Alþýðublaðið - 31.01.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.01.1997, Blaðsíða 3
t FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 S ALPVÐUBLAÐÐ 3 k o ð a n Er Alþýðublaðið í álögum? Ég vil segja við forystumenn Alþýðuflokksins: Eruð þið viti firrtir? Þegar skoðanakann- anir sýna að Alþýðuflokkurinn er í uppsveiflu þá leggið þið niður málgagnið. Sennilega hef ég einhverjar bernskutaugar til Alþýðublaðsins sem aldrei hafa slitnað að fullu. Eg ólst upp við það að móðir mín keypti Alþýðublaðið og af blaðinu lærði ég að lesa. Faðir minn var ekkert hrifinn af þessu tiltæki móð- ur minnar, deildi ekki við hana en lét það finnast að hann væri lítið hrifinn af þessum kaupum. Fram yfir stríð hélt móðir mín þessum sið, keypti sitt Alþýðublað. Þessi kona gekk aldrei í neitt félag um ævina. Hún var bara hin þögla hús- móðir úti í bæ. Gestaboð Guðmundur J. Guðmundsson skrrfar Svo er það löngu löngu seinna að ég fer að kíkja í Alþýðublaðið. Þá er kominn nýr ritstjóri og blaðið svona andskoti hressilegt og skemmtilegt. Þessi ritstjóri var Hrafn Jökulsson, sem ég kannaðist örlítið við, og svo er með honum ung dama, Kolbrún Bergþórsdóttir. Ég hugsaði með mér: Kannski mað- ur yngi sig upp og gerist áskrifandi að blaðinu. Og ég fór í fótspor móður minnar. Ekki af því að ég væri Hrafni Jökulssyni alltaf sam- mála, en hann er ritsnillingur og í nútímanum þýðir ekkert að skrifa daufar og hversdagslegar greinar. Svo eitthvert kvöldið fór ég að hugleiða þetta með Alþýðublaðið. Það var skömmu eftir að mér var sagt að leggja ætti það niður. Ég neita því ekki að mér brá. Ég hugs- aði: Það eru álög á þessu blaði. Nú á að leggja það niður þegar það er að rísa upp úr öskustó. En þessi leikur er ekki að byrja í dag. Finnbogi Rútur var ritstjóri Alþýðublaðsins til 1938. Það er ekki vafi á því að hann er einn mesti byltingarmaður í íslenskri blaðamennsku. Hann gjörbreytti út- liti dagblaða, innleiddi stórar fyrir- sagnir, ljósmyndir og fréttir á for- síðu þar sem áður voru auglýsingar. Blaðið kitlaði Morgunblaðið f áskrifendafjölda. Finnbogi Rúti var sparkað, og það er með mestu asna- spörkum sem ég hef vitað. Vitan- lega byrjaði að halla undan blaðinu mjög snarlega og það varð slefandi af pólitísku ofstæki. Svo kom Helgi Sæmundsson sem var stórsnjall ritstjóri og frábær penni. Hann hélt blaðinu uppi en hafði góða blaðamenn af og til. Ég man eftir Karli Isfeld, Lofti Guð- mundssyni og Gesti Guðfinnssyni. Síðan kom Áki Jakobsson úr Sósíalistaflokknum í blaðstjórn. Hann var vanur mögnuðu dagblaði sem Þjóðviljinn var á þeim árum. Hann réð Gísla J. Ástþórsson og viti menn! Gísli reif blaðið upp. Ætli Alþýðublaðið hafi ekki verið komið tvo þriðju upp í Morgun- blaðið í útbreiðslu. Það var orðið kröftugt málgagn. Þá varð ég var við að eigendum Alþýðuhússins var í nöp við Áka og Gísla og létu sig hafa það að reka þá. Vitanlega hrundi blaðið. Indriði G. Þorsteinsson vann um tíma á Alþýðublaðinu, einn snjall- asti blaðamaður og penni á landinu. Ég veit ekki af hverju hann hætti, sennilega hefur honum þótt þröngt um sig. En um leið og hann var kominn af blaðinu þá féll blaðið aftur. Síðan voru það ekki nema skyn- ugir menn sem vissu að Alþýðu- blaðið var gefið út. Að vísu man ég eftir því að Benedikt Gröndal var um tíma ritstjóri. Hann skrifaði leiðara sem voru ákaflega velviljað- ir Dagsbrún og verkafólki. Jafnvel þótt Alþýðuflokkurinn væri í ríkis- stjórn þá hikaði Benedikt ekki við að styðja verkalýðshreyfinguna í verkföllum. Ég lít alltaf með nokk- urri hlýju til Benedikts fyrir þessi skrif. Én þessi ömurlegi niðurlæg- ingartími Alþýðublaðsins stóð lengi. Dagsbrún keypti samt alltaf Alþýðublaðið og auglýsti fundi sína þar. Ég hélt þeim sið áfram eftir að ég varð formaður því mér var sagt að þetta væri hefð og rétt væri að viðhalda henni. Ég skal viðurkenna að ég las ekki mikið Alþýðublaðið frekar en