Alþýðublaðið - 12.12.1996, Síða 5
FIMMTIJDAGUR 12. DESEMBER 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
s k o ð a n
■ Svavar Gestsson formaður þingflokks
Alþýðubandalagsins og óháðra
Sem ómar inn
í nýja öld.
30. nóvember efndu Alþýðuflokks-
menn í Hafnarfirði um samstarf
stjórnarandstöðuflokkanna og sam-
einingu. Framsögumenn á fundinum
voru alþingismennimir Össur Skarp-
héðinsson, Kristín Halldórsdóttir og
Svavar Gestsson. Hér eru birtir
punktar úr rœðu Svavars Gestssonar.
Umræðuefnið á þessuni fundi er
samstarf vinstrimanna, félagshyggju-
fólks, jafnaðarmanna. Meðal annars
er spurt hvort um gæti orðið að ræða
sameiginlegt framboð þeirra þriggja
flokka sem hér eiga fulltrúa við
næstu kosningar.
Til að slíkt samstarf verði þurfa
nokkrar lykilforsendur að vera til
sem ég ætla að gera grein fyrir hér á
eftir.
Það hafa verið gerðar margar til-
raunir til þess að safna saman öllum
vinstrimönnum á Islandi meðal ann-
ars til þess að mynda nýtt stjómmála-
afl sem vinni bug á hinum gömlu
eins og þau em kölluð. Þessar ferðir
em líkastar þeim ferðum sem Bretar
kalla að fara yfir bæjarlækinn að
sækja vatn; þessar ferðir átti oft að
fara aðallega gegn Alþýðuflokknum
og Alþýðubandalaginu fyrst og
fremst. Þær hafa allar mistekist. Ég
nefni Samtök frjálslyndra og vinstri
nianna, Bandalag jafnaðarmanna,
Þjóðvaka nú síðast og svo Nýjan
vettvang í Reykjavík. En dæmið um
hið gagnstæða, þegar flokkum og
málefnum er sýnd virðing á jafnrétt-
isgrundvelli, er Reykjavíkurlistinn.
Þá kvað við annan tón enda árangur-
inn eftir því.
Hverjir eiga að vera með?
Hverjir vilja vera með?
Þessu næst ætla ég að nefna þá
sem ég tel að ætti að ræða við um
víðtækt samstarf.
Um vilja Alþýðubandalagsins er
enginn vafi í þessum efnum. Það
sýna tilraunir formanns okkar Margr-
étar Frr'mannsdóttur til að koma á
samtölum á þessu ári. Innan Alþýðu-
bandalagsins eins og annarra flokka
eru hins vegar skiptar skoðanir um
það hversu langt á að ganga; orðið
„sameining" er villandi. Við erum að
tala um samstarf, samfylkingu en
ekki það að leggja niður flokkana.
Við erum að tala um að leggja saman
þá krafta sem koma út úr flokkunum
samanlagt en ekki þá krafta sem fást
út úr sundruðum flokkunum. Alþýðu-
bandalagið hefur samkvæmt sögu
sinni alltaf lagt áherslu á víðtæka
samvinnu af þessu tagi; ég minni á
tilraunir okkar til samstarfs við Jó-
hönnu Sigurðardóttur og stuðnings-
menn hennar 1994. Eg minni á
ákvörðun okkar um að efna til sér-
stakrar samvinnu við óflokksbundna
einstaklinga í nær öllum kjördæmum
í síðustu kosningum, þegar við buðun
fram Alþýðubandalagið og óháðir.
Það var okkur mjög mikilvægt og við
munum leggja áherslu á að óháðir
eða fulltrúar þeirra verði með í við-
ræðum um framtíðarsamstarf á
vinstrivængnum eins og reynar kom
fram í bréfi Margrétar er hún sendi
stjórnarandstöðuflokkunum fyrr á
þessu ári.
