Alþýðublaðið - 03.12.1996, Side 3

Alþýðublaðið - 03.12.1996, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Olafur Ragnar í Danmörku Hvers vegna eigum við núna þegar við horfum til nýrrar aldar að lofa í hástert samskipti okkar við Dani? Ekki bara f fortíð. Líka f nútíð. Svo er látið að þvf liggja að þessir fölsku hljómar komi til með að verða tónaðir hér um alla ókomna í framtíð! að er gleðilegt að sjá íslendinga halda uppi kurteisisheimsóknum við framandi þjóðir. Hveijar svo sem þær eru. Þó verður að segjast eins og er að ferðalag Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta íslenska lýðveldisins, til Danmerkur kemur harla spánskt fyrir sjónir. Það er á mörkunum að maður trúi sínum eigin augum og eyrum. Hvers vegna eigum við núna þegar við-horfúm til nýrrar aldar að lofa í hástert s.amskipti okkar við Dani? Ekki bara í fortíð. Líka í nútíð. Svo er látið að því liggja að þessir fölsku hljómar komi til með að verða tónaðir hér um alla ókomna í framtíð! Ef Ólafur Ragnar Grímsson væri sagnfræðingur mætti svo sem skilja Pallborð I Trausti Einarsson skrifar þennan áhuga hans á Danmörku. Við vorum öldum saman hluti af Dan- mörku og því í hæsta máta eðlilegt að hann notfærði sér vinnutímann til þess að bregða sér til Kaupmannahafnar. Tæki jafnvel konuna sína með sér. En Ólafur Ragnar er alls ekki sagnfræð- ingur eða var það nokkuð hin dulda ástríða sem lá að baki þessu forseta- framboði? Hann hefur verið kosinn forseti Islenska lýðveldisins og væri óskandi að við íslendingar förum ekki að hafa áhyggjur af því að hann sé á rangri hillu í lífinu. Islendingar hafa aldrei litið á sig sem smáþjóð. Það nægir að lesa ís- lendingasögumar til þess að sannfær- ast um það. Þetta smásálarviðhorf er hins vegar alltaf uppi á teningnum þegar verið er að blaðra um ágæti Norðurlandasamstarfs. Þessar glósur koma eins og á færibandi þegar farið er að vegsama samskipti okkar við Dani - engu líkara en sjálfur manns- heilipn hafr .veríð tekinn úr.sambandi. ýið séipn.syo fá. Við sem tölum ís- lensku erum svo frá. Við verðum að læra dönsku til þess að geta skilið norsku og sænsku! Þetta sé nauðsyn- legt vegna þess að við höfum ekki nægilegt kennsluefni fyrir framhalds- skóla á okkar móðurmáli. Við séum svo blankir. Fyrir þá sem skilja ekki alvöruna sem gægist hér fram má minna á það hefði Gunnar Gunnars- son ekki glapist á því að skrifa skáld- verk sín á dönsku sæti hann alveg við sama borð okkar ágæti Nóbelsverð- launahafi. Hefðu áhrif Dana á íslenskt þjóðlíf ekki verið jafn sterk og raun ber vitni þá hefði Gunnar Gunnarsson ekki orðið fyrir þeirri niðurlægingu að vera tekinn út af rithöfundaskrá af ein- hverjum Heimi Pálssyni, höfundi kennslubókar í íslenskum bókmennt- um, Straumar og stefnur. Við hljótum að vera sammála um það að þessa þumalskrúfu - smáþjóðarkomplexinn - þurfi að gera burtræka úr okkar þjóðlífi í eitt skipti fyrir öll. Væri ekki við hæfi að taka af skarið með því að leggja af alla kennslu í þessu ljóta tungumáli nema þá sem valfag fyrir þá sem nema þýsku? íslenskan varð að glæsilegu ritmáli á heimsvísu eftir að við kynntumst hinni latnesku ritlistarhefð. Það er þessi stórkostlega fortíð sem okkur ber að huga að! Er ekki búið að reyna til þrautar að lyfta andlegri mennt fs- lendinga á hærri svið með aðstoð Nudansk ordbok, Det forsömte forár og svo Den forsvundne fuldmægtig. í framtíðinni eigum við að leita uppi bandalagsþjóðir sem eiga raunveru- lega undir högg að sækja vegna móð- urmálsins. Hvers vegna erum við að fylkja okkur með smáþjóð sem stend- ur stuggur af einhverri Eyrarsunds- brú? Við þurfum fyrir alla muni að þvo af okkur þennan hugsunarhátt að við séum smáþjóð og okkur sé bara best að standa í bandalagi með smá- þjóðum án þess að huga nákvæmlega að því um hvað er að ræða? Hvur veit nema þama sé vísbending um það að Norðurlandasamstarfið eigi fyrir sér mikla framtíð - hinir samnorrænu ídealistar - eiga einungis eftir að koma auga á það hver sé hinn raun- verulegi tilgangur með slíku sam- starfi! Höfundur er sagnfræðingur. Myndlistarsýningin Tukt hef- ur verið framlengd vegna mikillar aðsóknar en hún hefur staðið yfir um hríð í Síðumúla- fangelsinu illræmda, þarsem mörg dvölin var framlengd við litlar vinsældir fanganna. Fram- lengingin mun hinsvegarvera listamönnunum að skapi sem njóta þess að láta tukta sig til i fangelsinu sem nú hefur verið selt og allt