Alþýðublaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 ALÞVÐUBLAÐO 7 m e n n i n g Sambandsbankinn tengist áætlun nasista um að endurreisa veldi Hitlers í nýrri kvikmynd. Ný víglína hefur opnast í stríðinu sem Þjóðverjar og kvikmyndabærinn Hollywood heyja munnlega sín á milli. Að mati Þjóðverja kemur árásin í þetta skiptið ekki frá glyskenndum kvikmyndastjömum Vísinda- kirkjunnar, heldur framleiðend- um sem eru staðráðnir í að túlka Sambandsbankann þýska og Evr- ópusinnaða stjómmálamenn sem leynda erfmgja Hitlers. „Hollywood-mynd rægir Þýskaland,“ segir í fyrirsögn víð- lesna dagblaðsins Bild, en íhalds- sama blaðið Frankfurter Allge- meine Zeitung lét sér nægja að nota fyrirsögnina „Heimur og bijálæði“. Þessi nýjasta uppspretta óró- leika meðal Þjóðverja er mynd sem er í framleiðslu og byggir á bókinni The Day After To- morrow eftir handritshöfundinn Allan Folsom. Spennusagan, sem hefur einnig verið þýdd á þýsku, lýsir samsæri milli höfuðsmanna Sambandsbankans, stjórnmála- manna og bisnessmanna. Mark- mið þeirra er að koma aftur á þjóðlegum sósíalisma undir því yfirskyni að vera í forvígi fyrir sambandslega Evrópu. Hápunktinum er náð í sviss- nesku Ölpunum þar sem Sambandsbankinn og aðrir illir Þýskarar reyna að græða höfuð Hitlers (en því hafði verið bjargað úr byrgi í Berlín) við Iifandi lík- ama. „Þetta hljómar allt mjög ógeðslega,“ skrifar Frank Schirrmacher, áhrifamikill fréttaskýrandi hjá Frankfurter, „og manni býður við tilhugsuninni um að mjög vinsælar bækur láta alltaf eitthvað uppi um ómeðvitað hugarfar fjöldans." Hneykslun Þjóðverja fylgir beint í kjölfar ásakana meðlima Vísindakirkjunnar í opnu bréfi til Helmut Kohls kanslara, undirrituðu af 34 merkismönnum í Hollywood, þar á meðal Goldie Hawn, Dustin Hoff- man og Oliver Stone. Bréfið var birt í International Herald Tri- bune fyrir skemmstu og í því er meðferð meðlima Vísindakirkj- unnar í Þýskalandi borin saman við ofsóknir á hendur gyðingum á fjórða áratugnum, en trúin er ekki viðurkennd af þýskum stjómvöldum og þeir sem aðhyll- ast hana em útilokaðir frá sumum opinbemm störfum. Schirnnacher sagði að bréfið „- sýndi afleiðingar þess að líta heiminn augum höfunda spennu- sagna og bíómynda. Helförin verður ekkert meira en saga.“ Sömu gagnrýni er beint gegn bók Folsoms og myndinni eftir henni. Þjóðverjar hafa löngum verið óánægðir með þá mynd sem Hollywood dregur upp af þeim. Þýskir herforingjar eru annað- hvort heimskir (The Goose Steps Out, The Great Escape), haldnir kvalarlosta (To Also Die, The Night of the Generals), svikulir (Lifeboat) eða ofstækisfullir (49th Paralell). Þegar séð þótti að í Þýskalandi var einn stærsti markaðurinn í Evrópu fyrir Hollywood-myndir læddust að örlitlu lát- lausari aðferðir. Myndin Escape to Victory frá 1982 sem sameinar þjóðfræðilegar klisjur og þær úr fótbolta sýndi, öllum að óvömm, heiðarlega þenkjandi þýskan herforingja (leikinn af Max von Sydow) í baráttu við harðneskjulega liðsmenn sína, nasistana. Annar hluti Holly wood-nasistans er að það var oftar en ekki Englendingur sem fór með hlutverk hans. Að hluta til stafar þetta af því að Englendingar em taldir valda íyrirhtningarglottum betur (Peter O’Toole í The Night of the Generals) en einnig þar sem þeir virka ekki eins móðgandi á Evrópska (og sérstaklega þýska) áhorfendur. Þannig lék Michael Cane hinn bráðfeiga fallhlífaliðsforingja í The Eagle Has Landed, Robert Shaw hinn bráðfeiga skriðdrekaforingja í The Battle of the Bulge, Laurence Olivier óþolandi tannlækninn í Marathon Man og Paul Scofield hið geðveika (og bráðfeiga að sjálfsögðu) illmenni í The Train Escape. Þetta þurftu Þjóðverjar að þola áratugum saman en þeir vonuðust eftir breytingu til betri vegar eftir að Li- am Neeson lék aðalhlutverkið í Schindler’s List, nokkurs konar þýska stríðshetju. Sú skoðun sem látið var reyna á var sú að sameinað þéttsteypt lýðveldið Þýskaland ætti betra skilið frá Hollywood. Þess í stað rigndi handritum um Fjórða ríkið yfir framleiðendur. Vísunin til nasistatímabilsins í bréfi Vísindasafnaðar- meðlima virðist hafa dregið mikinn kjark úr þýsku menningarlífi. Vera má að þessi dmngalega lífsseigja Hollywood-nasistans hafi ýtt við Þjóðveijum sjálfum til að taka stefnuna á kvikmyndabæinn. Nú er talað um þriðju bylgjuna af þýskum innflytjendum til Hollywood, sú fyrsta hafí átt sér stað á þriðja áratugn- um með hæfileikaríkum leikstjómm á borð við Ernst Lubitsch og önnur þegar flóttamenn flúðu frá nasist- unum á þeim fjórða. Þessi nýjasta bylgja ber mest- megnis með sér tökumenn en einnig leikstjóra eins og Roland Emmerich sem átti stórmynd síðasta sumars, Independence Day. Kvikmyndarétturinn að bók Folsoms var keyptur fyrir óneftida upphæð af MGM kvikmyndaverinu sem upp á síðkastið hefur verið að rétta úr kútnum. Fram- leiðandi myndarinnar er Richard Zanuck. Folsom er sagður hafa hagnast um að minnsta kosti ljórar millj- ónir dollara á bókinni. Þýtt og endursagt SS) Folsom: Sagður hafa hagnast um fjóra millj- ónir dollara á bókinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.