Alþýðublaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 8. janúar 1997 2. tölublað - 78. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
■ Nefnd á vegum forsætisráðherra segir verðlag á matvælum hér á landi 48% hærra en að meðaltali innan
Evrópusambandsins
Þetta sannar að við
fórum með rétt mál
Jón Baldvin: Bændur geta ekki unnið sig út úr fátæktinni innan kvótakerf-
isins.
-segir Jón Baldvin
Hannibalsson í viðtali við
Alþýðublaðiö og gerir kröpp
kjör bænda einnig að um-
talsefni
„Þetta eru athyglisverðar stað-
reyndir mitt í meintu góðærinu. Þær
eru einnig áhugaverðar með hliðsjón
af fullyrðingum forsætisráðherra um
að engar staðreyndir bentu til vax-
andi fátæktar í íslensku þjóðfélagi,"
segir Jón Baldvin Hannibalsson
um niðurstöður tveggja kannana sem
nýlega voru kynntar og sýna fram á
hátt verðlag á matvælum hér á landi
og kröpp kjör bænda.
Nefnd á vegum forsætisráðherra
kemst að þeirri niðurstöðu að verð-
lag á matvælum á íslandi sé 48 pró-
sent hærra en að meðaltali innan
Evrópusambandsins. Nokkrum dög-
um áður komst Félagsvísindastofnun
að þeirri niðurstöðu að um 40 pró-
sent íslenskra bænda lifi undir fá-
tækramörkum.
Jón Baldvin minnir á að bæði
þessi mál hafi verið ofarlega á baugi
í kosningabaráttunni fyrir þingkosn-
ingamar 1995. Að frumkvæði jafn-
aðarmanna í fyrrverandi ríkisstjórn
var ýmsum stofnunum Háskólans
falið að gera úttekt á kostum og göll-
um hugsanlegrar aðildar íslands að
Evrópusambandinu á tilteknum
málasviðum. Hagfræðistofnun Há-
skólans komst þá meðal annars að
þeirri niðurstöðu að mismunur á
verðlagi á íslandi og innan Evrópu-
sambandsins væri á bilinu 40 til 48
prósent.
„I umræðunni sem fram fór fyrir
kosningar brugðust talsmenn Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðubandalags
sérstaklega ókvæða við þessum upp-
lýsingum, sögðu þær uppspuna og
með öllu úr lausu lofti gripnar. Nú
kemur nefnd á vegum sjálfs forsætis-
ráðherra og staðfestir að þessar upp-
lýsingar voru réttar," segir Jón Bald-
vin.
Sannar okkar mál
Jón Baldvin segir umræður um
landbúnaðarmál og málefni bænda
hafa einnig verið áberandi fyrir sein-
ustu kosningar, meðal annars vegna
þess að fyrir lá vönduð hagfræðileg
úttekt á umfangi opinbers stuðnings
við landbúnaðinn á íslandi í saman-
burði við önnur lönd, og jafnframt
könnun um áhrif ríkjandi landbúnað-
arstefnu á kjör bændastéttarinnar. „-
Þessi könnun leiddi í ljós að fsland
var númer fjögur í heiminum að því
er varðaði opinberan stuðning við
landbúnað," segir Jón Baldvin. „Hún
sýndi fram á að tveir þriðju hlutar af
þeim tekjum sem bændur fá fyrir af-
urðir sínar kemur frá skattgreiðend-
um. Engu að síður sýndi hún að kjör
bænda fóru hraðversnandi og stór
hluti bændastéttarinnar, sérstaklega í
sauðfjárbúskap, býr við örbirgð og er
haldið í vítahring örbirgðarinnar af
kvótakerfi sem leiðir til kotbúa-
stefnu. Þetta var mikið feimnismál
fyrir kosningamar og það voru eink-
um Framsóknarmenn sem brugðust
til vamar fyrir ríkjandi kerfi.
Þessar tvær kannanir hafa enn á ný
staðfest að við jafnaðarmenn fórum
með rétt mál fyrir kosningar og að
við fjölluðum um þessi mál á gmnd-
velli staðreynda sem nú hafa verið
staðfesta."
Jón Baldvin segir athyglisvert að
nefndarmenn forsætisráðherra hafi
ekki orðið við þeim tilmælum að
koma með tillögur til úrbóta. „Þeir
komast samt sameiginlega að einni
niðurstöðu. Hún er sú að alls staðar
þar sem samkeppni ríkir sé ástandið
skárra; að samkepppnin sé besti vin-
ur neytandans og reyndar einnig
þeirra framleiðenda sem best standa
sig í að verða við óskum neytenda
um vörur á viðunandi verði,“ segir
Jón Baldvin.
Verndarstefna og einokun
Verðmyndun á matvælum á ís-
landi telur Jón Baldvin einkennast í
stómm dráttum af vemdarstefnu og
einokun. „Gatt samningamir á sínum
tíma byggðu á þeirri forsendu að
breyta innflutningsbönnum í toll-
vernd sem síðan átti að fara lækk-
andi í áföngum á sex ára aðlögunar-
tímabili. Núverandi ríkisstjórn bjó
sér hins vegar til reiknisdæmi sem
fólst í því að breyta banninu í ofur-
tolla sem virka áfram sem bann, og
þar sem tollamir lækka ekkert á sex
ára aðlögunartímabili þá fer aðlög-
unartímabilið forgörðum. Tollarnir
em svo háir að ekkert verður af við-
skiptum. Þar af leiðandi er loku fyrir
það skotið að samkeppni geti farið
vaxandi á tímabilinu og við erum
þess vegna jafn illa stödd í lok sex
ára tímabilsins og í upphafi," segir
Jón Baldvin.
