Alþýðublaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 lands. Hann fékk þar vinnustofu til umráða sem var álíka stór og öll ný- listadeildin hér heima,“ segir Hannes Sigurðsson. „Þar mætti hann einnig þeim skilningi á viðfangsefnum sínum sem hann hefur sjálfsagt saknað hér heima, þar sem unga kynslóðin var líkt og úti á þekju. I Hollandi dvaldist hann í tvö ár og sneri aftur árið 1985. Eftir að hann sneri aftur til íslands tók hinn íslenski realismi við stjórnar- taumunum. Hann fór út á vinnumark- aðinn og hefur allar götur síðan unnið fulla vinnu jafnhliða listsköpun sinni þar til núna en hann hlaut listamanna- laun til þriggja ára í fyrra. Finnbogi er í sambúð, með Kristínu Ragnarsdóttur og faðir fjögurra bama og hefur ekki haldið margar einkasýningar en allar hafa þær þó hlotið mikla og verðskuld- aða athygli. Hann er lengi að vinna að hveiju verki, það má segja sem svo að meðaltalið sé urn eitt verk á ári.“ Fyrsta sýning hans var í Ný- listasafninu árið 1988. „Það var verk sem ég gerði 85, fyrst í Hollandi fyrir gallerí sem heitir Gelle Rij- der, og þegar ég tók það niður þar áttaði ég mig á því að þetta var raunverulega verk sem ég hafði hugsað fyrir Nýlistasafnið. Þetta voru þrjár kop- arstangir, fimm metra langar, sem hengu lá- rétt, lágu með annan endann upp að veggnum og það var mótor undir þeim sem snerist einn hring á mínútu, tók í stang- irnar og dró þær að- eins frá veggnum og sletti þeim í vegginn. Við þetta var tengdur kontaktmíkrófmn, sem tók eitt hljóð inn og tengdi þau í fjóra hátalara fyrir hveija pípu. Þegar þú varst stað- settur í miðju rýminu fannstu fyrir hringformi. Hugmyndin var að taka hljóðbylgjuna og koma áhorfandanum inn í rörið. I gryfjunni neðri salnum umlék það áhorfandann innan frá en í efri salnum utanfrá. Frá þeim tíma hefur hann sýnt á hveiju ári og tekið þátt í mörgum sam- sýningum. Halldór Bjöm Runólfsson listfræðingur sem er einn spyrlanna á Sjónþingi skrifaði ítarlega grein um Finnboga og verk hans í katalóg sem Listasafn íslands gaf út árið 1994, og nefnist greinin, Hugleiðingar um Finnboga Pétursson og listræna sam- svömn í tímanna rás, þar segir meðal annars að samþætting og samsvörun séu orðin annað og meira en hugar- burður í verkum Finnboga. Honum hafi tekist með sannfærandi hætti að bijóta múrana sem skilja að ólíkar list- greinar. Hefur hausavíxl á skyn- færunum, menn heyra með augunum og siá með eyrunum „Finnbogi er viðurkenndur lista- maður, ekki bara að mínu mati heldur almennt í listaheiminum. Hann er búin að sanna sig og marka spor í íslenska listasögu þótt hann sé ungur að árum,“ segir Hannes Sigurðsson. „Hann hefur farið óvanalega leið í listsköpun sinni, en enginn annar ís- lenskur listamaðiu- hefur sérhæft sig í hljóðskúlptúrum, en slangur af erlend- um listamönnum. Verkin, hljóðskúlp- túrar eða hljóðteikningar sem hann laðar ífam, oft með aðstoð hátækninn- ar, tölvum, örgjörvum, hátölurum, for- riturum og tímastillum, hafa hausavíxl á skynfærunum, áhorfandinn sér með eyrunum og heyrir með augunum. Hann hefur seilst út í gufuhvolfið og sogað niður allskonar hljóð, til dæmis AM, FM, GSM og sjónvarpsbylgjur sem að fljóta um loftið, Finnbogi vill ekki leggja merkingu í sín verk, held- ur láta áhorfandum um að upphfa þau og túlka á sína vegu. En það eru sterk- ir trúarlegir yfirtónar í mörgum verk- um hans, þó að hann hafni því sjálfur. Þetta eru huglæg verk sem dáleiða áhorfandann og óhjákvæmilega leiðir hann áhorfendur inn á andlegar brautir með aðstoð elektrónískra hjálpar- tækja. Finnbogi sagði eitt sinn að til- gangurinn væri að láta áhorfendur detta í alfa svefn sem er grunnur svefn og gleyma stund og stað. Það hefur honum tekist.