Mér kemur Alþýðuflokkurinn að
jafnaði þannig fyrir sjónir að þar vilji
menn samstarf. Ég endurtek - að
jafnaði - því annað heyrist að sjálf-
sögðu líka. Alþýðuflokkurinn hefur
breyst að þessu leyti á tíu árum; 1985
óskaði ég eftir viðræðum við forystu-
menn stjómarandstöðuflokkanna um
samstarf og samfylkingu í því skyni
að mynda nýtt landstjórnarafl. Því
hafnaði Alþýðuflokkurinn þá og það
gerði Kvennalistinn að sjálfsögðu
líka enda nýlega orðinn til eftir kosn-
ingarnar 1983. Ég tel því að sam-
starfsvilji Alþýðuflokksins nú sé
hið nýja í stöðunni miðað við það
pólitíska umhverfi sem um var að
ræða fyrir 10 árum eða svo, jafnvel
fimm árum. Við fögnum þeirri við-
horfsbreytingu urn leið og því verður
ekki neitað að við munum enn eftir
því, að alltaf á formannsferli Jóns
Baldvins kaus Alþýðuflokkurinn
fyrst samstarf við Sjálfstæðisflokkinn
á undan samstarfi við okkur. Það var
vissulega sárast 1991 þegar vinstri-
stjómin var klofin og brotin niður þó
hún hafi komist í gegnum kosning-
amar. Og við getum ekki neitað okk-
ur um að minna á hina sérkennilegu
stöðu í Hafnarfirði þar sem Alþýðu-
flokkurinn heldur Sjálfstæðisflokkn-
um enn við völd þó annað sé sannan-
lega í boði og hafi verið í boði. En
þrátt fyrir þetta tel ég að Alþýðu-
flokkurinn vilji að jafnaði nú fremur
vinstra samstarf en hægra samstarf
og að hann hafi með samþykkt síð-
asta flokksþings í raun hafnað við-
reisnarkostinum sem aðalkosti sínurn
við næstu stjómarmyndun.
Kvennalistinn hefur sett sterkt
mark á íslensk stjómmál á annan ára-
tug. Ég tel reyndar að áhrif Kvenna-
listans hafi verið misjafnleg mikil og
tel líka að konur í mínum flokki hafi
átt mikinn þátt í þeirri jafnréttisþróun
sem hefur átt sér stað hér á landi.
Sigur Kvennalistans felst fyrst og
fremst í því að hann hefur komið
kvenfrelsi á dagskrá íslenskra stjóm-
mála og samstarf íslenskra vinstri-
manna á breiðum grundvelli verður
aldrei neins virði nema kvenfrelsi
verði samnefnari þess sem gert verð-
ur og ákveðið í víðtækara samstarfi
íslenskra vinstrimanna eða félags-
hyggjufólks. Ég hygg að Kvennalist-
inn vilji að jafnaði taka þátt í sam-
starfstilraunum vinstrimanna. Það
hafa þær sýnt á alþingi að undan-
fömu; vandinn er sá að Kvennalistinn
á kannski eftir að skilgreina sig sjálf-
ur, en hann er að allra mati í miðju
félagshyggjuhreyfingarinnr á fslandi
hvemig sem allt er skoðað.
Framsóknarflokkurinn er nú í
ríkisstjóm sem hindrar það hins veg-
ar ekki að við fjöllum um flokkinn í
þessu samhengi. Framsóknarflokkur-
inn er þrátt fyrir aðild sína að ríkis-
stjóminni injög mikilvægt afl í borg-
arstjóm Reykjvíkur, Reykjavíkurlist-
anum. Að mínu mati er það reyndar
aðalatriðið í samvinnu vinstrimanna á
fslandi að þar takist samstarf áfram
með jafnmikilli breidd og var síðast.
Þess vegna ber að leita allra leiða til
þess að fá Framsóknrflokkinn til
samtals um samvinnu rétt eins og við
kröfðumst þess að Alþýðuflokkurinn
tæki þátt í Reykjavíkurlistanum á síð-
asta kjörtímabili. Framsóknarflokkur-
inn hefur að vísu hafnað öllum sam-
tölum en engu að síður hafa forystu-
menn úr Framsóknarflokknum í
verkalýðshreyfingunni sýnt áhuga á
víðtæku vinstra samstarfi og því á að
halda áfram og kanna allar leiðir sem
færar eru til þess að gera það sam-
starf eins víðtækt og mögulegt er. í
því sambandi breytir engu þó Fram-
sóknarflokkurinn hafi kosið að verða
fremur hægrimiðflokkur en mið-
vinstriflokkur; þrátt fyrir það er vitað
að í Framsóknarflokknum eru þús-
undir kjósenda afar óánægðar með
íhaldssamstarfið og þetta fólk myndi
taka undir kröfuna um að knýja
Framsóknarflokkinn til vinstri. Þessi
áhersla mín á Framsóknarflokkinn,
sem helgast meðal annarsjaf góðu
samstarfi við þá í mínu kjördæmi,
breytir hins vegar ekki þeirri stað-
reynd að viðræður um samstarf
vinstrimanna á næstunni hljóta fyrst
og fremst að vera á milli Kvennalist-
ans, jafnaðarmanna og Alþýðubanda-
lagsins.
