Alþýðublaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 æ k u Istöðulausar manneskjur með innbyggðan fatalisma -segir Sigfús Bjartmars- son skáld og þýðandi um yrkisefni Raymonds Car- ver, en nýverið kom út bókin Beint af augum. „Raymond Carver var ekki háskóla- borgari heldur sjálfmenntaður höfund- ur og stóð utan við alla akademíska kredsa,“ segir Sigfús Bjartmarsson skáld en smásagnasafnið, Beint af augum, er nú komið út í þýðingu hans. Höfundurinn var bandarískur smá- sagnahöfundur og ljóðskáld sem fæddist árið 1938 í smábæ í Norðvest- urríkjunum. Hann var ekki háskóla- borgari heldur bytjaði hann að skrifa um þrítugt. Þá fór hann á námskeið í „Creative Writing," og byrjaði uppúr því að reyna að fá birtar smásögur og Íjóð en heldur gekk honum brösuglega að koma undir sig fótunum í bók- menntaheiminum framan af. Hann hlaut hinsvegar uppreisn æru og er nú vinsæll höfundur. Ekki lúserar ,JÉg kynntist verkum hans um 1980 en þá var ég staddur í Boston og verið var að selja bækur hans með talsverð- um uppslætti," segir Sigfús. „Ég keypti þá safn af smásögum og las og varð hrifinn og keypti eftir það þau verk sem ég rakst á eftir hann. Ég hef lengi haft áhuga á að þýða hann og í fyrra gerði Robert Altman kvikmynd- ina Shortcuts eftir þessari sömu bók, og meiningin var að þýðingin kæmi út á sama tíma en það fékkst þá ekki styrkur úr Þýðingarsjóði. Ég ætlaði líka upphaflega að ráðast í að þýða annað verk eftir hann en útgefandi hans lagði sérstaka áherslu á að þetta verk kæmi fyrst út hvað sem síðar yrði. Hvemig eru persónur Carvers? ,JHann er alltaf að skrifa um samskon- ar fólk. Það á frekar erfitt með að fóta sig í tilverunni en er ekki beint utan- garðs og yfir því er ákveðin reisn. Þau em ekki lúserar en ístöðulaus og hafa í sér einhvern innbyggðan fatalisma. Sögurnar gerast yfirleitt í smábæ í Norðvesturríkjunum en þrátt fyrir allt minnir andrúmsloftið fremur á rúm- enskan veruleika en bandarískan. Þetta eru ekki hádramatískar sögur heldur vomir ógnin yfir á dálítið hryssingslegan hátt en þrátt fyrir það er hlýlegur húmor í bland við nötur- leikann. Höfundurinn gerþekkir um- hverfið og skrifar aldrei niður til fólksins sem hann er að fjalla um. Það má kannski segja að stemmningin minni dálítið á Tsjekov. Bandarískir höfundar af yngri kynslóðinni hafa mikið sótt í smiðju Carvers og það sama er uppi á teningnum með kvik- myndagerðarmenn. Þeir sem að sáu myndina Fargo eftir Cohen bræður geta greint ósvikin Carver áhrif. Car- ver hefur oft verið sagður realískur höfundur en ég er ekki sammála þeirri túlkun. Hann er ekki að boða neitt gildismat og lesandinn verður að draga sínar eigin ályktanir af lestrin- um.“ Lifrin eða hjartað Carver var sjálfur blautur eins og margar persónur í sögum hans en líkt og þær ráfaði hann dálítið um í tilver- unni. Persónumar ráfa úr einum smá- bænum í annan í von um betri kjör. Hann var sjálfur lengi vel næturvörður en þvældist úr einu starfi í annað í von um meiri tíma til skriftanna. Eins og títt er um þá sem drekka í óhóft skipti hann líka títt um eiginkonur, var þunglyndur, og af þessum ólifnaði leiddi að lifrin eða hjartað dró hann til dauða langt fyrir aldur fram. Höfund- arverk hans er ekki stórt; telur einung- is um tíu prentaðar bækur og sumt af því em endurgerðir á eldri verkum svo það er álitamál hversu mikið liggur í raun og veru eftir hann. Þetta væru kannski þrjú til fjögur bindi saman- lagt, sögumar og ljóðin.“ Orðsending til 39,5 prósent flokksins y- Jólafundur jafnaðarmanna verður haldinn í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, næstkomandi laugardag 14. desemberfrá kl. 16.00-19.00. Þar verður hugguleg litlu-jóla stemmning með jólalögum og jófaglöggi. Rithöfundarnir Einar Kárason, Guðmundur Andri Thorsson, Hallgrímur Helgason og Vigdís Grímsdóttir flytja pólitískar hugvekjur hvert með sínum hætti. Gestgjafar eru aþingismennirnir Ásta R. Jóhannesdóttir og Gísli S. Einarsson. Jólafundur jafnaðarmanna er haldinn að tilhlutan Samstarfs jafnaðarmanna í samráði við einstaklinga úr Regnboganum, Hlaðvarpahópnum, ungliðahópnum og flokkunum. Áhugafólk um samstarf jafna&rmanna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.