Alþýðublaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Mannleg örlög Björn Th. Björnsson: Úr plógfari Gefjunar Tólf íslendingaþættir Mál og menning 1996 Þegar Bjöm Th. Bjömsson er í ess- inu sínu standast honum fáir snúning í stílsnilld, og þarf ekki að takmarka samanburðinn við höfunda sem nú em á dögum. Með nokkrum fisléttum dráttum sviptir hann burt þoku tfmans svo til verða ljóslifandi myndir af fólki fyrri tíðar, og manni fmnst, eftir að hafa horft sem snöggvast, að þetta fólk hafi maður alltaf þekkt. Og gildir einu hvort myndin er af skráðu vöm- merki einsog Jónasi Hallgrímssyni eða nafnlausri ógæfukonu: persónur sem Bjöm Th. Bjömsson tekur uppá arma sína verða manni hjartfólgnar og minnisstæðar - og hvers getur rithöf- undur framar óskað sér? Bók Björns hefur að geyma tólf fs- lendutgaþætti frá Kaupmánriahöfn. Þar segir frá brasi Odds Sigurðssonar þegar hann kom til Hafnar á fyrri hluta átjándu aldar að heimta aftur mannorð sitt með góðu eða illu; og lesandimi kynnist líka íslenskri útgáfu af góða dátanum Svjek sem dagaði uppi á kurteislegu kvennafari í Dana- veldi eftir að hann kom af fundi með sjálfúm Stalín. Björn leiðir lesandann um Spuna- húsið þar sem íslenskar sakakonur létu sig dreyma um heiðarbýlið meðan þær tærðust upp af þrældómi og sulti; brégður -sér: uppundir' hanabjálka ,til ■ Sveinbjöms Egilssonar þar sem lærð- asti maður íslands hugar að gatslitnum flfkum; og fer í humátt á eftir Gísla konungborinnar gyðju. Brynjúlfssyni — „mesta ástmanni ís- Það sem einkennir afstöðu Bjöms lands“ - inn í gyðingahverfið að leita til þess fjölskrúðuga safns persóna „Skáldið og sagnfræð- ingurinn í Birni Th. Björnssyni fá báðir að njóta sfn í bókinni. Eitt mannsnafn, án frekari útskýringa, í gulnuðu dönsku manntali verður kveikja að sögu sem spunnin er af íþrótt og kunnáttu.“ tveggja alda, sem lifna á síðum bókar hans, er tvímælalaust samúð. Vel að merkja: samúð er annað en meðaumk- un, að ekki sé talað um vorkunn. Björn hefur samúð með stórbokkan- um Oddi lögmanni, eins þótt fæstir samtíðarmenn hefðu fengist til að skrifa undir að hann ætti nokkuð gott skilið. Hann hefur líka samúð með glæsimenninu og fanganum Isleifi Jó- hannessyni - svo mikla reyndar að Bjöm fær lesandann til að trúa goð- sögn um að hann hafi lifað af sjálfs- morð. Innilegust er samúð Bjöms með þeim löndum okkar sem fóm halloka, hinum breysku, snauðu og útskúfuðu. Saga hans um Guðríði Bjamadóttur, sem virðist ranglega dæmd fyrir morð á manni sínum, og fátæklingnum Al- bert Thorvaldsen, föður mesta mynd- höggvara Norðurlanda, er skínandi bókmenntaperla og besta smásaga sem ég hef lesið í háa herrans tíð. Skáldið og sagnfræðingurinn í Bimi Th. Bjömssyni fá báðir að njóta sín í bókinni. Eitt mannsnafn, án frekari út- skýringa, í gulnuðu dönsku manntali verður kveikja að sögu sem spunnin er af íþrótt og kunnáttu. Höfundurinn fellur aldrei í þá gryfju að hrúga upp staðreyndum til að monta sig af yftr- burðaþekkingu; fremur að orðgnóttin beri efnið á stöku stað ofúrliði. Ástæðulaust er að orðlengja frekar um þessa bók - en óska lesendum til hamingju. Engum blöðum er um að fletta að Ólafur Ragn- ar Grímsson er maður jólabókaflóðsins: þriggja bóka forseti á fyrsta emb- ættisári er nokkuð sem vart verður leikið eftir. Þá þykir hann hafa staðið sig með miklum sóma í Danmerkur- ferðinni/enda vakti heimT sókn hans og Guðrúnar Katrínar mikla eftirtekt. Hispursleysi Ólafs Ragnars féll í góðan jarðveg hjá Dönum, meðal annars þeg- ar hann gerði sérferð á Pizza 67 í Kaupmannahöfn, sem er í eigu Islendinga. Þar gæddi forsetinn sér á pizzu og var Ijósmyndaður í gríð og erg. Af þessum sökum gengur nú eftirfar- andi brandari manna á meðal: Hvað er likt með Ól- afi Ragnari Grímssyni og Pamelu Anderson Lee? Svar: Þau auglýsa bæði pizzur... Til þess er tekið hve óbreyttir þingmenn Framsóknar eru farnir að taka stórt upp í sig í sjávar- útvegsmálum. Guðni Ág- ústsson leiðtogi Fram- sóknar á Suðurlandi, sem hefur síðustu mánuði ítrek- að talið að breytingar væru óhjákvæmilegar, segir í Mogganum í gær að rang- lætið sé orðið óþolandi. Hann spáir