Þetta var urn hugsanlega þátttak-
endur í samtölum en þau gerast ekki
aðeins í gegnum flokka heldur líka
einstaklinga og einnig í gegnum ein-
staka aðila sem eru í flokkum en þó
ekki á vegum flokka beinlínis. f því
sambandi minni ég á viðræður ungs
fólks, minni líka á sterkan vilja til
samstarfs á einstökum stöðum eins
og í Hafnarfirði, minni á nýtt félag
ungs fólks í Hafnarfirði, sem heitir
Brautin og að standa Alþýðubandalg-
ið og óháðir. Ég minni einnig á við-
ræður þær sem komið var á fyrir
frumkvæði formanns okkar Alþýðu-
bandalagsmanna þar sem einkum
ræðast við sveitarstjómarmenn víðs-
vegar að af landinu. Alþýðubanda-
lagið heldur aðalfund miðstjórnar
sinnar í lok janúar og þar verður tek-
ið á þessum spumingum um samstarf
við aðra flokka.
Fyrst pólitískar aðstæður f
nútíð og framtíð
Lykilforsendurnar fyrir víðtækara
samstarfi félagshyggjufólks á íslandi
um þessar mundir em þessar að mínu
mati:
Fyrsta forsendan eru pólitískar
aðstæður. Þær virðast að mörgu leyti
vera fyrir hendi.
1. Þeir flokkar sem hér um ræðir
eru allir í stjórnarandstöðu. 2. Þeir
eru að berjast við afar sterkt ríkis-
vald.
3. Þeir eru að berjast við hlið
verkalýðshreyfingarinnar og það er
viðurkennt að
4. þeir eiga uppmnalega málefna-
lega samleið þó margt hafi á dagana
drifið sem hefur skilið þá að.
5. Hin pólitísku verkefni dagsins í
dag kalla auk þess á samstarf og sam-
fylkingu til þess að stuðla að úrbótum
t félags- og velferðarmálum og
menntamálum og í atvinnumálum; á
þessum vettvangi era einmitt málin
sem snerta unga fólkið sérstaklega.
Það em því stjómmál unga fólksins
sem knýja á um pólitíska samleið.
Hin pólitísku skilyrði nútímans
eru því að flestu leyti samstarfi í
vil.
Ef horft er til framtíðar em hin pól-
itísku skilyrði þau að það þarf að
fylkja saman afar sterku afli til að ná
utan um þau verkefni.
Fremst standa umhverfismálin.I
annan stað er krafan um jöfnuð óhjá-
kvæmileg forsenda þess að heirnur-
inn lifi af. í þriðja lagi verður því að-
eins unnt að tryggja öryggi og frið í
framtíðinni að um verði að ræða víð-
tækt samstarf þvert á landamæri.
[Um þetta má til dæmis lesa í bókinni
Sjónarrönd sem þið hafið áreiðan-
lega kynnt ykkur. Hún heitir reyndar
Sjónarrönd, jafnaðarstefnan - við-
horf því að hún byggist á forsendum
jöfnuðar - það er þeirrar almennu
stjórnmálastefnu að dregið skuli úr
ójöfituði.]
Ég les því pólitískar forsendur
nútíðar og framtíðar þannig að það
séu forsendur fyrir nánara sam-
starfi þessara flokka eins og ég
kem reyndar aðeins að síðar. Ég
geri hins vegar ekki Htið úr því að
afstaðan til nánari samvinnu flokk-
anna allra er misjöfn innan þeirra
allra.
