Alþýðublaðið - 03.12.1996, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 03.12.1996, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 / ■ Alþýðublaðið birtirtvo kafla úr sjálfsævisögu Agnars Þórðarsonar í vagni tírrans. I þeim fyrri erfjallað um Halldór Laxness og hollvini hans. í þeim seinni segir af Steini Steinarr og kunningjahópnum á Hress- ingarskálanum „Eg minnist vina minna...“ „Þú átt að skrifa bók um skáld allra tfma eins og þú skrifaðir bók um bónda allra tfma, Bjart í Sumarhúsum, sagði Vilmundur Jónsson landlæknir hollvinur Laxness við hann. Nóbelsverðlaunin ;Hér heima var andrúmsloft lista- manna mettað af pólitískri mengun. Óbrúanlegt bil var á milli hægri og vinstri höfunda. Listamannastyrkir voru árleg þrætumál. Við heimkomu mína haustið 1955 voru skiptar skoðanir um hvort Lax- ness væri verðugur þess að hljóta Nóbelsverðlaunin fremur en Gunnar Gunnarsson. Ymsir bentu á að bækur Gunnars hefðu verið þýddar á talsvert fleiri tungumál en bækur Halldórs, upplög að bókum Gunnars væm stór á Norðurlöndum og í Þýskalandi hefði hann verið settur á bekk með Knut Hamsun allt frá áranum talsvert fyrir valdatöku nasista. Þessi samanburður við Hamsun þótti mörgum engin meðmæli á þeim áram og það var rifjað upp að Gunnar hefði komið til íslands á skemmti- ferðaskipinu Milwaukee sem heiðurs- gestur Norræna féfagsins í Þýskalandi ásamt hinum fræga norska teiknara Olav Gulbrandsson. Þetta þótti sanna að Gunnar hefði verið nasisti, og eitt níðskáldið orti í dagblað hér heima þegar minnst var á Gunnar í sambandi við hugsanleg Nóbelsverðlaun, að það væri gasklefalykt af honum. Á þessum árum, í miðju Kalda stríðinu, réðu vinstri menn lögum og lofum í umfjöllun bóka og rökkuðu niður og ofsóttu höfunda sem vora á annarri skoðun. Gunnar Gunnarsson neyddist til þess að höfða mál gegn ærameiðandi skrifum Þjóðviljans en ekkert hefur kotnið fram um að Gunnar hafi skrif- &Ö' tiókkúð í' þjónústu nasismans eða Hitlérs.'-Halldóf Láxness skrifaði hins vegar Gerska ævintýrið í þjónustu Komintem um réttarhöldin miklu á fjórða áratugnum og lofsöng Stalín sem snilldarmann. Þetta eru óvefengjanlegar stað- reyndir sem ekki er hægt að loka aug- unum fyrir. Hinsvegar var Halldór Laxness mikið sagnaskáld og stílsnill- ingur og var sem slíkur vel að Nóbels- verðlaununum kominn. Þjóðverjar höfðu tapað stríðinu og þá fundu margir hjá sér hvöt til að sverta og draga þá listamenn í svaðið sem vinsældum höfðu átt að fagna hjá þýsku þjóðinni frá því löngu fyrir valdatöku Hitlers, eins og t.d. Knut Hamsun, sem Norðmenn skammast sín nú fyrir að hafa ofsótt og lokað inni á geðveikrahæli. Milli Halldórs og Gunnars var mik- il og góð samvinna við gagnkvæmar þýðingar sem báru ríkulegan ávöxt. Enginn skuggi féll á vináttu þeirra þrátt fyrir Kalda stríðið og Nóbels- verðlaunin. Gunnar hélt uppteknum hætti að rísa árla úr rekkju, slakaði ekki á rit- störfum sínum og undi sér vel í stíl- hreinu húsi sínu við Dyngjuveg í Laugarásnum með útsýn um allan Faxaflóa og sólsetur yfir Snæfells- jökli. Sigfús Daðason hefur kallað Fjall- kirkjuna minningaskáldsögu í stíl við Jósefssögurnar eftir Thomas Mann. „Einkennandi um byggingu minninga- verka,“ segir Sigfús í grein í Trmariti Máls og menningar 1958, „er í raun- inni oft að þau hafa alls enga bygg- ingu. Annað einkenni sumra slíka verka er kyrrstaðan sem ríkir í þeim að meira eða minna leyti. Þessi kyrr- staða stafar ekki endilega af atburða- leysi þó að atburðimir séu oftast nær smáir, það væri nær sanni að segja að hún stafi af þeirri makalausu sjálfs- elsku sem er næstum skyldug í þess- um verkum.