Alþýðublaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ s k o ö a n i r v3 Atkvæði eru ekki eign flokka Um þessar mundir ríkir almennt nokkur bjartsýni meðal þeirra sem kenna sig við félagshyggju um að loks hylli undir áfanga við að sameina í öflugan hóp þá einstaklinga sem sett hafa sjónarmið jafnréttis og jafnaðar í öndvegi. Um langa hríð höfum við horft með skelfmgu á hvernig eigna- menn, öflug einokunarfyrirtæki og ríkisvaldið hafa skapað skarpari og ótvíræðari stéttaskiptingu í þjóðfélag- inu án þess að geta komið nokkrum vömum við. Haldi áfram á sömu braut verður þess vart lengi að bíða að á ís- landi verði fátækt og misrétti jafn raunverulegt og þekkist þar sem að- stæður em hvað ómannúðlegastar og grimmastar. Til þess að stöðva slíka þróun þarf sterkt aðhald sem aðeins getur orðið að veruleika takist að sameina þá sem sett hafa jafnrétti og jöfhuð í öndvegi í staðinn fyrir blind gróðasjónarmið. Það er nöturleg staðreynd, að á undan- förnum árum hafa þessi öfl jafnt og þétt verið að skiptast í fleiri hópa og í leiðinni sjálfkrafa orðið veikari. En núna hafa vonandi orðið þáttaskil. Gleðilegustu tíðindin á þessum vett- vangi eru tvímælalaust stofnun Grósku, félags ungs fólks sem aðhyll- ist félagshyggju og vonandi markar sá félagsskapur upphafið að nýjum tím- Ýmislegt að varast En það em vissulega margar hættur á leiðinni áður en við getum vænst þess að sjá á íslandi stóran og öflugan flokk félagshyggjufólks. Og það er ekki að ástæðulausu sem gróðaöflin glotta og þykir sér lítil hætta stafa af endurteknu tali um slíkan flokk, svo oft hafa farið af stað umræður og væntingar vaknað, sem svo hafa kafn- að í fæðingu. Til þess að eygja von um að árang- ur geti náðst verða menn að hugsa málin út frá nýjum forsendum. Endur- tekin reynsla er fyrir því varðandi undirbúning sameiginlegra framboða fyrir sveitarstjórnarkosningar, að flokkarnir hafa verið tregir í taumi vegna þess að þeir hafa óttast að fá ekki fulla „nýtingu" á þeim atkvæðum Menn verða að vera tilbúnir að setja til hliðar kröfur um ófrávíkjandi hlutfall grund- vallað á stærð núverandi flokka, varðandi valdastöður og áhrif í nýjum flokki. sem þeir segjast „eiga“ ömgg. Það er varla hægt að hugsa sér meiri ósvífni og vanmat á kjósendum en að eigna sér atkvæði fyrirfram jafnvel þótt reynslan segi annað. Þegar að því kemur að félagshyggjuflokkamir sam- einast er afar mikilvægt að menn láti af þessum hugsanagangi. Menn verða að vera tilbúnir að setja til hliðar kröfur um ófrávíkjandi hlut- fall grundvallað á stærð núverandi flokka, varðandi valdastöður og áhrif í nýjum flokki. Menn verða að fallast á að hefja starf í nýjum flokki á forsendum jafn- réttis og lýðræðis og því þurfa umræð- ur að snúast um grundvallarsjónarmið en ekki einstaklinga. Menn verða að fallast á, að stjóm- mál eiga fyrst og fremst að fást við að skapa heilbrigðar kringumstæður í þjóðfélaginu, en ekki að vera tæki til að skapa eða viðhalda einhverju til- teknu valdahlutfalli sem er grundvall- að á reynslu liðinna ára eða áratuga. Lærum af sögunni Það er staðreynd að aðeins lítill hópur fólks tekur þátt í starfi stjóm- málaflokka í dag. Margir eru von- sviknir því þeir hafa horft upp á stjórnmál snúast um að viðhalda klíkuskap og hagsmunagæslu tiltek- Pallborð I inna flokka eða flokksgæðinga. Mikil- vægt er að sá hópur sem hingað til hefur verið afskiptalaus um stjómmál finni farveg fyrir áherslur sínar í nýj- um flokki. Það getur aðeins gerst með því að setja grundvallarmálefhi í önd- vegi í stað þess að láta alla umræðu snúast um einstakiinga. Hvað með ungt fólk sem er um þessar mundir að fá áhuga á að starfa í stjómmálaflokkum? A það að gjalda þess að hafa ekki tilheyrt tilteknum flokkum fram að þessu? Til þess að eiga möguleika á því að koma á laggimar nýjum öflugum sam- tökum félagshyggjufólks verða allir að koma að slíkum umræðum með opnum huga þar sem hið liðna má ekki vera annað en saga sem horft er á til að læra megi af reynslunni. Ætli menn að setja gömlu flokkana saman án þess að breyta nokkru í hugsana- gangi og hagsmunagæslu er tilraunin dæmd til að mistakast. Það myndi valda mörgum vonbrigðum og skapa verulega hættu á að óréttlæti og ójöfn- uður aukist mjög á íslandi á allra næstu ámm. Höfundur er skólastjóri og varabæjar- fulltrúi Alþýöuflokksins í ísafjarðarbæ. i n u m e g i