Gagnkvæm virðing
Fyrsta forsendan byggist þannig
á hinum pólitísku aðstæðum. Önn-
f
\
^ •
„En versti óvinur samstarfs
vinstrimanna á liðnum ár-
um er skortur á raunsæi.
Nú þarf að halda af stað
með raunsæið í för. Þá
verður hægt að komast
langt, annars ekki.“
ur forsendan er gagnkvæm virð-
ing.
Þar á ég við virðingu flokkanna og
forystumanna þeirra hver fyrir öðmm
í bókstaflegum skilningi, virðingu
fyrir málefnum, fyrir tilfinningum,
fyrir áherslum í nútíð, fortíð og fram-
tíð. Ég tel það ekki sýna virðingu fyr-
ir væntanlegum samherjum að ráða
rnenn til skotgrafarhernaðar á ein-
staklinga hvers í annars ranni. Ég tel
það ekki virðingu fyrir hugsanlegum
samherjum að efna til rógsiðju gegn
einstaklingum í forystu flokkanna.
Ég tel það ekki sýna gagnkvæma
virðingu þegar því er lýst yfir að
menn vilji samstarf við suma en ekki
aðra. Dæmi um gagnkvæma virð-
ingu, þrátt fyrir ágreining, er sam-
vinna stjórnrandstöðuflokkanna á
síðasta þingi. Sú samvinna var og er
gmndvöllur þess að við emm að tala
saman hér í dag. Ég tel það ekki
skynsamlegt til að skapa samstöðu að
halda aðallega fram þeim málunt sem
ágreiningur er um við aðra flokka
sem á að efna til samstarfs við. Ég
nefni þar uppsetninguna ESB, land-
búnaður, fiskveiðar, kjördæmamál,
landbúnaður og svo framvegis. Um
þau mál má hins vegar segja: Land-
búnaður og veiðileyfagjald eru ekki
grundvallaratriði heldur almenn fyrir-
komulagsatriði. Kjördæmamálið
verður því miður að leysa með hlið-
sjón af því að núverandi stjórnar-
flokkar nái ekki saman og taki upp
einmenningskjördæmi eða eitthvað
álíka fráleitt kerfi. Og spumingin um
aðild að Evrópusambandinu er ekki
smámál heldur grundvallarmál í
rauninni flokkur mála sem snýst um
svo að segja allar gmndvallarspurn-
ingar íslenskra og alþjóðlegra stjóm-
mála stjómmála. Ég kem hér á eftir
að öðmm málum sem ég kalla sam-
einandi málefni en ekki sundrandi
málefni og með því er ég ekki að
gera lítið úr öðmm málum. Og ég er
heldur ekki að leggja það til að menn
leggi nein mál til hliðar. Slík krafa
væri líka fráleit; hún er fyrsta skrefið
á leiðinni til kúgunar minnihluta og í
hróplegri andstöðu við lýðræðisleg
viðhorf.
Ekki til að kljúfa flokka
heldur til að sameina
Þriðja forsendan er að við viður-
kennum áður en lengra er haldið
að viðræðurnar hafi ekki þann til-
gang að kljúfa flokka heldur að
leggja saman krafta heilu flokk-
anna. Þess verður vart meðal annars
í einkar athyglisverðum leiðumm Al-
þýðublaðsins fyrir nokkru að brýn
nauðsyn sé að halda tilteknum ein-
staklingum í Alþýðubandalaginu fyr-
ir utan þessi samtöl um samstarf
vinstrimanna. Stundum finnst mér
örla á þeirri draumsýn í Alþýðu-
flokknum að menn vilji gjarnan
stækka Alþýðuflokkinn og gera Al-
þýðubandalagið að smáflokki fremur
en það sé markmiðið að stuðla að
samvinnu á jafnréttisgmndvelli. Þessi
draumsýn er slæm því í verki seinkar
hún því að unnt verði að halda íhald-
inu og viðhorfum íhaldsins, pólitískri
stefnu þess, niðri á fslandi. Þessi
draumsýn, ef unnt er að kalla hana
svo hátímbruðu nafni, var forsenda
þess að tilraunimar sem ég nefndi áð-
an mistókust.
