Alþýðublaðið - 31.01.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.01.1997, Blaðsíða 2
2 ALPVDUBLADD FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 MNWLMIIB 21249. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Sæmundur Guðvinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Úmbrot Gagarín ehf. Prentun (safoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Breytingar á vínsölu Stjóm Afengis- og tóbaksverslunar ríkisins hefur kynnt skýrslu um stefnumótun þar sem fram kemur framtíðarsýn stjómarinnar að því er varðar starfsemi íyrirtækisins. Meginatriðin em þau, að lagt er til að verð á léttum vínum og bjór verði lækkað hlutfalls- lega og þjónusta ÁTVR við neytendur verði aukin og bætt. Það á meðal annars að gera með því að afgreiðslutími vínbúða verði í betra samræmi við það sem tíðkast í öðmm verslunum og fjölga vínbúðum á landsbyggðinni. Rekstur vínbúða verði boðinn út. Ennfremur er lagt til að sú stefna verði mörkuð, að ÁTVR hætti innflutningi, heildsölu og dreifingu tóbaks. Þegar til lengri tíma er litið leggur stjóm fyrirtækisins til aukið frjálsræði í smásölu áfengis. Fyrst verði dregið úr hömium á sölu bjórs og léttra vína. Afnám einkasölu áfengis er lokatakmarkið. Fjármálaráðherra hefur falið stjóm ÁTVR að undirbúa gerð fmmvarpa til breytinga á lögum svo þessi stefna geti náð fram að ganga. Á undanfömum ámm hefur afgreiðslutími vínveitingahúsa ver- ið rýmkaður mjög frá því sem áður var. Ekki er hægt að sjá að það hafi orðið til tjóns eða aukið áfengisneyslu landsmanna. Það er eðlilegt að afgreiðslutími vínbúða sé færður í átt til þess sem tíðkast í öðmm verslunum í landinu. Sömuleiðis er sjálfsagt að opna vínbúðir á þeim stöðum út um land þar sem meirihluti íbú- anna hefur samþykkt áfengisútsölu í almennri atkvæðagreiðslu. Það er óeðlilegt að landsmönnum sé mismunað eftir búsetu svo mjög sem nú er og það af einkasölufyrirtæki ríkisins. Bætt þjón- usta ÁTVR við neytendur hvað varðar afgreiðslutíma vínbúða ætti ekki vekja upp neinar deilur. Hins vegar má búast við að fyrirhuguð verðlækkun á bjór og léttum vínum valdi ágreiningi. Ekki er gert ráð fyrir að ríkið verði af neinum tekjum við þessa verðlækkun. Stjóm ÁTVR telur að fólk færi neysluna meira frá sterkum drykkjum yfir í hina veikari og að erlendir ferðamenn auki kaup sín á bjór og borðvínum. Vissulega er það svo að verð á léttu áfengi og bjór er hátt í vín- verslunum ríkisins. Á veitingahúsum eru áfengir drykkir seldir á hreinu okurverði, enda er veitingamönnum í sjálfsvald sett hvaða þeir leggja mikið á vöruna. Frjáls álagning á að kalla á sam- keppni um verð, en þess verður ekki vart að slík samkeppni eigi sér stað milli veitingahúsa. Lækkun á heildsöluverði bjórs og léttra vína getur því fyrst og fremst orðið til þess að auka áfengis- gróða veitingamanna, þótt viðskiptavinir þeirra njóti kannski lækkunarinnar að einhveijum hluta. Það leikur vart vafi á að verðlækkun á bjór og léttum vínum í vínbúðum hefur í för með sér aukna sölu og neyslan eykst. Lík- legt er að fleiri fari að líta á það sem sjálfsagðan hlut að drekka bjór eða léttvín á hverjum degi. Það er ekki æskileg þróun að böm alist upp við það að bjór eða vín