Alþýðublaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 1
MÞÍBMMD Miðvikudagur 29. janúar 1997 Stofnað 1919 14. tölublað - 78. árgangur ¦ Hafnarfirðingar vilja fá hluta af arði Hitaveitu Reykjavíkur í sinn hlut Neita að taka þátt í kostnaði við Perluna „Við ætlum að kanna rétt okkar og athuga hvort við eigum ekki, sam- kvæmt samningi okkar við Hitaveitu Reykjavíkur, rétt á arðgreiðlum," sagði Ingvar Viktorsson bæjarstjóri í Hafharfirði í samtali við Alþýðublað- ið. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði munu þeirrar skoðunar að þeim hafi verið gert að taka þátt í að greiða fjárfest- ingar vegna Perlunnar og vilja ekki taka á sig þann kostnað. Hafnarfjarðarbær telur sig eiga rétt á 32 milljóna arðgreiðslu ffá Hitaveitu Reykjavík vegna hagnaðar hennar á árunum 1992- 1995. Samkvæmt skýrslu Eyjólfs Sæmundssonar, sem er tengiliður Hafnarfjarðarbæjar og Hitaveitunnar, hafa Hafnfirðingar greitt borgarsjóði Reykjavíkur um 250 milljónir króna með afgjaldsgreiðslum til Hitaveitunnar síðustu fimm árin. Eyjólfur telur að samkvæmt samningi skuli Hafharfjarðabær njóta hluta arðs Hitaveitunnar þegar hann er kominn yfrr ákveðin mörk. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur skipað nefnd til að fjalla um samskipti bæjarins og Hitaveitunnar og endur- skoða samninginn þeirra í milli. Nefhdin hefur ekki komið saman enn- þá. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Veitustofnana Reykjavíkur, sagðist í smatali við blaðið vera undr- andi á hvernig Eyjólfur hefði komist að þessari niðurstöðu. Hann sagði að það væri rétt að samningurinn kvæði á um að ef tekjur Hitaveitunnar næðu ákveðnu marki, skyldi Hafnafjarðar- bær fá í sinn hlut ákveðinn hluta þess sem færi þar fram yfir. Hins vegar Gjaldþrot Miðils Kröfur nema 13 milljónum Gjaldþrotaskiptum er að ljúka í þrotabúi Miðils ehf sem gaf út Helg- arpóstinn. Kröfur eru uppá 13 miUjón- ir króna, þar af er Gjaldheimtan stærsti kröfuhafinn, en hún lækkaði upphaflegar kröfur um sjö milljónir. Á hæla hennar fylgir Tollstjórinn í Reykjavík en kröfur annarra nema lægri upphæðum, þar má nefha nokk- urar launakröfur fyrrum starfsmanna fyrirtækisins. Eignir hafa ekki verið lagðar saman en samanstanda aðallega af útistandandi reikningnum vegna áskrifta og auglýsinga, að sögn Sigur- mars K. Albertssonar skiptastjóra þrotabúsins. Kjaraviðræðurnar Ekki bjartsýnn á samninga - segir Sigurður Ingvarsson forseti Alþýðusambands Aust- urlands „Jú, vissulega höfum við talað sam- an. Við erum búnir að hitta fulltrúa vinnuveitendanna þrisvar og nú erum við að fara á fund með þeim í Karp- húsinu. Ég get þó ekki sagt að ég hafi séð eða heyrt neitt sem vekur mér bjartsýni á að samningar séu í nánd," svaraði Sigurður Ingvarsson, forseti Alþýðusambands Austfjarða, fyrir- spurn blaðsins um stöðuna í samn- ingamálum fyrir austan. Sigurður staðfesti að hann og félagar hans hafi rætt aðgerðir til að knýja á um samn- ingana en vildi ekki segja hvað þar væri efst á blaði, enda væri væri ekk- ert í þá veru fullmótað. Aðspurður um hvort verkalýðshreyfingin á Austur- landi óttaðist að vinnuveitendur mundu reyna að teygja samningaum- ræður þangað til mestu annir í loðnu og síld væru búnar, svaraði hann: „Við munum ekki láta það gerast". hefðu tekjuafgangurinn aldrei náð að verða hærri en sem nemur um þriðj- ungi þeirrar upphæðar sem þarf til að til arðgreiðslu komi, samkvæmt samn- ingnum. Samkvæmt heimildum blaðsins snýst málið um að Hamfirðingar telja að fjárfestingar Hitaveitunnar, meðal annars í Perlunni, og rekstrartap á henni séu færðar á rekstrarreikning Hitaveitunnar og þannig sé tekjuaf- gangi haldið niðri. Þeir telja sér hins vegar ekki skylt að taka þátt í því