Þrátt fyrir vilja til samstarfs hljóta
flokkamir hver og einn að halda fram
sínum málum og sínum áherslum,
eftir því sem henta þykir í aðstæðun-
um á hverjum tíma. Það kemur ekk-
ert annað til greina. Engu að síður er
ómaksins vert að velta því fyrir sér
hvaða málefni það gætu verið sem
væru eins konar samst^rfmálefni
þeirra flokka þriggja sem hér eiga
fulltrúa í dag. Ég tel að þá eigi frekar
að nálgast málin út frá almennum
grundvallaratriðum en augnabliks-
málum af margvíslegu tagi.
Hver eru hin sameinandi
mál?
Þá kem ég að fjórða grundvall-
aratriðinu og því stærsta sem eru
málefnin sjálf. Ég vil leggja áherslu
á sameinandi fremur en sundrandi
málefni; hver eru hin sameinandi
málefni? Ég nefni dæmi:
1. Geta flokkamir sameinast um að
hafa umhverflsmálin fremst allra
mála í áherslum sínum þannig að
samstarfið verði ekki aðeins rautt
heldur grænt líka?
2. Geta þessi stjórnmálasamtök
ekki örugglega sameinast um kröf-
una um minni ójöfnuð á öllum svið-
um í launum, í heilbrigðismálum, í
menntamálum í félagslegri þjónustu?
Þessi krafa felur það líka í sér að við
tökum á forréttindahópunum sem
ekki hefur verið samstaða um og var
meðal annars ekki í þeirri ríkisstjóm
sem við unnum saman í síðast; þar á
ég sérstaklega við fjármagnstekju-
skattinn sem tókst þá ekki að koma á.
3. Geta þau samtök sem hér um
ræðir ekki öruggleg sameinast um
kröfuna um almannavæðingu í stað
einkavæðingar, um atvinnulýð-
ræði, um að valdið verði flutt til
fólksins, um breytingu á kosninga-
lögunum í því skyni að færa valdið
nær fólkinu? Til dæmis þannig að
fólkið velji frambjóðendur ekki síður
en flokka.
4. Geta þessi samtök sem hér um
ræðir ekki ömgglega sameinast um
siðbót í samfélagsrekstri - gegn
spillingu í embættaveitingum, gegn
kvótabraski, gegn sjálfstökuliðinu og
spillingu í einkavinavæðingunni?
5. Geta þessi samtök sem hér um
ræðir sameinast um nýjan tón í
utanríkismálum - tón sem leggur
áherslu á samstöðu með heiminum
öllum fremur en einstökum svæðum,
tón sem er í samhljóm við sameinuðu
þjóðirnar og umhverfissamningana
frá ríó svo dæmi séu nefnd?
Af hverju ekki að byrja á því að
feta sig áfram eftir svona gmndvall-
aratriðum?
Síðast en ekki sfst: Raunsæi
Þá er ég komin að fimmta og síð-
asta lykilatriðinu og kannski því
mikilvægasta en það er raunsæi.
Mín skoðun er sú að nú sé raunsætt
að vinna að því að þeir flokkar sem
hér um ræðir komi saman málefhayf-
irlýsingu og samstarfsyfirlýsingu fyr-
ir næstu alþingiskosningar um að þeir
vinni saman í ríkisstjórn eftir kosn-
ingarnar sem verða 1999 í síðasta
lagi; þeir em þá að segja að enginn
þeirra muni fara með öðmm flokkum
þó það byðist, heldur ganga fram sem
blokk með einn stjórnarsáttmála eða
drög að honum fyrir næstu kosning-
ar. Ef þetta er hægt er hægt að kom-
ast lengra. En versti óvinur samstarfs
vinstrimanna á liðnum ámm er skort-
ur á raunsæi. Nú þarf að halda af stað
með raunsæið í för. Þá verður hægt
að komast langt, annars ekki.
Ef allt þetta fer saman sem hér hef-
ur verið talið:
1. Pólitísk skilyrði í nútíð og fram-
tíð.
2. Gagnkvæm virðing og tillits-
semi.
3. Einbeittur vilji til þess að sam-
eina alla en ekki að sundra sumum.
4. Sameiginleg vinna að samein-
andi málefnum og
5. síðast en ekki síst raunsæi - þá
munum við hér saman ná árangri.
Þá væmm við að slá þá tóna sem
geta ómað inn í nýja öld. ■