Alþýðublaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Umræðan um Alþýðublaðið Undanfarið hafa lesendur dagblaða ekki farið varhluta af umræðunni um Alþýðublaðið. Um það væri allt gott að segja ef rétt væri með stað- reyndir farið. Því fer fjarri að svo hafi verið og skal nokkuð leiðrétt. Upphaf þess, að umræða fór af stað um framtíð Alþýðublaðsins er að Pallborð | Magnús M Norðdahl skrifar rekja til þess, að stjóm Alprents hf., sem annast hefur útgáfuna undanfarin ár, tilkynnti framkvæmdastjórn Ál- þýðuflokksins, að félagið treysti sér ekki til þess að halda útgáfunni áfram að óbreyttu. Stjórnarformaður Al- prents hf., Þröstur Olafsson, gerði síð- an grein fyrir reikningum Alprents hf. á síðasta flokksstjómarfundi. Þar kom aðallega fram tvennt, sem máli skiptir hér. Hið fyrra, að tap félagsins hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og er óviðunandi. Hið síðara, að allur kosm- aður blaðsins vegna síðustu kosninga til Alþingis og sveitarstjórna hefur verið færður á Alþýðuflokkinn og á því enga sök á slæmri stöðu Alprents hf.. Þessum staðreyndum hefur verið snúið í andhverfu sína £ ijölmiðlum og ósæmilega verið vegið að formanni flokksins og framkvæmdastjóm. Þar er ekki verið að vinna Alþýðuflokkn- um eða Alþýðublaðinu neitt til heilla. Þvert á móti. Sá óvinafagnaður sem ríkt hefur á Vikublaðinu og magnað hefur rang- færslumar upp er skiljanlegur. Ráða- menn þar á bæ eiga sér enga ósk heit- ari en að uppgangur Alþýðuflokksins, sem birst hefur í síðustu skoðanakönn- unum verði stoppaður. Ekki myndi það heldur skaða útgáfu Vikublaðsins ef Alþýðublaðið legði upp laupana, svona rétt ofaní kaupin. Nægir em víst að bítast á minnkandi og harðari aug- lýsingamarkaði. Þetta skiljum við mætavel og er bara normal pólitík. Hið rétta í málinu er, að strax og ljóst var að Alprent hf., treysti sér ekki í óbreytta útgáfu, einhenti fram- kvæmdastjóm sér í að skoða tjárhag og stöðu útgáfunnar og hugsanlega framtíð hennar. Sú nefnd sem fram- kvæmdastjóm skipaði til verksins, þau Sigrún Benediktsdóttir, Reynir Ólafs- son, Gestur G. Gestsson, Guðmundur Ami Stefánsson og greinarhöfundur skilaði sínu áliti til framkvæmda- stjórnar. Þar varð til m.a. sú tillaga sem lögð var fyrir síðasta flokkstjóm- arfund og samþykkt var einu hljóði. Með henni fékk framkvæmdastjórn fullt og óskorað umboð til þess að taka ákvörðun um framtíð útgáfunnar og það jafnframt samþykkt að leita skyldi allra úrræða til þess að hún geti haldið áfram. Allt frá því framkvæmdastjóm kom að málinu hefur hún lagt áherslu á eft- irfarandi. Hún ætlar ekki að fara Al- þýðubandalagsleiðina þ.e. gjaldþrot með tilheyrandi hörmungum fyrir flokkinn, viðskiptamenn útgáfunnar og ábyrgðarmenn. Hún ætlar ekki Framsóknarleiðina þ.e. að snuða ríkis- sjóð í einhverju skattakúppi eins og gert var með útgáfufélag Tímans sál- uga og Hæstiréttur hefur nú dæmt sem skattalegan „málamyndagerning" til þess eins gerðan að snuða ríkissjóð og varna gjaldþroti Tímans. Hún ætlar ekki að setja fjárhag og slagkraft flokksins í hættu en íyrst og síðast ætl- ar hún að finna ásættanlega lausn á út- gáfumálum flokksins. Til þess eru nokkrar leiðir, sem nú er verið að kanna. Þetta þýðir í einfaldleik sínum, að framkvæmdastjóm samþykkir ekki að leggja fram viðbótarhlutafé úr flokkssjóði. Það verða aðrir að gera. Þeir hafa ekki sýnt sig. Þetta þýðir jafnframt, að skuldasöfnun Alprents hf. er lokið og uppgjör útgáfunnar skal verða flokknum til sóma. Fyrst og síð- ast þýðir þetta að framkvæmdastjóm vinnur að þessu máli af heiðarleik og raunsæi og mun finna á því ásættan- lega lausn, sem vinnur hagsmunum Alþýðuflokksins gagn. Höfundur er formaður framkvæmda- stjórnar Alþýðuflokksins Inemendafélagi Framhald- skólans á Skógum ráða menn sjálfir hvort þeir greiði félagsgjöld til nemendafélags skólans en það nemur um 2300 króna félagsgjaldi. Alls greiddur tveir af hverjum þremur félagsgjöld en alls stunda 35 nemendur nám við Framhaldsskólann á Skógum. Þykir þetta góð heimta miðað við að mönnum sé í sjálfsvald sett að greiða eða ekki... Svavar Gestsson var ný- lega með fyrirspurn til menntamálaráðherra um ís- lenskt sjónvarpsefni 1996 þar sem hann óskaði eftir skrif- legu