“ í ræðu Halldórs Kiljan Laxness á Nóbelshátíðinni í Stokkhólmsráðhúsi 10. desember 1955 minnist hann fyrst þeirra sem stóðu honum næst í æsku og „þeirra undursamlegu manna og kvenna þjóðdjúpsins sem veittu mér fóstur". Hann segir jafnframt: „Ég minnist vina minna... Þar á meðal vora nokkrir menn þótt eigi væra at- vinnurithöfundar, gæddir bókmennta- legri dómgreind sem aldrei brást, og þeir gerðu mér ljós ýmis þau höfuðat- riði skáldskapar, sem stundum eru jafnvel snillingum hulin. Nokkrir þessara gáfuðu vina minna halda áfram að lifa í mér, þó þeh séu horfnir af sjónarsviðinu, sumir þeirra jafnvel með svo raunverulegum hætti, að fyrir getur komið, að ég spyiji sjálfan mig hvað sé þeirra hugur og hvað minn.“ Af þessum nánu vinum gæti manni dottið í hug Erlendur í Unuhúsi, Vil- mundur Jónsson, Jón Helgason, Krist- ín Guðmundsdóttir og fleiri. Sennilega hefur Vilmundur verið honum nokk- urs konar lærimeistari eins og Þór- bergi. Vilmundur sagði Halldóri Lax- ness frá dagbókum Magnúsar alþýðu- skálds Hjaltasonar sem höfðu borist handritadeild Landsbókasafnsins. Ég handlék þær seinna fyrir tilvísan Vilmundar og tók eftir því að sums- staðar hafði verið strikað dauft með blýanti á spássíumar, og Vilmundur sagði mér að það hefði hann gert til hægðarauka fyrir Kiljan því að dag- bækurnar eru í mörgum bindum. Þangað sótti Kilj- an þau innblásnu „Eins og mörg stórskáld hefur Kiljan verið mjög lánsamur að eiga gáfaða hollvini að, og ekki minnkar það hann á neinn hátt að hann hafi kunnað að notfæra sér ábendingar þeirra." Steinn Steinarr: „Aldrei bar neitt á öfund hjá honum í garð skálda eða rithöfunda þótt hon- um þætti hvimleitt fjálglegt og merkingarlaust hjal um Listina og brosleg Köllun þeirra sem lifa i ástalífi við sjálfsmynd sína." orð „kraftbirtingarhljómur guðdóms- ins“. Ég hef séð prófarkir frá Jóni Helga- syni að sumum skáldsögum Halldórs Laxness og þar er mikinn fróðleik að finna. Eins og mörg stórskáld hefur Kiljan verið mjög lánsamur að eiga gáfaða hollvini að, og ekki minnkar það hann á neinn hátt að hann hafi kunnað að notfæra sér ábendingar þeirra. Vilmundur Jónsson sagði mér frá því á Landsbókasafninu að einu sinni á göngu í Ingólfsstræti, eftir að Kiljan hafði sinnast eitthvað við Stein í Unu- húsi, var hann að óskapast yfir letilífi ýmissa skálda, svo sem Steins og vest- ftrska alþýðuskáldsins Magnúsar Hj. Magnússonar sem Vilmundur hafði sagt Kiljan frá. Vilmundur sagði þá við hann: - Nú sé ég hvað úr þessu er að verða. Þú átt að skrifa bók um skáld allra tíma eins og þú skrifaðir bók um bónda allra tíma, Bjart í Sumarhúsum. Um Brekkukots- annál sagði Vilmund- ur við mig að það væri sálfræðilega rangt að láta pilt eins og Álfgrím alast upp í koti. Drengur sem gengið hefi mennta- veginn myndi fjar- lægjast kotið eins og hartn gæti, en alls ekki gera það að ídeali. Ef Álfgrímur hefði verið 6 ár í menntaskóla hlyti hann að vera allt öðra vísi. Hressingarskál- inn Á Hressingarskálann kom ég oft í kaffihléi og hitti Stein Steinarr og fleiri menn, sem söfnuðust að honum, svo sem Karl Isfeld, Helga Sæm, Berg Pálsson og fleiri góða menn, sem kunnu að rabba urn skáldskap, pólitík og hvaðeina úr mannlífmu án þess að verða hátíðlegir eða alvöraþrangnir og sáu frá kátlegu hliðinni fáránleikann í flokkapólitíkinni. Sérstaklega var Steinn fundvís á margt skringilegt, en aldrei bar neitt á öfund hjá honum í garð skálda eða rithöfunda þótt honum þætti hvimleitt fjálglegt og merkingar- laust hjal um Listina og brosleg Köll- un þeirra sem lifa í ástalíft við sjálfs- mynd sína. Þá hafði um árabil ríkt mikil óbil- girni í garð ýmissa rithöfunda sem teknir vora fyrir í sumum klíkum. en Steinn tók