Alþýðublaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r F Guðspjallamaðurinn Ottar Óttar Guðmundsson: Kvennamaður deyr Iðunn 1996 Ekki veit ég hvað Óttar Guðmunds- son geðlæknir segir sjúklingum sem þessa daga álpast til að spyrja hann um tilgang lífsins. Kannski vísar hann þeim einfaldlega á fyrstu skáldsögu Óttars Guðmundssonar rithöfundar; bók sem er hvorki meira né minna en „biblía karlmanna á Islandi í dag“ samkvæmt ummælum konu nokkurrar í blaðaauglýsingu. Bækur Hrafn [= * r Jökulsson í. m skrifar Óneitanlega heyrir til tíðinda þegar ný biblía kemur á markað, eins þótt hún sé í formi „djarffar og áræðinnar" skáldsögu, svo aítur sé vitnað til aug- lýsingarinnar. Og hver er svo boð- skapur hins nýja guðspjallamanns? Byrjum á innihaldi sögunnar. Þar er meðal annars fjallað um eftirfarandi: Umsátrið um Stalíngrad, sjálfsfróun, Che Guevara, gluggagægjur, Víet- namstríð, sveindómsmissi (næstum því), Sigurð Breiðfjörð, sjálfsfróun, yfirborðsmennslcu íslenskrar bók- menntaelítu, sveindómsmissi, kynlíf, SS-sveitir Hitlers, pedófflíu, mislukk- uð hjónabönd, sjálfsfróun, gríska goðafræði, 68-kynslóðina, áhrif sjálfs- fróunar á skáldskap H.C. Andersens, samkynhneigð, yfirborðsmennsku ís- lenskrar bókmenntaelítu, dauðann, sjálfsfróun, yfirborðsmennsku ísl... Margur fyrstu bókar höfundurinn hefur (agt af stað með minna. Kvennamaður deyr fjallar um rit- höfundinn Kára Sólberg og konumar í lífi hans. Aðrar persónur koma vart Frásagnaraöferö höfundar bætir ekki úr skák. Mestan- part er um að ræða upptalningu á atvikum og órum, svo úr verður einkenniieg tegund skýrslu þarsem er vaðið úr einu í annað - eða öllu heldur af einni á aðra. við sögu, ef undan er skilinn fláráður páfi íslenskra bókmennta sem ræður örlögum skálda milli þess sem hann kokkálar Kára. Burðarásar sögunnar eru annarsveg- ar uppgjör höfundar við 68- kynslóð- ina, hinsvegar fjölskrúðug bersöglis- mál um kynlíf. Þetta er kryddað með áðumefndum SS-sveitum, dauðum ís- lenskum skáldum og öðrum áður kunnum áhugamálum bókarhöfundar. Byijum á 68-kynslóðinni. Óttar til- heyrir þessari kynslóð og þekkir sitt heimafólk. Ef sagnaritarar framtíðar- innar hafa ekki við aðrar heimildir að styðjast en biblíu Óttars Guðmunds- sonar, er hætt við að 68-kynslóðarinn- ar verði einungis minnst fyrir innan- tómt gasprið og hræsnina sem höfund- ur málar sterkum litum. í sögunni veitist kempum 68-kynslóðarinnar furðu létt að rýja sig hverri tutlu hug- sjóna, sem fáeinum köflum (eða ár- um) áður virtust heilagar og ósnertan- legar. Þá er það sexið. Lesendur fá ná- kvæma skýrslu yfir kynh'fssögu Kára Sólbergs, allar götur frá því að fyrstu órarnir vakna í unglingshöfði hans þangað til hann eigrar miðaldra um klámbúllur Kaupmannahafnar að spyija eftir ljósmyndum af unglingum. Þeim áratugum sem h'ða milli þessara atburða er vitanlega ekki kastað á glæ, enda er riðið eða rúnkað á nálega hverri síðu. Með þetta í huga getur það varla talist frumleg niðurstaða rit- dómara að söguhetjan sé einkum rekin áfram af kynhvötinni. Söguhetjan, já. Kári Sólberg rithöf- undur er miðaldra maður í tilvistar- kreppu: Ódysseifur á endalausri ferð um ólgusjói ástarlífsins, sviptur