Alþýðublaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 ALPVDUBLAfX) 3 s k o ð a n i r v i t i m e n n Veöur dró úr aðsókn að Vetrarsporti ’97 á Akureyri, þar sem sýnt var allt það nýjasta og væntanlega besta í vél- sleðum og útlvist. Veðrið sem DT gerir að umtalsefni í þessari frétt í gær var bara venjulegt íslenskt vetrar- veður. Kannski að það væri ráð að halda svona vetrarsport-sýningar að sumarlagi. Ríkissáttasemjari í Finnlandi rekinn. Mogginn segir í gær frá hremmingum finnska ríkissáttasemjarans. Ástæða þess að hann var rekinn var ekki sú að honum hefði mistekist að sætta stríðandi fylkingar. Hann missti djobbið vegna þess hve hann lét ófrið- lega eftir að hafa brugöiö sér á barinn. Akureyringa þyrstir í bæjarfjölmiðil. Dagur er ekki lengur bæjarblað heldur landsblað undir nafninu Dagur- Tíminn. Svæðisútvarp RÚV er útvarpsútgáfa af því sem við ætlum að gera Þetta segja þeir Gísli Gunnlaugsson og Páll Sólnes í DT, en þeir félagar undirbúa nú sjónvarpsútsendinar frá Akureyri. íbúi á Stokkseyri hefur óskað eftir verðlækkun á heitu vatni sem hann kaupir af Selfossveitum bs. Rökin eru sú að vatnið sem hann fær heim að húsi sé ekki nógu heitt. Sunnlenska fréttablaðið greinir frá árangurs- lausri tilraun manns á Stokkseyri til að fá verð á heitu vatni lækkað af því það er kalt. Liðið fór með Herjólfi en þegar skipið var farið frá bryggju vantaði FJÓRA leikmenn liðsins. Tveir höfðu óvart sofið yf- Innistæðulausir milljarðar Stórkvótaeigendum á íslandi brá illilega við neikvæðum viðbrögð- um almennings vegna sameiningar út- gerðarfélagsins Hrannar við Samheija á Akureyri og þar með 3.400 tonna kvótatilfærslu frá Vestfjörðúm. Af ótta við að afstaða almennings leiddi til þess að kvótakerfið yrði sett í upp- nám og hugsanlega brotið á bak aftur, þá hafa menn virkjað alla mögulega stuðningsmenn til andáróðurs. Lítið er gert úr Vestfirðingum og kvótaand- stæðingum með því að kalla þá vælu- kjóa. Hins vegar er forðast að rekja dæmið aftur í tímann og ekki er held- ur minnst einu orði á það, að hlutdeild Vestfirðinga í loðnuveiðum, sem nemur á aðra milljón tonna, er enginn og ekki heldur hvað sfld varðar. Pallborð Hörður Kristjánsson skrifar Það er heldur ekkert minnst á það, að vestfirskar rækjuverksmiðjur stóðu fyrir uppbyggingu úthafsrækjuveið- anna. Ékki er minnst á það einu orði að veiðireynsla og uppbyggingastarf Vestfirðinga í rækjuiðnaðinum var ekki reiknað verksmiðjunum til tekna, heldur nótaskipunum sem verksmiðj- umar leigðu úr öðrum landshlutum til veiðanna og eigendur þeirra högnuð- ust síðan á öllu saman með því að selja kvótann aftur til verksmiðjanna. Þessi sömu nótaskip geta nú leikið sér við að veiða á aðra milljón tonna af loðnu og sfld sem Vestfirðingar hafa enga aflahlutdeild í. Það var heldur ekkert minnst á að það vom Vestfirð- ingar sem sköpuðu alla veiðireynslu í grálúðuveiðunum og heldur ekki að Vestfirðingar hafa einir stundað veiðar á steinbít við sínar bæjardyr um ára- tuga skeið sem nú hefur verið settur undir kvóta. Finnst mönnum svo skrítið, að Vestfirðingar séu sárir þegar búið er að"átela frá-þeim milljarða verðmæt- Hins vegar er forðast að rekja dæmið aftur í tfmann og ekki er heldur minnst einu orði á það, að hlutdeild Vestfirðinga í loðnuveiðum, sem nemur á aðra milljón tonna, er engin og ekki heldur hvað síld varðar. um í fiski á umliðnum árum og nú horfandi á þorp sín þurrkast út? Sighvatur Björgvinsson sagði sann- leikann er hann varaði lífieyrissjóði við að fjárfesta í stóm sjávarútvegsfyr- irtækjunum. Verðmyndun fyrirtækj- anna á markaði er nefnilega hjóm eitt. Það er ekkert á bak við alla milljarð- ana þegar upp er staðið, nema ímynd- aður og óveiddur fiskur í hafinu sem í þokkabót er eign þjóðarinnar. Keisar- inn í þessu tilfelli er ekki einu sinni ú nærbrókunum, hann er gjörsamlega berstrípaður og hefur með því að stri- plast á tillanum, tekist að fífla stóran hluta þjóðarinnar, meirihluta þing- manna og ráðherra ríkisstjómarinnar í þokkabót. Og blessaðir ráðherrarnir trúa enn berrassaða keisaranum sem segist vera í dýrindis fatnaði ffá Sæv- ari Karli. Það má líkja þessu við verðbréfa- markaðinn í Wall Street fyrir krepp- una miklu. Þeir sem þá vildu fá raun- vemleg verðmæti íyrir verðbréfin sín gripu í tómt. Það