“ „Það væri vissulega verðugt verk að kafa rækilega ofan í sögu samvirkrar listar og listrænnar samsvörunar, þó ekki væri til annars en að sýna mönn- um fram á það að Finnbogi Péturs- son- okkar fremsti listamaður á sviði samfléttunar- er ekki dottinn til jarðar þar sem einhver aðskoti utan úr geimnum," skrifar Halldór B. Run- ólfsson. „List hans byggir á grunni, sem má auðveldlega rekja til upphafs listrænna hugmynda í Grikklandi til foma.“ Áfram heldur Halldór í grein- inni og segir muninn á list Finnboga og Orfeis ffemur tæknilegan en hug- myndalegs eðhs. „Hér er orðið tækni ffemur notað í íslenskri merkingu en ekki grískri, þó svo skemmtilega vilji til að orðið „tekhne" þýði ekkert minna en list á tungu Orfeis. Það er reyndar svo með verk Finnboga að þau verða trauðla sundurgreind í tæknilega og listræna parta án þess að eitthvað týnist, sem tilheyrir báðum sviðum." Einskonar hljódteikningar sem draga útlínur í loftlð Á fyrsta Sjónþingi ársins í Gerðu- bergi nú um helgina mun Finnbogi ræða vítt og breitt um list sína fyrir opnu húsi og sýna litskyggnur og myndbandsbrot af verkum sínum. Honum til aðstoðar verða spyrlarnir Jón Óskar og Hulda Hákon myndlist- armenn ásamt Halldóri Bimi Runólfs- syni listffæðingi. „Örfá verk eru til sýnis í Gerðu- bergi en þar sem verk Finnboga eru almennt gerð með hliðsjón af rýminu hefur hann skeytt saman hlutum úr eldri verkum í verk sem henta Gerðu- bergi,“ segir Hamiesi Sigurðsson. ,,Þ;ir verður þó aðaláherslan á myndbands- spólu sem hefur að geyma sýnishom af eldri verkum Finnboga frá Hol- landsámnum og til dagsins í dag.“ í galleríiinu Sjónarhóli verður síð- an sýning á nýjum verkum sem nefn- ist Spor. „Yfir þeim verkum er hug- leiðslublær, en þó er einnig að finna hárfína og skemmtilega íróníu, ekki ósvipaða þeirri og Finnbogi framkall- aði á Mokkakaffi í fyrra,“ segir Harrn- es. „Þá tók hann mótóra úr tólf fóta- nuddtækjum og setti í marga kassa sem hann hengdi í loftið og lét þá síð- an ganga á mismunandi styrkleika, mismarga í einu þannig að staðurinn víbraði. Sýningin Spor á Sjónarhóli hefur að geyma hljóðkort en þau fékk hann hjá fyrirtæki hér í bæ sem hafði hugsað sér fyrir nokkm að hefja dreif- ingu gjafakorta með hljóðkubbum þar sem fólk gat talað eða sungið inn kveðjur. Finnbogi fékk danskennara til að lesa inn dansleiðbeiningar, þann- ig að þegar stutt er á hnappinn á kort- inu fást leiðbeiningar um hvemig á að bera sig að í dansinum. Þetta verða því einskonar hljóðteikningar." Sýningin í Gerðubergi stendur frá 9. febrúar til 30. mars en þeirri á Sjónar- hóli lýkur annan mars. Sjónarhóll er sjálfstæður sýningarsalur sem starfar í samvinnu við Gerðuberg og nýtur vel- vilja atvinnulífsins. Hann er opinn fimmtudaga til sunnudaga frá 14 til 18. Aðgangur á Sjónþingið í Gerðu- bergi er kr. 300. Finnbogi Pétursson hljóðlistamaður heldur Sjónþing í Gerðubergi. Nokkrir þingmenn úr þingflokki jafnaðarmanna leggja fram á Alþingi tillögu um að gera úttekt á áhrifum Efnahags- og myntbandalags Evrópu á íslenskt atvinnulíf Tilraun til að fá stjórnvöld til að vinna heimavinnuna -segir Jón Baldvin Hannibalsson sem ereinnflutningsmanna. „Þetta er stórmál sem hefur djúp- stæð áhrif, ekki aðeins innan Evr- ópusambandsins heldur einnig á samkeppnisstöðu þeirra ríkja utan bandalagsins sem eiga mikil við- skipti við bandalagið," segir Jón Baldvin Hannibalsson um Efhahags- og myntbandalag Evrópu sem talið er að verði að veruleika í ársbyrjun 1999. Jón Baldvin hefur ásamt Ágústi Einarssyni (fyrsta flutningsmanni) og Sighvati Björgvinssyni lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að fram fari á vegum stjóm- valda úttekt á áhrifum peningasam- mna og myntbandalags Evrópu á ís- lenskt efnahagslíf. Jón Baldvin segir viðbrögð ríkis- stjórnarinnar einkennast af full- komnu