Alþýðublaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 m e n n i n g Finnbogi Pétursson hIjóðskúIptúristi heldur Sjónþing í Gerðurbergi. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skyggndistyfirferil hans. Hausavíxl á skynfærunum Engin íslensk hljómsveit hefur fyrr né síðar mætt jafn mikilli andstyggð og vandlætingu og Bruni BB, sem sérhæfði sig í gerningum, óvanalegri sviðsframkomu og hverskyns uppákomum. Tilvist hennar átti eftir að hafa mikil áhrif á framtíð allra meðlima hennar, þó einkum tveggja. Sigurður Ingólfsson þáverandi læknanemi var rekin með skömm úr læknadeild háskólans eftir að plakatfrá hljómsveitinni skartaði mynd af vansköpuðu barni en myndin var gripin úr einhverju fræðiriti. Fyrir sögulega tónleika í Höllinni, vorið 1981, spurðist út að meiningin væri að kveikja í Helga Friðjónssyni myndlistarmanni. Hljómsveitinni var bannað að koma fram. Lögreglan var sett í málið og hljómsveitarmeðlimum var stungið í steininn. Tónleikarnir leiddu til annars gernings í Nýlistasafninu, þar sem kjúklingar voru afhausaðir með vélsög, lögreglan mætti á svæðið og uppstandið vegna gerningsins leiddi til þess að Finnbogi Pétursson var rekinn úr Myndlista og handíðaskólanum ásamt Helga Friðjónssyni. Aðrir meðlimir Bruna BB voru Hörður Bragason organisti, Ómar Stefánsson myndlistarmaður, Björn Roth myndlistarmaður og grafísku hönnuðirnir, Ámundi Sigurðsson og Stefán Karlsson. i i i i Finnbogi og Helgi voru frá skólan- um í tvo mánuði en fengu að fara aftur í skólann og luku sínu námi. Finnbogi flutti tii Hollands að því búnu og hóf nám við Van Eyeck akademíuna, fyrst í Vídeódeildinni en eftir að tæknimaður við skólann hafði kynnt hann fyrir leyndardóm- um hljóðskúlptúra söðlaði hann um og sneri sér alfarið að því viðfangs- efni og er eini íslenski myndiistar- maðurinn sem vinnur eingöngu meðhljóð. „Ég hef raunverulega alltaf verið upptekin af tónum og hljóðum og síð- ustu tvö árin í MHÍ reyndi ég að sam- ræma þetta tvennt, myndlistina og hljóðin en þetta var allt á tilraunastigi og ákaflega músíkalt til að byrja með,“ segir Finnbogi. ,Ég vann mikið með tónbönd en í Hollandi fóru hjólin að snúast. Ég kynntist Besto sem var tæknimaður og hann kynnti mig fyrir elektróníkinni. Ég hafði áður verið að smíða mekaníska hluti og notaðist þá KOAISERT ÍÍMYLISTASAFIMHMU Plakatið frá Bruna BB olli mikilli hneykslun. Hverfafundur ‘ með borgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur hverfafund með íbúum Hamra- Folda- Húsa- Rima- Borga- Víkur- og Engjahverfis í Grafarvogi í Fjörgyn mánudaginn 10. febrúar kl. 20.00. Á fundinum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og embættismanna borgarinnar. Jafnframt verða settar upp teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu og myndrænu efni. Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra. við míkrórofa en undir leiðsögn Besto fór ég að geta smíðað verk með kubb- um raífásum og öðru slíku dóti. Þetta hef ég nýtt mér mikið í myndlistinni og smíðað lítið apparöt sem móta hljóð. f Hollandi byijaði ég síðan að vinna að innsetningum í rými, „install- ation.“ Nýlistadeild Myndlista og Handíða- skólans var í tíð Finnboga Péturssonar á árunum 1979 til 1983 ffemur óvana- legur selskapur. Nemendur voru flestir í popphljómsveitum og viðfangsefnin í myndlistinni voru óvenjuleg: „Þetta var kannski síðasta dæmið sem við þekkjum um hópamyndum í íslenskri listasögu og sérstaða þessa fólks var ekki síst fólgin í því að það sótti við- fangsefni sín einkum í borgarsamfé- lagið, meðan fyrirrennarar þeirra í SUM, sóttu til náttúrunnar," segir Hannes Sigurðsson listfræðingur og forstöðumaður Gerðubergs. „Menn voru að mála upp úr skrípablöðum líkt og Einar Garibaldi, einn þeirra Stefán Axel Valdimarsson málaði fjögurra fermetra verk af Haribo lakkríspa- stillu, Óskar Jónasson eða Skari skrípó málaði ofha og lék í hljómsveit. Finn- bogi þessi ljúflingur og rólegheita- maður tók virkan þátt í andófi ungu kynslóðarinnar og bjó til hljóðstúdíó í kjallara skólans. Það þótti einkenni- legt tiltæki að setja upp slíkt í mynd- listarskóla. Nemendur sem höfðu út- skrifast á árunum á undan tóku einnig virkan þátt, þannig voru myndlistar- konumar Hulda Hákon og Brynhildur Þorgeirsdóttir í hljómsveit eins og fleiri nemendur. Menn létu vaða á strigann af áður óþekktum krafti. Nýja málverkið var að ryðja sér til rúms og elítan sem var farin að geta viðurkennt SÚM vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið gagnvart þessum nýju lista- mönnum og hélt helst að þama væm vitfirringar á ferðinni. Þama kvað ný kynslóð sér hljóðs sem hefði alið allan sinn aldur á mölinni og þekkti ekki sveitarómantíkina. Þessar hræringar gáfu nýlistardeildinni tóninn og undir- strikaði jafnframt að hún væri „avant garde.“ Þama var ungt fólk að fá út- rás.“ „Á þessum tíma var mikil upp- sveifla í öllu, bæði í myndlist og tón- list,“ segir Finnbogi. „Pönkið var í al- gleymingi en fyrir þann tíma hafði tónlistarlífið verið steindautt og ein- kenndist af innantómum glamúr og glans. Þetta hélst því allt í hendur." Stór vinnustofa í Hollandi og íslenskur Realismi „Finnbogi Pétursson var mjög leit- andi fyrst í stað eftir komuna til Hol- Ástand / Situation 1985. 25 segulbönd-750 stólar. Dominicanerkerk, Maastricht 1985 SÍHbIIÁ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.