sé eðlilegur hluti af kvöld- verði foreldranna. Þótt slíkt þyki sjálfsagt víða um lönd er ekki þar með sagt að sá siður sé til fyrirmyndar. Stjóm ÁTVR telur að verðlækkun dragi úr sölu á landa og heimabmggi. Það kann að vera rétt, en helstu kaupendur landa em böm og unglingar. Ef- laust er bjórinn ekki eins óhollur bömunum og landinn, en það er ekki þar með sagt að ríkið eigi að efna til samkeppni við landa- sala um áfengissölu til ungmenna. Stjómvöld verða því að gæta hófs þegar kemur að verðlækkun á bjór og léttum vínum og rata þann meðalveg sem veldur sem minnstu tjóni. ■ Unga fólkið, gamla liðið og Alþýðubandalagið Liðinn janúarmánuður verður mörgum minnisstæður. í það minnsta þeim sem vilja sjá samvinnu jafnaðarmanna verða að veruleika. Það fór í gang þróun með sameiningu þingflokka Alþýðuflokks og Þjóðvaka sem er smátt og smátt að bera ávöxt. Með þessum orðum er ég ekki endi- Pallborð Rannveig Guðmundsdóttir skrifar lega að setja fram þá kenningu að Gróska hefði ekki orðið til ef þing- flokkur jafnaðarmanna hefði ekki ver- ið stofnaður. Hinsvegar er það sam- dóma álit margra þeirra sem velta íyrir sér gangi mála undanfama mánuði að þróunin hafi orðið mun hraðari en nokkur þorði að vona Fyrir utan stofnun Grósku eru víða hræringar. í Reykjanesbæ hafa A- flokkamir myndað sameiginlegt bæj- armálaráð. A fyrsta fundinn mættu milli 50 og 60 manns bæði frá flokk- unum tveimur en einnig fólk utan flokka og var kosin sérstök fram- kvæmdastjóm fyrir þetta samstarf. Á Vesturlandi hafa A - flokkamir gefið út myndarlegt blað þar sem þingmað- ur Alþýðuflokksins og fyrrverandi þingmaður Alþýðubandalagsins skrifa saman leiðarann. f blaðinu getur að líta fróðleg viðtöl við fólk úr Alþýðu- flokki, Alþýðubandalagi og Kvenna- lista um sameiningarmál. Formaður Alþýðubandalagsfélags Kópavogs var gestur félagsfundar í Kópavogi síðast- liðið mánudagskvöld og að lokinni framsö'gú hans spunnust jákvæðar og hressilegar umræður um möguleika á samvinnu í næstu sveitarstjómarkosn- ingum. Að störfum er samstarfsnefnd Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista sem haldið hefur nokkra fundi um hugsanlegt samstarf. Formaður Alþýðuílokks, formaður Þjóðvaka og fulltrúi Kvennalista ávörpuðu miðstjórnarfund Alþýðu- bandalagsins um síðustu helgi og Margrét Frímannsdóttir ávarpaði flokksstjómarfund Alþýðuflokksins. Þetta era allt áþreifanlegir atburðir sem margir hefðu talið óhugsandi lyrir fáum mánuðum. En auk þessa hafa margir fróðlegir samráðsfundir - svo- kallaðar morgunstundir jafnaðar- manna - verið haldnir í öllum kjör- dæmum landsins í haust á vegum þingflokks jaíhaðarmanna. Þau sýna gott fordæmi Þegar ungt fólk úr ungliðahreyfmg- um stjómmálaflokkanna kom af helg- arfundi sínum í Bifröst í haust til- Með fordæmi sínu er ungt fólk í stjórnmálaf lokkunum að þrýsta á þá sem eru f forystuhlutverkum í flokkunum um að hlíða kalli tímans, að ræða það sem sameinar og ræða hvern- ig leysa má það sem hingað til hefur skilið að. kynntu þau áform um að mynda sam- eiginlegan stjómmálavettvang. Það er nú ekki alveg víst að allir hafi sann- færst um að slíkum áformum yrði hrint í framkvæmd en þetta hefur gerst. Á glæsilegum