Alþýðublaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 a ■ Hrafn Jökulsson ræðir við Ólaf Jóhann Ólafsson rithöfund og kaupsýslumann um nýja skáldsögu, viðskipti og hugvit, álver og pólitík, peninga og framhaldslíf k a p a v e * - í skáldskap og viðskiptum að hann hasli sér völl í viðskiptum á ís- landi? Það telur hann ólíklegt, en hefur meiri áhuga á möguleika íslendinga á al- þjóðlegum mörkuðum. „Ég hef aldrei velt því fyrir mér að fara út í viðskipti á íslandi, og þekki markaðinn hérna heima mjög lítið. Stundum koma til mín íslendingar sem eru að reyna fyrir sér vestra, og þá greiði ég götu þeirra eftir mætti,“ segir Ólafur og gerir að umtalsefni sóknarfæri íslendinga á sviði tölvutækni og hugbúnaðarframleiðslu. „Ég efast um, að það sem þjóðin þurfi sé nýtt álver. Mér finnst álver ekki beinlínis smella inn í það sem við þurfum hérna heima. Það nýtir kannski einhver fallvötn, en mikilvægara er að nýta það sem býr hérna„ - hann bankar í ennið. „Ég er ekki sérfræðingur í málinu, en mér virðist það bera keim af einhverjum ný- lenduhugsunarhætti að einblína á lausnir einsog álver. Þetta er ekki framtíðin. Hún liggur í allt öðru. Byltingin sem orðið hefur í Bandaríkjunum á sviði margmiðlunar, tölvutækni, Internetsins - er ekki búið að finna almennilegt íslenskt orð yfir það? - fór af stað af því þar hafa lítil fyrirtæki að- gang að áhættufjármagni. f staðinn fyrir að henda peningum í brotajárn væri nær að gera eitthvað svipað hérna heima. Líttu á fyrirtæki einsog Marel og Oz, þau eru dæmi um hvað er hægt að gera. Það skiptir engu máli núorðið hvar þú ert í heiminum. Fyrir- tækin sem ég er í núna eru dreifð um allt: Eitt er í Boston, annað í Utah hjá mormón- unum, þriðja í Liverpool á Englandi... Þegar maður er að ákveða hvort maður setur pen- inga í nýtt fyrirtæki er fyrsta spurningin: Hefur það aðgang að fólki með menntun á þessu sviði? Síðan kannar maður hversu margir útskrifast með tiltekna menntun úr háskólum á svæðinu, og þá hvort mörg fyrir- tæki eru að keppa um þennan mannskap. A íslandi er enginn skortur á hæfu mennta- fólki, en það skortir tækifæri... Strákarnir í Oz standa framarlega í heiminum á sumum sviðum, og það er ekki síst mikilvægt að þeir starfa á íslandi. Þeir eru með gott starfslið og það eru ekki þrjátíu fyrirtæki að keppa við þá um hæfasta fólkið. Mikilvæg- ustu eignir fyrirtækja í þessum bransa labba heim til sín á kvöldin - starfsfólkið. Vöxtur- inn í efnahagslífi Bandaríkjanna síðustu ár, sem réði úrslitum um sigur Clintons um daginn, kom til vegna þessa iðnaðar sem byggir eingöngu á fólki og hugviti. Það eru ekki bílaverksmiðjur, stálsmiðjur eða olíu- fyrirtæki sem lögðu grunninn að batanum, heldur hugbúnaðarfyrirtækin. Þar er allur hagvöxturinn í Bandaríkjunum. Sama er uppá teningnum þegar litið er á hlutabréfa- markaðinn." Margs vísari blaðamaður spyr hvort Ólaf- ur ætti ekki að skella sér út í pólitík. Hann skellihlær. „Ég held að ég yrði ekki mikill pólitíkus! í stórfyrirtækjunum eru margir og harðsnún- ir flokkar. Ég hef alltaf haldið mig utan við slíka flokkadrætti, og ekki fundist eftirsókn- arvert að taka þátt í þeim leik.“ Vöxturinn í efnahagslífi Bandaríkjanna síðustu ár, kom til vegna iðnaðar sem byggir eingöngu á fólki og hugviti. Gegnum glerhurðina í stofunni sé ég blaðamann og ljósmyndara Morgunblaðsins tvfstíga á ganginum. Pétur Már er hinn alúð- legasti að spjalla við þau, einsog verseraður forsetaritari. Ég spyr um staðhæfingu í formála skáld- sögunnar. Þar segir: Þeir sem hafa legið andvaka um nœtur og óttasl um líf sitt vita að ritverk koma að litlu haldi þegar á reyn- ir. Starf þeirra sem fást við skriftir verður sífellt tilgangsminna og Ktilfjörlega... Með leyfi: Hver skrifaði þessi orð - Ólaf- ur Jóhann Ólafsson eða Tómas Tómasson? „Mig langaði að skrifa formálann þannig að fólk spyrði þessarar spurningar: Hver tal- ar hér? Hver hefur þessar skoðanir? Mig langaði að koma róti á huga lesenda. Fá þá til að spyrja: Til hvers í fjandanum er mað- urinn að skrifa þessa bók?