Alþýðublaðið - 03.12.1996, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 03.12.1996, Qupperneq 1
■ Mikil ánægja með fund um sameiningu á vinstri væng sem haldinn var í Hafnarfirði á laugardaginn ■ Kaupfélagið vildi koma höndum yfir sérleyfi starfsmannsins Kosningabandalag fyrir næstu kosningar lágmarksáfangi Vildi sjá þá rasskellta segir Sigurbjörn Á. Friðriksson fyrrverandi starfsmaður Kaupfé- lags Skagafjarðar sem vann meið- - segir Össur Skarphéðinsson og aðrir fundarmenn taka í sama streng. „Það er engum blöðum um það að fletta að fundurinn var skref í átt sam- einingar,“ segir Guðmundur Arni Stefánsson Á fundi sem haldinn var í Hafnar- firði, á vegum Alþýðuflokksfélaganna ■ Skólakerfið og málefni báma og unglinga Gamlar aðferðir nýtast ekki - segir Hugo Þórisson sálfræðing- ur. „Þarf að móta heildarstefnu," segir Þórhildur Líndal. ,dýú ræðir menntamálaráðherra um að taka upp gamlar aðferðir eins og röðun í bekki og fleiri aðferðir sem reyndust ekki vel á sínum tíma, um þetta er talað eins og hægt sé að snúa til baka. En þær aðferðir munu ekki skila okkur betri einstaklingum. í þess- ari umræðu um aðhald og aga óttast ég stundum að farið verði yfir æskileg mörk og gripið til gamalla aðferða sem byggja jafnvel á heraga. í Japan hafa slíkar aðferðir hleypt af stað bylgju sjálfsmorða meðal ungmenna. Þegar litið er á samkeppni og aga sem æski- lega þátt skólakerfisins þá er einblínt á stöðu sigurvegaranna. En þeir sem tapa, ætlar enginn að láta sig nokkru skipta hvað um þá verður?" segir Hugo Þórisson sálfræðingur, en hann er einn þeirra einstaklinga sem Alþýðublaðið ræddi við um málefni bama og ung- linga. Umboðsmaður bama, Þórhildur Lín- dal, segir að móta verði heildarstefna í málefnum barna og unglinga hér á landi. „Ef engin stefna er þá er hætta á geðþóttaákvörðunum og vanhugsuðum ákvörðunum. Þegar stefnan er mótuð þarf framkvæmdaáætlun til einhverra ára þar sem kveðið er á hvaða málefni eigi að hafa forgang og hvaða úrræðum eigi að beita,“ segir Þórhildur. „Orð eru ekki sama og athafnar," segir Hugo. „Það er ekki nóg að segja við foreldra og skólayfirvöld: Sinnið börnum og unglingum betur. Okkur skortir hvorki stefnu né orð heldur að- stoð til að fræða foreldra og kennara um það hvemig þeir eiga að fara að því að standa sig betur.“ Sjá miðopnu. Sophia hitti dætur sínar Sophia Hanscn hitti dætur sínar í fyrradag eftir Iangan aðskilnað. Ólafur Egilsson sendiherra undirbjó fundinn sem fór fram á iögreglustöð í Bakirköy í Istanbul. Sophia fékk tækifæri til að vera ein með dætrunum í kiukkutíma en ails vörðu samvistir þeirra í fimm klukkustundir. Ráðgert er að mæðgum- ar hittist aftur næstkomandi laugardag og sunnudag og verði þá saman í sex klukkustundir. í Hafharfirði, höfðu alþingismennimir Kristín Halldórsdóttir Kvennalista, Svavar Gestsson Alþýðubandalagi og Össur Skarphéðinsson Alþýðuflokki ffamsögu um málefni er lúta að sam- einingarþreifingum á vinstri væng stjórnmálanna. Þau taka öll í sama streng og Guðmundur Ámi. „Það er öðmvísi hljóðið f mönnum núna og ákveðin hæð eða blómaskeið í þessari umræðu. Það markast mikið af þeim mikla áhuga sem kemur ffam hjá unga fólkinu. Ég verð mikið