Alþýðublaðið - 30.01.1997, Side 4

Alþýðublaðið - 30.01.1997, Side 4
4 ALPÝÐUBLAÐÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997 ■ Ekkert lát virðist vera á öngþveitinu í Rússlandi Sjúkt Stjórnmálamenn í Moskvu sem trúa því að Boris Jelt- sín hafi ekki þjáðst af öðru en lungnabólgu em vand- fundnir. Hvort sem þeir hvísla hálfum hljóðum eða tala beint út, heldur rússneska stjórn- málaklíkan því fram að allt mögu- legt ami að Jeltsín; að lifrin og nýr- un séu komin á síðasta snúning, hann geti ekki gengið eðlilega, blóðflæðið til heilans sé ekki nægi- legt og hann sé á barmi þess að fá slag. Vangaveltur Þjóðveija um að forsetinn sé með Parkisonsveikina kynda enn frekar undir umræður af þessu tagi. Stjómin í Kreml gengst ekki við meiru en að það hafi verið lungna- bólga sem kom Jeltsín á sjúkrahús nú fyrir skemmstu. Þegar hann sást síðast opinberlega leit hann vart út fyrir að vera fær um að stjóma land- inu. Nú síðast frestaði hann svo fyr- irhugaðri ferð til Hollands sam- kvæmt læknisráði. Og stjómmála- menn, stjómarerindrekar og kaup- sýslumenn spyija sig hversu lengi hann og það kerfi sem hann hefur komið á geti endast. Það þykir næstum ömggt að for- setatíð Jeltsíns er ekki á enda alveg strax. Það er búið að afskrifa forset- ann of oft áður til að hægt sé að slá fram slíkum spám með góðu móti, en að endalokunum líður þó. Eftir hjartaskurðaðgerðina var því spáð að hann yrði spilandi tennis á ný með vorinu. Nú sést ekki annað en veiklulegur forseti sem þó gæti setið til loka kjörtímabilsins árið 2000. Herinn að hrynja Skiptir það máli að þetta fyrrum heimsveldi er leiðtogalaust nema þær fáu klukkustundir á dag sem Jeltsín er nógu heilsuhraustur til að vera við stjómvölinn? Sá sem yrði land bíður lækningar Rekstrarvörur bjóða nú stofnunum og fyrirtækjum nýja og byltingarkennda lausn til að loka óhreinindin úti. Leitið upplýsinga hjá hreinlætisráðgjöfum og sölumönnum okkar. Flestir eru þeirrar skoðunar að Boris Jeltsín sé mun veikari en látið hefur verið uppi. eftirmaður hans, Alexander Lebed, er ómyrkur í máli og segir Rússland horfast í augu við mikla erfiðleika sem eigi eftir að springa út í mars. Hann nefriir sem dæmi herinn sem er að hmni kominn, hættulegt ástand kjarnakljúfanna og efnahagslega öngþveitið sem birtist í þeirri stað- reynd, að 45 trilljón rúblur, 500 milljarðar króna, hafa ekki verið greiddar í laun. Á meðan er fyrir- tækjarekstur bældur niður af grimmilegri skattlagningu sem kaupsýslumenn álíta hættulegri en mafíuna. Efnahagur á niðurleið Utlitið er vissulega ekki bjart fyrir efnahaginn. í þessum mánuði eru liðin fimm ár frá efnahagsumbótun- um sem fylgdu í kjölfar frjálsrar verðlagningar í janúar 1992. Þrátt fyrir að búið sé að ráða niðurlögum óðaverðbólgu hafa loforð um auk- inn hagvöxt ekki enn ræst. Opinber- ar tölur sýna efnahaginn vera á nið- urleið sjöunda árið í röð. Hinir bjart- sýnustu segja svartamarkaðinn ekki tekinn með í reikninginn og að ástandið sé ekki eins hrikalegt eins og tölumar gefi til kynna. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn segir einhvern hagvöxt hafa verið á seinasta ári, milli 0,5 og tvö prósent, og að aukn- ing verði á þessu ári. En eigi að síð- ur er eitthvað mikið athugavert við að efnahag lands með ríkulegar ol- íulindir takist ekki að rétta úr kútn- um eftir svona mörg ár af halla. Á sviði stjómmála ríkir jafn mikil stöðnun. Þolinmæði rússnesku þjóð- arinnar þykir engu lík. Oft var spáð byltingum á síðast áratug en engin hefur brotist út. Ein ástæða þessa sýnilega aðgerðaleysis er að enginn finnst í landinu til að beina allri óánægjunni á eina braut. Kommún- istamir sem mynda aðal andstöðuna hafa komið sér of þægilega fyrir á nærri valdalausu þinginu til að hætta á uppgjör. Það eru engin verka- mannafélög sem neitt kveður að. Herinn hlýðir fyrirmælum, enn minnugur hreinsana Stalíns. Hann gerir ekki uppreisn, sérstaklega þar sem flestir foringjarnir taka auka- störf til þess að fæða íjölskyldur sín- ar. Verðbréfamarkaður vex Nokkur bjartsýni ríkir þó í fjár- málaheiminum. Þrátt fyrir smæð sína er rússneski verðbréfamarkað- urinn í hröðum vexti. Christopher Granville frá United City Bank trúir að hlutimir eigi eftir að lagast svo lengi sem stjómvöld haldi uppi bar- áttunni gegn verðbólgu. ,Læið Rúss- lands verður lengri og blóði drifnari en annarra ríkja Austur-Evrópu," segir hann. „En það er ekki lengur hætta á að stjóminni verði kollsteypt eða á pólitískri ævintýramennsku." Hann óttast jafnvel ekki afleiðing- amar af hugsanlegri valdatöku Le- beds hershöfðingja. Hrífandi leiðtogi Aðrir eru ekki jafnvissir í sinni sök. Þó svo að stjómmálaheimurinn samþykki að Rússland geti lifað undir stjóm forseta sem er eins og björn í hýði, komandi upp á yfir- borðið stöku sinnum til að snop- punga þrætugjama húnana í Kreml, er of mikið svigrúm fyrir skriffæðis- lega kyrrstöðu. Enginn spáir því að kommúnistísk miðstýring gæti snúið aftur en hættan á aukinni stöðnun er veruleg. George Soros, fjármálamaðurinn og mannvinurinn sem beindi hundr- uðum milljónum króna til styrktar „opins samfélags" í Rússlandi, lét nýlega í ljós þungar áhyggjur af „glæpsamlegum kapítalisma". Hann spáði því að Rússar gætu brátt leitað á náðir „hrífandi leiðtoga sem lofaði þjóðlegri endurnýjun á kostnað borgaralegs frelsis". Sá maður sem sú lýsing á við er reiði maðurinn í rússneskum stjóm- málum, hershöfðinginn Alexander Lebed. Hann sér augljóslega sjálfan sig í hlutverki þess manns sem á eft- ir að leiða rússnesku þjóðina inn í nýja öld. Þýtt og endursagt SS

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.