voru einfaldlega engin verðmæti á bakvið pappírana. Markaðurinn hrundi, rétt eins og verð- bréfamarkaður ímyndaðra verðmæta í íslenskum sjávarútvegi getur gert. Það er því kaldhæðnisleg að kvóta- spekúlantinn Agúst Einarsson alþing- ismaður skuli helst sjá það í sinni nöt- urlegu framtíðarsýn í Fiskifréttum á dögunum, að risafyrirtækið Samherji verði skráð á hlutabréfamarkaði í Wall Street að tíu ámm liðnum og á sama tíma hafi störfum í fiskvinnslu á ís- landi fækkað um 2000. Grein þessi birtist upphaflega í blaðinu Vestra á ísafirði Nú hefur Arnór Be- nónýsson leikari og leiklistargagnrýnandi með meiru flutt sig um set norður að Laugum í Reykja- dal. Arnór hefur verið ráðinn fram- kvæmda- stjóri Hér- aðssam- bandsSuð- ur-Þingeyinga og er þegar tekinn til starfa. Segja má að Arnór sé kominn á heima- völl því hann er ættaður úr Reykjadal og gjörþekkir þar menn og málefni. Á sínum tíma hafði HSÞ á að skipa landsþekktum afreksmönn- um í frjálsum íþróttum og Arnór mun án efa gera sitt til að endurvekja forna frægð Þingeyinga á íþróttavellin- um... Hafnfirðingar undirbúa nú af krafti Víkingahátíð sem haldin verður í júlí. Rögn- valdur Guðmundsson ferða- málafulltrúi hefur fengið leyfi frá störfum til að geta einbeitt sérað undirbúningi hátíðar- innar. Á meðan mun Jón Halldór Jónasson upplýs- ingafræðingur gegna starfi ferðamálafulltrúa Hafnarfjarð- ar... Við höfum stundum vitnað í völvur héraðsfréttablaða sem spá fyrir um það sem framundan er á árinu. Völva Bæjarpóstsins á Dalvík segir aðKarl Sigurbjörnsson verði kjörinn nýr biskup. Ýmsar hræringar verði ítrú- málum og einn söfnuður í Reykjavík fari stækkandi, að öllum líkindum Óháði söfnuð- urinn. Þá segir völvan að þekktur peningamaður eigi eftir að lenda á bak við lás og slá vegna sakamáls/fíkni- efna. Hún kveðst sjá gott í kringum Ólaf Jóhann Ól- afsson og hann muni fá við- urkenningu af einhverju tagi erlendis. Björk muni fara að snúa sér að myndlist með söngnum. Loks má geta þess að völva Bæjarpóstsins sér jörðina láta illum látum vegna jarðskjálfta á árinu... Gamii fjölmiðlakappinn Ingvi Hrafn Jónsson situr nú með sveittan skall- ann og reiknar út möguleika Stöðvar 3 á því að taka upp reksturfréttastofu. Ingvi Hrafn segir að sér hafi ekki verið boðinn staða fréttastjóra á Stöð 3 og heldur ekki falast eftir henni. Heyrst hefur að Elín Hirst fylgist grannt með áformum þeirra á Stöð 3 að setja á stofn fréttastofu... „Gættu að þér Þórarinn. Þau eru enn að njósna." Sigurleifur Tómasson vappari: Ómar Ragnarsson. Hann er stórkostlegur frétta- og dagskrárgerðarmaður. Bjarni Grétarsson nemi: Mér finnst Ingólfur Margeirs- son og Ami Þórarinsson mjög góðir. Berglind Halldórsdóttir nemi: Æi, þau eru öll hund- leiðinleg. Heimir Brynjarsson sölu- maður: Það er Þorfinnur Ómarsson, en hann er því mið- ur hættur. Soffía Halldórsdóttir tannsmiður: Elín Hirst. Hún náði athygli mnanns svo vel og hefur svo góða rödd. ir sig en hinir tveir gáfu þær skýr- ingar á fjarveru sinni að þeir nenntu ekki að mæta! Blaðið Fréttir í Vestmannaeyjum greinir frá hinum sanna íþróttaanda í 2. flokki ÍBV í handbolta þegar farin var keppnisferð til Reykjavíkur. Það ríkir algjör trúnaðarbrestur milli stéttarlélaganna og ríkis- stjórnarinnar og embættismanna hennar. Skattar hafa hækkað gif- urlega, þá er ég að tala um út- gjöld heimilanna, beina og óbeina skatta og orkuverð. Sjálfstæðismaðurinn Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaöarsambandsins skrifar skorinorða grein í Morgunblaðiö í gær. Stimplarnir voru frá Héraðsdómi Reykjavíkur og virðist maðurinn, sem áður hefur komið við sögu lögreglu, ekki geta stillt sig um að hiröa „minjagripi” frá setum sínum fyrir dómstólnum vegna áþekktrar söfnunaráráttu og skyldra atriða. Morgunblaðið segir á léttu nótunum frá handtöku fingralangs manns í Reykjavík. Hins vegar er þess ekki getiö með hvaða hætti maöurinn stal stimplunum frá Héraðsdómi. Hverju skyldu þeir stela næst - skikkjum hæstaréttardómara? fréttaskot úr fortíð Allt í vitleysu f gær komst hið versta ólag á símann í Hafharfirði, þ.e. eitthvað um 300 númer urðu sambandslaus eða allt símasamband ruglaðist svo gersam- lega að ekki var nokkur glóra í því. Alþýðublaðið 23. janúar 1962.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.