vör við hann. Á þeim fundum sem ég hef setið hefur gætt mikillar óþolinmæði hjá þeim og þau eru pirruð útí var- færni þeirra sem eldri eru,“ segir Kristín Halldórsdóttir. Svavar Gestsson segir pólitík í nútíð og framtíð kalla á víðtæka samvinnu vinstri manna og jafnaðarmanna og Össur Skarphéðinsson er þeirrar skoð- unar að stefna beri að því að sameina Kvennalista, Alþýðubandalag og Al- þýðuflokk í einn, stóran jafnaðar- mannaflokk. „Ég tel að þetta eigi að gerast sem fyrst, og að kosninga- bandalag fyrir næstu kosningar sé lág- marksáfangi að mínu viti,“ segir Öss- ur. Sjá blaðsíðu 6 101 Reykjavík í Kaffi- leikhúsinu Á miðvikudagskvöld verða flutt leikin atriði úr nýútkominni bók Hallgríms Helgasonar, 101 Reykjavík, í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum. Bók Hallgríms fjallar um 33 ára gamlan mann sem býr hjá móður sinni og er iíf hans í föstum skorðum þar til móðir hans ákveður að koma út úr skápnum og vin- kona hennarflyst inn á heimil- ið. Hallgrímur er gestum Kaffi- lekhúss að góðu kunnur því hann hefur staðið þar fyrir vin- sælu uppistandi. Leikstjóri þessarar sýningar er Baltasar Kormákur en leikendur eru Ari Matthíasson, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. yrðamál gegn yfirmönnum Kaup- félagsins. „Þetta er slíkt óhæfuverk, að það má segja að sigurinn sé ekki sætur,“ segir Sigurbjöm Á. Friðriksson. Dóm- ur féll Sigurbimi í vil fyrir Héraðs- dómi Norðurlands síðastliðinn mið- vikudag en hann höfðaði meiðyrðamál gegn Kaupfélagi Skagfirðinga og fyrr- verandi starfsmanni þess, Einari Bald- urssyni framleiðslustjóra Grasköggla- verksmiðjunnar. „Þeir reyndu að hafa af mér aleiguna með rógi en það er slegið á finguma á þeim og ekki meira en það. Eitt er að sigra og annað að vinna. Ég vildi að þeim yrði gert að greiða miskabætur vegna þess að ég vildi sjá þá rasskellta. Þeir koma fram við menn eins og þeim sýnist og það má segja að það sé komin á það hefð hérna. Ég þarf hinsvegar að standa straum af lögfræðiskostnaðinum sjálf- ur.“ Sigurbjöm stóð fyrir framleiðslu á Horse Hage dýrafóðri og hafði til þess sérleyfi frá fyrirtækinu Mark Westa- way and Son allt frá árinu 1989 en síðustu þrjú árin stóð hann að fram- leiðslunni í samvinnu við Kaupfélag Skagfirðinga en hann var jafnframt starfsmaður þess. Fyrirtækið sagði honum síðan upp störfum og ritaði í kjölfarið á því bréf til erlenda fyrir- tækisins til að freista þess að ná við- skiptasérleyfinu til sín. Sigurbjörn stefndi vegna bréfsins sem er undirrit- að af Einari Baldurssyni en í því koma fram niðrandi ummæli sem Héraðs- dómur Norðurlands dæmdi dauð og ómerk. Einar Baldursson bar fyrir rétti að hann hefði lagt bréfið fyrir yfir- menn sína sem lögðu blessun sína yftr innihaldið. „Þeir gefa í skyn í bréfmu að ég sé ófær til allrar vinnu, svo sem sölumála, og spyrja síðan í framhaldi af því hvort að þeir geti ekki fengið sérleyfið sem að ég hef haft til rnargra ára,“ segir Sigurbjörn. „Þegar þetta gerðist var búið að panta hjá mér fóð- ur fyrir um fimmtíu milljónir króna. Erlenda fyrirtækið hefur verið ánægt með viðskipti okkar og það kom aldrei til greina að þeirra hálfú að taka af mér sérleyfið." ■ „Verðbólgukynslóðin" fær ekki góða einkunn í Ijósi nýrrar skýrslu um málefni LlN milli kynslóða Trúnaða - segir Dagur B. Eggertsson háskólastúdent. „Stjómvöld verða að gera sér grein fyrir því hversu alvarleg þessi umræða er,“ segir Dagur B. Eggertsson há- skólastúdent í samtali við Alþýðublað- ið. Dagur er formaður nefndar sem ný- verið gerði skýrslu um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna en málefni sjóðs- ins voru skoðuð frá ýmsum hliðum svo sem endurgreiðslubyrgði. „í skýrslunni er reynt að bregða ljósi á aðstöðumun kynslóðanna: Hvernig námslánakerfi, húsnæðiskerfi og skattakerfi fléttast saman," segir Dag- ur. Hann dregur þær ályktanir útfrá niðurstöðum skýrslunnar að uppvax- andi kynslóð eigi sér ekki mikla von við núverandi aðstæður. „Við sem erum uppvaxandi kynslóð rbrestur eigum til dæmis enga möguleika á því að hasla okkur völl innan sjávarútvegs, grundvallaratvinnuvegs þjóðarinnar, nema sem launamenn hjá einhverjum sem fengu úthlutað kvóta við upptöku kerfisins eða að okkur tæmist arfur. Sömu sögu er að segja af búskapi í hefðbundnum landbúnaði. Þar veltur framtíðin á því hvon að giftast megi inní ljölskyldu sem hefur framleiðslu- kvóta.“ Dagur segir jafnframt engar áætlanir eða útreikninga fyrirliggjandi um hvaða áhrif grundvallarbreytingar sem gerðar voru á námslána-, húsnæð- is- og skattakerfi hefur haft á fjöl- skyldur og heimili eða ungt fólk eins og tíðkast víðast erlendis. „Það stefnir í trúnaðarbrest milli kynslóðanna. Það er yftrvofandi að æ meiri fjöldi ungs fólks velji sér einfaldlega að vetja stór- um hluta starfsævi sinnar á erlendri grundu. Það er ekki óskastaða uppvax- andi kynslóðar heldur óumflýjanleg og eðlileg viðbrögð skynsamra og frjálsra einstaklinga - sem í raun hafa lítið val. Þess vegna er nauðsynlegt að kynslóð- imar fari að tala saman. Það má byrja á málefnum LÍN,“ segir Dagur og vonast til þess að skýrslan verði þarft innlegg í málefrialega umræðu um lífs- kjör ungs fólks. „Umræða undanfar- inna ára hefur einkennst af hártogun- um og deilum um tölur. Fyrsta skrefið er að breyta lögum um LÍN sem væm mikilvæg skilaboð til ungs fólks þess efnis að verið sé að koma til móts við þeirra aðstæður. Síðan þyrfti að taka til í húsnæðis- og skattakerfinu í fram- haldi af því. Það verður til dæmis að taka mið af því í skattakerfmu hvort einstaklingar eða fjölskyldur þurfi að standa undir endurgreiðslum bæði námslána og húsnæðislána á sama tíma.“ Dagur segir lengi von en vissulega verði ríkjandi kynslóð að hugsa sinn gang fyrr en seinna. „Uppvaxandi kynslóð nær ákaflega vel saman við þá Islendinga sem núna em á gamals aldri. Sú kynslóð ólst upp við það að bara böm efnafólks gátu komist til mennta. Hún breytti því og námsmenn núna em að hefja til vegs og virðingar hugsjónir þeirrar kynslóð- ar. Ef að glímu má kalla þá er verið að taka glímuna núna við verðbólgukyn- slóðina. Val þeirrar kynslóðar stendur um það að hlusta ekki, vísa þessu á bug og búa svo hér afskipt og einangr- uð í ellinni og eiga samskipti við böm- in sín í gegnum tölvupóst eða setjast niður og gera það sem gera þarf,“ segir Dagur B. Eggertsson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.