aldrei þátt í slíkri iðju þó að hann gæti sagt skoplega sögu af hveij- um sem var ef tilefni gafst. Eitt sinn sat Ásmundur Sveinsson á tali við Stein sem hafði verið í París 1946-47 og var myndhöggvarinn að lýsa kynnum sínum af miðdepli listar- innar þegar hann dvaldist í París fyrir stríð og hvað þá hefði verið að gerast í listum. - Þessir ungu menn eru dálítið glúmir, sagði Ásmundur, þeir glíma af alvöru við viðfangsefnin, og þeim tekst að leysa þau - já þeim tekst að leysa þau. Steini fór að leiðast þetta mikla lof og sagði að lokum: Þú þarft nú ekkert að segja mér um það Ásmundur Sveinsson, því mér er nú loksins orðið ljóst að öll þessi svokallaða nútímalist er ekki annað en einn allsheijar hóra- kassi, en það er ekki svo gott að menn fari þar inn og fái sér hóra, heldur fara þeir þangað til að fróa sér sjálftr. Svavar Guðnason listmálari settist hjá okkur og talið barst að baráttunni gegn her í landi. Steinn spurði hvers- vegna hann væri svo mikið á móti hemum. Svavar svaraði að það væri aðallega vegna þeirrar spillingar sem hann hefði í för með sé hérlendis. Steinn glotti við: - Það er tóm vit- leysa. herinn hefur ekki haft nein spill- andi áhrif á Islendinga, aftur á móti hafa íslendingar spillt svo hermönn- unum að það verður alltaf að senda þá heim eftir dvölina héma í spillingunni. Þá sögu heyrði ég eftir Bergi Páls- syni að eitt sinn haft þeir Steinn Stein- arr og Bergur verið samskipa prófess- or Jóni Helgasyni á ferjunni frá Mal- mö yfir til Kaupmannahafnar. Sat Jón Helgason lengi uppi á þiljuni og ræddi við gamla konu, en Sleinn var á vakki í kringum þau, fór Jóni að leiðast þetta ráp í manninum og spurði önugur hversvegna liann væri að hlera samtal þeirra. - Vegna þess, svaraði Steinn, að mér þykir alltaf svo gaman að heyra kerlingar tala saman. Steinn talaði oft um að hann yrði fimmtugur næsta haust og þá myndi verða mikil veisla. Mér þótti af rótgró- inni hjátrú óvarlegt að tala mikið um ókomna hamingjudaga, en ég hlakk- aði til veislunnar því ég var viss um að hún myndi verða eftirminnileg og sér- stæp. Ég varð fertugur þá um haustið og Steinn sem hafði ákveðið að hætta rekstri á sínu litla kapítalíska hænsna- búi gaf mér pútur sínar til veisluhalds á afmæli mínu. Þangað kom Steinn því miður ekki af því hann var ekki vel fyrir kallaður. Ég heimsótti hann suður í Fossvog á Þorláksmessu 1957 þar sem hann var rúmliggjandi. Við ræddum um ný- útkomnar bækur, þar á meðal um Andlit í spegli dropans eftir Thor. Steinn sagði að Thor væri í einhverri spennitreyju og þegar hann setti sig í þær stellingar að skrifa skáldskap yrði hann stífur og ósveigjanlegur. Ef hann gæti komið fram á svipaðan hátt og hann gerði þegar hann skrifaði ferða- sögur og pistla í blöð myndi skáld- skapur hans komast úr slæmri kreppu. Um þriðju bók Jónasar Árnasonar, Veturnóttakyrrur, sagði Steinn að snobberí Jónasar fyrir alþýðunni staf- aði af sektartilfinningu út af því að vera betriborgarabam. Heilsu Steins fór hrakandi, hann var orðinn aivarlega veikur og lá um tíma á sjúkrahúsinu Hvítabandi. Þar kom ég í heimsóknir til hans, hann hélt lengi í þá tni að þó að þetta væri erfið- ur sjúkdómur að fást við, þá væri það samt ekki sá sjúkdómur sem enginn vildi nefna. Eitt sinn á heimsóknartíma var þar staddur Sigurbjörn Einarsson sem varð biskup Islands á sama ári og Steinn hefði orðið fimmtugur og þegar hann gekk út af sjúkrastofunni sneri hann sér við í dyrunum og spurði sjúklingana: - Er það nokkuð sem ég get fyrir ykkur gert? Sveinn leit upp af koddanum og svaraði: - Nei ekki strax séra Sigur- bjöm, ekki strax.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.