Alþýðublaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 1
MÞYÐUBIIÐIÐ Föstudagur 14. febrúar 1997 Stofnað 1919 24. tölublað - 78. árgangur ¦ Hópur fólks með Hjörleif Guttormsson og Kristínu Einarsdóttur í broddi fylkingar íhuga stofnun græns flokks Titringur í herbúðum Kvennalista og Alþýðubandalags vegna þátttöku þungavigtarmanna í umræðum um nýjan flokk Hjörleifur Guttormsson þingmaður Alþýðubandalagsins og Kristín Ein- arsdóttir fyrrverandi þingkona Kvennalistans tengjast bæði hópi fólks, sem hefur rætt s£n á milli um að stofna samtök er byðu fram undir merkjum umhverfisverndar við næstu þingkosningar. Innan Alþýðubanda- lagsins er þetta litið alvarlegum aug- um af stuðningsmönnum Margrétar Frímannsdóttur og álitið viðvörun af Hjörleifs hálfu gagnvart henni. Innan Kvennalistans eru umræður um þenn- an valkost hinsvegar komnar miklu lengra. Hluti hópsins hittist á fundi fyrr í vikunni. Miðstjómarmaður úr liði Margrétar Frímannsdóttur kvað menn Kta svo á að Hjörleifur væri í fullri alvöru að fliuga að taka þátt í sKkum samtökum. Skilaboð hans til Margrétar og flokks- ins í heild væru að héldi hún áfram að nálgast Alþýðuflokkinn væri hún í raun að framkalla viðskilnað manna af skoðanatoga Hjörleifs. "Ég held hins- vegar að yrði af stofhun samtaka þar sem Hjörleifur og konur einsog Krist- ín Einarsdóttir og jafnvel nafna hennar Halldórsdóttur væru í forystu, þá myndi það ekki minnka heldur fremur auka líkurnar á sameiningu jafnaðar- manna í einum flokki. Mjög fáir myndu fylgja Hjörleifi úr Alþýðu- bandalaginu og auðveldara yrði þá fyrir flokkinn að ganga heill til sam- starfs um myndun stórs flokks." Innan Kvennalistans könnuðust flestir við að ein af hugmyndunum sem væri í umræðu um framtíð listans lyti að því að listinn rynni inn í slíkan græningjaflokk, þar sem karlmenn ættu jafnframt aðild. Um það væri hinsvegar mikill ágreiningur, og þó nafn Kristínar Halldórsdóttur væri stundum nefnt væri ljóst að þingkon- urnar Kristíh Ástgeirsdóttir og Guðný Guðbjörnsdóttur væru því afhuga. Kristín Einarsdóttir og nokkrar konur í kringum hana eru þó taldar þeirrar skoðunar, að fýsileg leið fyrir ¦ Sighvatur Björgvinsson um Smugudeiluna: Notfærum okkur opnun forsetans - Ríkistjórnin ófær um að semja ein og sér. "Ég fagna þessari opnun á Smugu- deilunni sem fólst í ræðu forsetans í Osló og held að íslensk stjómvöld eigi nú að freista þess að ljúka deil- unni. Forsendur hafa breyst, ekki síst vegna þess að nú höfum við Islend- ingar náð því marki að Norðmenn hafa í rauninni viðurkennt rétt Islend- inga til veiða á hinu alþjóðlega svæði sem deilt er um." Þetta sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, í samtali við Alþýðublaðið í gær, en einsog kemur fram í leiðara blaðsins í dag telja jafnaðarmenn að ríkisstjórnin eigi að fylgja eftir útspili forsetans til að ganga frá samningum um Smug- una. Sighvatur sagðist furða sig á því viðhorfi sem kom fram hjá Halldóri Ásgrímssyni í viðtali við norska fjöl- miðla, að deilan sé nú í mjög erfiðri stöðu. "Það er satt að segja einkennilegt að utanríkisráðherra skuli tala svona tveimur árum eftir að hann lýsti því nánast yfir að sér yrði leikur einn að ná samningum í Smugudeilunni. En því miður liggur það einfaldlega fyrir að það hefur hvorki gengið né rekið í samningunum, enda lýsti Halldór Ás- grímsson því yfir við norska blaðið Fiskaren fyrir skömmu að deilan sé nú í verri hnút en þegar Jón Baldvin skildi við málið. Mér sýnist því að rikisstjórnin sé ófær um að leysa mál- ið ein og sér, og þessvegna á hún að nota það færi sem forseti íslands hef- ur skapað." Sighvatur var spurður, hyort þetta þýddi ekki stefnubreytingu hjá jafn- aðarmönnum? "Það var fyrir harð- fylgi okkar í ríkisstjórn, að Smugu- veiðarnar voru ekki bannaðar á sínum tíma, og það færði milljarða verðmæti í þjóðarbúið á tímum djúprar efnahag- skreppu. Nú eru aðstæður breyttar. Það er góðæri í sjávarútvegi, þorsk- kvóti verður aukinn á næstu árum, þannig að við erum ekki eins háðir veiðunum og áður. Jafnframt er mikill uppgangur í þorskstofnunum í Barentshafi, og því auðveldara fyrir Norðmenn að semja. En það sem skiptir þó mestu er að við höfum náð þeim áfanga að Norðmenn skilja nú loksins að þeir geta aldrei lokið deil- unni án þess að semja við Islendinga um kvóta. Það eigum við að gera, ekki síst vegna þess að þegar við fáum fótfestu á svæðinu getum við haft áhrif á stjórnun fiskveiðanna." Mannlíf Hrafns og Guðrúnar Fyrsta hefti tímaritsins Mannlífs undh ritstjórn Hrafns Jökulssonar og Guörúnar Kristjánsdóttur er komið út, sneisafullt af áhugaverðu og skemmtilegu efni. Sjá viðtal við Hrafn á bls. 5. Peugeot 406 Staðalbúnaður - Peugeot 406 SL1 tíOOcc vél, 90 hestöfl, vökva- og veltistýri, loftpúði í stýri, fjarstýrðar samlæsingar, rafdrifnar rúður að framan, stiglaus hraðastilling á miðstöð, hæðarstillt öryggisbelti, öryggisbeltastrekkjarar, þrjú þriggja punkta öryggisbelti í aftursætum, lesljós fynr farþega í aftursætum, hemlaljós í afturglugga, hliðarspeglar stillanlegir innan frá, bensínlok opnanlegt innan frá, útvarp og sogulband, klukka, aurhlífar o.fl. Veró kr. 1.480.000 JIOIFIUIR Nýbýlavegi 2, Kópavogi, sími 554 2600

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.