Alþýðublaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐHD MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 ■ Nýlistasafnið á laugardag Ég og ímyndaðir vinir Helgi Eyjólfsson er 28 ára gam- all, og útskrifaðist úr MHI fyrir fimm árum síðan en hélt þá erlendis og stundaði nám í Þýskalandi, Hol- landi og í Bandaríkjunum og segist hafa orðið fyrir mestum áhrifum frá Þjóðverjum enda sé lundafar þeirra svipað og fslendinga. Helgi opnar sýningu í Nýlistasafninu á laugar- dag og það gerir einnig Joris Ra- demaker. Þetta er fimmta einkasýn- ing Helga, og sú önnur í röðinni hérna heima, en fyrir þremur árum síðan sýndi hann í Hamrinu í Hafn- arfirði ásamt Gunnari Strömland listmálara. „Sýningin samanstendur af nútímamyndlist, veggskúlptúr- "m, og málverkum,“ segir Helgi. „Ég get ekki sagt meira um það, fólk verður bara að koma á sýning- una og upplifa hana sjálft.“ Efst í húsinu sýnir Helgi verk sem nefnist ÉG, en á pallinum fyrir neðan er hann með samsýningu ímyndaðra vina.“ En afhverju ímyndaðir vinir? „Það má segja að ég hafi eins- konar yfirumsjón með þeirri sýn- ingu.“ Er þannig komið fyrir listinni að hún þurfi að gera sér upp vini? „Ég er ekki tilbúinn að gefa komment á það.“ Fræðslumiðstöð Reykjavíkur kvartar undan því að fjölmiðlar sýni ekki áhuga á öllu því jákvæða sem fram fer skólum borgarinnar. ■ Fræðslumiðstöð Reykjavíkur er ekki ánægð með samskipti skóla og fjölmiðla Unglingar hafa orðið fyrir aðkasti vegna myndbirtingar og viðtala ,J>að er nokkuð almenn reynsla hjá okkur skólastjórunum í Reykjavfk að okkur hefur gengið afskaplega illa að fá umfjöllun um það sem við höfum óskað eftir að væri tekið fyrir“, sagði Steinunn Helga Lárusdóttir, skóla- stjóri í Æfingaskóla Kennaraháskóla íslands og formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur í samtali við blaðið. I bréfi frá Fræðslumiðstöð Reykja- víkur til fjölmiðla er fundið að um- fjöllun þeirra um málefni grunnskóla. Undir bréfið skrifa Steinunn Helga og Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri. Þar er óskað eftir að skólar og fjöl- miðlar eigi góð samskipti sem byggist á gagnkvæmu trausti. Steinunn nefnir dæmi um áhuga- leysi ljölmiðla fyrir jákvæðum fréttum af skólastarfi: „Þegar Æfingaskólinn átti aldarfjórðungsafmæli fyrir þrem árum var dagskrá í skólanum í heila viku og opið hús. Ég sendi tilkynning- ar til allra fjölmiðla í Reykjavík og fylgdi þeim eftir með símtölum. Ég hélt að þeir hefðu áhuga á að sjá ár- angurinn af skólastarfinu og kannski að koma til að sjá skemmtiatriði sem voru mörg. Einn fjölmiðill sendi mann inn í skólann og það var vegna þess að eitt foreldri nemanda í skólanum vann á ljölmiðlinum. Aðrir sáu ekki ástæðu til að senda neinn. Á hinn bóginn gerðist það þegar ég var búin að vera Hún á afmæii í dag Fimmtug er í dag Hildur Björk Sig- urgeirsdóttir til heimilis að Frostafold 187, Reykjavík. Hildur er fædd 29. janúar 1947. Maki hennar er Sævar Frímannsson, fyrrverandi formaður Verkalýðsfélagsins Einingar, Eyja- firði. Hildur tekur á móti ættingjum og vinum að heimili sínu laugardaginn 1. febrúar næstkomandi kl. 20.00. tvö ár í starfi sem skólastjóri hér, var lokað kennsluhúsnæði hjá mér, vegna lélegs ástands. Þá gerði ég lítið annað í tæpa viku annað en að tala við fjöl- miðla, sýna þeim húsið, segja þeim frá aðdragandanum, segja frá hvað hefði verið gert og hvað hefði ekki verið gert, hvað hugsanlega yrði gert. Ég var í beinum útsendingum, ég var í sjónvarpi, ég var í útvarpi, þetta var ótrúlegt. Og ég hygg að saga