“ Þegar Ólafur Jóhann drepur niður fæti á íslahdi virðist hver stund þaulskipulögð, líkt og hjá'erléndum fyrirmönnum í opinberri heimsóícfi. Pétur Már, útgáfustjóri Vöku- Helgafells, sér um að raða niður viðtölum fjöímiðla: við ákveðum stefnumót Alþýðu- blaðsins og Ólafs Jóhanns klukkan tólf þrjá- tíu á fimmtudegi. Rithöfundurinn tekur á móti mér í glæsilegri íbúð við Freyjugötu; Dagur-Tíminn er nýfarinn af vettvangi og þegar samtalinu lýkur bíða blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins. í stofunni rek ég strax augun í frægt mál- verk Nínu Sæmundsson af Steini, og stend sjálfan mig að því að hrósa Ólafi í huganum fyrir að ráðstafa ekki öllu ríkidæmi sínu á Wall Street. „Ég held að Nína sé besti portr- ett-málari íslendinga, það er einsog hún sjái inn í kvikuna á fólki,“ segir Ólafur. Það er sorg í málverkinu. „Við Steinn vorum her- bergisfélagar í mörg ár,“ segir Ólafur Jó- hann. Ég man ekki betur en Steinn hafi dáið tveimur árum áður en Ólafur fæddist, og lyfti brúnum í spurn. Það kemur uppúr dúm- um að foreldrar Ólafs áttu málverkið, en mó^ur hans var reyndar ekkert um fyrir- myndina gefjð, Við sptjumst niður með kaffi sem kólnar ósnert.n?ssta klukkutímann: Ólafur hefur lag á að halda athygli manns, hvort sem er í eig- in persónu eða skáldskap sínum. Við tölum um nýju skáldsöguna. Lávarð- ur heims: Aðalpersónan, Tómas Tómasson, er íslendingur sem býr í Bandaríkjunum og kemst óvænt í mikil efni. Hann ávaxtar sinn dollar á verðbréfaþingum og verður ríkari og ríkari. Jafnframt fæst hann við skáldskap og verður heimsfrægur á íslandi... Hljómar kunnuglega? En auðæfin færa Tómasi tak- markaða.gleði, og þegar þessi lesandi klár- aði bókina kom ritningargrein upp í hugann, aldrei þessu vant: Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn, ef hann fyrirgjörir sálu sinni? „Já, ég get alveg skrifað undir þessa túlk- un,“ segir Ólafur Jóhann, „þó ég sé ansi slakur í að túlka eigið krot. Það sem mig langaði að gera í þessari sögu var að fleygja Tómasi útá skautasvell, kippa fótunum und- an honum - og sjá hvað gerðist. Hvort hann myndi spjara sig eða ekki. í leiðinni langaði mig einfaldlega að segja sögu, og ég hafði gaman af því. Ég var ekkert óskaplega þung- búinn á svip þegar ég skrifaði þessa bók. Þótt ég leiði Tómas í ýmsar villur, vona ég að lesendur geti stundum glott út í annað að minnsta kosti." Alveg áreiðanlega. En ein af kveikjum bókarinnar var reyndar útvarpsviðtal við sál- fræðing, sem Ólafur Jóhann heyrði í jólafríi á íslandi. Sálfræðingurinn upplýsti að áhyggjur af skuldum væru í 90 prósentum tilvika ástæða fyrir þunglyndi íslenskra karl- manna. Tómas Tómasson vinnur í happ- drætti. „Ég hugleiddi lengi hvort það væri of klisjukennt, of ódýr lausn. En ég ákvað samt að láta slag standa, enda er allur heimurinn að reyna að vinna í happdrætti. Ég geri það Mig langaði að koma róti á huga lesenda. Fá þá til að spyrja: Til hvers í fjandanum er maðurinn að skrifa þessa bók? samt ekki að þungamiðju sögunnar, heldur er vinningurinn höggið sem kippir fótunum undan söguhetjunni." Lávarður heims hefur verið í smíðum í nokkur ár og síðasta bók Ólafs, Sniglaveisl- an, varð til á þeim tíma. Kostuleg aðalper- sóna Sniglaveislunnar, grallarinn og mat- hákurinn Gils Thordersen, stingur einmitt upp kollinum í nýju bókinni. „Ég stóðst ekki mátið að hleypa honum að,“ segir Ólafur einsog hann sé að tala um nákominn en dá- lítið bilaðan ættingja. „Hann þjónar sínum tilgangi. Hann veit það sem aðrir vita ekki.