Alþýðublaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 3
MIÐViKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Afram Alþýðublaðið Aað hætta útgáfu Alþýðublaðsins? Þetta var meðal umræðuefna á fundi flokksstjómar Alþýðuflokksins síðastliðinn laugardag. Astæður þess að umræður um Alþýðublaðið undir þessum dapurlegum formerkjum áttu sér stað á fundinum vom kunnuglegar frá fyrri tíð: fjárhagslegir erfiðleikar. Niðurstaða þessa fundar æðstu stjómar flokksins var sú að Alprent, hlutafélag að mestu í eigu Alþýðu- flokksins mun innan tíðar hætta rekstri blaðsins og gera upp stöðuna, en skuldir umfram eignir mun aðal- eigandi félagsins, Alþýðuflokkurinn, taka yfir. Pallb^ 1 Hins vegar er það alrangt eins og haldið hefur verið fram í fjölmörgum fjölmiðlum að ákveðið hafi verið að hætta rekstri blaðsins á þessum til- greinda fundi. Þvert á móti var fram- kvæmdastjóm flokksins, forystu hans, falið að reyna með öllum hætti að tryggja áframhaldandi útgáfu Alþýðu- blaðsins. Jafnframt var forystu flokks- ins gefið fullt umboð til að fara áfram með málið. Alþýðublaðið gegnir hlut- verki Ég leyni ekki þeirri skoðun minni að reyna eigi með öllum tiltækum ráð- um að tryggja áfram útgáfu Alþýðu- blaðsins. Vel kemur til álita að skoða breytta útgáfu. samstarf við önnur blöð eða aðrar þær hugmyndir, sem gætu tryggt öfluga útgáfu, sem hefði að bakhjarli almenna fréttamiðlun, tíð- indi úr flokksstarfi Alþýðuflokksins og greinarskrif og skoðanaskipti um stjórnmál, þá einkum og sér í lagi hvað varðar sjónarmið okkar jafnaðar- Alþýðublaðið hefur hlutverki að gegna í fjölmiðlum þessa lands, í stjórnmálaumræðu hérlendis Flóknara er það ekki. manna. Vissulega er ég þess meðvitaður að breytingar hafa orðið í íslenskum Ijöl- miðlaheimi hin síðari ár. Flokksblöðin svokölluðu, sem voru nánast einráð á markaði á árum áður, hafa týnt tölunni eitt af öðru. Við það hef ég ekkert að athuga. Ægivald stjómmálaflokkanna á áratugum áður yftr fjölmiðlum þessa lands var fullkomlega óeðlilegt. Rétt var og skynsamlegt að losa um þau tök. Það hefur gerst. Hins vegar er það frjálsri skoðanamyndun jafn hættu- legt, þegar örfáir einkaaðilar úti í bæ hafa komið í stað stjómmálaflokkanna og hafa nú sama valdið yfrr fjölmiðluti þessa lands og flokkamir áður. Það er varhugaverð þróun. Þess vegna segi ég einfaldlega: Er það fráleitt að íslenskur fjölmiðla- markaður sé einfaldlega blandaður. Þar séu stórir og litlir miðlar, í eigu samtaka, einstaklinga og stjómmála- fylkinga, allt eftir efnum og ástæðum hvetju sinni. Ég hef satt að segja meiri áhyggjur af því, hvernig sjónvarps- stöðvar, útvarpsstöðvar og dagblöð færast á æ færri hendur, heldur en ef stjómmálasamtök haldi úti útgáfu lítils dagblaðs eða vikublaðs, eða jafnvel útvarps- eða sjónvarpsstöðvar. Mín skoðun er sú að trúverðugleiki fjölmiðla byggist ekki síst á því að þeir komi til dyranna eins og þeir em klæddir. Ekki í dulargervi hlutleysis eða frelsis, þegar jafnframt það liggur fyrir eins og opin bók, að ákveðin við- horf og sjónarmið em klárlega að baki hjá eigendum við- komandi miðils. Spyrja má