Alþýðublaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 6
6 --------------------------------E ALÞÝÐUBLAÐIÐ æ k u FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 1 ■ I eftirfarandi frásögn úr bókinni Sönn íslensk sakarrál eftir Sigurjón Magnús Egilsson segir af morðmáli í Reykjavík Hefur þú kjark til að drepa mig? Þráinn Hleinar Kristjánsson hafði verið á dansleik á Hótel Borg. Hann kom heim til sín á Hverfisgötu 34 í Reykjavík og með honum var vinkona hans, Margrét Frímannsdóttir. Þau voru bæði við skál. Á sömu hæð bjuggu hjónin Svavar Sigurðsson og Lóa Fanney Valdimarsdóttir, en sama kvöld höfðu þau verið að skemmta sér, voru á Hótel Esju. Þau komu heim skömmu á eftir Þráni. Þegar hjónin voru komin heim fékk Svavar sér í glas en Lóa Fanney fór á snyrtinguna, en henni deildu þau með Þráni. Þegar hún kom fram var Þráinn þar og þau tóku tal saman. Þar sem þau voru að tala saman kom Svavar fram og fór að ásaka þau um að hafa átt stefnumót á snyrtingunni. Eftir lítilsháttar orða- skipti fór Lóa Fanney inn til sín og tók á sig náðir, sama gerði Svavar skömmu síðar. Þráinn og Margrét sofnuðu ekkert um nóttina, en um morguninn fór Þrá- inn á snyrtinguna. Þar hitti hann Svav- ar, sem spurði Þráin hvort hann ætti eitthvað að drekka. Úr varð að Þráinn sótti vermóðsflösku og kom yfir til Svavars og tóku þeir til við að drekka úr henni. Nú vaknaði Lóa Fanney og kom fram. Þegar búið var úr flöskunni fór Þráinn og sótti aðra til. Þráinn varð tóbakslaus og fór yfir á knattborðsstof- una á Klapparstíg 26 og keypti tóbak. Áfram héldu þeir að drekka og næst segir frá þegar þau þijú, Þráinn, Svavar og Lóa Fanney, byija að rífast, en öll voru þau talsvert ölvuð. Svavar bar á konu sína að hún héldi framhjá honum I rifrildinu segist Lóa Fanney óska þess að hún gæti drepið Svavar. Svavar ýtti að henni hníf sem var á sófaborð- inu og sagði: „Gerðu það þá." Lóa Fanney svaraði að það gæti hún aldrei gert. Að því búnu gekk Svavar í eld- húsið, en kom aftur og beindi orðum sínum að Þráni og sagði: „En þú ungir maður, hefur þú kjark til að drepa mig?“ og horfði um leið einkennilegu augnaráði á Þráin. Þráinn vissi ekki fyrri til en hann stóð frammi í eldhúsi, fyrir framan Svavar, og var með hnífinn í hendinni. Fyrr en varði stakk Þráinn hnífnum í kvið Svavars og risti upp úr. Svavar laut fram og féll síðan á gólfið. Þar sem hann lá í sárum sínum sagði hann: Þetta er búið, gakktu alveg frá mér.“ Við þessi orð beygði Þráinn sig niður og skar Svavar á háls. Þegar Þráinn áttaði sig á hvað hann hafði gert tók hann að þvo sér um hendumar. Að því loknu gekk hann yf- ir í íbúðina sína, en þar sátu Margrét og Lóa Fanney. Hann sagði þeim hvað hann hafði gert og gengu þær með hon- um yfir í hina íbúðina og sáu lík Svav- ars á eldhúsgólfinu. Þar sem þau virtu líkið fyrir sér tóku þau að ræða hvað gera skyldi. í fyrstu ræddu þau hvort ekki væri best að leyna því sem gerst hafði og koma lík- inu undan. Lóa Fanney og Þráinn töl- uðu um að koma líkinu í bíl Þráins og losna þannig við það. Margrét and- mælti og taldi best að segja allt af létta. Eftir nokkrar umræður varð úr að ekki kæmi til greina að leyna því sem gerst hafði. Þar sem sími var í hvorugri íbúð- inni fór Þráinn í næsta hús til að fá að hringja, en hann hafði áður búið í því húsi og þekkti því vel húsráðanda, Hallgrím Ingvar Thorlacius. Þráinn sagði Hallgrími hvað hann hafði gert og fékk lánaðan síma. Þráinn hringdi þrisvar, í móðurbróður sinn, Kristján Dúa Sigurjónsson, í móður sína, Fjólu Sigurjónsdóttur, og til Hákonar Elíasar Kristjánssonar og sagði þeim öllum frá því sem hann hafði gert. Ekkert þeirra trúði honum, töldu um drykkjuóra að ræða, enda hafði Þráinn áður hringt ölvaður og röflað tóma vitleysu. Áður en Þráinn fór frá Hallgrími hringdi hann á leigubfl sem hann lét aka sér heim til móður sinnar, en hún bjó við Njálsgötu. Hann var þar ekki lengi, en systir hans ók honum heim skömmu