æv- intýri og vilja sjá hvernig reikningarn- ir standa þegar allt slíkt hefur verið hreinsað út. Alþingi kom saman á ný í gær og þingmönnum höfðu um margt að tala eins og gefur að skilja. Ekki vitum við hvort Bryndís Hlöðversdóttir og Össur Skarphéðinsson eru að ræða um samvinnu A-flokkanna eða ekki, en umræðuefnið er greinilega háalvarlegt. Ljósm. E. Ól. ¦ Væntanlegt álver á Grundartanga Tveir hrepparvænta stóraukinna tekna Oddvitar sveitarfélaganna sunnan Skarðsheiðar og norðan Hvalfjarðar, það er Skilamannahrepps, Hvalfjarðarstrand- arhrepps, Leirár- og Melahrepps, Innri Akraneshrepps og Akranesbaejar, hittust fyrir skömmu og fögnuðu væntanlegu ál- veri á Grundartanga, að því tilskildu að ströngustu mengunarvarnir verði við hafðar. Þeir telja að álverið muni auka á fjölbreyttní í atvinnu í sveitarfélögunum og skapa þeim um leið auknar tekjur. Lang stærstur hluti beinna tekna af stór- iðjunni rennur þó aðeins til tveggja hreppanna, Skilamannahrepps, sem nú mun vera ríkastur dreifbýlishreppa á landi hér, og Hvalfjarðarstrandarhrepps. Þessir tveir hreppar skipta með sér fast- eignagjöldum af mannvirkjunum á ¦ Sjúkraliðafélag íslands Mótmælir harðlega tregðu til samninga Fundur trunaðarmanna, kjaramála- nefhdar og framkvæmdastjórnar Sjúkra- liðafélags íslands sem haldinn var í gær mótmælir harðlega tregðu samninga- nefhdar fjármálaráðherra og Reykjavík- urborgar til samninga við launþega. „Trúnaðarmannafundur SLFI hafnar algjörlega hugmyndum fjármálaráð- herra og fulltrúa Reykjavíkurborgar um aukið forstjóraveldi til geðþóttaákvarð- ana um kjör starfsmanna sinna, án af- skipta launþegahreyfingarinnar. Vísvit- andi er að því stefnt með forstjóraveldi fjármálaráðherra að afhema samræmda kjarasammnga og áfskipti verkalýðs- hreyfingarinnar af starfskjörum og rétt- indum launþega," segir í ályktun fund- arins. „Trúnaðarmenn sjúkraliða benda á, að haldi fram sem horfir, er ljóst að þjóðfélaginu er stefnt í harðar vinnu- deilur, sem verður ekki séð fytir endann á. Hugmyndir forsætísráðherra að kjara- samningar í góðæri gefi ekki tílefni til meiri en 2-3% hækkana á laun, eru gjör- samlega óviðunandi. Afrakstur slíkra góðærishugmynda rúðherrans svara -ekki-væntingunvlaunþega og-Jeiða fyrr eða síðar til verkfalla með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Sjúkraliðar gera kröfu um skynsam- lega samninga, betri laun, lægri skatta, lækkun vaxta og samninga um aukinn kaupmátt. Sjúkraliðar krefjast þess að góðærið skili sér til þjóðarinnar, en ekki fárra útvalinna," segir í ályktun Sjúkra- liðafélagsins. Grundartanga og í Skilamannahreppi hef- ur risið nokkur byggð íbúðarhúsa starfs- manna Járnblendiverksmiðjunnar sem einnig gefa hreppnum tekjur í fasteigna- gjöldum og útsvari fbúanna. fbúar allra hreppanna hafa jafhan forgangsrétt tíl at- vinnu við iðnaðinn á Grundartanga og hafa því allir einhverra hagsmuna að gæta vegna umsvifa þar. Meðan Jóhanna Sigurðardóttir var félagsmálaráðherra var, að sögn Sigurðar Valgeirssonar, odd- vita Leirár- og Melahrepps, uppi talsverð umræða um sameiningu sveitarfélaganna sunnan Skarðsheiðar, en hún mun hafa lognast útaf. Einkum er það vegna þess að hrepparnir tveir, sem mestar tekjur hafa af Grundartanga, hafa ekki lengur ánuga á sameiningu. ite&£ \9L a ö nýjasta frá Microsoft Microsoft Office '97 er komið til ab auovelda þér Kynntu þér hvernig: • Word,Excel, Power Point, Outlook og Access vinna saman í einum pakka • Samvinna hefur aukist milli forrita • Öll forritin vinna með Internetinu • Nýjungin „Outlook" gjörbreytir skipulagi og yfirsýn v i n n u n a Simi 563 3000 • Fax 568 8487 http://www.ejs.is • sala@ejs.is

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.