Alþýðublaðið - 13.02.1997, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 13.02.1997, Qupperneq 3
FIMMTUAGUR 13. FEBRÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Hitt kynið! í haust birtist grein í tímaritinu The Economist um ‘Tomorrow’s second sex”. Leiðari sama blaðs hét “The trouble with men”. Leiðarinn hefst á eftirfarandi yfirlýsingu: “It may be a man’s world now _ but tomorrow belongs to women”. Þar er eftirfarandi Pallborð | . í#* y 1 Svanfríður # 1 ~ | Jónasdóttir ■ ; I skrifar fullyrðingum um karla varpað fram “að auk þess að vera ofbeldisfyllri, hættara við sjúkdómum, líklegri til að ánetjast eiturlyfjum þar með talið alkahóli, að neyta lélegrar fæðu og að fremja sjálfsmorð; semsagt félagslega óæskilegri að öllu leyti, séu þeir líka heimskari en konur. Allavega gangi drengjum verr í skólum en stelpum.” Sama munstur Greinin sjálf íjallar um þann vanda í nútíma samfélögum að atvinnuhátta- breytingar, ný tækni og aukin atvinnu- þátttaka kvenna virðist hafa kippt fót- unum undan körlum á Vesturlöndum og er eftirfarandi sett ífam því til stað- festingar: - drengjum gengur verr í skólum - konur vinna meirihluta þeirra nýju starfa sem verða til - karlar reyna ekki að vinna svokölluð kvennastörf og þeim mun síður sem þeir eru minna menntaðir - atvinnuleysi rýrir gildi karla sem maka - karlar tileinka sé ekki viðurkennd félagsleg gildi ef þeir eru ógiíitir og at- vinnulausir. Þeir læra rétta félagslega hegðun í gegnum vinnu og hjónaband og líta á forsjá fjölskyldu sem kjam- ann í karlmennskunni. Vandi karla er talinn byija í skólun- um þar sem stúlkur standi námslega ffamar strax frá byijun. í Ameríku eru drengir mun líklegri til að sitja eftir í bekk og tvöfalt líklegri til að flosna uppúr skólum en stúlkur. Og í þeim hverfum London þar sem atvinnuleysi er mikið er staða drengja miklum mun verri en stúlkna. Sama þróun virðist vera um alla Evrópu. Hefðbundin, kynbundin viðhorf Atvinnuháttabreytingar virðast koma sérstaklega illa niður á körlum. Þjónustustörfum fjölgar og erfiðis- vinnustörfum fækkar. Konur eru lík- legri til að taka láglaunastörf í ýmiss- konar þjónustu þar sem vöxturinn er mestur, á meðan karlar, bundnir þeirri tilfmningu að þeirra laun þurfi að geta framfleytt fjölskyldu, hafna slíkum störfum. Kannanir sýna reyndar líka að þeir hafna einnig betur launuðum störfum ef þau flokkast sem kvenna- störf og eru tilbúnir að taka láglauna- störfm ef þau eru ekki kvennastörf. Mér virðist að sama þróun sé hér í gangi og á öðrum Vesturlöndum. Konur sækja sér frekar menntun, eru sveigjanlegar og taka nýju þjónustustörfin sem eru láglaunastörf. Karlarn- ir eru hinsvegar líklegri til að frjósa í gamalli karl- mennskuímynd. Vandi karla vegna aukins atvinnu- leysis ræðst því af efnahagslegum ástæðum og félagslegum þar sem karlar ekki vilja taka kvennastörf þó þau bjóðist. Samkvæmt greininni fer þessi blan- da af hefðbundnum viðhorfum til star- fa og atvinnuleysið verst með unga at- vinnulausa karla. Hver er þeirra fram- tíð? Hvemig er sú karlmennskufyrir- mynd sem þeir alast upp við? Og hvernig er þá staða kvennanna? Hvemig geta þær náð jafnrétti; fengið að njóta hæfileika sinna og getu ef karlarnir eru án menntunar, starfs- s k o ö a n i r þjálfunar og atvinnu og því ekki kræsilegir makar. Hvernig er þetta hjá okkur? Atvinnuþátttaka íslenskra kvenna hefur aukist úr 63 prósent 1984 í 80 prósent 1995 og er sú mesta í ríkjum OECD. Hlutfall atvinnutekna kvenna af atvinnutekjum karla hefiir frá ámn- um 1980 til 1995 farið úr 46,6 prósent í 52 prósent. Giftum konum með at- vinnutekjur fjölgar á síðustu ámm en kvæntum körlum fækkar. Atvinnu- þátttaka kvenna eykst þrátt fyrir að fæðingartíðni hér, 2,2 prósent, sem er mun hærri en í öðmm löndum sem við bemm okkur gjaman saman við. Frá 1991 hefur Hagstofan gert kannanir á vinnumarkaði tvisvar á ári og em 4.400 manns í úrtaki hverju sinni. Þessar kannanir hafa leitt í Ijós ákveðna tilhneigingu á vinnumarkaði sem er ekki ósvipuð þeirri sem greint er ffá í The Economist. Konur taka nýju störfin - karlar missa þau gömlu Konum á vinnumarkaði íjölgaði um 3.900 ffá 1991 til 1995. 