síðar. Þegar hann kom heim var allt óbreytt. Lóa Fanney og Margr- ét biðu hans. Áður en hann fór til að hringja hafði hann beðið Margréti að taka til föt sem hann gæti haft með sér í fangelsið og þegar hann kom aftur hafði Margrét sett föt í plastpoka. Þráinn var ekki búinn að vera lengi á Hverfisgötu 34 þegar hann fór aftur yf- ir til Hallgríms til að fá að hringja. Hann hringdi í Kristján Dúa og Hákon og sagði enn frá því hvað hann hafði gert. Þegar hann hafði hringt ræddi hann við Hallgrím um að hann ætlaði að gefa sig fram, en fyrst sagðist hann ætla að ræða frekar við Margréti og Lóu Fanneyju. Hallgrímur íhugaði hvort hann ætti að hringja í lögreglu, en taldi að Þráinn ætti að gera það sjálfur. Eftir seinna símtalið ákvað Hákon að láta lögreglu vita. Hann fór á lögreglustöðina við Tryggvagötu og sagði að Þráinn hefði hringt í sig og sagst hafa orðið manni að bana á Hverfisgötu 34. Lögregla fór þegar á vettvang. Þráinn kom sjálfur til dyra og hleypti lögreglu inn c,g hann fór með lögregluna í íbúð sína, en þar voru Lóa Fanney og Margrét. Lögregla greindi þeim frá því hvers vegna hún væri komin og eftir nokkur orðaskipti afhenti Lóa Fanney lögreglunni lykil að íbúð sinni. Þegar lögregluþjónamir komu inn í íbúðina sáu þeir örendan mann liggja í blóði sínu á eldhúsgólf- inu. Á líkinu voru stórfelldir áverkar og við hlið líksins stóð eldhúshnífur á oddi í gólfinu. Þráinn lýsti því yfir að hann hefði orðið Svavari að bana 1. apríl 1979. Venju samkvæmt var óskað eftir geðrannsókn. í niðurstöðum hennar segir: „Þráinn Hleinar Kristjánsson er ekki haldinn geðveiki, geðvillu né fá- vitahætti. Heldur er hann haldinn per- sónuleikatruflun (personality disorder, 301.80), kominn vel yfir byrjunarstig ofdrykkju og kvíða-taugaveiklun. Per- sónuleikatruflun Þráins virðist mega meðal annars rekja til rótleysis í bemsku. Þetta tvennt leiddi meðal ann- ars til félagslegs námsárangurs í bama- skóla og síðan hefur Þráinn alið með sér stöðuga minnimáttarkennd gagn- vart öllu námi, en í eðli sínu er hann framagjam og hefur vissa þörf fyrir að skara fram úr. í- stað þess að takast á við vandamálið, reyna að bæta sér menntunarskort sinn, virðist hann hins vegar hafa reynt að bæta sér þennan vankant upp með hressilegri en yfir- borðslegri hegðun í félagsskap við aðra svo og reynt að sýna af sér vissan dugnað og skara fram úr á vinnustöð- um. Jafnframt virðist hann hafa átt erf- itt með að mynda dýpri tilfinningaleg tengsl og varanleg við annað fólk sök- um minnimáttarkenndar sinnar. Hann virðist því hafa leiðst allsnemma út í ofnotkun áfengis sökum öryggisleysis í félagslegum samskiptum. Síðar meir virðast viss taugaveiklunareinkenni hafa komið fram bæði sem orsök og af- leiðing vaxandi drykkju. Þráinn hefur hins vegar marga jákvæða eiginleika, sem hann virðist hafa getað notfært sér. Þannig virðist hann hafa án tilstuðlunar annarra reynt að gera vissar jákvæðar breytingar á lífi sínu, svo sem að reyna að draga úr drykkjuskap sínum og gera sér far um að umgangast fólk, án þess að hann væri undir áhrifum áfengis. Svo virðist sem Þráinn hafi gert sér far um að koma fram af heiðarleika gagn- vart öðrum, bætt sjálfviljugur það tjón, er hann olli öðrum undir áhrifum áfengis, og hafa allsterka réttlætis- kennd. Viðbrögð Þráins hinn 1. apríl síðast- liðinn verða að mörgu leyti skiljanleg, ef haft er í huga, hversu mikið hann þarf að sýnast, duga og þora að gera hluti, til þess að bæla niður minnimátt- arkennd sína. Dómgreind hans var enn- fremur skert af svefnleysi og drykkju. Setning sú, sem samkvæmt málskjöl- um virðist hafa orðið kveikjan að við- brögðum hans, fól í sér ásökun um ódugnað og heigulshátt. Innihald ræð- unnar var áskorun, hann varð að sýnast og geta. Ætla má að viðbrögð hans hefðu orðið önnur ef skipun eða beiðni hefði falist í innihaldi ræðunnar. Ætla ná að Þráinn Hleinar Kristjáns- son geti notfært sér geðlæknismeðferð í formi