Alþýðublaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r ■ Á heimasíðu sinni gerir Björn Bjarnason að umtalsefni tvær nýútkomnar bækur sem hann mælir sérstaklega með Björn dæmir bækur á Netinu „Áður en lengra er haldið vil ég taka fram, að báða höfundana þekki ég vel og því get ég lýst aðdáun minni á því, hve mikinn dugnað þeir hafa báðir sýnt við að Ijúka verkum sínum á skömmum tíma." y Aður en ég tók við því starfi, sem ég nú gegni, fór mestur laus tími minn frá venjubundnum störfum um þetta leyti árs í lestur jólabókanna og skrif umsagna um þær fyrir Morgun- Önnur sjónarmið i blaðið. Að vísu voru það ekki bækur um fagurfræðileg efni, sem ég hafði á minni könnu, heldur hluti hinna, sem snúast um sagnfræði og þjóðfélags- mál. Hélt ég þessu áfram, eftir að ég lét af störfum á blaðinu og settist á þing. Nú er einnig þessi þráður við blaðið slitnaður og ég læt mér nægja að lesa frekar ritdóma um bækur en verkin sjálf. I fyrra gat ég þó á þessum stað um tvær bækur, sem ég hafði les- ið og fékk fyrir það ákúrur á Alþingi frá Olafi Ragnari Grímssyni, eins og sjá má í fyrri pistlum mínum hér á stð- unni. Taldi hann ekki við hæfi, að menntamálaráðherra léti í ljós skoðan- ir sínar með þessum hætti. Ég er þó enn við sama heygarðshomið. Vil ég enn nefná tvær bækur, sem ég hef kynnt mér og lúta að stjómmálum. Þar á ég annars vegar við bókina sem dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur skrifað um dr. Benjamín H.J. Eiríks- son og byggist á samtölum þeirra og hins vegar við bók dr. Vals Ingimund- arsonar um samskipti fslands og Bandaríkjanna frá stríðslokum fram á sjöunda áratuginn. Áður en lengra er haldið vil ég taka firam, að báða höfundana þekki ég vel og því get ég lýst aðdáun minni á því, hve mikinn dugnað þeir hafa báðir sýnt við að ljúka verkum sínum á skömmum tíma. Bækumar fjalla að nokkm um svipað tímabil, það er þann tíma, þegar fslendingar vom að taka eigin mál í sínar hendur. Dr. Benjamín segir ffá því, hvemig stjómmálamenn áttuðu sig á meginsjónarmiðum í efna- hagsmálum, sem höfnuðu forsjá ríkis- ins, og tóku að fikra sig í átt til frjáls- lyndra stjórnarhátta. Hann kynntist einnig Þýskalandi í þann mund, sem nasistar vom að taka völdin og Sovét- ríkjunum á tímum Stalíns. Saga hans er því jafnframt lýsing á meginþáttum í stjómmálum aldarinnar frá lyktum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Tekst Hannesi Hólmsteini vel að beina at- hygli lesandans að þessum straumum og tengja þróun mála í íslensku stjóm- og menningarlífi við þá. Af sögu dr. Benjamíns sjá menn, að allan þann U'ma, sem saga hans spann- ar, voru tvö öfl, sem tókust á, tals- menn sósíalisma og ríkisforsjár annars vegar og frjálsræðis og einkaframtaks hins vegar. Aðhylltist söguhetjan fyrri skoðunina á fyrri hfuta ævi sinnar en snerist síðan til fylgis við ftjálsræðið. Þessi átök setja einnig mikinn svip á rit Vals Ingimundarsonar, sem er besta úttekt til þessa á samskiptum ís- lands og Bandaríkjanna á þeim ámm, þegar Islendingar vom að móta utan- ríkisstefnu sína og leggja grunn að samstarfi srnu við aðrar þjóðir. Átökin um utanríkisstefnuna settu meiri svip á stjómmálastarfið allt ffam á áttunda áratuginn en deilur um stefnumótun í efnahagsmálum. Er ljóst, að í þvr efni hafa þeir haft rétt fýrir sér, sem vildu vamarsamstarf við Bandaríkin og að- ild landsins að Atlantshafsbandalag- inu. Þá var einnig um langan aldur haldið ffam, að r samningum íslenskra og bandarískra stjómmála- og emb- ættismanna hefðu þeir