stofnfundi Grósku í Loftkastalanum um miðjan janúar þar sem mættu hátt á sjötta hundrað manns urðu draumar þessa unga fólks að veruleika. Ungir og „gamlir“ mættu á staðinn og tóku þátt í stofnun Grósku. Á þessum skemmti- lega fundi byggðu eflaust margir sína eigin loftkastala um stóran jafnaðar- mannaflokk og sterkt sameiginlegt stjómmálaafl. Og það sem í dag eru ennþá loftkastalar og draumar um nýja framtíð verður jafnvel orðið að vera- leika fyrr en nokkum órar. Það sem er eftirtektarvert og aðdá- unarvert hjá stofnendum Grósku er hve meðvitaðir þeir eru um að byggja upp samstarf og stuðla að samvinnu flokkanna um leið og þau laða að nýtt fólk. Þau génfsérgtejn fýrifaðjptrö'jið stofna nýtt stjófnrhálaáfl í merkirig- unni ffamboðsafl er ekki leiðin í dag. Slík tilraun gæti endað í enn einni sundmngu jafnaðarmanna. Þeirra leiðarljós er að skapa vett- vang til umræðu. Þannig hafa þau náð til ungs fólks utan flokka og fengið jafnframt til liðs „gamla liðið“ sem skynjar mikilvægi þess að sækja fram með nýjum hætti. Með fordæmi sínu er ungt fólk í stjómmálaflokkunum að þrýsta á þá sem eru í forystuhlutverk- um í flokkunum um að hlíða kalli tím- ans, að ræða það sem sameinar og ræða hvemig leysa má það sem hing- að til hefur skilið að. Það unga fólk sem hafði frumkvæði að stofnun Grósku veit að það verður engin sam- vinna um framboðsmál nema „gamla liðið“ nái saman og samvinna stjóm- málaflokkanna verði þannig að veru- leika. Gott hjá Möggu Margir bundu vonir við kjör Margr- étar Frímannsdóttur sem formanns Al- þýðubandalagsins. Ég var ein þeirra sem trúði og vonaði að með veru hennar á formannsstóli myndi margt breytast í samskiptum flokka okkar. Það virðist loks vera að gerast. Hún orðaði það svo í ávarpi sínu á flokk- stjórnarfundi Alþýðuflokksins „að þetta væri tíðindahelgi" og það var hún svo sannarlega í fleiri en einum skilningi. Það voru tíðindi að formenn flokk- anna væru að heimsækja og ávarpa flokksstjórnarfundi hvors annars. Ræða Margrétar Frímannsdóttur á miðstjómarfundi Alþýðubandalagsins var stórtíðindi. Það voru líka tíðindi að hún sýndi kraft og þor með því að brydda upp á breytingum í afstöðu Al- þýðubandalagsins til mikilvægra stefnumála. Enda virðist sem þessi sterka opnun hennar á miðstjórnar- fundinum hafi komið ýmsum þar í opna skjöldu ... •; /. Éftir heígina hefur verið reynf að draga úr þessum pólitísku tfðindum með gagnrýni á að afgreiðsla mið- stjórnarinnar og orðalag stórnmála- ályktunar fundarins hafi verið með öðmm brag. Það má endalaust deila um hvort niðurstaða miðstjómarfund- ar hafi verið í anda ræðu formannsins eður ei en það er sannfæring mín að ræða Margrétar Frímannsdóttur á þessum miðstjórnarfundi sé vendi- punktur. Það er mín skoðun að hún standi uppi sem sterkari formaður. Formaður sem hefur talað til flokks síns á tímamótum þegar mikil gerjun er að eiga sér stað þvert á stjómmála- flokkana, formaður sem þorir að setja viðkvæm mál á dagskrá. Þessvegna tek ég undir það að síðasta helgi var tíðindahelgi og tek hattinn ofan fyrir Margréti Frímannsdóttur. ■ Höfundur er formaöur þingflokks jafnaöarmanna. K1 a II e r í e i n a r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.