Alþýðublaðið - 13.02.1997, Síða 7

Alþýðublaðið - 13.02.1997, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 ■ Fyrirspum frá Kristínu Ástgeirsdóttur á Alþingi 39 útlendingum synjað um atvinnuleyfi Kristín Ástgeirsdóttir: “í framhaldi af þessu fór ég að hugsa hvort það gæti verið að atvinnurekendur væru að leita út fyrir landsteinana að ódýru vinnuafli.” Á sfðasta ári var 39 útlendingum synjað um atvinnuleyfi, þar af lang- flestum frá Tælandi, Filipseyjum og Vietnam. Þetta kemur fram í skýrslu frá Félagsmálaráðuneytinu. Lang- flestar umsóknimar komu frá atvinnu- rekendum úr Reykjavík og af Reykja- nesi. Kristín Ástgeirsdóttir spurðist fyrir um ástæður þessara synjana á al- þingi í dag og Páll Pétursson kvað þær koma til vegna þess að ekki mætti veita útlendingum atvinnuleyfi ef ónóg vinna væri fyrir heimamenn á staðnum. “Þessar synjanir vöktu athygli mína og þá langaði mig að vita hvemig þær væm til komnar og í framhaldi af því vöknuðu spumingar um hvort fyrir- tæki væra að leita út fyrir landstein- ana eftir ódýra vinnuafli þrátt fyrir at- vinnuleysi. Engin bein misnotkun “Það eru mörg og margþætt mál sem snúa að útlendingum en ég þekki ekki einstök mál sem hér um ræðir nema þau sem snúa að flóttamönn- um,” segir Hólmfríður Gísladóttir deildarstjóri Rauða Kross Islands. “Ef að farið er eftir lögum finnst ákvæði í EES samningnum um að það þurfi að auglýsa störf hér heima, og síðan ef það gengur ekki í EES löndunum, því er ljóst að hægt er að þvo hendur sínar ansi lengi. Við feng- um ábendingar um launagreiðslur undir taxta fyrir nokkram áram og ég lét fara rækilega ofan í þau mál. Þá kom í ljós að þetta fólk vinnur oft og tíðum á lægstu töxtunum sem íslend- ingar fást ekki til að vinna á. En engin dæmi fundust um launagreiðslur und- ir lægstu töxtum og því var ekki um neina beina misnotkun að ræða.” Kristín Ástgeirsdóttir. Félagsfundur Jafnaðarkonur Annar “súpufundur” vetrarins verður haldinn 13. febrúar kl. 19.00-21.00 í Vín- kjallaranum á Hótel Borg. Marita Petersen þingmaður jafnaðarmanna í Færeyjum flytur erindi um stöðu mála í heimalandinu. Allir fyrri “súpufélagaf hvattir til að mæta og taka með sér nýja félaga. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði heldur fé- lagsfund laugardaginn 15. febrúar 1997 á Tilver- unni, Linnetsstíg 1, Hafnarfirði, kl. 12.00-14.00. , Qestir. fun.darins ag framsögumenn verða þær Rannveig Guðmundsdóttir og Svanfríður Jón- asdóttir alþingismenn. Umræðuefni: Hvað er að gerast á Alþingi? Síðan eru frjálsar umræður og framsögumenn svara fyrirspurnum. Allar konur velkomnar! Fundarstjóri: Unnur Hauksdóttir. Ólíklegasta fólk nýtur Alþýðublaðsins Blað sem flytur þér óvænt tíðindi Gerist áskrífendur núna! Áskriftarsími blaðsins er 562-5566

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.