Alþýðublaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 s k o ð a n i r MíYDIBitOII 21227. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Framtíðin og við Þegar núverandi ríkisstjóm var mynduð spáðu ýmsir því að störf hennar myndu einkennast af því að mál yrðu sett í bið. Þetta var einkum talið gilda um stóra málin í íslenskum stjómmálum þaðer mál sem snerta eignarhald og nýtingu hálendisins, fisk- veiðistjómun og veiðileyfagjald, Evrópumálin og innflutningur landbúnaðarvara. Öll þessi mál em í biðstöðu og verða það með- an núverandi ríkisstjóm er við völd. Biðstaða merkir að þeim lög- um sem snúa að þessum stórmálum verður ekki breytt í neinum aðalatriðum á kjörtímabilinu. Það er einkenni ríkisstjóma Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að þær virðast hafa þann eina tilvemgmndvöll að halda í horfínu; láta það standa sem gert var á undan, en hafa ekki fmmkvæði að neinni endumýjun í samfélaginu hvað þá að vísa veginn fram á við; setja þjóðinni ný markmið til að stefna að. Biðin þýðir jafnframt að tækifæri sem bjóðast em látin líða hjá. Við lifum á miklu breytingaskeiði þegar heilar heimsálfur og samfélög þeirra em að ganga í gegnum örar breytingar. Flest þjóðþing Evrópu, ef það breska er undanskilið, virðast gera sér grein fyrir því að þessar utanaðkomandi breytingar leiða óhjá- kvæmilega til þess að menn verða að stokka spilin upp á ný og gefa aftur. Alheimsvæðing efnahagslífsins og tækninnai' minna sérhverja þjóð eftirminnilega á það að áhrifastaða hennar og afkoma þegn- anna er fjarri því að vera sjálfgefinn hlutur og að velferðarþjóð- imar sérstaklega þurfa að hafa sig alla við til að halda þeirra stöðu. Við lifum ekki á tímum sem taka tillit til þeirra sem ganga of seint til verks. Tækifærin bíða ekki lengi eins og mey í festuin. Tíminn, það er fugl sem flýgur hratt; hann flýgur kannski fram hjá þér í nótt, sagði Ohmar Kajam. Þótt alheimsvæðingin sé farin að segja til sín hérlendis svosem í landvinnslu sjávarafurða þá virðist þjóðin ekki gera sér grein fyrir því hvað þetta muni leiða af sér að lokum. Enn síður er að sjá sem stjómvöld vilji taka fmmkvæðið og láta fara fram úttekt á framtíðar samkeppnisstöðu þjóðarinnar. Afkoma barna okkar mun fyrst og síðast fara eftir því hvort við byggjum upp hag- kvæmt framleiðslukerfi með hámarksafköstum. Opinber umræða hérlendis virðist vera önnum kafinn við að velta sér uppúr kvóta- eða aflamarkskerfinu og með hvaða hætti megi ganga af því dauðu. Er þetta þó sú mjólkurkýrin sem af- urðamest er. Menn vilja greinilega setja mörk á hámarksnyt hennar af því að hún er í eigu stórbænda. Þó er að heyra sem sú staðreynd að íslenskt efnahagslíf er mun óhagkvæmara en í ná- grannalöndunum og megni því tæpast að greiða sambærileg laun sé almennt viðurkennt og í orði sé áhugi á að bæta um. Það má þó ekki kosta mikil óþægindi. Þótt réttlætið sé afar mikilvægt, ekki hvað síst fyrir jafnaðar- menn, mega menn ekki láta afvegaleiða sig með þeim hætti að allir verði gerðir jafn fátækir. Þá tilraun á mannkynið að baki að reyna að koma á æðsta réttlæti með því að gera alla að beiningar- mönnum. Ef hagkerfið á að vera hagkvæmt og skila miklum auð- æfum til þjóðarbúsins verða fjötrar þess og höft að vera sem minnst. En jafnframt verður efnahagslíf einnar þjóðar að eiga greiðan og hindrunarlausan aðgang að erlendum mörkuðum. Markaðsmál einnar þjóðar em stjómmál og verða að meðhöndlast sem slík. Þessvegna em Evrópumálin og sameiginleg evrópsk mynt afar brýn mál sem verður að fara að meðhöndla eins og hjá alvöru þjóðum en ekki eins og vöm á bannlista. Framtíðin er vissulega óviss. Því meiri þörf að reyna að móta hana okkur í hag áður en hún neyðir lausnum uppá okkur. ■ Tónlistarhús í miðbæinn Hvemig stendur á því að ekki hefur myndast samhugur um tónhstar- hús í miðbæ Reykjavíkur? Væri það ekki áhugverðari umræða um þennan bæjarhluta en sú sem boðið er upp á í fjölmiðlum? Þegar hugað er að tón- listinni má segja að þessi bæjarhluti hafi lítið breyst frá þeim árum þegar Pallborð | Trausti Einarsson skrifar unnt var að þræða hljómplötuverslan- ir. Hvað þær nú hétu? Hljóðfærahús Reykjavíkur í Hafnarstræti, Hljóð- færaverslun Sigríðar Helgadóttur í Vesturveri, Tónaver á Týsgötu og svo Fálkinn á Laugavegi. Vissulega hefur slíkum verslunum íjölgað og þær skipt um nöfn. Nú er mun meira um tónlist af léttara tagi á ljósvakanum en lög unga fólksins, lög sjómanna og svo lögin við vinnuna. En tónlistarsafn er þama hvergi að sjá. Tónlistarsafnið í Gerðubergi er einungis sýnishom af því sem við þurfum og svo