breytingum í réttlætisátt innan tveggja ára. Og við veðjum á að Guðni hafi rétt fyrir sér, enda er hann yfirleitt spá- mannlega vaxinn... Bókaútgefendureru með bjartsýnasta móti um þessar mundir, og flestir spá betri bóksölu nú en um nokkurra ára skeið. Ekki er Ijóst hvaða bækur verða í slagnum um efstu sæti metsölulista, en nokkrar bækur virðast á góðu skriði. í ævisagnadeildinni er endurminningum Jóns Múla Árnasonar er spáð góðu gengi, sem og bók JónasarJónassonar um h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson Magnús Leópoldsson. Þá munu margir forvitnir um bók Friðriks Erlingsson- ar um prestshjónin í Lauf- ási, þau Pétur Þórarins- son og Ingibjörgu Sigl- augsdóttur. Endurminn- ingar Thors Vilhjálms- sonar munu vísast blanda sér í toppbaráttu í þessum flokki, og fróðlegt verður að sjá hvaða viðtökur bók Oddnýjar Sen um Myri- am Bat- Yosef fær, en Myriam var kona Errós... r Iflokki skáldsagna eru margar bækur sem þegar hafa vakið mikla eftirtekt. Ólafur Gunnarsson tók flugið fyrstur, en hann mun etja kappi við höf- unda á borð við Hallgrím Helgason, Guðmund Andra Thorsson, Þórarin Eldjórn, Vigdísi Gríms- dóttur og Ólaf Jóhann Ólafsson... Katrín Halldórsdóttir hús- móðir: Ég held að Hallgrímur Helgason verði á topnum með 101 Reykjavík. Ég er að byija bókinni, og líst mjög vel á. Harry Sampsted vélfræð- ingur: Árin eftir sextugt, handbók eldri borgara. Halla Halldórsdóttir nemi: Annað hvort Z Vigdísar Grfmsdóttur eða Lávarður heims eftir Ólaf Jóhann. Sólveig Aðalsteinsdóttir kennari: Ég vona að það verði smásagnasaíriið Beint af augum eftir Raymond Carver í þýðingu Sigfúsar Bjartmars- sonar. Sara Lind Baldursdóttir verslunarmaður: Það verð- ur bókin um forsetann. Upplýsingalögin nýju, sem taka gildi hér á landi um áramótin, eru samin og sett í góðri trú og gera gagn. Þau tlytja okkur á þessu sviði úr miðöldum og fram til þess ástands, sem var í Svíþjóð, þegar prentfrelsislög voru sett þar árið 1766, fyrir 230 árum. Jónas Kristjánsson í leiðara DV. Alltaf skal hann sjá björtu hliðarnar... Ég spái breytingum á næstu tveimur árum - í réttlætisátt. Guðni Ágústsson oddviti Framsóknar á Suð- urlandi og hetja Morgunblaðs-sósíalistanna um fiskveiðikerfið. Mogginn í gær. Afstæðiskenningin á uppboði. Fyrirsögn í Morgunblaðinu í gær. Um er að ræða blað úr handriti Einsteins. í meðförum hennar eru ástir þessara tveggja kvenna ekki að- eins ástríðufullar og fallegar, þær eru einnig fullkomlega eðlilegar. Sigríður Albertsdóttir ritdómari DV skipar sér í kórinn sem syngur nýrri skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur lof. Kennarar kunna ekki það sem þeir eiga að kenna, menntun þeirra með mikilli áherslu á umdeilda uppeldis- og sálarfræði skilar ekki árangri, laun og félagsleg staða þeirra fælir frá atgervi og laðar að þá sem ekki kæmust annarsstaðar áfram. Stefán Jón Hafstein yfirkennari Dags-Tímans fór mikinn í leiðara í gær. Samfélag okkar er alvarlega sjúkt. Við getum sent tölvubréf og símbréf á heimsenda, tekið upp farsíma hvar sem er, en skortir innri tengsl. Það er líkt og innra með okkur sé tóm sem við höldum að við getum fyllt með ytri athöfnum. Njörður P. Njarðvík prófessor í Morgunblaðinu í gær. Sjálfumglaðir uppeldis- spekingar og talsmenn andlegrar flatneskju, sem er rangnefnd jöfn- uður, hafa tekið sér vald til að skrumskæla sanna menntun og árangursríkar kennsluaðferðir. Þetta kemst liðið upp með vegna frekju og skorts á gagnrýni. Oddur Ólafsson í DT í gær. Það borgar sig ekki að vera þæg. Hlín Agnarsdóttir lagði línur fyrir konur í DT í gær. smáa letrið ✓ Ognir á bókamarkaði... Hvaða bókatitill yfirstandandi vertíðar er mest ógnvekjandi? Hér eru nokkur sýnishom: Þunglyndi, Þegar mest á reynir, Vestfirzkir slysadagar, Útkall á síð- ustu stundu, Uppá líf og dauða. Svikinn vemleiki, Ólafur Ragnar Grímsson, Dansað við dauðann, Málsvörn mannorðsmorðingja, Nomina anatomica, Kvíði, fælni og hræðsluköst, Halló! Er nokkur þama?, Draugasinfónían, Engill dauðans, Ást í skugga hefndar. Beinagrind með gúmmíhanska, Blóðakur...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.