Alþýðublaðið - 14.01.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.01.1997, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐHD 5 m e n n i n c ■ Leikritið Dóminó eftir Jökul Jakobsson Dýrmæt og góð reynsla segir Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri um leikstjórn sína á verkinu Dómínó eftir Jökul Jakobsson en uppfærslan hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. „Það var unaðslegt að vinna í Borg- arleikhúsinu, þetta er dýrmæt, mikil og góð reynsla," sagði Kristín Jóhann- esdóttir kvikmyndaleikstjóri en hún leikstýrði leikritinu Dóminó eftir Jök- ul Jakobsson sem frumsýnt var síðast- liðinn fimmtudag en það er fyrsta verkið sem Kristín setur upp á leiksvið í atvinnuleikhúsi. Uppfærslan hefur fengið frábæra dóma og þykir mikill sigur fyrir Kristínu en hún er einn af okkar virtustu kvikmyndaleikstjórum. Læiklistargagnrýnandi Moggans segir meðal annars um leikstjómina: „Það er greinilegt að leikstjóra hefur verið gefinn tími og tækifæri til að vanda verk sitt. Kristín er þekkt fyrir yfir- burða formskyn eins og sjá má í kvik- myndum hennar og hér fær það notið sín í háfstiÍJtum hreyftngum leikar- anna.'Leikurinn er nær fullkominn, hvert textabrot kemst til skila og nostrað er við tónfallið." Þórhildur er djörf Aðspurð um hvemig það hafi viljað Olíumálverk og húsgagn til að hún fór að leikstýra hjá Borgar- leikhúsinu sagði Kristín. „Þórhildur hafði samband við mig í haust og stakk uppá þessu en það var djörf uppástunga og kannski þarf hugrakkar konur eins og Þórhildi til að láta sér koma slíkt til hugar. Ég var því meira undrandi en til í tuskið. Þetta var þó við nánari umhugsun tilboð sem ekki var hægt að hafna. Það er virkilega áhugavert að fá að takast á við Jökul Jakobsson og verkið Dóminó er þess virði.“ Tíminn er dýrmætur „Það er einnig mikilvægt fyrir leik- stjóra að fá að vinna með leikurum og æfmgatími eins og hann gerist innan leikhússins er eitthvað sem kvik- myndaleikstjóri fær ekki í sínu starfi því þar kostar tíminn óhemju peninga. Þetta er eitthvað sem maður sleppir ekki þegar tækifærið býðst. Ég sá ekki Dóminó á sínum tíma og ég hef engan samanburð og það er prýðilegt að hafa hann ekki en Dóm- inó á fullkomlega erindi við okkur í dag. Hver dagur í leikhúsinu var upp- götvun og ævintýri, verkið býður uppá ótrúlega möguleika til að ferðast innan einhvers ævintýralands og við gáfum okkur frelsi til að prófa ýmsar leiðir. Það er mín skoðun sem leikstjóra að þetta sé langbesta leiðin til að komast sem lengst að kjama verksins og gefa leikaranum tækifæri til að sýna hvað í honum býr. Það á ekki að koma til leiks með eitthvað fyrirfram ákveðið og tilbúið, það reyndist mér vera besta veganestið í þessa vinnu.“ Kristín Jóhannesdóttir: „Hver dagur í leikhúsinu var uppgötvun og ævintýri." í Listhúsi við Strandgötu 39 f Hafnarfirði opnaði um helg- ina samsýning þeirra Önnu Þ. Guðjónsdóttur og Erlu Sól- veigar Óskarsdóttur á hús- gagnahönnun og olímálverk- ■r.urn. Anna útskrifaðist úr graf- íkdeild Myndlista og handíða- skóla íslands árið 1981 og stundaði framhaldsnám í leik- mynda og búningahönnun við Accademia di Belle Arti í Róm frá 1982-1986. Hún sýn- ir olímálverk sem hún nefnir „Innimyndir." Erla Sólveig Óskarsdóttir húsgagna og iðnhönnuður stundaði nám við iðnhönnun- ardeild Danmarks Design skole f Kaupmannahöfn frá