hlutir gerst, sem ekki þyldu dagsins ljós. Þjóðvilj- inn sálugi hélt þeirri skoðun sr og æ á loft, að um landsal hafi verið að ræða og óeðlilegt leynimakk manna, sem vom sakaðir um landráð af talsmönn- um sósíalisma og kommúnisma. Rannsóknir Vals leiða ekki einungis ljós, að réttar og raunsæjar ákvarðanir voru teknar um stefnuna í utanríkis- málum heldur einnig að ásakanimar um óeðlilegt leynimakk, landsölu og iandráð eru og voru ómerkilegur kommúnistaáróður. Ungur og mikils metinn mennta- maður, Ármann Jakobsson, ritar um bók Vals í DV 5. desember sl. Er Ijóst, að hann sættir sig ekki við þær ákvarðanir, sem teknar voru, þegar stefnan í utanríkis- og vamarmálum var mótuð. Segir hann þennan þátt ís- landssögunnar grátbroslegan harm- leik, af því að aldrei hafi verið von á innrás Sovétríkjanna og íslenskir sósí- alistar hafi verið lýðræðis- og þing- ræðisflokkur. Armann heldur enn í þá skoðun, að með leynimakki hafi hem- aðarsamvinnunni verið komið á. Hef- ur hann ekki kynnt sér þau ummæli Gylfa Þ. Gíslasonar, að Gylfi studdi varnarsamninginn við Bandaríkin 1951 en ekki aðildina að NATO 1949, af því að meiri upplýsingum var miðl- að um vamarsamstarfið? Umsögn Ár- manns minnti mig á gömlu skrifin um þessi mál í Þjóðviljanum á tíma kalda stríðsins. Hann lítur ekki til þess, að með stefnunni frá 1949 og 1951 var staða íslands í samfélagi þjóðanna mótuð. Hún hefur skilað þjóðinni miklum árangri og enginn getur full- yrt, hvað Sovétríkin hefðu gert, ef ís- land hefði ekki gengið í NATO og samið um vamir við Bandaríkin. Þá tóku talsmenn sósíalisma á íslandi jafnan málstað Varsjárbandalagsins og Sovétríkjanna og vildu hlut þeirra sem mestan... Til að öðlast skilning á því, sem gerst hefur í stjómmálasögunni, em þessar tvær bækur því haldgóð undir- staða. ■ Fæstir áttu von á því að skáld- saga Bjama Bjarnasonar Endurkoma Maríu yrði tiinefnd til (slensku bókmenntaverðlaun- anna, en tilnefningin hefur vakið rækilega athygli á bókinni og hinum unga höfundi. Ekki voru allir jafn hrifnir af verkinu og dómnefndin sem tilnefndi hana því að minnsta kosti tvö bókafor- lög, annað þeirra hið stærsta á landinu, höfnuðu handritinu áð- ur en bókaútgáfan Ormstunga tók höfundinn upp á arminn... Orðuveitingarforseta Islands hafa jafnan verið umdeildar og engin ástæða til að ætla að breyting verði þar á. Jónas Kristjánsson hefur verið aðal- maður orðunefndar en hann hef- ur nú látið af störfum. I hans stað hefur Ólafur Ragnar Grímsson skipað, samkvæmt tillögu Dav- fðs Oddssonar forsætisráð- herra, engan annan en rithöf- undinn og strigakjaftinn Indriða G. Þorsteinsson sem aðal- mann. Indriði er þekktur fyrir annað en moðreyk og viðteknar skoðanir þannig að búast má við fjöri á þessum vettvangi. Aðrir í orðunefnd eru þeir Baldvin Tryggvason fyrrverandi spari- sjóðsstjóri, Hulda Valtýsdóttir blaðamaður, Sigmundur Guð- bjarnason prófessor. Sem fyrr er Kornelíus Sigmundsson orðuritari... Spekingarnir þykjast þegar vita hvaða skáldverk muni hreppa íslensku bókmenntaverð- launin og segjast þar styðjast við nær óbrigðula formúlu sem er á þá leið að höfundur sem þegar hafi hlotið verðlaunin muni ekki hljóta þau aftur og að ungir rit- höfundar eigi ekki möguleika gegn þeim eldri. Þarmeð eigi Bjarni Bjarnason, Guðmundur Andri Thorsson, Gyrðir Elías- son og Vigdís Grimsdóttir ekki möguleika gegn Böðvari Guð- mundssyni sem eigi að vera ör- uggur um að hljóta verðlaunin... Það verður mikið um dýrðir í Listaklúbbi Leikhúskjallarans næstkomandi sunnudag