Alþýðublaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 6
6 a hlktuudLhuiu ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 n c f LTTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir tilboðum í uppsteypu og fullnaðarfrá- gang stjórnunarálmu Rimaskóla. Stærð húss: Flatarmál 1.600 m2 Rúmmál 6.700 m3 Verkinu á að vera lokið 15. ágúst 1997. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Opnun tilboða: miðvikud. 11. desember 1996, kl. 15:00 á sama stað. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í innréttingar fyrir félagsleg- ar leiguíbúðir. Um er að ræða tilraunaverkefni Reykjavíkurborg- ar og Samtaka iðnaðarins (Hönnunarstöð), og er frumsmíði innréttinganna til sýnis að Hallveigarstíg 1, þriðjud. 26. og miðvikud. 27. nóvemberfrá kl. 14:00 til 18:00 báða dagana, þar sem hönnuðir og fulltrúi framleiðanda frumsmíðinnar mun svara fyrirspurn- um væntanlegra bjóðenda. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá þriðjud. 26. nóvember n.k., kl. 14:00 gegn kr. 15.000 skilatr. Opnun tilboða: þriðjud. 17. desember 1996, kl. 11:00 á sama stað. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. sjálfseignar- stofnunarinnar Skógarbæjar óskar eftir tilboðum í smíði og uppsetningu á fataskápum fyrir hjúkrun- arheimilið Skógarbæ að Árskógum 2 í Reykjavík. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá þriðjud. 26. nóv. n.k. gegn kr. 10.000 skilatr. Opnun tilboða: fimmtud. 12. desember 1996, kl. 11:00 á sama stað. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í loftræsisamstæður og út- sogsblásara fyrir nýja sundlaug í Grafarvogi í Reykjavík. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri. Opnun tilboða: fimmtud. 12. desember 1996, kl. 14:00 á sama stað. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3- 101 Reykjavík Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616 Alþýðublaðið á Alnetinu sendið okkur línu alprent(2)itn.is BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3 105 REYKJAVÍK SÍMI 563 2340 MYNDSENDIR 5623219 Hraunbær 107 Kynning á tillögu um lóðarafmörkun og skilmála fyrir heimili fyrir aldraða að Hraunbæ 107. Tillagan verður til sýnis í kynningarsal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, kl. 9.00 - 16.00 virka daga og stendurtil 27. desember 1996. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags, Borgartúni 3, 105 R eigi síðar en föstu- daginn 27. desember 1996. ■ Nýverið kom út bókin Ekki dáin - bara flutt eftir Bjarna Guð- marsson og Pál ÁsgeirÁsgeirsson, og fjallar um landnám spi- ritismans á íslandi í aldarbyrjun og rekur sögu hans fyrstu ára- tugina. Af því tilefni segir Hrafn Jökulsson sitthvað frá upp- hafsárum spiritismans og mönnunum sem lögðu allt í sölurn- arfyrir hin nýju „vísindi" Erindrekar ódauðleikans í upphafi aldarinnar tóku ýmsir helstu máttarstólpar mannfélags á íslandi höndum saman og hófu trúboð, í nafni vísinda, í því skyni að sannfæra almenning um að unnt væri að hafa samband við dautt fólk. Listinn yfir frumkvöðla íslenskra „sálarrannsókna" er óneitanlega mikilfenglegur: Einar H. Kvaran, vinsælasti rit- höfundur landsins um sína daga, Haraldur Níelsson, sá guðs- maður sem mestrar virðingar naut, og Björn Jónsson ritstjóri áhrifamesta blaðsins. Þetta samsvarar því að Styrmir Gunnarsson, Sigurbjöm biskup og Vigdís Grímsdóttir mynduðu samtök til að vinna nýjum málstað brautargengi, og hefðu sér til fulltingis auð- uga broddborgara og skæra menningarvita. Þúsund ára kristindómur hefur aldrei komist nálægt því að uppræta trú Islendinga á tilvist álfa og drauga og