Alþýðublaðið - 03.12.1996, Side 5

Alþýðublaðið - 03.12.1996, Side 5
ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ æ k u 5 Tímans, orðaði þessa hugsun ágætlega þegar hann sagði í leiðara sínum: „Óformleg viðtöl við gagnrýnendur skólakeffisins leiða í ljós: Kennarar kunna ekki'það.sem þeir eiga að kenna, menntun þeirra með mikilli áherslu.á ufndeildá uppeldis- og sálar- fræði skilar ekki árangri, laun og fé- lagsleg staða þeirra fælir frá atgervi og laðar að þá sem ekki kæmust áfram annars staðar.“ Fulltrúar kennara taka þessari gagn- rýni vitaskuld ekki þegjandi. „Ég vil benda á að inn í Kennarahá- skólann kemst ekki nema einn af hveijum fjórum sem sækir um,“ segir Þórir Ólafsson, „þannig að við veljum nemendur inn í skólann og þeir þurfa nánast að hafa íýrstu einkunn á stúd- entsprófi til að komast inn.“ Þórir seg- ir skólann skila ágætum kennurum en viðurkennir að þekkingu kennaranema á fagsviði kunni að vera eitthvað ábótavant enda fari ekki nægur tími til kennslu faggreina. „Við höfum barist Glæpir og ástir í Skagafirði „Það er athyglisvert að kynnast viðhorfum viðmælenda Jóns til kvótakerfisins því þar tala menn sem þekkja þetta umdeilda kerfi af eigin raun.“ íýrir því að bæta fjórða árinu við kennaramenntunina og á því ári vilj- um við bæta við menntun á fagsviði. Lög þessa eínis áttu að taka gildi árið 1994 en ríkisvaldið hefur frestað þeim til ársins 1998.“ ,JFólk þarf alltaf að finna einhvem blóraböggul og það er bent á kennara sem þá seku,“ segir Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambandsins. „Hér á landi er gerð sú krafa til kennara að þeir skili nemendum sem standi jafn- fætis jafnöldrum sínum í öðram lönd- um og þetta á skólakerfið að gera lýrir mun minna fjármagn en í þeim lönd- um sem við viljum bera okkur saman við. Mér finnst eðlilegt að gera þá kröfu til skólakerfisins að það standist samanburð við það sem best gerist annars staðar, en þá verða menn líka að vera tilbúnir að veita skólanum for- gang.“ Kennarar vilja að meira ijármagn til skólamála og vitaskuld einnig hærri laun. Áherslumál þeirra eru fleiri, eins og til dæmis fækkun nemenda í bekkj- ardeildir sem þeir telja að muni verða til mikilla bóta í skólastarfi. „Skólasteftian gengur út á minnka vinnuálag kennara sem fyrir löngu eru búnir að missa tökin á kennslunni," segir Gunnar Smári. „Flestum ætti að vera ljóst að vondur kennari verður ekki góður þótt nemendum í bekknum hans sé fækkað niður í tvo og kennslu- stundimar ekki hafðar fleiri en fimm á viku. Ensku foreldrasamtökin hafa átt- að sig á þessu. Þau slitu allir samvinnu við kennarasamtökin vegna þess að hagsmunir þessara tveggja hópa fara engan veginn saman. Eg íýlgdist einu sinni með forystumanni samtaka enskra foreldra benda fréttamanni Sky-fréttastöðvarinnar á að Suður- Kóreumenn vinna allan samanburð á námsárangri milli landa. Eftir sem áð- ur þykir fimmtíu nemenda bekkur lítill þar í landi. Sá kennari sem ekki getur haldið uppi aga og áhuga í fimmtíu nemenda bekk getur það ekki heldur í fimm manna bekk.