þegar leikarar og rithöfundar mæta þar með jólabækurnar. Það eru leik- konurnar Helga Bachmann og Edda Þórarinsdóttir sem hafa umsjón með dagskránni en höf- undarnir sem lesa úr verkum sín- um eru: Þórarinn Eldjárn, Nína Björk Árnadóttir, Bragi Ólafs- son, Böðvar Guðmundsson, Guðmundur Andri Thorsson, Vigdís Grímsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Gyrðir Elíasson, Ólafur Haukur Símonarson, Þorsteinn Gylfason og Bjami Bjarnason... h i n u m e g i n “FarSido" eftir Gary Larson „Já, og fröken Hervör. Taktu þetta líka niður... Ég vil sjá alla starfsmenn skriðdýradeildarinnar hérna á skrifstofunni í bítið á morgun." fimm á förnu m v e g Hvað heitir fyrsti jólasveinninn sem kemur til byggða? Það mun vera Stekkjastaur. Arndís Þorpeirsdóttir Kolbrún Guðjónsdóttir Hinrik Linnet: Hann heitir Ásta Pétursdóttir nemi: Hulda Finnbogadóttir blaðamaður: Eg held að það húsmóðir: Steklcjastaur kom Stekkjastaur og Giljagaur Ég hef ekki hugmynd um það. hjúkrunarfræðingur: Það sé Stekkjastaur. fyrstur... kemur á eftir honum. er Giljagaur. JÓN ÓSKAR m e n n Dagný er og verður alltaf indæl- asta lagið hans og sem mest nautn er að syngja með sveiflu - eftir (ca) tvö glös. Oddur Björnsson krítíker var í stuði þegar hann fjallaöi um nýja plötu með lögum Sig- fúsar Halldórssonar. Mogginn í gær. Sannast sagna talaði ég fyrir steindaufum eyrum skólakerfisins. Helga Sigurjónsdóttir gefst ekki upp þó aö á móti blási. í fyrir grein sinni um skólastefnu. Mogginn í gær. Mér finnst nefnilega óþægilegt og jafnframt leiðinlegt að þurfa að maula á brauðinu og drekka kókómjólkina með frosnar hendur og kalinn rassinn. Sveinn Benediktsson er fátækur námsmað- ur sem vill fá aðstöðu til að snæða nestið sitt í Þjóðarbókhlöðunni. Mogginn í gær. Herferð gegn kvenfélögum. Aðalfyrirsögn DV í gær - enda algjör skandall. Mín kynslóð þurfti ekki að kunna algebru. Benedikt Axelsson kennari um könnunina alræmdu. Verðbólgukynslóöin þurfti svo sem ekki að kunna neitt. DV í gær. Hann er einfaldlega talinn fantur og fúlmenni. Dagfari heldur því réttilega fram að Halim Al sé eina sameiningartákn íslendinga. DV í gær. Allir málsaðilar segjast vera ánægðir með niðurstöðu könnun- ar á fylgi væntanlegs jafnaðar- mannaflokks, hvar í flokki sem þeir standa. Er þó ekki hægt að sjá, að neinir hafi leyfi til að vera ánægðir nema Iramsóknarmenn, sem halda öllu fylgi sínu utan jafnaðarmannaflokks. Jónas Kristjánsson varar við of mikilli ánægju. DV í gær. Nýjir geisladiskar flæða yfir eins og mykjuskán, og það verður að segjast alveg eins og er, gæði þeirra eru æði misjöfn. Fjölmiðlarýnir DT hefur sitthvað við hlutina að athuga. Það er umhugsunarefni af hverju íslenskir dagskrárgerðarmenn á sjónvarpi þurfa ætíð að iíta á áhorfendur sem algjöra hálfvita. Fjölmiðlarýnirinn snjalli á DT aftur. Ja, spyr sá sem ekki veit. smáa letrið Einn þeirra diska sem ekki er líklegur að fara hátt núna í allri jólagleðinni, og kannski ekki að ófýrirsynju, er nýjasta afkvæmi Sverris Stormskers. Sverrir er við sama heygarðshomið hvað klám og subbulegan ,Jiúmor“ varðar. Diskur- inn heitir „Tekið stærra uppí sig“ og lögin heita: Sexófón fónsax Af stað á staðinn Handalögmálið Meiriháttar minnimáttarkennd Love really hurts Stóð mér útí pungsljósi Negrablús númer 2 Leaving for Las Vegas Elskulegi póstur Snæfinnur hórkarl Sigur Saddams Busheims Elsku póstur Ó skuð vors lands Framhald á afturhaldi When your bad is dead Vömbin þagnar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.