Alþýðublaðið - 03.12.1996, Síða 8

Alþýðublaðið - 03.12.1996, Síða 8
Þriðjudagur 3. desember 1996 182. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Rasískum áróðri dreift um landið „Ég vil vekja upp hatur hjá þér“ - segir í blaðinu Arísk upprisa. Jóhann Guðni Reynisson út- gáfustjóri. „Sagan eins og við lærum hana er áróður sigur- vegaranna." Alþýðublaðinu hefur borist blað sem er í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir. Það heitir Arísk upprisa og er tilgangur þess að vekja upp hjá „hinum hvíta manni ást á kynþætti sín- um.“ Jóhann Guðni Reynisson í Hvera- gerði, sem annast útgáfuna, segir að því sé dreift ókeypis og hvetur fólk til að koma því sem víðast. „Við erum tveir sem stöndum að blaðinu. Félagi minn heitir Jón Ingi Sveinsson og er í Fjöl- brautarskólanum á Selfossi," segir Jó- hann Guðni sem er 26 ára gamall. „Þetta er búið að blunda í okkur lengi og við vorum orðnir leiðir á því að tala um þetta okkar á milli. Með útgáfunni erum við að athuga hvort ekki sé grundvöllur fyrir umræðu á þessum nótum. En við höfum ekki fengið mikil viðbrögð. Það er einsog fólki standi á sama - það er al- gjör sofandaháttur í samfélaginu gagn- vart þessum málum,“ segir Jóhann Guðni. Hann segir hér ekki um neina hreyfingu að ræða og blaðið sé ekki í neinum tengslum við samtök á borð við Norrænt mannkyn. í Arískri upprisu segir meðal annars að barátta aría kristallist í fjórtán orðum David Lanes sem eru eftirfarandi: „Okk- ur ber skylda til að varðveita tilveru fólksins okkar og framtíð fyrir hvít böm.“ f inngangi blaðsins segir: „Ég sagði áður að tilgangurinn væri ekki að vekja upp hatur á öðrum kynþáttum, það er alveg satt. Aftur á móti vil ég vekja upp hatur hjá þér. Ég vil gera þér grein fyrir því að kynþátturinn er að deyja og að fá þig til að elska Hvíta [svo] kynþátt- inn umfram allt. Ef þú elskar kynþáttinn þinn getur þú ekki annað en hatað allt sem eyðileggur hann.“ Jóhann Guðni segir Jón Inga höfund- inn og telur hugsanlega full sterkt til orða tekið. „Ég er viss um að þetta fer öfugt ofan í fólk en fólk ræður hvort það er sammála þessu eða ekki, við erum ekki að þröngva þessu upp á neinn," segir hann og að tilgangurinn helgi meðalið. „Þaö er hætt við því að við sé- um að óhreinka kynstofninn með því að flytja inn litað fólk og full ástæða að vera vakandi fyrir því,“ segir Jóhann Guðni. Arísk upprisa er uppfull af gam- alkunnum kynþáttafordómum. Þar er sagt að „svertingjar fjölgi sér einsog kam'nur" meðan hvítu fólki fækki. Þá er staðhæft að gyðingar stjómi fjölmiðlum í Bandaríkjunum og allir helstu forsp- rakkar bolsevika í rússnesku byltingunni hafi sömuleiðis verið gyðingar. Þá er varað við „blöndun kynþátta" og sagt að menning Eygyptalands, Indlands og Grikklands hafi liðið undir lok þegar arísk yfirstétt blandaðist öðmm kynþátt- um. í blaðinu er hvatt til þess að íslend- ingar hætti að taka við „htuðu fólki" og slagorð blaðsins er: Hreint land, fagurt land. Jóhann Guðni segist ekki vita hvort þama séu sömu kenningar á ferð og hjá nasistunum á sínum tíma. „Nas- isminn hefur verið fordæmdur. Þetta er sagan í dag og ég get ekkert gert að því sem gerðist í fortíðinni. Við emm ekki að mælast úl þess að komið verði á fót 3. ríkinu. Sagan eins og við læmm hana er áróður sigurvegaranna. Það er til dæmis lögboðin söguskýring á þessari helför. Það má ekki afneita henni. Það er bannað. Ég skil ekki úlganginn með því. Það er til fullt af fólki sem trúir því ekki að hún hafi verið. Það er málið,“ segir Jóhann Guðni. Og hann heldur því ffam, hversu einkennilega sem það kann að hljóma, að rasismi búi við fordóma. „Fólk veit oft ekkert um þetta. Umræðan er þannig að ef rasismi er nefndur á nafn þá er það bara vont og svo er ekkert meira talað um það. Við viljum að fólk kynni sér þetta og þá sér það hlutina í öðm ljósi," segir Jóhann Guðni og að því miður geti hann ekki sagt að hann verði var við vakningu en vonar að hún verði fyrr en seinna. Þegar Alþýðublaðið falaðist eftir mynd af Jóhanni sagðist hann hafa það fyrir reglu að láta ekki mynda sig. Þeir félagarnir eru nú að skrifa 2. tölublað Arískrar upprisu en óvíst er um útkomudag. ■ Ólafur Gunnarsson, Kristján B Jónasson og Jóhanna Kristjóns- dóttir lesa upp Amma býður til upplesturs Á Miðvikudagskvöldið ætla ríthöfundarnir, Kristján B. Jón- asson, Helgi Ingólfsson, Jóhanna Kristjónsdóttir og Óiafur Gunn- arsson að lesa úr nýjum verkum sínum hjá Ömmu i Réttarholti, Þingholtsstræti 5. Hinn fimmta desember hefði amma orðið hundrað ára og af því tilefni verða ýmis afmælistilboð í gangi út vikuna. Amma mun hafa sögustundir fyrir börn alla laugardaga í desember og gleðibingó öll mánudagskvöld fram að jólum. Laddi gerist vert Kaffi Óliver í Ingólfsstræti hefur fengið bæði andlitslyftingu og nýja eigendur: nýi vertinn er enginn annar en Þórhallur Sigurðsson leikari og skemmtikraftur sem mun reka staðinn með eigin- konu sinni, Sigríði Rut Thorarensen. Þau hjónin tóku á móti gestum á laugardag, og ætla að gera Óliver að skemmtiiegasta stað bæjarins. Á myndinni fagna Þórhallur og Sigríður tímamótunum. meó biónustulínum Húsnæðisstofnunar Við höfum nú tekið í notkun nýtt og bætt símkerfi sem greiðir Hægt er að velja um nokkur símanúmer eftir þörfum, allt eftir fyrir allri uppiýsingagjöf og bætir þjónustuna til muna. erindi og þeim upplýsingum sem leitað er eftir. n 569 6935 ii 569 6975 569 6905 5696915 Skiptiboið 569 6900 Gitentnún 800 6969 Félagsíbúðadeild 569 6970 bréfasími 569 6870 Rekstrardeild 569 6960 bréfasími 569 6860 Húsbréfadeild 569 6930 bréfasími 569 6830 Rekstrarstjórn 569 6920 bréfasími 569 6820 Lögfræðideild 569 6940 bréfasími 569 6840 Tæknideild 569 6980 bréfasími 569 6880 Ráðgjafarstöð 569 6910 bréfasími 569 6810 Verðbréfadeild 569 6990 bréfasími 569 6890 cSg húsnæðisstofnun ríkisins f I - vinnur að velferð í þágu þjóðar

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.