mín sé saga margra, þess vegna segi ég þessi dæmi,“ sagði Steinunn Helga. „Ég vil geta þess að þegar ijölmiðl- ar taka þann pól í hæðina að fjalla fyrst og firemst um það sem neikvætt er og láta þá jafnvel hjá liggja að geta þess sem jákvætt er um saina efni, þá er ekki hægt að neita því að ábyrgð fjölmiðlanna er mikil í því að útbreiða upplýsingar, sem skólamir hafa svo mjög takmörkuð tækifæri til að leið- - segir Sigurður R. Ólafs- son á ísafirði. „Atvinnuástandið hefur verið sæmi- lega gott hér um slóðir nema í Þing- eyrarhluta ísafjarðarkaupstaðar. Þar voru um 70 manns skráðir atvinnu- lausir síðast þegar var borgað út þar. Þó er ekki hægt að segja að vinnan hafi verið nóg hér á ísafirði, aðeins dagvinna og varla það, því að aflinn hefur ekki verið nægur. Fólkið hefur verið á kauptryggingu öðm hveiju, en ekki komið inn á atvinnuleysisskrá. En það hafa verið miklir tilflutningar á fólki að og frá svæðinu," sagði Sig- urður R. Olafsson bæjarfulltrúi á ísa- firði í spjalli við blaðið. „Eins og allir vita sameinuðust nokkur sveitarfélög hér í norðanverð- um Vestfjörðum fyrir nokkm. Fólki gengur misjafnlega að átta sig á því að þetta sé orðið sama sveitarfélagið, en að vísu er þetta ekki enn orðið sama atvinnusvæðið. Til þess að svo geti orðið þarf að breyta lögunum um at- vinnutryggingarsjóð, sem stendur víst til að gera fljótlega. Mér heyrist að fé- lagsmálaráðherra vilji helst gera land- ið allt að einu atvinnusvæði. Það þýðir að ef okkur hér býðst vinna á Homa- rétta. Þetta tengist oft nemendum og foreldrum þeirra, sem við megum ekki einu sinni ræða opinberlega", sagði Steinunn ennfremur. í bréfinu segir meðal annars:“ . . . dæmi eru um að myndbirting með viðtali hafi stefnt viðkomandi unglingi í hættu.“ „Þetta er af gefnu tilefni", segir Steinunn. „Sumir fjölmiðlar ganga hart fram og sitja um unglingana, án þess að nokkur fullorðinn viti af því að þeir em þama. Já, þess em dæmi að þeir hafi talað við nemendur sem síð- an hafa orðið fyrir mjög alvarlegu að- kasti og lent í hættu vegna þessarar myndbirtingar og viðtalsins. Við emm hrædd við þetta, það verður að segjast eins og er. Fjölmiðlar verða að sýna meiri aðgát í samskiptum við böm og unglinga“, sagði Steinumm H. Láms- dóttir, skólastjóri. firði missum við bætur ef við neitum að fara þangað. Ég veit ekki hvað er til í þessu,“ sagði Sigurður. „Um hina nýju Isfirðingana, þessa sem komu sunnan úr fyrmrn Júgóslav- íu, held ég að ég geti ekki sagt annað en að ég tel að það að fá þá hingað sé eitt besta verk sem hefur verið gert hér álandi. Bæjarpólitíkin er öll stærri í sniðum og öðmvísi en hún hefur verið á liðn- um árum vegna þess að nú er allt stærra og erfiðara viðfangs vegna sameiningarinnar. Skuldirnar eru miklar, en þó ekki verri en svo að það er hægt að vinna sig fram úr þeim, kannski með hörðum aðgerðum, nið- urskurði og öðm sem getur bitnað á þjónustunni. Ef til þess kemur að það verði nauðsynlegt er spuming hvort íbúamir nenni að bíða eftir að blómin fara afiur að spretta á þakinu. Margir fbúar hafa flutt í burtu en aðrir hafa komið í staðinn. Ég fór mjög nákvæmt yfir kjörskrána fyrir síðustu kosningar, sem voru auka- kosningar vegna sameiningarinnar og fóru fram tveim árum eftir síðustu reglulegar sveitastjómarkosningar. Þá varð ég þess var að á þessum tveim ámm hafa orðið um 27- 28% skipti á ■ Bágt atvinnuástand á Þingeyri og að- eins unnið í dagvinnu á ísafirði Miklir tilflutningar fólks í sameinuðu sveitarfélagi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.