannski á að skoða hræringar meðal námsmanna í þessu ljósi, þar séu ein- hveijir, sem vilji ná flokkspólitískum árangri með styrk námsmanna að vopni. Raunar varð sjónvarpsfrétt af Svavari Gestssyni á útifundi náms- manna á Akureyri 15. nóvember, þar sem hann hafði í heitingum við mig, til að ég rifjaði upp ljóðlínur Tómasar Guðmundssonar: og jafnvel gamlir símastaurar syngja í sólskininu og verða grœnir aftur. hinumegin "FarSide” eftir Gary Larson Senn líður að því að Dags- Ijóssstjarnan Logi Berg- mann Eiðsson taki við stöðu sinni á fréttastofu Sjónvarps og þarf því ritstýran Svanhildur Konráðsdóttir að finna ein- hvern til að hlaupa í skarðið. Al- menntertalið að Logi hafi staðið sig eins og hetja í Dagsljósi - miðað við aðstæður. Ekki fer á milli mála, eins og þeir vita sem hafa fylgst með þáttunum, að Logi hefur búið við ofríki kvenna. í það minnsta hafa þær Svan- hildur og Kolfinna Baldvins- dóttir verið sparar á lofið við Loga þegar hann lætur sig hafa það að setja sig í hlutverk tang- ódansara, leikara, dragdrottn- inga og svo framvegis. Nú velta menn því fyrir sér hvernig Loga gangi að setja sig í alvarlegri stellingar á fréttastofunni og hvort djörf efnistök hans í dæg- urmálunum dragi úrtrúverðug- leik hans sem fréttahauks... Félaga í nýstofnuðu Jafnaðar- mannafélagi Hafnarfjarðar er farið að lengja eftir aðalfundi fulltrúaráðs alþýðuflokksfélag- anna þar í bæ. Fyrirhugað var að hann færi fram í síðasta mánuði en eitthvað hefur dregist að boða til hans. Þá þarf að taka umsókn nýja félagsins í ráðið til (jmfjöllunnar og í kjölfarið er fyr- irsjáanleg veruleg aukning í ráð- inu. Að baki hverjum fulltrúa í fulltrúaráði eru 15félagar. For- kólfar Jafnaðarmannafélagsins fullyrða að félagaskráin telji hátt í 300 manns sem þýðir að þeir eiga rétt á 20 fulltrúum í fulltrúa- ráð... Þeir rithöfundar sem hafa komið bókum sínum í gegn- um prentsmiðjurnar eru tíðir gestir í bókabúðum þar sem þeir gjóa augum á borðin þar sem jólabækurnar liggja. Það mun vera nokkur titringur þeirra á meðal vegna þess að staflinn með bók Ólafs Jóhanns Ólafs- sonar Lávarður heims gengur hratt niður og virðist sama þó á sé bætt. Samkvæmt því er óhætt að fullyrða að Ólafur Jóhann verður meðal söluhæstu höf- unda þessararvertíðar... Fyrirferð Gunnars Smára Eg- ilssonar fyrrum ritstjóra ætlar að verða með meira móti nú fyr- ir jólin. Ekki aðeins verður hann með tvær bækur í jólabókaflóð- inu, Málsvöm mannorðsmorð- ingja og Bessastaðabækumar heldur ætlar hann að standa fyrir útgáfu menningartímaritsins Ejolnis en það er samstarfsverk- efni útgáfufyrirtækjanna Dægra- dvalar, Bjarts og Smekkleysu. Þar er ætlunin að skjóta fótum undir menningarvita þeirrar kyn- slóðar sem hann tilheyrir en þeir hafa átt í nokkurri tilvistarkreppu að viti Gunnars Smára. Auk þess hefst bók Ólafs Gunnarssonar Blóðakur á orðunum: „Ég var rit- stjóri Helgarpressunnar og var rekinn." í Ijósi þessa telja menn augljóst að fyrirmynd aðalper- sónunnar sé enginn annar en irtæki sem runnið er undan rót- um SÍS gamla. Fram kom þó i máli kaupfélgasstjórans Gísla Jónatanssonar að einhverjir fyr- irvarar kynnu að vera á og nú munu þeir vera komnir í Ijós. Siðast þegarfréttist lá skipið bundið við bryggju í