sállækningar til þess að ráða bót á vandamálum sínum, ef unnt væri að ná góðri samvinnu við hann. Þráinn Hleinar Kristjánsson telst sakhæfur." í sakadómi Reykjavíkur var Þráinn dæmdur í sextán ára fangelsi og stað- festi Hæstiréttur dóm sakadóms. ■ Sigurjón Magnús: Sum málanna þykja mér vera kómísk, á meðan önnur eru hrikaleg, svo hrikaleg að ég fékk gæsahúð þegar ég var að lesa þau og vinna. ■ Sigurjón Magnús Eg- ilsson blaðamaður hefur sent frá sér sína fyrstu bók, Scm íslaisk saka- mál. í bókinni segir Sigur- jón frá þrjátíu og níu ís- lenskum sakamálum, öll- um frá þessari öld Raunveru- leikinn skemmti- legastur „Það er nú einu sinni þannig að raunveruleikinn er skemmtilegastur, skemmtilegri en skáldskapur. í bók- inni er minnst á rétt um eitt hundrað menn og konur sem dæmd hafa verið fyrir glæpi. Ég er viss um að hug- myndaauðgi alls þessa fólks tekur langt fram því sem nokkur einn maður getur látið sér detta í hug. Því fullyrði ég að þetta sé ævintýralegasti reyfari sem komið hefur út í langan tíma,“ sagði Siguijón Magnús Egilsson um bók sína, Sönn íslensk sakamál. Nú má segja að þaðfólk sem fjallað er um í bókinni sé búið að taka út sína refsingu, en þú birtir rétt nöfn allra sem hlut áttu að máli, er það ekki ósanngjamt? „Nei, það tel ég ekki. Gáum að því að hér á landi er gefinn út hellingur af erlendum sakamálum, þá er ekki spurt hvort viðeigandi sé að birta rétt nöfn eða ekki. Því tel ég enga ástæðu til að haga sér öðruvísi gagnvart íslenskum sakamálum en erlendum. Við getum ekki verið svo viðkvæm gagnvart okkur sjálfum. Það kom aldrei annað til greina en að birta rétt nöfn, ef svo hefði ekki verið, væri bókin allt önnur en hún er, og alls ekki eins spennándi. I raun er hlægilegt hvemig ijölmiðlar haga sér hvað varðar nafnbirtingu af- brotamanna. Sí og æ kemur upp um- ræða um að birta eigi skilyrðislaust nöfn afbrotamanna. Fjölmiðlar hafa undantekningalítið hunsað þennan vilja fólks, en í bókinni verð ég við óskum þeirra sem vilja nöfn þeirra sem fremja glæpi.“ Við lestur bókarinnar sést að málin, sem tekin eru fyrir, eru fjölbreytt, allt frá minni glcepum og þar er einnig að finna hrottalega glœpi. “ Já, ég leyfði mér að hafa glæpina fjölbreytta, enda var af nógu að taka. Sum málanna þykja mér vera kómísk, á meðan önnur eru hrikaleg, svo hrikaleg að ég fékk gæsahúð þegar ég var að lesa þau og vinna.“ Hvaðan er efnið fengið? „Hver stafur í bókinni fékkst í Þjóð- arbókhlöðunni." Frá Alþýðuflokks- félagi Hafnarfjarðar Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar boðartil opins tíma- mótafundar laugardaginn 30. nóvember kl. 11.30- 14.00 í Gaflinum (efri hæð) Hafnarfirði undir yfirskrift- inni Sameiginlegt framboð jafnaðarmanna - raunhæfur möguleiki? Stutt framsaga Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista Svavar Gestsson, Alþýðubandalaginu Össur Skarphéðinsson, Alþýðuflokknum Fundarstjóri GuðmundurÁrni Stefánsson Sérstakur fyrirspyrjandi Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur Almennar fyrirspurnir fundargesta Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Verð 650 kr. og er súpa, brauð og kaffi innifalið í verði. Jóla- og afmælisfundur Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði heldur sinn árlega jóla- og afmælisfund miðvikudaginn 4. desember kl. 19.30 í veitingahúsinu Gaflinum, Dalshrauni 13. Jólahugvekja Séra Þórhildur Olafs. Einsöngur Matalie Chow, undirleikari Helgi Pétursson. Danssýning Guðbjörg Líf Þrastardóttir og Sigurður Ágúst Gunnarsson. HörðurZóphaníasson les eigin Ijóð. Happdrætti og fjöldasöngur. Og ekki má gleyma jólaglögginu, steikarhlaðborði ásamt súpu og eftirrétti. Verð kr. 1600,- Vinsamlegasttilkynnið þátttöku fyrir sunnudaginn 1. desembertil einhverrar undirritaðrar: Ásthildar í síma 565-1511 Brynju í síma 565-3887 Ernu Fríðu í síma 555-0858 Guðfinnu í síma 555-2956 Margrétar í síma 555-0970

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.