von um að komast nokkru sinni í lygna höfn Penelópu. I guðanna bænum ekki halda að undirritaður sé svona há- fleygur - Óttar Guðmundsson og Kári Sólberg eru sí og æ að blanda Ódys- seifi gamla í þetta vandræðalega mál. Það verður reyndar að teljast nokk- ur ljóður á ráði Kára Sólberg hvað hann vekur lítinn áhuga, enda er hann óttalegt dauðyfli. Frásagnaraðferð höf- undar bætir ekki úr skák. Mestanpart er um að ræða upptalningu á atvikum og órum, svo úr verður einkennileg tegund skýrslu þarsem er vaðið úr einu í annað - eða öllu heldur af einni á aðra. En þessi saga kviknar einfald- lega aldrei til lífsins, þrátt fyrir næst- um örvæntingarfullar tilraunir höfund- ar til að láta svita og sæði drjúpa af hverri síðu. Af biblíu að vera er þetta afskaplega náttúrulaus skáldskapur. egar Alþingi kemur saman má búast við harðri snerru millum stjórnarflokkanna um Lána- sjóðsmálið, nema samn- ingar hafi áður tekist bak- við tjöldin. Segja má að þing Framsóknar hafi stillt Birni Bjarnasyni uppvið vegg í málinu, enda var fyrri stefna flokksins árétt- uð á afdráttarlausan hátt. Björn hefur þráast við, en þingmenn Framsókn vilja hinsvegar ekki sitja uppi sem ómerkingar viku eftir flokksþing. Því er almennt búist við að rpenntamála- ráðherra verði rúllað upp - pent og snyrtilega... Nú keppast framleiðend- ur og popparar við að vekja athygli á nýjum disk- um sínum. Fylgifiskar nýrra diska eru útgáfutónleikar. Einsog gengur falla sumir, aðrir lifa. Alþýðublaðiö heyrði ótrúlega sögu af tveimur gamalreyndum jöxlum sem ætluðu að halda útgáfutónleika í Ró- senbergkjallaranum síðast- liðinn fimmtudag en þurftu að lúta í duftið vegna slæ- legrar mætingar. Þær fáu hræður sem höfðu keypt sér miða fengu endurgreitt og tónleikunum var aflýst. Þarna voru á ferðinni engir aðrir en þeir Magnús Ei- ríksson og KK sem ætl- uðu að fagna nýjum diski sínum sem heitir Ómiss- andi fólk og öðlast nafn- giftin nú dýpri merkingu... Bókmenntasagan var endurrituð með óvænt- um hætti í Lesbók Morgun- blaðsins á laugardag. Þar skrifaði Þórður Hetgason skáld og bókmenntakenn- ari rabb um hleypidóma og viðteknar skoðanir í aug- lýsingasamfélagi. Hann vitnaði meðal annars í eina kunnustu skáldsögu heims- bókmenntanna og sagði: „í Hamskiptunum eftir Al- bert Camus lesum við um Gregor Samsa sem varð fyrir því óláni að breytast í bjöllu..." Ekki vitum við hvað Franz Kafka fyndist um þetta - eflaust væri hann guðslifandi feginn að losna við skáldfrægðina, sem hann aldrei vildi sjá... Einsog kunnugt er voru sex sveitarfélög sam- einuð undir einn hatt ísa- fjarðarbæjar síðastliðið vor. Stjórnsýslu hins nýja sveitarfélags hefur nú ver- ið skipt uppí sex svið og þeir sem völdust sem yfir- menn voru Þórir Sveins- son fjármálastjóri, Jón Ty- nes félagsmálastjóri, Rún- ar Vífilsson skóla- og menningarfulltrúi, Ár- mann Jóhannesson bæj- arverkfræðingur, Her- mann Skúlason hafnar- stjóri og Þórunn Gests- dóttir en hún verður að- stoðarmaður bæjarstjóra og yfirmaður stjórnsýslu- sviðs... "FarSide" eftir Gary Larson Qj Hver er nýendurkjörinn varaformaður Framsóknarflokksins? Svar: Guðmundur Bjarnason. Guðbjörg Fanndal versl- unarmaður: Ég hef nú bara ekki hugmynd