Alþýðublaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 f r é t t i r ■ Mótmæli við aukið umferðarálag á vegtengingar inn í hverfið. íbúar undirbúa kröftug mótmæli - segir Friðrik H. Guðmundsson, formaður íbúasamtakanna í Grafarvogi en borgarstjórinn í Reykjavík segist sammála því að það sé óraunhæft að gera ráð fyrir uppbyggingu á Geldingamesi nema að Sundabrautin fáist. Sundabrautin á að liggja á brú yfir Kleppsvíkina, upp að Hamrahverfinu og þaðan áfram hjá Ávurðaverksmiðjunni í Geldinganesið og svo áfram. “Við ætlum ekki að horfa aðgerða- laus á að hafin verði uppbygging í Geldinganesinu og í Eiðsvíkinni, án þess að til komi lausn á vegatenging- um inn í Grafarvoginn. það verður ekkert gert á þessu svæði, hvort sem það er íbúabyggð, uppbygging hafn- arinnar í Eiðsvík eða athafnasvæði í Geldinganesi, nema menn leysi um- ferðamálin inn í Grafarvoginn”, sagði Friðrik Hansen Guðmundsson, verk- fræðingur og formaður íbúasamtak- anna í Grafarvogi. “Ég er alveg sammála því að það sé algjörlega óraunhæft að gera ráð fyrir því að Geldinganesið byggist upp, hvort heldur sem íbúðarsvæði eða at- hafnasvæði, nema að Sundabrautin fáist, því að stofnbrautatengingar við Grafarvoginn anna ekki miklu meira en nú er lagt á þær, jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að Gullinbrú verði breikk- uð”, sagði borgarstjórinn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Vegtengingarnar þola ekki meira álag Friðrik sagði að Grafarvogsbúar hafi almennt verið sáttir við það skipulag sem var gert og gerði ráð fyrir íbúðabyggð í Geldinganesi. Hins vegar hefði alltaf verið gert ráð íyrir athafnasvæði og hafnaraðstöðu £ Eiðs- víkinni og um það sýndist sitt hveij- um. “í framhaldi af umræðu um fram- kvæmdir í Geldinganesi fara menn alltaf að tala um umferðarmálin inn í Grafarvoginn og hrýs hugur við að þar fari að heíjast miklar framkvæmd- ir og umferðarþunginn verði lagður á Gullinbrúna og þessar tvær þröngu tengingar inn í hverfið, sem anna varla umferðinni á álagstímum nú þegar. Það er stöðugt vaxandi vanda- mál og það verður mikil fjölgun íbúa í hverfinu á næstu tveim til fjórum árum. Hvað verður þá ef við bætist mikill umferðarþungi af uppbygging- unni og síðan vegna athafnafyrir- tækja, hafnarstarfsemi og viðbótar íbúðabyggðar? Aður en til kom þessi endurskoðun á skipulaginu vorum við með á pijón- unum að knýja á urn auknar tengingar inn í Grafarvoginn, meðal annars að farið yrði í að gera veg yfir Klepps- vfkina, úr Hamrahverfi yfir á Sæ- brautina. Við ætlum að fara af stað með kynningu á því máli og undir- skriftasöfnun í framhaldi af því undir- skriftasöfnun núna í vor. Ég á von á að það verði eitthvað kröftugri að- gerðir nú, eftir breytinguna, heldur en við höfðum áætlað”, sagði Friðrik H. Guðmundsson, formaður íbúasamtak- anna í Grafarvogi. eigi að færa stofnbrautina frá Geld- inganesi upp í Alfsnes inn á mitt nes- ið. Það eitt út af fýrir sig held ég að sé mjög fljótfæmisleg ákvörðun, tekin á síðustu stigum skipulagsumræðunnar, sem ég held að muni eyðileggja nesið sem íbúðarbyggð, þá sé búið að þrengja svo að því svæði sem skemmtilegast er, sem er suður hlut- inn og norðvesturhlutinn. Síðan er fyrirhugað þama gríðarlegt malamám. Émbættismenn borgarinn- ar ágimast það vegna þess að þeir em búnir að komast að því að þetta er l£k- lega eitt besta malamám á Reykjavík- ursvæðinu. f greinargerð með skipu- laginu kemur fram að það á að grafa allt nesið í sundur, grafa stórar geilar inn í það, einhverskonar