“ Gunnar Smári segist sammála þeim viðhoriúm Bjöms Bjamasonar að auka beri samkeppni milli skóla með því að birta niðurstöður um útkomu skólanna í samræmdum prófum. Gunnar Smári segist hafa leitað eftir slíkum upplýsingum hjá menntamála- ráðuneytinu fyrir nokkrum árum: „Mér var sagt að þetta væri trúnað- armál og varð hissa. Og ég er enn hissa. Hvemig í ósköpunum getur það verið einkamál kennara og skólastjóra hvemig þjónustu þeir bjóða upp. Eg borga þessa þjónustu og sonur minn þarf að þola hana. Hún er því íýrst og fremst mál okkar tveggja. Kennarar em aukaaðilar að þessu máli. Og talandi um þessi mál þá finnst mér kominn tími til að gefa fólki skól- ana aftur. Það væri hægt að gera með því að foreldrar kysu skólastjómir sem fæm með æðstu völd í hverjum skóla. Það em engir hæfari til að stjóma menntun bamanna en foreldramir." Skortir hvorki stefnu né orð „Við stöndum á krossgötum og verðum að endurskoða menntakerfi okkar,“ segir Vilborg Dagbjartsdóttir sem segist telja þær umræður um orð- ið hafa um menntamál af hinu góða. „Það hefur eitthvað farið úrskeiðis og ástæðumar em ömgglega margþætt- ar,“ segir Þórhildur Líndal. Hún segir ennfremur: „Æskan er það æviskeið sem mikil- vægast er í mómn hvers einstaklings. Þess vegna finnst mér mikilvægt að ríki og sveitarfélög leggi áherslu á málefni bama og ungmenna. Við byggjum framtíðarþjóðfélagið á þeim. Ég vil að mótuð verði heildarstefria í málefnum bama og unglinga hér á landi. Ef engin stefha er þá er hætta á geðþóttaákvörðunum og vanhugsuð- um ákvörðunum. Þegar stefnan er mótuð þarf framkvæmdaáætlun til einhverra ára þar sem kveðið er á hvaða málefni eigi að hafa forgang og hvaða úrræðum eigi að beita.“ „Orð em ekki sama og athafnar,“ segir Hugo. ,JÞað er ekki nóg að segja við foreldra og skólayfirvöld: Sinnið bömum og unglingum betur. Okkur skortir hvorki stefnu né orð heldur að- stoð til að ffæða foreldra og kennara um það hvemig þeir eiga að fara að því að standa sig betur." ■ Birgitta H. Halldórsdóttir: Ofsótt Skjaldborg Alþýðuhöfundurinn Birgitta H. Halldórsdóttir sendir nú frá sér 14. skáldsöguna á jafnmörgum árum. Þessi afköst sýna að höfundur hefur fundið sér það stóran lesendahóp að gmndvöllur er fyrir nýrri skáldsögu á hverju ári. Birgitta hefúr aldrei gert kröfu um að vera tekin í hóp djúpsál- arfræðinga í stétt íslenskra höfunda. Hún skrifar eins og andinn blæs henni í brjóst hveiju sinni og segir sögur af ástum og örlögum hvunndagsfólksins. ' Birgitta skrifar afþreyingarbækur og fer ekkert í launkofa með það. Slíkar skemmtisögur eiga vitaskuld fullan rétt á sér og er vel að innlendir höfundar keppi við þýðingar á erlend- um ástar- og skemmtisögum. Þeir em til, sem fetta fingur út í skáldskap á borð við þann sem Birgitta ber á borð. Ekki sé hægt að líta á slíkar bækur sem raunsæjan skáldskap og ógerlegt að taka slíkar sögur alvarlega. Vissu- lega þarf oft mikið ímyndunarafl til að taka skemmtibækur sem raunhæfa eft- irmynd vemleika. En hvað mætti þá segja um helftina af þeim hroða sem sjónvarpsstöðvamar færa inn í stofur landsmanna úr verksmiðjunum í Hollywood? Má ég þá frekar biðja um íslenskt óraunsæi en amerískt dellu- mak. Það virðist langur vegur á milli skagfirsku skáldkvennanna Guðrúnar frá Lundi og Birgittu Halldórsdóttur þegar verk þeirra em lesin. En á milli þessara höíúnda er líka heil kynslóð. Sögur Guðrúnar em alþýðusögur síns tíma en Birgitta er fulltrúi nútímans. Ástir og örlög em söm við sig, en nú er heimurinn orðinn annar en um stríðsárin þegar Guðrún hófst handa. í nýjustu bók Birgittu er blandað saman ástum sögupersóna og alvarlegum glæpum, allt frá misþyrmingum á skepnum til morðtilrauna. Svo alvar- legir glæpir eru sem betur fer ekki daglegt brauð í Skagafirði, þótt ásta- lífið blómstri þar ekki síður en á dög- um Guðrúnar. Persónusköpun ber ekki hátt í sögu Birgittu, en hún skrif- ar lipran stíl og læsilegan. Byggir upp hæfilega spennu og leysir hnúta með nokkuð sannfærandi hætti. I samræmi við nútímann teygir sagan anga