Alþýðublaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 Ú t ALÞYÐUBLAÐtÐ 5 Fyrsta hefti Mannlífs undir nýrri ritstjórn á f u u m á I Jtamdífi í nýjum úúningi “Ég er ákaflega ánægður með að þetta afkvæmi okkar Guðrúnar skuli hafa litið dagsins ljós. Aðdragandinn var ekki lahgur og þetta var eins og stutt en mjög snörp kosningabarátta þar sem við lögðum nótt við dag,” segir Hrafn Jökulsson ritstjóri Mann- lífs en fyrsta heftið undir stjóm hans og Guðrúnar Kristjánsdóttur kom út í gær. “Við Guðrún vomm svo lánsöm að fá til verka með okkur landsliðið í blaðamennsku og framúrskarandi pistlahöfunda. Þá tók snillingurinn Jón Oskar að sér að hanna útlit blaðs- ins upp á nýtt og gerði það með þeim sóma sem við var að búast.” Hvað finnst þér sjálfum athyglis- verðast afþvffjölbreytta efni semfyll- irblaðið? “Ég á svolítið erfitt með að gera upp á milli þess. Viðtal Gary Gunn- ing við gamlan foringja herráðs IRA er geysilega fróðlegt og úrvinnsla hans er á heimsmælikvarða. Þá kemur Gunnar Smári Egilsson með óvænt en mjög umhugsunarvert sjónarhorn á mál Heiðars Jónssonar snyrtis. Sú grein mun áreiðanlega vekja miklar umræður. Við fengum Illuga bróður minn til þess að gera það sem hann gerir einna best og það er að taka við- töl. Hann á mjög athyglisvert samtal við séra Karl Sigurbjörnsson, þann mann sem flestir líta til sem næsta biskups fslands. Þeir ræða allt milli himins og jarðar, hvemig umhorfs er í Paradís, hver Jesú var, hvað gerist þegar maður deyr og síðast en ekki síst ástandið í þjóðkirkjunni og “hryll- ingsárið” í fyrra svo notað sé orð séra Karls sjálfs. Þá munu margir aðdá- endur Ladda sjá á honum nýja hlið á ákaflega fjörlegu og einlægu viðtali við hann og eiginkonu hans Sigríði Rut Thorarensen, en eins og lesendur viðtalsins munu sjá þá standa þau fyllilega undir því að vera útnefnd ástfangn- asta par á íslandi enda ætla þau að deyja sam- an í rúminu. Þórhallur Eyþórsson sem lesend- ur Alþýðublaðsins þekkja, eins og ýmsa aðra af þessum góða hópi, skrifar snarpa grein um íslenskan skáldskap á síðasta ári og víst er um að ekki ríða allir okkar þekkt- ustu höfundar feitum hesti frá Þórhalli. Ég verð líka að minnast á það að við fengum til verka tvo af okkar hug- myndaríkustu og snjöllustu ljósmyndur- um Svein Speight og Spessa. Þeir tóku ein- stakan ljósmyndaþátt af tíu efnilegustu fyrirsæt- um landsins og er óhætt að segja að sumar myndirnar séu hreinustu listaverk. Þá er í blaðinu lögð áhersla á stjómmál. Við segjum frá því í ítarlegri úttekt hverjir em i innsta hring Olafs Ragnars skíða- kappa og emm ennfremur um frétta- skýringu um vandræðaástand meðal Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem segja má að séu í fullkominni kreppu þótt aðeins ár sé í næstu borgarstjóm- arkosningar. Svona gæti ég haldið áfram lengi dags en af því mig minnir að Alþýðublaðið hafi rými af fremur skomum skammti þá læt ég hér staðar numið.” Nú hefég hlerað að í næsta hefti sé efni sem vekja muni mikla athygli og umtal. Geturðu staðfest það? “Ég get svo sannarlega staðfest að við verðum með efni í næsta blaði sem mun vekja athygli _ og fleira en eitt. Það em mál sem teygja sig alla leið frá undirheimum blaðsins og upp í sjöunda himin íslensku þjóðkirkj- unnar.” Mér sýnist á öllu að menn séu þeg- arfamir að bíða með óþreyju eftir út- komu þess blaðs. Hvenœr er von á því?" “Eigum við ekki að byrja á því að kynna lesendum þetta fyrsta blað?” Við hér á Alþýðublaðinu söknum þín sárlega, saknar þú Alþýðublaðs- ins? “Já, já ég sakna Alþýðublaðsins en það er mér hins vegar mikill styrkur á Hrafn má vera ánægður með árangurinn því landsliðið í blaða- mennsku fer á kostum í nýjasta hefti Mannlífs. sámstu saknaðarstundum að vita það í traustum höndum frænda míns og vinar af Fremra-Hálsætt. Ég er sann- færður um að sú tilraun sem nú stend- ur yfir til að bjarga blaðinu, og síðan efla það, mun bera ríkulegan ávöxt.” WM í Knnglunni fimmtudag. íostuda Rýmum fyrir nýjum vörum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.