aðrir. Svo hefst enn einn blómatíminn með Hrafni og Kolbrúnu. Ég dáist að því hvað þeim tókst að gera þetta blað læsilegt og öðruvísi en önnur blöð. Ég stóð mig að því dag eftir dag að lesa blaðið upp til agna. Skal maður nú sviptur því líka? Skyndilega frétti ég að Hrafn sé hættur. Síðan kemur tilkynningin um að nú eigi að leggja blaðið nið- ur. Nýráðinn ritstjóri fær ekki einu sinni tíma til að sýna hvað í honum býr. Og þá fór ég að hugleiða: Hvað er eiginlega með þetta blað? í hvert skipti sem komið hefur að því fólk sem hefur verið snilldarpennar og byltingarmenn í blaðamennsku þá rjúka forystumennirnir til og reka þá eða þrengja svo að þeim að þeir fá ekki starfað í friði. Þetta eru álög. Alþýðublaðið hefur átt mörg blómaskeið en er alltaf hrint niður að bakkanum aftur. Svo eru þessir menn að tína til að blaðið skuldi nokkrar milljónir. Kannski er eitt- hvert tap á blaðinu, en reyndar hef ég heyrt að ekkert tap sé á því núna, þetta séu eldgamlar skuldir. Hvað hefur Alþýðuflokkurinn hugsað sér? Ætlar hann að láta rödd blaðsins þagna? Ætlar hann að svæfa rödd jafnaðarmennsku, fá- tæks fólks og málsvara þess? Ég vil segja við forystumenn Al- þýðuflokksins: Eruð þið viti flrrtir? Þegar skoðanakannanir sýna að Al- þýðuflokkurinn er í uppsveiflu þá leggið þið niður málgagnið. Ég er ekki Alþýðuflokksmaður, en ég vil vera trúr hugsjónum jafnaðarstefn- unnar og mér er annt um að til sé dagblað sem styður verkalýðshreyf- inguna. Það er áfall fyrir jafnaðar- menn ef þetta blað er drepið. Hið átakanlega er að morðingjarnir koma úr eigin röðum. Áður en af- takan fer fram vil ég biðja þá að hugsa sig um. Höfundur er fyrrverandi formaður Dagsbrúnar Elín Hjálmsdóttir sölumað- ur: Ef til þess kemur, þá er það réttlátt. Heiðdís Hrafnkelsdóttir stöðuvörður: Já, mér finnst það réttlætismál. Edda Jóhannesdóttir hús- móðir. Já, ég mundi gefa upp- lýsingar gegn greiðslu. Ingiríður Hanna Þorkels- dóttir ritari: Ég held að þær aðstæður kunni að koma upp, Helena Björnsdóttir versl- unarmaður: Já. Það yrði ár- angursríkt. en það verða að vera skýrar lagaheimildir til. m e n n „Tímarnir eru breyttir. Við þurtum Kálver en ekki álver. Hugvit en ekki handverk." Stefán Jón Hafstein. DT í gær. „Ég hef alla tíð búið í sveit og vanist því að það ætti að drepa refi, en ekki sæta ákæru“ Ingibjörg Ragnheiður Kristinsdóttir á bænum Hræringsstöðum er ekki sátt við að ftafa verið ákærð ásamt eiginmanni sínum fyrir brot á dýraverndunarlögum. DT í gær. „Þetta var ekki góður tölvuþrjótur, því hann gekk um eins og fíll í glervörubúð og skildi svo nánast eftir skónúmer og kennitölu. “ Jón Eyfjörð umsjónarmaður íslenska menntanetsins gefur tölvufærni fyrsta íslenska tölvuinnbrots- mannsins sem er gómaður, ekki háa einkunn. Mogginn í gær. „Fáheyrð ókurteisi að kalla maka minn konu" Percy Stefánsson er ekki sáttur við að Sigurður Rúnar Sigurðsson eiginmaður sinn sé titlaður kona á skattskýrslunni. DV í gær. „Ósköp hafa sumir menn mikla tilhneigingu til að verða smáir þegar þeir eru bornir saman við frumherjana." Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar um litla blaðið og böðla þess. DV í gær. „Það er mjög áhugavert hvað hryllingsmyndin veitir manni mikla sjálfskönnun og það er óhugnalegt að uppgötva það í miðri doktorsritgerð. “ Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur. Stúdentablaðið. Þá heist ekki með fráskildu fertugu fólki sem gnístir tönnum í lífsangist sinni, heldur þar sem ungt og fjörugt fólk með bjarta framtíð. Hannes Hólmsteinn Gissurarson ætlar út að skemmta sér um helgina. Það var áhugaverö- asti fréttapunktur HP þessa vikuna. En mundu, þótt veröld sé Hjartahörð Þótt hrokinn sigri og rétturinn víki, bölið sem aldrei fékk uppreisn á jörð, var auðlegð á vöxtum í guðanna ríki. Brot af erindi úr kvæðinu, Einræður Starkarðar, eftir Einar Benediktsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.