fleiri þegna annars heims, og því var jarðvegurinn frjór í aldarbyrjun þegar Einar og félagar gerðust erind- rekar ódauðleikans. Heimsmynd á hverfanda hveli Á seinni hluta síðustu aldar varð til mikil hreyfing í hinum vestræna heimi, sem boðaði að með vísindaleg- um hætti væri hægt að færa sönnur á eilíft líf og komast í þráðbeint sam- band við þá sem horfnir voru af þess- um heimi. f fljótu bragði virtist slíkur mál- flutningur mjög á skjön við tíðarand- ann: Þetta voru tímar mikilla uppgötv- ana á sviði vísinda og tækni, svo heita mátti að heimsmyndin tæki stöðugum stakkaskiptum. Dánarvottorð guðs var geflð út og því haldið blygðunarlaust fram að maðurinn væri kominn af apaköttum; samfélagskerfi miðalda voru ýmist hrunin til grunna eða rið- uðu til falls, og spámenn nýrra tíma Tannverndarráð ráðleggur foreldrum að gefa börnum sínum jóladagatöl án sælgætis Frá Alþýðuflokksfélagi Hafnarfjarðar Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar boðar til opins tíma- mótafundar laugardaginn 30. nóvember kl. 11.30- 14.00 í Gaflinum (efri hæð) Hafnarfirði undir yfirskrift- inni Sameiginlegt framboð jafnaðarmanna - raunhæfur möguleiki? Stutt framsaga: Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista Svavar Gestsson, Alþýðubandalaginu Össur Skarphéðinsson, Alþýðuflokknum Fundarstjóri: Guðmundur Árni Stefánsson Sérstakur fyrirspyrjandi: Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur Almennar fyrirspurnir fundargesta Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Verð 650 kr. og er súpa, brauð og kaffi innifalið í verði. Indriði Indriðason. Lýsingar benda eindregið til að hann hafi verið fjöl- hæfasti sjónhverfingamaður aldar- innar, nema menn vilji trúa Einari H. Kvaran sem sagði Indriða mesta miðil í heimi. boðuðu byltingu á öllum sviðum. Við nánari umhugsun er reyndar alls ekki skrýtið, að við þessi skilyrði döfnuðu „vísindi" sem gáfu von um að þrátt fyrir allt væri sál mannsins ekki bara logi sem hefði kviknað af tilviljun, brynni örskotsstund, en slokknaði svo og yrði að engu. Spirit- isminn var í öndverðu haldreipi þeirra sem hvorki gátu afneitað sannindum nýrra tíma né afborið að með þeim væri sagan öll sögð. Höggin í Hydesville Hið formlega upphaf spiritismans - eða andatrúarinnar - er svolítið vand- ræðalegt. Öldur byltingarársins mikla 1848 skullu ekki á þorpinu Hydesville í New York fylki í Bandaríkjunum, en í marsmánuði þetta sögufræga ár gerð- ust þeir atburðir sem sannfærðir spirit- istar telja enn í dag marka fæðingu vísinda sinna. Á heimili Fox(!)-fjöl- skyldunnar, fátækra meþódista, tóku að heyrast högg sem engin skýring fékkst á, uns ungar dætur Foxhjón- anna, Margrét, Kata og Lea, kváðu dauðan sölumann vera að gera vart við sig. Ekki er að orðlengja, að svo margir keyptu söguna um dauða sölu- manninn að innan tíðar voru Fox- systumar frægar um þver og endilöng Bandaríkin, enda linnti ekki ágangi dauðs fólks hvar sem þær komu. Höggin sem heyrðust á alþýðuheimil- inu í Hydesville bergmáluðu líka brátt um heimsbyggðina, og bæði í Banda- ríkjunum og Evrópu kom fram aragrúi manna sem miðlaði skilaboðum frá öðrum heimi. Fox- systur urðu at- vinnumenn í fræðunum en áttu þó ekki mjög hamingjusama hérvist, og Margrét og Kata játuðu á efri árum, staurblankar og maríneraðar í brenni- víni, að samskipti þeirra við framliðna væru svindl frá upphafi til enda: Höggin í Hydesville höfðu þær fram- kallað útúr leiðindum með því að láta braka í tánum á sér. Með þessum hætti hófst einhver mesta múgseíjun seinni tíma.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.