“ Eftir að Tómas Tómasson dettur á bólakaf í lukkupottinn kynnist hann samfélagi hinna ríku í Bandaríkjunum. Lýsingar Ólafs Jó- hanns á því eru afdráttarlausar: Yfirborðs- mennska, snobb, innihaldsleysi. Er það svona sem þessi heimur kemur Ólafi Jó- hanni sjálfum fyrir sjónir? Ég efast um, að það sem þjóðin þurfi sé nýtt álver. Mér finnst álver ekki beinlínis smella inn í það sem við þurfum hérna heima. „Ég get ekki annað en játað því. Við get- um orðað það svo, að ég hafi haft aðgang að þessum heimi, og að mér hafi stundum borið skylda til að koma fram í honum - um leið og ég hef forðast hann eftir megni. í þessu bisnissharki hefur mér ávallt fundist þessi yfirborðsheimur mesta plága. En ég þekki hann helstil vel og sumum finnst óskaplega gaman að þvælast í honum.“ Nú langar blaðamann að fá eitt á hreint. Miklar sögur hafa gengið í mörg ár um vel- gengni og ríkidæmi Ólafs Jóhanns. Nú skrif- ar hann bók sem í fljótu bragði virðist stefnt gegn þeirri kenningu að peningar skipti tals- verðu máli í lífinu. Hvað eru peningar mikil- vægir í huga Ólafs? „Það væri hroki og tilgerð að halda því fram að peningar skipti engu máli. Fólk þarf að borða og það þarf þak yfir höfuðið, og svo framvegis. Sjálfur hef ég aldrei gert neitt eingöngu til að eignast peninga. Hins- vegar geta peningar skapað manni ákveðið frjálsræði, svo maður geti gert það sem maður vill - innan gæsalappa - og sé ekki uppá aðra kominn. Það er eftirsóknarvert, en ég hef engan áhuga á peningum peninganna vegna. Ég á ákaflega bágt með að þola hroka í mönnum sem halda að peningar geri þá merkilegri en annað fólk.“ En rnaður sem hefur ekki meiri áhuga en þetta á peningum - afhverju snýr hann sér ekki alfarið að ritstörfum, sérstaklega í ljósi þess að hann hefur efni á því? „Ég get ekki neitað því, að það er ákveð- inn hluti viðskipta sem ég hef gaman af. Ég var orðinn hundleiður á því sem ég var að gera hjá Sony og ákvað að hætta: ég var orð- inn þræll og hafði ekki tíma í eitt eða neitt. Þetta var brjálæði. Reyndar ætlaði ég aldrei út í viðskipti og ef einhver hefði haldið því fram við mig fyrir tíu, ellefu árum hefði ég hlegið að viðkomandi. En staðreyndin er sú, að mér þykir gaman að byggja upp fyrirtæki, en ég hef engan áhuga á að reka þau. Það er gefandi að skapa fyrirtæki frá grunni og fá klárt fólk með sér. Ég hef verið að vinna í því sem kallað er gagnvirk margmiðlun, og get þessvegna ekki einasta tekið þátt í að byggja upp ný fyrirtæki, heldur ný svið, nýj- an iðnað. Þetta er ákveðin fíkn. Þegar ég hætti hjá Sony ákvað ég að gera hlutina eftir mínu höfði: Taka ekki þátt í neinum dagleg- um rekstri, verja ekki nema helmingi af tíma mínum í viðskipti, og þá í að byggja upp og búa eitthvað nýtt til. Ég hef miklu meiri tíma til ráðstöfunar núna, en ég held ekki að það myndi henta mér að vera öllum stundum við skriftir." Sköpunarþörfin sem Ólafur Jóhann lýsir þegar hann talar um að byggja upp fyrirtæki - á hún kannski eitthvað skylt við skáld- skap? „Það er mikið til í því. Maður byrjar með hugmynd og einhverja sýn á hvemig eigi að hrinda henni í framkvæmd. Þetta er ekki ósvipað því að skrifa skáldsögu: búa til heim og persónur. Og þegar bókin er búin er framhaldslífið hjá lesendum. Svipað er þetta með fyrirtæki, þau fara að lúta eigin lögmál- um þegar þau eru komin með mörgþúsund starfsmenn." Þegar hér er komið sögu flytur Ólafur greinargóðan fyrirlestur um rekstur stórfyr- irtækja í Bandaríkjunum. Tíðindamann Al- þýðublaðsins á íslandi hlýtur að sundla. Ég skipti um umræðuefni: Kemur ekki til greina

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.