hversu rit- stjómir ljósvakamiðla og dagblaða em í raun óháðar hagsmunum eigenda sinna þegar allt kemur til alls. Er þar allt eins og það á að vera? Alþýðublaðið hefur aldrei klætt sig í neitt dulargervi. Það er það sem það er: Málsvari jafnaðarstefnunnar hér á landi. Og í eigu Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands. Alþýðublaðið hefur hlutverki að gegna í fjölmiðlum þessa lands, í stjómmálaum- ræðu hérlendis. Flóknara er það ekki. Samstarf við aðra Ég tel vel til greina koma að skoða samstarf Alþýðu- flokksins við önnur blöð. Nefni þar til sögunnar Vikublaðið og Þjóðvaka- blaðið. Tel að slíkar viðræður ætm að hefjast nú þegar. Mér líst hins vegar mun verr á hugmyndir í þá veru að Dagur-Tíminn yfirtaki rekstur Al- þýðublaðsins, því þar er ekkert annað á ferðinni en að DV-Stöðvar 2 veldið kokgleypi litla Alþýðublaðið. Dagur- Tíminn er því miður aðeins hjáleiga frá þessu fjölmiðlaveldi og kemur út svo lengi sem það vill - ekki deginum lengur. Ég óska hins vegar Tfma- mönnum alls hins besta við þröngar og erfiðar aðstæður. Ég treysti fullkomlega forystu Al- þýðuflokksins fyrir því verkefni að tryggja áfram útgáfu Alþýðublaðsins, eins og flokksstjórn flokksins sam- þykkti á fundi sínum síðasta laugar- dag. Höfundur er þingmaður Alþýðuflokksins Heimir Már Pétursson, hinn nýi framkvæmda- stjóri Alþýðubandalagsins, var véislustjóri og hélt þrumandi ræðu á Þorra- blóti Alþýðubandalagsins að kvöldi laugardags en miðstjórnarfundur flokks- ins var um helgina. Þeir al- þýðubandalagsmenn sem ekki höfðu áður séð nýja framkvæmdastjórann í ess- inu sínu urðu hvumsa en Heimir mun aðallega hafa fjallað með digrum karla- róm um sjálfan sig í ræð- unni. Hann drap meðal annars hógværlega á því að hann sjónvarpsstjarnan hélt af Stöð tvo til liðs við Alþýðubandalagið. Ræðan mun hafa staðið hátt í hálf- tíma, og svitaperlur munu hafa sprottið fram á enni sumra þeirra sem stóðu að ráðningu Heimis... að heyrist ennfremur að Heimir Már skil- greini verksvið sitt á skrif- stofu Alþýðubandalagsins nokkuð vítt. Hann er jafn- vel farin að skrifa hliðar- leiðara við eiginlega leið- ara Vikublaðsins. Hann mun þá einnig taka að sér að rýna í texta sem berast á ritstjórn blaðsins og strika undir ef hinum finnst leika vafi á merkingunni. Eins og allir vita er Friðrik Þór Guðmundsson titlað- ur ritstjóri blaðsins... Jón Ólafsson og félagar af Stöð tvö munu ætla að gera sitt besta til að koma í veg fyrir að fleiri starfsmenn flýi af stöðinni. Að minnsta kosti munu þeir hafa haft nóg að gera í síðustu viku við að gera skriflega samninga við starfsmenn til að tryggja þá til frambúðar. Samning- arnir fyrirbyggja að starfs- menn geti hoppað fyrir- varalausttil keppinaut- anna... Oft eru sagðar sögur af Bo Hall eða Björgvini Halldórssyni eins og hann heitir á sveitamáli. Þegar Bylgjumenn ræddu hugsanlegan arftaka hins brotthlaupna Jóns Axels Ólafssonar kom meðal annars nafn Sigurðar G. Tómassonar upp á borð- ið. Viðbrögðin við því voru hvorki stór né mikil en það á að hafa heyrst vand- ræðalegur hlátur og fliss í einstaka horni. Þegar nafn