Hvað varðar stöðu bænda þá telur
Jón Baldvin að þeim séu allar bjargir
bannaðar innan kvótakerfisins: „Þeir
geta ekki unnið sig út úr fátæktinni
og jafnvel þótt stuðningur ríkisins sé
sá fjórði hæsti í heiminum breytir
það ekki því að upp undir helmingur
bænda býr við örbirgð. Kerfið býður
ekki upp á neinar lausnir, kallar bara
á meiri peninga sem mokað er í von-
lausa hít.“
Jón Baldvin segir jafnaðarmenn
hafa bent á leiðir til úrbóta strax fyrir
seinustu kosningar. „Við bentum á
að afnema ætti kvótakerfið í land-
búnaðinum. Framsóknarmenn í öll-
um flokkum töldu það hina mestu fá-
sinnu og héldu að afleiðingarnar
yrðu þær að bændum færi fækkandi
og það myndi leiða til atvinnuleysis í
úrvinnslugreinum í mörgum byggð-
arlögum. Það er auðvitað rangt. Af-
nám kvótakerfisins myndi þýða að
þeir bændur sem best eru staddir til
að halda uppi hagkvæmri fram-
leiðslu myndu bæta sinn hag. Þá
segja menn: En bændum myndi
fækka. Staðreyndin er sú að undir
núverandi kvótakerfi fer bændum ört
fækkandi en síðan eru aðrir sem lok-
ast inni í kerfinu, bundnir af eignum
sínum, án þess að eiga von á að afla
telaia sem duga til framfærslu.
í annan stað bendum við á þá leið
að nýta Gatt samningana til þess að
auka samkeppni í áföngum. Sú leið
hefði auðvitað stuðlað að bættum
hag beggja, neytenda og bænda. Við
bentum á það að nauðsynlegt væri að
draga úr einokun og fákeppni á fleiri
sviðum, eins og í orkubúskapnum,
tryggingum, opinberri þjónustu og
svo framvegis. Því hefur ekki verið
sinnt. Loks bentum við á að þessar
staðreyndir þýddu að íslenskum
stjómvöldum bæri skylda til að láta
fara fram ítarlega, vandaða og hlut-
læga könnun á kostum og göllum
Evrópusambandsaðildar, meðal ann-
ars vegna þess að aðild að Evrópu-
sambandinu myndi að öllum líkind-
um þýða verulega lækkun á verðlagi
á lífsnauðsynjum, auk þess sem hag-
ur bænda myndi að öllum líkindum
verða betri innan Evrópusambands-
ins en utan. Nú er svo komið að
meira að segja harðvítugustu tals-
menn landbúnaðarkerfisins, sem
horfa nú á rústimar af því kerfi sem
þeir hafa varið ámm saman, em fam-
ir að muldra á mannamótum meðal
bænda að líklega sé slík aðild þrauta-
lendingin fyrir íslenskan landbúnað,"
sagði Jón Baldvin Hannibalsson.
Magnús Árni: „Fyrst og fremst samræðuvettvangur ungs fólks."
■ Samtökin Gróska, samtök jafnaðarmanna
Framboð kemur ekki til greina
-segir Magnús Árni Magnússon: „Fyrst og fremstsamræðugrundvöllur."
„Það er stefnt að því að samtökin
verði samræðuvettvangur fyrir ungt
jafnaðarfólk," segir Magnús Árni
Magnússon jafnaðarmaður og félagi
í samtökunum Grósku. í haust hefur
verið unnið að gerð laga og málefna-
starfs en endanleg niðurstaða þess
starfs verður kynnt á stofnfundi sem
verður haldin í Loftkastalanum þann
18 janúar næstkomandi. Samtökin
hafa tekið á leigu skrifstofur að
Laugavegi 103.
„Þessi hugmynd á upphaf sitt að
rekja til sumardagsins fyrsta árið
1993 en þá hittust ungliðar úr félags-
hyggjuflokkunum og Kvennalista á
Kornhlöðuloftinu til að ræða mál
sem hægt er að sameinast um. Þær
samræður hafa síðan haldið óform-
lega áfram í gegnum tíðina og margt
þetta fólk vann saman á kosninga-
skrifstofu R-listans. En auðvitað er
þáttur Röskvu stór í þessu öllu sam-
an en þar hefur unnið saman ungt fé-
lagshyggjufólk. Það er ljóst að þeir
sem hér starfa koma til með að vinna
áfram innan gömlu flokkanna séu
þeir á annað borð flokksbundnir.
Þetta er fyrst og fremst samræðuvett-
vangur ungs fólks utan um það
áhugamál að stuðla að frekara sam-
starfi jafnaðarmanna. Þrátt fyrir að
samstaða náist ekki innan gömlu
flokkanna urn einhverskonar sam-
starf þá mun ekki koma til þess að
við bjóðum fram sérstaklega. Síminn
hjá okkur er 551- 2990 og það verð-
ur opið hér bæði á daginn og kvöldin
fram að stofnfundi og þeim sem hafa
áhuga er velkomið að koma og vinna
með okkur,“ sagði Magnús Ámi.