Reykjavíkur- höfn. Afríski viðskiptabanki kaupandans mun ekki enn vera búinn að gefa grænt Ijós á samn- inginn. Þetta ku vera talsvert ta- bú hjá Framsóknarmönnum á Fáskrúðsfirði enda var með þessari ráðstöfun afkomunni kippt undan þó nokkrum fjöl- skyldum á staðnum, í bili að minnsta kosti... „Það hlýtur að vera eitthvað kusk á tenginu... Juðaðu þessu aðeins til." Sigurður Már Jóhannes- son nemi: Hún er 150 ára. Jónas Hallgrímsson fram- kvæmdastjóri: Hún átti hundrað ára afmæli um dag- inn. Magnús Sigþórsson nuddari: Ég hef ekki hug- mynd um það. Guðrún Eggertsdóttir djáknanemi: Hún er tvö- hundruð ára. Ég ætti að vita það. Ég var í starfsnámi þar um daginn. Baldvin Þór Bergsson nemi: Hún var vígð 1796, en tekin í notkun í þessari mynd árið 1848. JÓN ÓSKAR e n n En eins og venjulega eru engir peningar eða fríðindi eftir þegar sá lýður veður uppi með kröfu- gerð, og góðærið allt um garð gengið þegar kemur að almenn- um kjarasamningum. Oddur Ólafsson spáir í komandi kjarasamn- inga. DT í gær. 0g ennþá eru femínistar að troða dúkkudóti uppá litla stráka í þeirri von að þeir breytist í stelpur, eða öðlist í það minnsta betri skilning á kvenþjóðinni. Friðrik Erlingsson virðist eiga undir högg að sækja og stendur aleinn í orðaskaki við alla kvenpistlahöfunda DT. Mannvinur er hann Friðrik. Lóa Aldísardóttir um Friðrik Erlingsson í DT í gær. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að þessu leyti lengi verið á undan sinni samtíð. Hann er fyrst og fremst kosningabandalag um völd. Málefni hans eru óljós, enda eru innan flokksins deildar meiningar um flest það, sem máli skiptir. Hann er fyrirmynd Bifrastarsamtakanna. Jónas Kristjánsson rýnir í hið pólitíska landslag. DV í gær. Ef satt reynist fellur atvinnu- leysi undir „letifaraldur" eða farsótt sem gengur yfir þjóðfélög- in í bylgjum. Ólafur Ólafsson landlæknir veltir fyrir sér skilgreiningu leiðandi manna á atvinnuleysi og segir heilbrigisstéttirnar standa ráðþrota gagnvart þessum vágesti. Z er hugrökk bók, umfram allt hugrökk bók. Þröstur Helgason um nýja bók Vigdísar Grímsdóttur í Mogganum í gær. Sóknarkonur dansa ekki naktar. Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaöur Sóknar í DT í gær. Það er engum greiði gerður með svona innantómu blaðri. Fjölmiðlagagnrýnandi DT um bókmennta- gagnrýnendur HP og Moggans. Hver á að gagnrýna fjölmiðlagagnrýnandann? smáa letrið Bestu verstu kántrílagatitlamir - If You Leave Me, Can I Come Too? - Mama Get The Hammer (There’s A Fly On Papa’s Head) - My Head Hurts, My Feet Súnk. And I Don’t Love Jesus - Oh, I've Got Hair Oil On My Ears And My Glasses Are Slipping Down, But Baby I Can See Through You - Pardon Me, I’ve Got Someone To Kill - She Got The Gold Mine And I Got The Shaft; She Got The Ring And I Got The Finger - She Made Toothpicks Out Of The Timber Of My Heart - She’s Got Freckles On Her, But She’s Pretty - Thank God And Greyhound She's Gone - They May Put Me In Prison, But They Can’t Stop My Face From Breakin' Out - Velcro Anns, Teflon Heart - When You Lcave Walk Out Backwards, So I’ll Think You’re Walking In - You Can’t Roller Skate In A Buffalo Herd ^ - You’re The Reason Our Kids Are So Ugly Af Internetinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.