n "FarSide" eflir Gary Larson Aafmælisdagskrá Kven- réttindafélagsins vegna 90 ára afmælisins barst skeyti frá karlmanni sem hafði að geyma velfarnaða- róskir til félagsins og auk þess beiðni um félagsaðild. Þar var kominn Hjörleifur Guttormsson alþingismað- ur Alþýðubandalagsins. Skeytið vakti mikla athygli kvennanna og eru félags- menn Kvenréttindafélagsins af karlkyni nú orðnir tveir, Hjörleifur og Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra... Askemmtun sem Kven- réttindafélagið hélt í Þjóðleikhússkjallaranum var glatt á hjalla enda margar skemmtilegar konur. Þar voru líka margar fínar frúr í dýrindis pelskápum. Einhver fingralangur þrjótur var á meðal gestanna og fór ráns- hendi um fatageymsluna og hafði á brott með sér tvær kápur. Það athyglisverða var að báðarvoru úr gerviskinni og nú spyrja menn sig hvort þar hafi verið á ferðinni óvenjulega glámskyggn þjófur eða einhver dýravinur sem jafnframt er, „hirðu- samur um eigur annarra," eins og séra Bjarni Jóns- son á að hafa orðað það svo smekklega í líkræðu um sóknarbarn... Tölvuheimur er eina tíma- ritið sem gefið er út hér- lendis um tölvumál. í nýjasta tölublaði þess skrifar ritstjór- inn, Stefán Hrafn Hagalín athyglisverðan leiðara en þar segir hann að 75 til 85 prósent hugbúnaðar „séu fengin undir borðið, yfir net- ið eða gegnum annað miður geðslegt og kolólöglegt háttalag á móti veimiltítuleg- um 15 til 25 prósentum sem fengin eru á eðlilegan hátt." Hann segisttelja þennan þjófnað á hugbúnaði valda því að seljendur hugbúnaðar verði af 800 milljónum á ári og notendurtapi á þessum gripdeildum til lengri tíma litið, því að hugbúnaðar- kaupum fylgi ýmisleg þjón- usta... Afundi Borgarráðs síðast- liðinn miðvikudag voru meðal annars ræddar fyrir- spurnir Sjálfstæðisflokks vegna Iðnó. Svaraði borgar- stjóri þá til dæmis spurning- unni um hvort ágreiningur hefði komið upp milli fyrr- verandi formanns bygginga- nefndar, Haraldar Blöndal og borgarstjóra um fram- kvæmdir eða starfshætti nefndarinnar. Borgarstjóri svaraði svohljóðandi: Ekki vartrúnaðarsamband milli borgarstjóra og formanns- hvorki til góðs né ills... f i m m f ö r n u v e g i Ertu með eða á móti ríkisstjórninni? Ásgerður Guðbrandsdótt- ir húsmóðir: Ég styð hana í mörgum góðum málum sem hún er að gera. Edda María Jóhannes- dóttir húsmóðir: Ég er mjög fúl út í hana og að- allega vegna Lánasjóðsins. Eysteinn Marvinsson sölufulltrúi: Ég er algjörlega hlutlaus. Sigrún Tómasdóttir geng- ilbeina: Ég er með ríkisstjóminni. Luige Kelder nemi: Ég styð þessa ríkisstjóm. m e n n Þykjast sem sé allir „Mengunar“- Lilju kveðið hafa. Sveinbjörn skrifar í lesendadálk DV í gær og leiðist greinilega umhverfisverndarsjónar- miðin í tengslum við álverið.. „Þetta unga háskólalið sem talar um í nafni samfylkingar vinstri manna er ofdekrað og veit ekkert um kjör alþýðu eða stéttabaráttu. Það vill helst una sér við klæð- skiptingasýningar á sínum pólit- ísku samkomum. Er pað til marks um hnignunina og úrkynjunina í íslenskri pólitík. Læknir skrifar í lesendadálk DV í gær. Þess vegna syngur Halldór nú þegar hann dillar sér í reggie - verktallstakti á síðum Alþýðu- blaðsins: „Ég er vitlaus maður, á vitlausum stað, í vitlausu húsi.“ Garri lagði út frá viðtali viö Dagsbrúnarfor- manninn í pistli sínum í DT á föstudag en viötaliö birtist í Alþýöublaðinu. •n-'' Stundum sé ég sjálfan mig í búð- arglugga og hugsa með sjálfum mér. „Hvað er þetta kauðska gamalmenni að glápa á.“ Síðan geri ég mér grein fyrir að ég er að horfa á sjálfan mig. Það er hræði- leg tilfinning. Háðfuglinn Dave Allen sem skemmti ís- lenskum sjónvarpsáhorfendum í eina tíö er að eigin sögn oröinn hálfgerður forngripur. Mogginn á sunnudag. „Halldór „Hoffa“ Björnsson er ekkert að skata utan að hlutun- um... Hvernig skyldi Halldóri líka nafngift Garra. „Þegar maður fer í bælið með fólki sem er af sama sauðahúsi og þjónustufólk hleypur það í blöðin með allt. Er ekki svo? Fræg ummæli Jane Clark eiginkonu Alan Clark, fyrrverandi ráðherra Thatcher en maður hennar hólt við eiginkonu dómara nokkurs og forfærði tvær dætur hennar í leiðinni. DV á laugardag. Finnst mér oft er þrautir þjá, þulið mjúkt í eyra: „Þetta er eins og ekkert hjá öðru stærra og meira.“ Vísan er eftir Indriða Þórkelsson og heitir, Eins og ekkert.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.