Ásbyrgi, og svo á að fela iðnaðarvandamálið inni í þessum Ásbyrgjum. Það er gert til þess að fela umhverfisspjöllin. Það segir beinlínis í greinargerðinni að með þessu hætti megi fela þessa starf- semi. Þetta finnst mér ótrúlegt að á ár- inu 1997 á íslandi sé verið að kynna svona skipulagshugmyndir. Þetta em hugmyndir sem áttu heima á tímum iðnbyltingarinnar”, sagði Gunnar J. Birgisson. Höfum ekki séð tillögurnar í framhaldi af ummælum Gunnars J. Birgissonar um að ætlunin væri að grafa Geldinganesið sundur til malar- náms, leitaði blaðið eftir hvort Nátt- úmvemd ríkisins hefði eitthvað um málið að segja. Þar varð Kristján Geirsson, forstjóri fyrir svömm. Hann sagði: Við erum ekki búnir að fá þetta skipulag til umsagnar, það hefur ekki verið auglýst ennþá. Eftir því sem ég best veit liggur það hjá skipulags- stjóra til athugunar á hvort það verði samþykkt til auglýsingar. En við munum skoða skipulagið allt, en það er rétt að benda á að við erum aðeins umsagnaraðilar og í raun ber borgar- stjórn ekki skylda til að láta okkur vita afþessu, það er okkar að fylgjast með”, sagði Kristján Geirsson, for- stjóri. Fallegt land fyrir íbúða- byggð á Álfsnesi “Það er af og ffá að það sé nokkurt aðalatriði í þessu. Aflvaki setti þetta ffam í skýrslu frá sér sem er bara þeir- ra hugmynd”, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, um orð Gunnars J. Birgissonar um að malar- nám væri eitt af stóm ástæðunum fyr- ir breyttum skipulagahugmyndum R- listans. “Það sem er aðalatriðið í þess er að við emm að verða uppiskroppa með lóðir fyrir fyrirtæki. Sem höfiiðborg getum við ekki vísað atvinnufyrir- tækjunum ffá okkur. Þetta svæði ligg- ur vel við höfninni og vegtengingum þegar Sundabrautin er komin. Það er mikið atriði fyrir atvinnufyrirtækin að liggja vel við samgöngum, hvort sem er á sjó eða landi. fbúðabyggð er við alla strandlengj- una í Grafarvoginum og við gemm ráð fýrir að íbúðabyggð verði við all- an Leimvoginn. í fyrra skipulaginu var gert ráð fyrir að Sundabrautin væri miklu nær Leiruvoginum og þar væri athafhasvæði, en við gemm ráð fyrir íbúðabyggð þar, sem er austast á Geldinganesinu. Auk þess má ekki gleymast að borgin á mikið land í Alfsnesi, þótt það sé ekki enn innan lögsögumarka borgarinnar. Álfsnesið er á stærð við Kópavog og það er kjörið og mjög fallegt svæði íýrir íbúðabyggð. Það er eitt meginatriðið í samræðum okkar við Kjalnesinga um sameiningu byggðanna að þróun byggðatinnar hér teygi sig meðffam ströndinni og upp í Álfsnes. ■ Deildar meiningar um húsakaup Hjálpræðishersins Þetta gekk hratt fyrir sig -segir Miriam Óskarsdóttir en húsakaupin eru hugsuð til hagræðingar fyrir félagsstarfið. Tillögur meirihlutans jarða hugmyndir um róm- að íbúðasvæði “Það er alveg sama hvers konar svæði við ætlum að byggja upp á Geldinganesi, þar verður ekkert byggt fyrr en Kleppsvíkurtengingin verður komin, það er ófrávíkjanleg forsenda, Við höfum talað um að sú tenging komi upp úr árinu 2002”, sagði Gunn- ar J. Birgisson, borgarstjómarfulltrúi. “Þá þurfum við að velja hvort við ætlum að byggja þar upp iðnaðar- og athafnasvæði eða íbúðasvæði. Það er mín skoðun að þarna eigi að vera íbúðabyggð. Þama er hægt að koma fyrir um 6000 manna íbúðabyggð. Það fór fram samkeppni um þetta svæði fyrir nokkmm árum. I niður- stöðum kom fram að svæðið var mjög rómað sem einstakt íbúðarsvæði, þar er frábært útsýni, það liggur vel við öðmm íbúðarsvæðum og þetta er síð- asta landið sem við Reykvíkingar eig- um sem liggur að sjó. Menn