skilningsleysi á mikilvægi þessa máls: „Meðan ríkisstjómir allra aðildar- ríkja Evrópusambandsins og EES- ríkja eru nú að kanna til þrautar hvaða áhrif þessar breytingar muni hafa á viðskiptalega stöðu þeirra svarar forsætisráðherra íslands því aðspurður á Alþingi að myntbanda- lag Evrópu yrði væntanlega til þæg- indaauka fyrir íslenska ferðamenn í útlöndum. Helst var á honum að skilja að málið snerist einmitt um það. Hann sagði að ekki kæmi til greina að íslendingar gerðust aðilar að þessu samstarfi - eins og þeim standi það til boða. Svar forsætisráð- herra lýsir með dæmigerðum hætti hugsun núverandi stjómarforystu um alvörumál af þessu tagi. Annars veg- ar er gefið í skyn að það sé einhver spuming um að við getum gerst aðil- ar, þótt við stöndum utan Evrópu- sambandsins. Hins vegar er málið látið snúast um algjör aukaatriði," segir Jón Baldvin. „Þjóðir utan Evrópusambandsins eiga auðvitað engan kost á þessari aðild nema menn gefi sér að um það verði samið sérstaklega innan EES- svæðisins. Það breytir engu um það að þessi áform munu skipta sköpum fyrir efnahagslíf ríkja sem utan Evr- ópusambandsins standa, og það er fyrir löngu orðið brýnt, ekki einasta að fylgjast með málinu heldur rann- saka ofan í kjölinn hver áhrif þess verða. Jón Baldvin: Viðbrögð ríkis- stjórnarinnar einkennast af fullkomnu skilningsleysi á mikilvægi þessa máls. Evrópusambandið er aðalvið- skiptaaðili okkar íslendinga, 60 pró- sent af vöruinnflutningi kemur það- an og um 70 prósent af vöruútflutn- ingi fer þangað. Sameiginleg rnynt- og peningamálastefna Evrópusam- bandsins mun því hafa mikil áhrif hér á landi. Það sem þarf að rann- saka er hvaða áhrif hún hefur á inn- og útflutning til og frá ríkjum Evr- ópusambandsins. Það þarf að kanna samkeppnisstöðu íslenskra fyrir- tækja, áhrif á önnur viðskiptalönd, áhrif á vaxtastig hérlendis, áhrif á vinnumarkað, atvinnuástand og svo framvegis. Eftir að áætlanir um myntbanda- lag Evrópu er komnar að fullu í framkvæmd verður erfiðara og kostnaðarsamara fyrir önnur ríki, þar með talið ísland að halda uppi sjálf- stæðum gjaldmiðli. Það er hætt við því að sá mikli vaxtarmunur sem þegar er milli fslands og Evrópusam- bandsins muni enn fara vaxandi og samkeppnishæfni íslenskra fyrir- tækja því versna. Það þarf að rann- saka hvaða áhrif myntbandalagið hefur á eignir og skuídir á hinu nýja myntsvæði, hvemig flæði er á tekj- um og útgjöldum, meta gengis- áhættu þegar gjaldmiðlum fækkar og skoða breytingar á tölvum og upp- lýsingakerfum. Sérstaklega verður að rannsaka hvemig EFTA-ríkin, ut- an Evrópusambandsins en innan EES- samstarfsins, verða fyrir áhrif- um af þessu, til dæmis hvemig hugs- anlegt væri að hátta aðild þeirra að greiðslumiðlunarkerfmu (svokölluðu TARGET kerfi), sem er snar þáttur í því að hrinda peningamálastefnu Evrópusambandsins í ffamkvæmd. Af öllu þessu er því augljóst að nauðsyn er á ítarlegri úttekt á áhrif- um myntbandalagsins. Einu svörin sem heyrst hafa frá forsætisráðherra eru þau að með hugsanlegri aðild EES- ríkjanna að myntbandalaginu væri vopnið til gengisfellingar slegið úr höndum okkar. Sumir myndu telja það höfuðkost vegna þess að tilgang- urinn með þessu samstarfi er að festa í sessi stöðugleika á gjaldeyrismörk- uðum og knýja ríkisstjómir þarmeð til að viðhalda stöðugleikanum með almennum efnahagslegum úrræðum í stað þess að neyðast til örþrifaráða eins og gengisfelíing er, eftir að önn- ur úrræði hafa þrotið eða efnahags- stefnan bmgðist. Af hálfu okkar þingmanna jafnað- armanna er þetta enn ein tilraunin til að fá íslensk stjómvöld til að vinna heimavinnuna sína að því er varðar samskipti okkar við Evrópusam- bandið og hina stöðugu þróun sem þar er að verða."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.