Alþýðublaðið - 12.12.1996, Qupperneq 1
Fimmtudagur 12. desember 1996 Stofnað 1919 ____________________________188. tölublað - 77. árgangur
Stjórnarfrumvarp um tekjuskatt varð að lögum í gær
Ríkisstjórnin hyglar fyrirtækj-
um á kostnað einstaklinga
- segir Agúst Einarsson þing-
maður.
,J>að var verið að samþykkja breytingar
á skattalögum sem meðal annars fela í sér
að lengdur verður sá tími sem fyrirtækin
mega draga frá skatti. Þetta er ein ívilnunin
í viðbót til fyrirtækja og það er svo sem
samræmi í því, allt frumvarpið gengur út á
það. Hins vegar er það sem snýr að ein-
staklingnum íþyngjandi. Þetta er nú rauði
þráðurinn í þessari skattastefnu ríkisstjóm-
arinnar og það var verið að afgreiða fyrstu
fmmvörpin í þá átt núna,“ segir Ágúst Ein-
arsson þingmaður þingflokks jafnaðar-
manna í samtali við Alþýðublaðið í gær.
Friðrik Sóphusson mælti fyrir stjómar-
frumvarpi á Alþingi í gær um tekju- og
eignaskatt. Ágúst segir heiti fmmvarpsins
rangnefni, í frumvarpinu sé ekkert um
eignaskatt. Ágúst á von á átakahrinu á
þinginu því þetta sé fyrsta frumvarpið af
mörgum sem öll beri að sama bmnni.
„Þeir eru samkvæmir sjálfum sér í
stefnu sinni sem felst í því að hygla fyrir-
tækjum. Auk lengingar tfma á þessum tap-
frádrætti má nefna rýmkaða afskriftar-
möguleika sem geta boðið uppá misvísandi
skilaboð frá fyrirtækjum útá markaðinn,
byggingavísitölu er kippt út og sett inn
neysluvísitala sem léttir á fyrirtækjum þetta
árið. Og í öðru frumvarpi er sett inn
minnkuð endurgreiðsla húsbyggjenda af
virðisaukaskatti sem er bein skattahækkun
einstaklinga. Þetta er nú línan," segir Ág-
úst. Hann segir stjómarandstöðuna leggjast
gegn skattastefnu ríkisstjórnarinnar í
grundvallaratriðum. Vissulega þurfi að
skoða skattamál en þá útfrá sjónarmiðum
einstaklinga. „Við viljum lækka jaðarskatta
og skatta á millitekjufólk en það er ekki of-
arlega á dagskrá þessarar ríkisstjómar."
Ágúst segir fjárlagafrumvarpið vera að
koma í gegn núna og fleiri frumvörp í far-
vatninu sem eru enn mikilvægari og um
þau verði átök. Allt beri að sama brunni.
„Þetta mál er búið og svo er bara næsta. Nú
hoppa menn úr einu virkinu í annað og
vetjast þar sem hægt er að veijast. Við er-
um ekki nema 23 í stjómarandstöðunni en
þeir em 40. Það er ofurefli en við reynum
okkar besta,“ segir Ágúst Einarsson.
Smekkleysukvöld í kvöld
Þjóðin samdauna
í smekkleysunni
■ Tillaga á Alþingi um endurskoðun á
viðskiptabanni á írak
Getum ekki þvegið
hendur okkar
-segirÞórEldon.
„Það komu margir til greina, of
margir. Það er málið. Islenska
þjóðin er svo samdauna í smekk-
leysunni að það var ekki hægt að
gera upp á milli manna,“ segir
Þór Eldon hjá Smekkleysu í sam-
tali við Alþýðublaðið aðspurður
urn hin frægu Smekkleysuverð-
laun. „Auk þess fylgir há verð-
launaupphæð Smekkleysuverð-
launum og við eigum ekki fyrir
henni núna svo skömmu fyrir jól-
in.“
í kvöld verður haldið Smekk-
leysukvöld í Leikhúskjallaranum.
Smekkleysukvöld hafa verið ár-
viss viðburður í menningarlífi
höfuðborgarinnar og er ekki
brugðið út af vananum nú, enda
á Smekkleysa 10 ára afmæli og
rétt að fagna slíku með viðeigandi
hætti. Kjörorð þessa Smekkleysu-
kvölds eru „Löglegt en smekk-
laust“.
Að sögn Smekkleysumanna
verður ýmislegt sér til gamans
gert og allt á smekklausu nótun-
um. Jón Gnarr mun leiða sam-
komuna, hljómsveitirnar Kol-
rassa krókríðandi, Fræbblarnir/-
Glott, Brim og Stuna munu leika,
en Smekkleysa gefur þær allar út
á diski um þessar mundir. Auk
þess munu rithöfundar stíga á
stokk og lesa úr verkum sínum.
- segir Steingrímur J. Sigfússon
þingmaður sem flytur tillögu sína í
þriðja sinn á jafnmörgum árum.