3000 af hin- um nýju störfum kvennanna em skip^ uð konum með háskólamenntun. Á sama tíma fjölgar störfum karla á vinnumarkaði um 1.200 þar af 200 störf háskólamenntaðra karla. Frá 1992 til 1994 töpuðust hinsvegar af vinnumarkaði 4000 störf ófaglærðra karla. Þessar tölur em athyglisverðar fyrir margra hluta sakir. Hér hafa Konur átt við meira atvinnuleysi að stríða en karlar en ástæða atvinnuleysis hjá konum virðist frekar vera sú að þær eru nýjar á vinnumarkaði á meðan karlamir em að missa vinnuna, úreld- ast. Aukin menntun kvenna hefur ekki enn aukið tekjur þeirra en er greini- lega að verða lykillinn að vinnu. Mér virðist að sama þróun sé hér í gangi og á öðrum Vesturlöndum. Konur sækja sér frekar menntun, em sveigjanlegar og taka nýju þjónustu- störfin sem em láglaunastörf. Karlam- ir em hinsvegar líklegri til að fijósa í gamalli karlmennskuímynd. Það sjá- um við meðal annars af því að þó kon- ur hafi breikkað starfsval sitt og aukið atvinnuþátttöku em karlamir fastir við hin svo kölluðu karlastörf. Og ef við lítum til fleiri þátta þá virðist ná- kvæmlega það sama vera uppi á ten- ingnum. Stúlkur koma betur en dreng- ir út úr öllum samræmdum prófum hérlendis, hvort sem er í 4., 7. eða 10. bekk. Hvað er til ráða? Hvemig á að breyta þessu eða þarf að breyta því? Er ekki bara í lagi að konur taki vinnumarkaðinn yfir og karlamir verði smámsaman atvinnu- lausir? Hverjar hafa félagslegar afleið- ingar þessarar þróunar orðið annars- staðar og er það staða sem við viljum sjá? Mín tilfinning er sú að án þess að ráðast að rótum þessa munum við spóla á sama stað í jafnréttisbarátt- unni. Við fáum ekki öðmvísi, sveigj- anlega, opna og jafhréttissinnaða karla nema við hjálpum strákunum til að verða “betri” strákar strax í skóla og uppeldi almennt. Það nægir greinilega ekki að jafnréttissinnaðar konur hefji uppeldið þegar í hjónabandið eða sambúðina er komið. Höfundur er þingmaöur I þing- flokki jafnaöarmanna. Aalþingi er margt góðra skál- da, og líklega er á engan hallað þegar sagt er að sá sem þar fer fremstur í flokki jafningja er fyrrum ritstjóri Tímans, Jón kristjánsson. Um skeið hefur hann setið í nefnd um málefni þjóðkirkjunnar, raunar með öðrum Ijóðasmið af þinginu, sem er af- komandi sjálfs Bólu-Hjáimars en það er séra Hjálmar Jónsson. I vikunni var rætt á þinginu frum- varp um stöðu þjóðkirkjunnar og séra Hjálmar gekk þá hofmann- lega í stólinn og kvað kirkjumála- ráðherra nú hafa lagt til „mestu breytingu í málefnum kirkjunnar frá siðbót.” Þá rann upp úr hinu lipra skáldi Framsóknar eftirfar- andi kviðlingur: Viö andligu málin er örðug glíma, þó auka kirkjunnar veg, siðbótarmenn hinna síðari tíma, séra Hjálmar og ég. Hinn orðslyngi þingmaður Al- þýðubandalagsins Hjörleifur Guttormsson er gangandi krafta- verk þegar skjalavarsla úr löngu liðinni pólitískri fortíð er annars vegar. (gær var á það drepið í þessum dálki að þegar deilt var um frumvarp um arðgreiðslur Landsvirkjunar hefði Stefán Guð- mundsson úr Framsóknarflokki náð sniðglímu á Alþýðubandalag- ið með því að upplýsa að aðr- greiðslurnar hefðu fyrst verið teknar upp þegar Hjörleifur, Svav- ar Gestsson og Ragnar Arnalds hefðu setið í ríkisstjórn. Þegar leið á kveldið hafði Hjörleifur kafað lengi dags í ryki orpnar skjala- hrúgur á skrifstofu sinni og um miðnæturskeið kom hann sigri hrósandi úr kafinu og skeiðaði rakleiðis í ræðustól. Þar veifaði hann skjali frá árinu 1979, sem tók af öll tvímæli um að arð- greiðslur voru ekki teknar upp í tíð Alþýðubandalagsins. Stefán, sem er gömul fótboltahetja af Króknum og kappsfullur með afbrigðum var hins vegar ekki af baki dottinn. Þegar leið á