stefnir í að verði rifið, enda ekki veglegur minnisvarði um fangelsismál á íslandi, en sannur... DiskurBubba Morthens, All- arábtír, stefnir í að ná fimm- þúsund eintaka sölu og verða þannig gullplata. Þetta góða gengi hefur gefið glaðbeittum sölumönnum Skífunnar byr und- ir báða vængi og þeir stefna nú á það að koma disknum í platín- una sem eru 10 þúsund seld ein- tök. í fyrra voru það aðeins tveir diskar sem náðu þvi takmarki: „Þó líöi ár og öld" með Bjögga Halldórs og „Debut" Bjarkar Guðmundsdóttur. Það ætti ekki að spilla fyrir þeim áformum Skifumanna að verslunin Bónus hefur boðið plötuna til sölu með veglegum afslætti, en Bubbi semur kannski lag eða Ijóð um verkalýðshetjuna Jóhannes í þakklætisskyni - eða fær Valgeir Guðjónsson til verksins sem er höfundur Hagkaupslagsins fræga... Og af öðrum óskabörnum þjóðarinnar sem er á flugi um þessar mundir. Þolfimimeist- arinn Magnús Scheving er orð- inn rithöfundur sem kunnugt er og leikskáld. Flest bendirtil þess að sýning Magnúsarog Baltas- ar Kormáks í Loftkastalanum, „Afram Latibær" gangi frammá vor við húrrandi vinsældir. í verkinu breytist Latibær í Leikbæ en þeir sem sjá lengra tala nú um Arðbæ í þessu samhengi. Þeir Ingvar H. Þórðarsson og Hallur Helgason lofa að öllum líkindum þann dag er þeir gengu til samstarfs við gulldrenginn Baltasar og stofnuðu Flugfélagið Loft... Upplesarar úr röðum rithöf- unda hafa verið á ferð um Austurland á undanförnum dög- um og hafa lent í nokkrum hrakningum. Ungskáldin Krist- ján B. Jónasson, Andri Snær Magnason og Gerður Kristný voru með upplestur á Seyðisfirði á laugardagskvöldið og tókst vel. Alls mættu 120 manns sem þykir hreint ótrúlegt í ekki stærra bæj- arfélagi. Fyrirhugað var að rithöf- undarnir Vigdís Grímsdóttir, Einar Kárason og Þórarinn Eldjárn væru þar einnig en þau komust ekki vegna veðurs. Sigga Dóra, menningarfrömuð- urinn skeleggi á Vopnafirði, hef- ur haldið úti upplestrarkvöldum þar í bæ með miklum glæsibrag að undanförnu. Hún bauð ofan- greindum skáldum, nema Krist- jáni, til upplestarar í heimabæ sinu á sunnudagskvöld. Skáldin urðu innlyksa og komust ekki til Akureyrar í gær eins og fyrirhug- að var og mun það ekki vera Siggu Dóru á móti skapi að hafa menningarlið úrsollinum sem lengst í bænum... h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson Sólveig Níelsdóttir hár- greiðslumaður: Ég gef um 12 gjafir og ætla í það í kring- um 20 þúsund krónur. Valdimar Pétursson bíl- stjóri: Það verða svona fimm til sex gjafir og ætli það verði ekki 10 til 15 þúsund sem ég eyði í þær. Bjarney Valsdóttir versl- unarmaður: Ég gef fimm gjafir og reikna með um 2 þús- und krónum í hverja. Edda Jónsdóttir skrif- stofumaður: Ég gef 15 gjaftr og líklega fer 20 þúsund kall í það. Gunnar Grímsson málari: Ég gef 10 gjafir og eyði í það 30 þúsund krónum. m e n n Almennt má segja að slagorð okkar hafi verið: stelið ollu því sem ekki er gætt. Vladimír J. Semitjastní fyrrum yfirmaöur KGB í bráðskemmtilegu viötali viö Moggann á sunnudag. Þeir voru atvinnumenn innan KGB og nú eru þeir atvinnumenn á mála hjá mafíunni. Vladimír aftur um ný störf fyrrum njósnara. 0g engum blöðum um það að fletta að sem heild mynda Híbýli vindanna og Lífsins tré eitt magn- aðasta og minnisstæðasta skáld- verk sem út hefur komið á íslensku langa lengi. Friörika Benónýs hóf skáldverk Böövars Guömundssonar til skýjanna í DV í gaer, ein- sog aörir ritdómarar. Babýlon við Eyrarsund er brautryðjendaverk sem liklegt er að verði oft vitnað til í framtíðinni. Ármann Jakobsson í DV um rit Margrétar Jónasdóttur sagnfræöings um íslenska stúdenta í Kaupmannahöfn. Ég hugsaði með mér hverskonar auli ég væri að klikka á móti svona lélegum markmanni. Lítillátur Valdimar Grímsson handbolta- kappi eftir sigurinn á Dönum. DV. Það getur enginn risið upp í einhverja gioríu nema hann hafi fallið. Megas í viötali viö Moggann á sunnudag. Sighvatur er skynsamur maður og leggur fram það sem Alþýðubandalagið hefur þegar samþykkt og gert að sinni stefnu. Kristinn H. Gunnarsson um hvort eigi aö takmarka framsal aflaheimilda, einsog Sig hvatur Bjarnason framkvæmdastjóri Vinnslustöövarinnar leggur til. DT á laugardag. Ætli megi ekki segja að þetta sé nærfærnislega valinn óþverri. Sigurður Valgeirsson um nýja bók sína, Skemmtileg skot á náungann. DT. smáa letrið Kempa dagsins Jón Söðli *

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.