telst Breið- holt að sjálfsögðu ekki vera hluti af miðbænum. Hvað stendur í vegi fyrir því að komið sé fyrir á einn stað myndböndum, ævisögum, bréfasöfn- um og svo ólíkum útgáfum af helstu afrekum mannsandans í tónlist? Fyrir marga unnendur klassískrar tónlistar er það æðilöng dægrastytting að bera saman ólíkar útgáfur af til dæmis fimmtu og níundu sinfóníu Beetho- vens. Þetta er ástríða sambærileg við þá hjá mörgum íslendingnum að lesa Sturlungu eða önnur sambærileg rit að minnsta kosti einu sinni á ári. Þrátt fyrir þetta framtaksleysi yfir- valda eigum við sjálf tónskáld. Þau virðast ekki kippa sér upp við það þótt erlend tónlist sé flutt hér árið út og inn. En væntanlega særir það sómatil- finningu tónlistarmanna meir en við hin gerum okkur grein fyrir að list- grein þeirra skuli ekki sýnd meiri virð- ing. Af hverju eigum við engin þorsk- ígildi boðleg þessum andlitum sem skreyta tónlistardiska? Allt er þar á ferðinni fólk sem kemur fram opinber- Iega en að sjálfsögðu þurfa menn að eiga til þess tónlistarhús. Hvað er það annað en ranghverfan á sjálfstæðishugsjóninni að hér skuli ráða ríkjum íhaldsmennimir einbjöm, tvíbjöm og þríbjöm gónandi út í loftið með hendur í vösum þegar tónhstin er annars vegar? Við Reykvíkingar þekkjum alveg prýðilega lóð fyrir tón- listarhúsið okkar. Sjálft Aðalstræti 6 stendur nú við traðimar sem lágu upp að bæ Ingólfs Amarsonar. Þessa lóð viljum við fá til þess að byggja okkar tónlistarhús. Þama störfuðu prentvélar árið út og inn við að dreifa daglega í tugþúsunda tali niðursoðinni speki frá Pentagon. Með framgöngu sinni á þeim vettvangi sá blað allra lands- manna á margan hátt til þess að öll þjóðfélagsumræða Islendinga var langt fyrir neðan frostmark. Mönnum var ýtt út í hom sem þeir væm fulltrú- ar einhvers heimskommúnisma bara af því að þeir vom ekki reiðubúnir að kyngja því umyrðalaust sem þar var á boðstólum. Mörgum ber saman um það að þessi tími sé liðinn. Hann eigi í það minnsta að vera liðinn samkvæmt sovésku túnatali. Hvað væri betur við hæfi af núverandi valdhöfum en binda endi á þessa raunalegu sögu. Hæg er heimatökin! ■ IHvað er það annað en ranghverfan á sjálfstæðishugsjóninni að hér skuli ráða ríkjum íhaldsmennirnir einbjörn, tvíbjörn og þríbjörn gónandi út f loftið með hendur í vösum þegar tónlistin er annars vegar? desember E Atburðir dagsins 1889 Enska skáldið Robert Browning deyr. 1900 Enska stríðsráðuneytið tilkynnir að ellefu þúsund breskir hermenn haft fallið til þessa í Búastríð- inu í Suður-Afríku. 1904 Raf- Ijós kveikt í fyrsta sinn á fs- landi. Rafmagnið var frá vatns- aflsstöð Jóhannesar Reykdal við Lækinn í Hafnarfirði. 1911 Georg V krýndur keisari Ind- lands. Hann tilkynnir að Nýja Delhi verði höfuðborg í stað Kalkútta. 1948 Snjóflóð féll á bæinn Goðdal í Strandasýslu. Sex manns fórust. Húsbóndan- um var bjargað úr flóðinu eftir fjóra sólarhringa. 1987 Hótel Island tekið í notkun. 1990 Gísli Sigurðsson læknir kom til Islands eftir að hafa verið gísl Iraka í Kúvæt síðan í ágúst. Afmælisbörn dagsins Carl María von Weber 1786, þýskur tónsmiður. Gustave Flaubert 1821, franskur rithöf- undur, fyrsta saga hans var Ma- dame Bovary. Edvard Munch 1863, norskur listmálari. Ed- ward G. Robinson 1893, bandarískur leikari. Frank Sin- atra 1915, bandarískur söngv- ari. Annálsbrot dagsins Útileguþjófar [Fjalla-Eyvindur og hyski hans] héldu sér uppi á Flóamannaafrétti, er þar stolið höfðu fjölda fjár. Fannst mikið af því niðurskomu óeytt (þegar leit var gjörð) í híbýlum þjóf- anna, en þeir sluppu og flýðu þaðan. Ölfusvatnsannáll 1762. Lærdómur dagsins Sjálfur er ég ávallt reiðubúinn til að læra þó að mér líki ekki alltaf að mér sé kennt. Winston Churchill. Máisháttur dagsins Fleiri eru gráir en Dóri. Drep dagsins Kvenmenn eru mitt drep, sagði maðurinn og þurkaði framanúr sér með erminni. Þessir drekar hafa mig að leiksopp og pynta mig. Ég reyni að svíkja þær en þær elta mig uppi .og segjast_. elska mig. Hefði ég.ekki brennivín að forða mér útí væri ég dauður. „Lúterstrúarmaður" f paradísar- heiixit Halldórs Laxness. Orð dagsins Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna tii Sveinbjörn Egilsson. Skák dagsins Efim Geller var í eina tíð í hópi alsterkustu skákmanna heims, og hafði til að mynda fantatak á sjálfum Fischer. Geller hefur svart og á leik gegn Delekta, og úlkljáir taflið í einni svipan. Svartur leikur og vimiur. 1. ... Dxg3!! og hvítur gafst upp. Drepi hann drottninguna leikur svartur g5 og hvítur fær ekki umflúið mát. Hh6.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.