„Hugsandi menn um heim allan eru
orðnir æði slegnir yfir þeim hungurmorðum
sem eiga sér stað í Irak og samfélag þjóð-
anna ber ábyrgð á. Það er skortur á raunsæi
að neita að horfast í augu við þetta ástand,"
segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður
Alþýðubandalags, sem hefur lagt frarn til-
lögu þess efnis að Islendingar endurskoði
afstöðu sína til viðskiptabannsins á Irak
sem hefur leitt til dauða hundmða þúsunda
óbreyttra borgara, og era böm þar í miklum
meirihluta. I tillögu Steingríms felst einnig
að ísland beiti sér fyrir því á alþjóðavett-
vangi að meðferð þessara mála í heild sinni
verði tekin til endurskoðunar þar sem fram-
kvæmdir bitni oft á þeirn sem síst skyldi.
Steingrímur er að flytja tillögu sína í
þriðja sinn á jafnmörgum árum en af-
greiðsla málsins strandar á utaniTkisnelhd.,
Steingrímur segir tregðu nefndarinnar til að
afgreiða málið vera sér mikil vonbrigði.
,JEn ég hyggst láta reyna á það til þrautar í
vetur hvort vilji er fyrir því að afgreiða mál-
ið með einhverjum hætti í þingnefnd og
þeir sem era andvígir tillögunni verða þá að
manna sig upp í að leggja til að hún verði
fellt. Mönnum finnst kannski að Islendingar
geti lítið aðhafst og verði að fylgja forystu-
ríkjum Vesturlanda, og þá fyrst og fremst
Bandaríkjunum sem hafa leitt hópinn, en
við berum siðferðilega ábyrgð á okkar hlut
rétt eins og aðrir. Við getum ekki þvegið
hendur okkar og látið eins og ekkert sé.“
■ Launasjóður rithöfunda
kærðurtil Samkeppnisstofn-
unnar
Gaman að pota
í heilagar kýr
- segir Gunnar Smári Egilsson.
„Ég kæri að hálfu leyti vegna þess að ég
er stríðinn og mér þykir því gaman að pota
í heilagar kýr. Að hinu leytinu vegna þess
að ég trúi að hægt sé að efla menningu og
listir með betri hætti en gert er í dag,“ segir
Gunnar Smári Egilsson í samtali við Al-
þýðublaðið. Hann hefúr nú kært Launasjóð
rithöfunda til Samkeppnisstofnunar á þeim
forsendum að lög um sjóðinn stangist á við
anda samkeppnislaga en Gunnar Smári er
höfundur tveggja bóka á jólamarkaði.
„Stærsti meinbugurinn er sá að úthlutun-
amefnd rífur í raun tengsl höfunda og les-
enda. Eins og fram kemur í greinargerð
minni eru úthlutaðir styrkir á bak við
skáldverk sem koma út á þessu ári tvisvar
sinnum hærri en höfundarlaun af öllum
seldum skáldsögum á árinu. Starfsemi
sjóðsins leiðir því til þess að höfundar fara
smátt og smátt að skrifa fyrir þá þtjá ein-
staklinga sem sitja í nefndinni í stað þess
að sitja á tali við þjóð sína. Með þessu era
höfundar bæði sviptir tengslum við fólkið í
landinu og almenningur sviptur áhrifum á
bókmenntimar."
Gunnar Smári segist ekki hafa lagt inn
kæruna ef hann hefði ekki trú á því að
Samkcppnisráð benti menntamálaráðherra
á að lög um listamannalaun og framkvæmd
þeirra stangist á við þær almennu jafnræð-
isreglur sem gilda í samfélaginu og sam-
keppnislög endurspegla. „Með samkeppn-
islögum eru settar ákveðnar leikreglur í
samfélaginu og ef þær ættu að gilda í smáu
þess heldur ættu þær að gilda í jafn dýr-
mætum þætti og menningu og listum.“
Altu von á því að rithöfundar komi lil
með aðjylkja sér að baki þínu íkœru þess- -
ari?
„Ég hef atdrei verið sérstakur augnakarl
menningarelítunnar og ég á ekki von á því
að ég gangi í augun á þeim með þessari
kæra. Hins vegar hef ég það ntikla trú á
mannskepnunni að ég held að henni eigi að
vera unnt að lyfta sér upp fyrir þröng hags-
munatengsl og taka undir þessa réttmætu
kröfu um að bókmenntirnar verði tcknar
frá ríkinu og gefnar fólkinu aftur," segir
Gunnar Smári.
Með kærunni fylgir greinargerð og listi
yfir úthlutun úr launasjóði rithöfunda und-
anfarin fimm ár. Sjá blaðsíðu 7.
Þér birtist
n ý
1 í f
s y
Á metsölulistum:
fttatgunMðbifc
hreinasta perla.“
Sólveig Eiríksdóttir
„... hvetjandi og gefandi
lesning ... djúp viska.“
Jón Baldvin Hannibalsson
... þýðing Gunnars Dal
er meistaraverk.“
Sigurjón Sighvatsson