sína allt til Malasíu, enda liggja leiðir skagfirskra bóndadætra víða ekki síð- ur er annarra. Skáldsagan Ofsótt er sambland spennu- og ástarsögu eftir uppskrift sem margir höfundar hafa þrautreynd og gengur fullkomlega upp sem slík. Birgitta H. Halldórsdóttir getur borið sinn skáldahatt með reisn og þarf síð- ur en svo að hafa nokkra minnimáttar- kennd gagnvart höfundum úr öðmm greinum bókmennta. Ýmsum mun það góð hvfld frá daglegu amstri að lesa sögur Birgittu og þar með er til- ganginum náð. o^Sóít í nýjustu bók Birgittu er blandaö saman ástum sögupersóna og alvarlegum glæpum, allt frá misþyrmingum á skepnum til morðtilrauna. Eiáleitt foÆaterf Jón Kr. Gunnarsson: Hafið hugann dregur Skjaldborg 1996 „Sú ráðstöfun að menn eigi óveidd- an fisk í sjónum og að sá réttur gangi jafnvel í erfðir er alveg fráleitt. Mér finnst að með því sé verið að stíga mörg skref aftur á bak til gamla léns- skipulagsins. Það er jafnvel talað um að það eigi að borga erfðaijárskatt af kvóta sem gengur í erfðir. Þetta er fá- ránlegt og nokkuð sem manni datt aldrei í hug þegar maður mælti með kvótakerfinu á sínum tíma.“ Svo segir Halldór Hallgrímsson, fyrrverandi togaraskipstjóri hjá Ut- gerðarfélagi Akureyringa, meðal ann- ars í bók Jóns Kr. Gunnarssonar, þar sem rætt er við fimm valinkunna sjó- sóknara. Dóri á Svalbak fór í land iýr- ir þremur ámm eftir þriggja áratuga staifi sem skipstjóri hjá UA. Og hann á það sammerkt með öðrum viðmæl- endum Jóns, að honurn þykir kvóta- braskið fyrir neðan allar hellur. Raun- ar segir Dóri að kvótabraskið sé „al- gjörlega ólíðandi" og bætir við: „Við hér fyrir norðan töldum kvótakerfið betri kost en sóknarkerfi sem allir bit- ust um. Mér hefur virst okkar blessuð stjómvöld hafa unnið þannig að þegar hefur átt að redda einni vitleysunni þá hafa komið tvær í staðinn." Það er athyglisvert að kynnast við- horfum viðmælenda Jóns til kvóta- kerfisins því þar tala menn sem þekkja þetta umdeilda kerfi af eigin raun. Þeir era sammála um að vemda þurfi fiski- stofna og koma í veg fýrir ofveiði en formæla kvótabraskinu. Skipstjóramir sem segja sögu sína em Andrés Finn- bogason, Áki Guðmundsson, Guð- mundur Vigfússon, Halldór Hall- grímsson og Halldór Þórðarson. Þeir greina frá lífshlaupi sínu og störfúm í stóram dráttum á hógværan hátt, gera lítið úr svaðilföram og slarki en vissu- lega hafa sumir þefrra komist í hann krappan. Jón Kr. Gunnarsson þekkir starfs- vettvang viðmælenda sinna og kemur frásögn þeirra skilmerkilega á blað. í bókinni er lýst þeim breytingum sem orðið hafa á skipakosti og útgerð síð- ustu áratugi og þar er margur fróðleik- ur. Bókin er skrifuð í hefðbundnum stfl blaðamannaviðtala, en höfundur heldur sig hæfilega til hlés. Það skipt- ast á skin og skúrir í viðtölunum en Dóri á Svalbak lúrir á ýmsum góðum gamansögum. Það er við hæfi að láta eina þeirra fljóta með: Eitt sinn sem oftar kom tundurdufl í vörpuna en yfirleitt tók enginn eftir þeim fyrr en þau ultu út úr pokanum þegar leyst var frá. Þá þutu menn í all- ar áttir nema í þetta sinn, þá hljóp bátsmaðurinn að því og einnig strákur sem var til aðstoðar við forgálgann og vildi athuga duflið líka. Hinir hurfu bara eins og þeir hefðu hlaupið fyrir borð. Bátsmaðurinn tók spanna og barði af alefli í tundurduflið og kallaði: - Heyrðu, Halldór, enn eitt helvíti. Þá sagði strákurinn við hliðina á bátsmanninum: - Ég vildi óska þess að það hefði sprangið. Alþýðublaðið á Alnetinu sendið okkur línu alprent@itn.is

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.