um það. Harpa Georgsdóttir nemi: Guð minn almáttugur, það veit ég elcki. Rannveig Jónsdóttir hár- skeri: Ég veit ekkert um það. Ég fylgdist ekki með þessu þingi Framsóknarflokksins. Hjörtur Gunnarsson hús- vörður: Það er Guðmundur Bjarnason, umhverfis- og landbúnaðarráðherra. Anna Lind Kristjánsdóttir nemi: Það er þessi feiti í sela- pelsinum. Þið skuluð ekki gleyma því að ungt fólk veðjar ekki tvisvar á rangan hest. Guðný Rún Sigurðardóttir, ung kona af Akranesi, hélt eldmessu yfir forystumönn- um Framsóknar á þingi flokksins um helgina. DV á laugardag. Gaddafi er nú allt annar maður en áður var og unnt að vinna með honum. Mubarak Egyptalandsforseti skýrir frá hamskiptum eins forhertasta skálks heims- ins. Eru bókstaflega allir að breytast í góðmenni? Samfella í árásargjarnri hegðun frá bernsku er staðreynd sem samféiagið verður að horfast í augu við. Valgerður Baldursdóttir yfirlæknir á Barna- og unglingageðdeild. Mogginn á sunnudag. Ef ég fer í fangelsi, hver á þá að passa börnin mín? Ekki Sophia. Það verður erfitt tímabil fyrir börnin mín þangað til ég kemst útúr fangeisinu aftur ef ég verð dæmdur. Sophia verður að segja að hún vilji ekki gera svona. Hún hugsar bara um sjálfa sig. Heillakallinn Halim Al, sem kannski er á leið í tugthús fyrir umgengnisbrot gagnvart Sophiu Hansen, hugsar upphátt í DV á laugardag. Þeir munu aldrei verða nýtt afi í íslenskum stjórnmálum. Það er aðeins ný tálsýn. Halldór Ásgrímsson kvað á flokksþingi Framsóknar upp stóradóm yfir hugmyndum um sameiningu á vinstri væng. Þá er það búið. DV á laugardag. Samvinna Þórhalls Sigurðssonar og Ólafs Hauks hefur borið ágæt- an ávöxt eina ferðina enn. í heild verður ieikstjórnin að teljast styrk; allir leikarar standa sig vel og útkoman er áhrifamikil sýning þó ekki sé hún gailalaus. Soffía Auður Birgisdóttir bætir rós í hnappa- gat Ólafs Hauks Símonarsonar fyrir nýjasta verk hans, Kennarar óskast. Mogginn. smáa letrið Persónur & leikendur Nokkrir menn og persónur sem koma við sögu í Málsvöm mannorðsmorðingja eftir Gunnar Smára Egilsson: Albert Guðmundsson pólitíkus, Aris- tóteles heimspekingur, Atli Magnússon blaðamaður, Árni Johnsen þingmaður, Bakkus vínguð, Bernharður frá Clair- vaux munkur, Bryndís Schram dagskrár- gerðarmaður, Búddha trúarhöfundur, Dagur skáld, Egill Helgason blaðamaður, Albert Einstein eðlisfræðingur, Ferdin- and fígúra, Gaidra-Loftur leikpersóna, Gróa á Leiti sögusmetta, Guðmundur Rafn Geirdai nuddari, Haraldur Jo- hannessen fangelsismálastjóri, Georg Wilhelm Friedrich Hegel heimspeking- ur, Hcimir Steinsson heimspekingur, Heródes gyðingakóngur, Houdini töfra- maður. Jafet Nóason biblíupersóna, Jesú Kristur biblíupersóna, Júlíus Hafstein pólitíkus, Felix Krull sögupersóna, John Lennon bítill, Lúðvík Geirsson bæjar- fulltrúi, Aiistair MacLean skáld, María mey, Karl Marx heimspekingur, Njörður P. Njarðvík skáld, Ólafur Skúlason bisk- up, Pele fótboltamaður, Diana Ross söng- kona, Bcrtrand Russcl heimspekingur, Satan myrkrahöfðingi, Tíberíus keisari, Vanilla Ice rappari, Þröstur Óiafsson hagfræðingur, Þyrnirós svefnpurka - og fleiri og fleiri og fleiri...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.