horfa til þess með rómantfk í augum, þetta er nánast eyja sem er tengd við landið með eiði og er næsta svæði við hlið- ina á Viðey. I þessum skipulagstillög- um er ljóst að þama er hægt að gera mjög skemmtilegt íbúðarsvæði. Tillögur meirihlutans jarða þessar hugmyndir. Þær byggjast á að það “Starfið er að eflast og vaxa og því þurftum við meira pláss,” segir Knut Gamsts yftrmaður Hjálpræðishersins á íslandi en herinn hefur nýlega fest kaup á húseign að Garðarstræti 38 en kaupverðið var 26 milljónir. Neðri hæð hússins verður skrifstofa og miðhæð hússins leigð út til bráða- birgða en efri hæðin verður íbúðar- húsnæði fyrir forstöðumanninn. “Þetta er okkar mál og okkur lang- ar ekki til að tala um það í blöðum,” segir Knut. “Við gerum ekki meira en við þurfum að gera og hef enga gagn- rýni heyrt á þessi húsakaup innan hersins. “Ég hef ekki orðið vör við óánægju með þessi húsakaup að neinu marki,” segir Miriam Óskarsdóttir umsjónar- maður barna og unglingastarfsins. “Það hafa tveir eða þrír aðilar hringt og spurt um þetta en það er sjálfsagt til komið vegna þess að þetta gekk hratt fyrir sig. Það eru margir í Hjálp- ræðishernum, og stórar ákvarðanir geta skipt fólki upp í marga hópa. ís- land, Noregur og Færeyjar eru sama ummdæmi og umdæmisstjórnin er f Noregi, þar voru þessi húsakaup sam- þykkt enda er þetta ábyrg ákvörðun. Þó að þetta hafi gengið hratt fyrir sig núna hefur Hjálpræðisherinn lengi haft augastað á þessu húsi og við höf- um í raun verið að bíða eftir að það yrði sett á sölu. Þegar það gerðist höfðu fleiri aðilar áhuga á húsakaup- unum og við höfðum því hraðar hendur. Við reyndum þó að að ráð- færa okkur við sem flesta. Ég veit ekki nákvæmlega hvaða hagræðing verður af þessu húsnæði húsnæði, en við munum leigja miðhæðina eitthvað “Ég frétti af þessu og gerði mér því ferð í Grillið til að sjá þetta eigin aug- um. Magnús Oddson var þama sjálfur ásamt hópi Norðurlandabúa og nokkrum fslendingum, segir Kristján Loftsson framkvæmdastjóri hjá Hval hf. Úlfar Eysteinsson matreiðslumeist- ari á Þremur frökkum sagði í viðtali við DV í fyrradag að hann hefði út- áfram til lögmannanna, á móti kemur líka að við eigum einungis hluta húss- ins að Garðarstræti 40, og við munum ekki leigja út aukalega aðstöðu þar eins og verið hefur.” “Ég hef heyrt að það séu skiptar skoðanir en ég get ekki sagt um hvort að það er óánægja,” segir Erlingur Nf- elsson. “Ég bara yftr starfinu á Akur- vegað hvalkjöt í veislu fyrir Ferða- málaráð á Hótel Sögu á mánudags- kvöldið. “Ef hann er að bera á borð hvali fyrir útlendinga, hlýtur það að vera í því skyni að fæla þá frá landinu,” seg- ir Kristján. “Þannig leggur hann að minnsta kosti upp í sínum málflutn- ingi. Ef að nokkrir hvalir verða skotnir eyri. Húsið er sjálfsagt hverrar krónu virði en ég vil eki tjá mig um það í fjölmiðlum, ef ég er ónægður með innri mál hersins tala ég við mína yf- irmenn. En ég ber fullkomið traust til þess sem þeir gera og þar með talið þessarar íjárfestingar.” vill hann meina að túrismi leggist af. í framhaldi af því hlýt ég að benda Ferðamálaráði á að skipta út úr lið- inu.” Aðspurður segist hann ekki hafa séð matardisk Magnúsar og því ekki getað sagt til unt hvort hann hafi bragðað á hvalkjötinu sjálfur. “Það var nú mest af tillitssemi við útlending- ■ Kristján Loftsson gerði sér ferð á Grillið Hræsni á Heimsvísu Kristján Loftsson: Ef ferðamálastjóri ber hvalaveisluna af sér er hann hræsnari á heimsvísu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.