svari. Þar spyr hann meðal annars um heildarút- sendingatíma íslenskra sjón- varpsstöðva í klukkustundum alls, og hve mörgum klukku- stundum var ráðstafað undir íslenskt efni. Hann spyr um heildartíma íþrótta og frétta- efnis, auk þess sem hann vill vita um frumsamið efni svo sem Spaugstofuna og íslensk- ar kvikmyndir. Þá spyr hann um skemmtiþætti og tiltekur sérstaklega þætti Hermanns Gunnarssonar... Gömlu götunöfnin Kær- leiksstígur og Heilags- andastræti verða meðal annars áletranir sem brátt mun gefa að líta á götuskiltum í Kvos- inni því gamalt báráttumál Þróunarfélagsins er nú að komast í höfn. I kynningar- bæklingum verður fólki gerð grein fyrir hvenær fólk er statt innan upphaflegu kaupstaðar- lóðarinnar en auk þess verður komið upp upplýsingaskilti á Ingólfstorgi og Lækjartorgi með yfirlitsmynd af gömlu kaupstaðarlóðinni, götuheit- um og helstu kennileitum... fimm á förnum vegi Stundar þú einhverjar vetraríþróttir? Elín Gróa Guðjónsdóttir nemi: Já, ég reyni að fara á skíði einu sinni í viku þegar nægur snjór er. Kolbeinn Guðmundsson nemi: Nei, það er alltof kalt til þess. Ólafur Guðmundsson nemi: Nei. Það er alltof mikil áhætta. Haraldur Þórðarson nemi: Ég stunda aðallega knatt- spyrnu innanhúss og bregð mér einstöku sinnum á skíði, einnig á sumrin uppá jöklum. Einar Valur Einarsson björgunarsveitarmaður: Já. Ég stunda fjallaklifur og útivist, enda er ég í björgunar- sveitinni Fiskakletti. v i t i m e n n Þeir voru fleiri en Víkverji sem ráku upp stór augu þegar þeir flettu Morgunblaðinu í gærmorg- un og sáu stóra mynd á blaðsíðu 8 af svokallaðri kristnihátíðar- nefnd. Á myndinni voru níu karlar en engin kona! Víkverji flettir Mogganum sínum og rekur upp stór augu. Mogginn í gær. Hvað eru annars margir kvenkyns yfirmenn í musteri Morgunblaðsins. „Það eru ekki margir kokkar sem geta lagað góða punga í dag.“ Jóhannes Stefánsson veitingamaður í Múla- kaffi segist ekki hræðast Pissuslor og ham- borgara. DT í gær. „Þetta er mjög slæmt fyrir lög- regluna að þurfa endalaust að elt- ast við þessa unglinga og oft eru þetta sömu unglingarnir. Þetta er búið að vera svona síðan í haust þegar meðferðarheimilið var opn- að.“ Guðmundur Guðjónsson lögregluþjónn er ekki hress með óþekktina í unglingunum sem vilja ekki vera í meðferð. DV í gær. Eftir skamma dvöl í reykmettuð- um salnum eru augu hans orðin illa bólgin og öndunarvegurinn illa þrútinn. Raddböndin eru nær brostin, ekki eingöngu vegna tjör- unnar sem á þau sest heldur einnig vegna áreynslunnar sem það krefst að halda uppi samræð- um við sessunautanna. Sigurbjörg Þrastardóttir Skagamaður segir farir sínar ekki sléttar af öldurhúsunum. DT í gær. Daginn eftir er okkar maður því - rámur og rauðeygður með heliur fyrir eyrum og kvef eftir vosbúð- ina í biðröðinni. Flest bendirtil að þar fari langt leiddur drykkju- maður og var hann þó með vatn í glasi allan tímann. Þannig hafa umhverfið og ósiðir ókunnugra mengandi áhrif á heilsu og mann- orð hins grandalausa sem eðii- lega mun ekki hætta sér út á lífið í bráð. Sigurbjörg Þrastardóttir aftur. Er virkilega verið að taka pening af fólki fyrir þessar skemmtanir. Akranesískir reykingamenn virðast af þeirri gerðinni að viðeigandi væri að hengja upp viðvörun í Akraborginnj og setja vegartálma við afleggjarann inn í bæ- inn. Það hefur augljósiega eitthvað komið fyrir Björn því það er sann- arlega algert stílbrot eftir að hafa verið riddari markaðsins í skóla- málum að birtast skyndilega sem grátlinur félagsmáiafræðingur með sænskt vegabréf. Garri gerir gys að ummælum menntamála- ráöherra sem sagði eitthvað á þá leið að menn þyrftu að líta til fleiri þátta í skóla- starfinu en einkunna, þegar frammistaða skóla væri metin. DT í gær. a s i n s Við vitum bæði að tíminn er ekki til. Þó teygum við hann eins og drukkn- andi maður loft. Jörðin flýgur áfram hring eftir hring. Þó vitum við bæði að tíminn er ekki til. Við teljum aðeins hringina þú og ég. Ljóðið heitir Flug og er eftir Jón frá Pálmholti. Það er tekið úr bókinni Söngvar um lífið, sem er tólfta Ijóða- bók höfundar og einskonar endur- skoðuð heildarútgáfa Ijóða hans frá þrjátíu ára timaskeiði 1958 til 88.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.