nóttina var hann aftur kominn í stólinn og sagði að þó þeir þremenningar hefðu kanski ekki byrjað arðgreiðslurnar hefðu þeir setið í ríkisstjórn sem afnam þær ekki. Við það stundi Svavar mæðulega og sagði stundarhátt: „Ég man það ekki. Ég er hvorteð- er búinn að vera í svo mörgum ríkisstjórnum...” Kolkrabbinn býr sig nú undir að launa Árna Sigfússyni rauð- an belg fyrir gráan vegna stríðs hans og FÍB á tryggingafélögin ( tengslum við bílatryggingar. Talið er að ekkert verði til sparað að koma honum á kné í prófkjöri, og hyggjast liðsforingjar gömlu ættar- veldanna styðja Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson gegn Árna. Vera má að Katrín Fjeldsted sjái sér leik á borði og blandi sér aftur í slaginn um borgarstjórnina í þeirri von um að geta skotist upp ámilli þeirra vinanna í harðvítugum átökum. Hún hefur það á móti sér að vera tiltölulega frjálslynd kona, en inn- an Sjálfstæðisflokksins er hvorugt talið stjórnmálamönnum til fram- dráttar... Halldóra Bragadótti arkitekt: Nei, þær þurfa ekki að vera umhverfisslys en það fer þó eftir því hvemig að verkinu er staðið. Björn Karlsson leiksviðsstjóri: Ef það á að byggja þama á það að vera íbúðarhverfi. Eyjólfur Guðsteinsson kaupmaður: Nei, það held ég ekki. Það er búin að vera verksmiðja þama í mörg ár. Elín Edda Árnadóttir leikmyndahöfundur: “Nei, ég get ekki séð það, þetta er góð ákvörðum.” Arnar Jónsson nemi: “Já, ég tel það. Það er fárán- legt að hafa annað en íbúða- byggð þama.” v i t i m g n n “Það þykir skjóta nokkuð skökku við að Ferðamálaráð skuli leggja sér til munns hvalkjöt í því Ijósi að á mánudag samþykkti ráðið ályktun þar sem þeir telja ótíma- bært að hefja hvalveiðar á ný og slíkt geti skaðað ferðaþjónustu.” Maðurinn er það sem hann étur. Úlfar Ey- steinsson Ijóstraði upp um matseðilinn í veislu hjá Ferðamálaráði. Baksíðufrétt ( DV í gær. Dýrvitlausir fréttastjórar heimta fréttir af kjaramálunum og fjöl- miðlarnir skýra frá kröfum og lof- orðum um bætur til handa þeim lægstlaunuðu vikum og mánuðum saman, og raunar áratugum ef út í það er farið. Oddur Ólafsson skrifar pistil eins og hann aö eigin sögn er búinn aö gera í áratug eöa tvo, um kjaradeilur en þær einkennast af marklaus- um og slöppum vinnubrögöum, stefnulausum og gagnslausum viöræðum, ófrjóu þrefi um keisarans skegg. DT í gær. Það var vissulega broslegt að brotamaðurinn skildi vera það mikill sælgætisgrfs að hann tímdi ekki að henda namminu sem leiddi tollverðina á rétta braut. Þorsteinn G. Gunnarsson skrifar um steratöflur og líkamsrækt. Mogginn í gær. “Ég veit ekkert um kvennapólitík Svanhlldar en Kolfinna hefur lengi gefið sig út fyrir að vera mikil kvenréttindakona ef ekki femínisti. Þess gætir Iftt i störfum hennar f Dagsljósi. Ragnhildur Vigfúsdóttir skrifar greinina Ég - um mig - frá mér - til mín. DT í gær. “Ég leit niður til að vera viss um að lenda ekki á neinum,” sagði 72 ára gamall Jerúsalembúi eftir að hann hafði gert tilraun til sjálfsvígs og stokkið fram af svöl- um á 3. hæð með þeim afleiðing- um að hann lenti á Max Dadas- hvili 26 ára og hálsbraut hann. Stökkvarinn slapp ómeiddur.” Fórnarlambið sem liggur á spítala var að drek- ka kaffi þegar hið lífsleiöa gamalmenni féll neðan úr háloftunum eins og manna. Mogginn í gær. Hið opinbera stundar atvinnu- starfsemi í beinni samkeppni við einkaaðila á að minnsta kosti 23 sviðum, og búa einkaaðilar oft við annað og kröfuharðara um- hverfi en opinberir aðilar. Baksíöufrétt. Mogginn í gær. Það væri hægt að sætta sig við miklu meiri launamun ef lægstu launin væru ekki svona fáránleg. Stefán Jón Hafstein í leiöara DT í gær. Hvað gildirþó ríkur rambi, reigist við og standi d þambi? Enginn er svo digur í drambi, að dauðinn nokkum hrœðist. Hold er mold, hverju sem það klœðist. Hallgrímur Pétursson sálmaskáld, úr kvæöinu Hversu fánýt aö fordildin sé.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.