Þorsteins J. Vilhjálms- sonar bar á góma mun Bo hafa sagt: „Haldiði þið virkilega að við þurfum mann sem tekur viðtal við flugur." Þorsteinn er ein- mitt þekktur fyrir að finna sér óvenjuleg og stundum furðuleg viðfangsefni og tekst oft og tíðum alveg bærilega upp. Hvorugur þessara manna varð þó fyrir valinu heldur Hallur Helgason einn af stjórn- endum Loftkastalans og stundum kallaður foringinn í Hafnarfirði... h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson m e n n „En þó ráðherrann yrði bæði tvísaga og skrökvaði eins og hræddur krakki var eins og hann gleymdi því í einfeldni sinni að þetta var ekki prívatsamtal hans við einhvern asna úti í bæ. Það var eins og hann áttaði sig ekki á að hann var að tala í útvarp og útvarp er tól sem fólk kveikir á og hlus'ar svo á það sem þar heyrist sagt.“ Umhverfisráðherra heldur áfram að afla sér virðingar og vinsælda. Sigríður Halldórsdóttir í DV í gær. „Maðurinn hvorki sér né heyrir. Hann er hroki frá upphaii til enda og ætti að skammast sín. Hann hækkaði eigin laun um 60 þúsund fyrir skömmu síðan og fannst ekkert athugavert við það.“ Sigurður T. Sigurðsson formaður Verka- mannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði lætur Davíð hafa það óþvegið í DT I gær. „Fimm kviðdómendur af sjö töldu að Padua hefði sagt ósatt og sagði dómarinn að hann væri „ofsmaður, öfuguggi og heigull." Ekki tjáir að deila við dómarann. Brasilísk sápuóperustjarna fékk nítján ára dóm fyrir aö myrða ástkonu sína sem jafnframt var mótleikari hans. Mogginn í gær. „Ég er ítölsk en mér finnst fótbolti leiðinlegur og ég borða ekki lauk.“ Maria Grazia Cucinotta, . . , , i hin þokkafulla leikkona úr stórmyndinni II Postino. Mogginn í gær. „Hún var ekki falleg," svarar þá Árni. „Hún var ægilega fögur. Það má eiginlega segja að hún hafi verið vansköpuð af fegurð." Pétur Pétursson segir sögur eftir Ríkharöi Jónssyni af Árna Þórarinssyni presti á Snæ- fellsnesi en Pétur hóf nýlega aö lesa ævi- sögu Árna sem Þórberguf ÞÖrðarson færöi í letur. Mogginn í gær. „Það er alltaf eitthvað . að gerast sem minnir okkur með þægilegum hætti á liðna tíð. Slfk áhrif hafði auglýsing í Morg- unblaðinu í fyrradag á Víkverja. Það var auglýsing frá Sósíali- stafélaginu um verkalýðs- söngvakeppni." Víkverji veltir fyrir sér í gær að fá útrás fyrir listræna tjáningu sína á fleiri stööum en í Morgunblaðinu. Gerist eitthvað óvænt í dag? Hringdu í spásímann 904 1414 og vertu við öllu búinn! (39,90 min). Auglýsing í smáauglýsingum DV í gær. Er enginn endir á trúgirni fólks? Sandra Grétarsdóttir lög- fræðingur: Það varð 90 ára 27. janúar. Ævar ísak Sigurgeirsson verslunarmaður: Eg giska á 80 ára. Gunnar Ásgeirsson verka- maður: Svona 40 ára. Margrét Ósk Steindórs- dóttir nemi: Það varð 90 ára á mánudaginn. Hildur Oddsdóttir nemi: Það er 90 ára. Vetrarblóm, Saxifraga oppostifolia, er einnig nefnt Lambarjómi. Blómgast fyrst allra plantna á vorin, í apríl eða byijun maí. Vex á holtum og melum. Algeng jurt um allt land. Knúppamir eru rauðijólubláir með rauðbleikum blöðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.