árinu 1989-1993. Erla sýnir stólinn Tralla sem hún vann útfrá hugmyndinni Stóll/leik- fang. Sýningin sem stendur til 26. janúar er opin daglega frá 12 til 18 og sunnudaga frá 14 til 18. Margbreytileg náttúra Á laugardaginn opnuðu myndlistarmennirnir Gerhard Roland Zeller og Þór Ludwig Stiefel mólverkasýningu í sýningarsölum Norræna húss- ins. Sýningin samanstendur af um 30 abstraktmálverkum sem máluð eru á síðastliðnum tveimur órum. Gengið er út frá sameiginlegu þema sem er náttúra íslands í sínum margbreytileik. Sýningin er opin daglega frá 12 til 18 og stendur til 26. janúar. Engir draugar Nú hefur Borgarleikhúsið átt undir högg að sœkja að undanförnu. Fannstu fyrir óróaþar innandyra? ,JÉg varð ekki vör við nema lán yfir þessu húsi og rak mig ekki á neina drauga meðan ég var þar við störf. Þama eru frábærir leikarar, snillir.gar hver um annan þverann. Þau sýndu á sér óvæntar hliðar. Hvort heldur sem það var á sviði, uppí íjáfri eða í mat- sal, smíðaverkstæði eða á saumastofu þá var drengur góður í hverju sæti. Þetta leikhús á alla möguleika á því að blómstra." Aldrei að vita Ætlarðu að leikstýra meira í leik- húsunum? „Þetta er reyndar ekki mín fyrsta reynsla af leikhúsum. Ég leikstýrði verki fyrir Stúdentaleikhúsið og eins fyrir Nemendaleikhúsið á sínum tíma. En ég er tilbúin að skoða það ef það býðst og hef í raun alltaf verið það. Heldurðu að það verði ekki uppá teningnum núna eftir þessar frábœru viðtökur? „Það er aldrei að vita,“ sagði Kristín Jóhannesdóttir að lokum.“B ■ Þór Rögnvaldsson verðlaunaleikskáld sótti efni í Kjalnesingasögu Búi, hippi sem verður þingmað- ur og ráðherra „Þetta er mjög gleðilegt,'1 sagði Þór Rögnvaldsson, 52 ára gamall kennari í heimsspeki og listasögu við Iðnskól- ann en hann hlaut fyrstu verðlaun í leikritasamkepnni Borgarleikhússins en verðlaunaféð nemur fimmhundruð- þúsund krónum. Verkið verður fært upp þann ellefta janúar á næsta ári. „Ég fékk að vita þetta milli jóla og ný- árs, þar sem ég var á labbi niðri í bæ og hitti þar Sigurð Hróarsson fyrrum leikhússtjóra Borgarleikhússins en hann færði mér fbéttimar," sagði Þór í samtali við Alþýðublaðið. „Leikritið er byggt á grunni Kjal- nesingasögu en að mínu viti er það stórlega vanmetið verk og hefur að því leytinu til sérstöðu meðal Islend- ingasagna að það speglar hugmynda- fræðileg átök. Aðalpersónan er upp- reisnarmaður í heiðnu samfélagi sögu- aldar en ég færi þessi átök til nútímans og Búi Andrésson aðalpersóna Kjal- nesingarsögu, verður að nútíma upp- reisnarmanni, hippa í minni sögu og sættist við fyrrum fjandmenn og endar sem þingmaður og ráðherra. Þetta var verðugt verkefni fyrir nútímahöfund, að færa þetta í nútímahorf." Attirðu von á því að vinna til verð- launa? „Eiginlega ekki. En ég hafði þó fulla trú á verkinu." En er leikritið sérstakt í byggingu? „Þetta er þríleikur. Þrír þættir sem hver um sig heitir eftir meginpersón- um Kjalnesingasögu, samheitið er svo Búasaga og þau eru öll flutt á einu kvöldi." Hefurðu fengist við skriftir áður? „Ég hef samið leikrit og oft verið nærri því að fá þau færð upp en það hefur ekki orðið af því fyrr en núna,“ sagði Þór að lokum. Þór Rögnvaldsson verðlaunahafi i leikritasamkeppni LR: Aðalpersónan er uppreisnarmaður í heiðnu samfélagi sögualdar en ég færi þessi átök til nútímans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.